Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 1
Mitiiif BLAÐAUKI UM LANDBÚNAÐ ¦ — Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri viltu segja lesendum frá ástandi og horfum i land- búnaöarmálum, eins og nú er? „Að undanförnu hefur mjólkur- framleiðslunni verið stjórnað með kvótakerfi og fóðurbætis- skatti, eins og mönnum er kunn- ugt. Það hefur tekist að ná henni niður að því marki, sem hæfir fyrir innanlandsmarkað. Þó er þetta engan veginn fast þar, það getur þurft að gripa til strangari ráðstafana ef stefnir i að fram- leiðslan fari aftur fram úr þvi marki sem innanlandsmarkaður- inn tekur. Þrátt fyrir að fram- leiðslan sé komin i það sem menn ætluöu að hún þyrfti að vera, hefur sam t þurft að flytja út nokkuð af ostum. Það mun vera vegna þess að framleiðslan er ekki nægilega jöfn yfir árið. En það virðist sem ekki sé erfitt að stjórna mjólkurframleiðslunni nokkurn veginn i' hlutfalli við markaðinn. ískyggilegar horfur Með kjötframleiðsluna, og þá sérstaklega sauðfjárræktina og dilkakjötsframleiðsluna, eru horfurnar mjög iskyggilegar, eins og raunar hefur komið fram i fréttum. t fyrsta lagi er norski markaðurinn i reynd lokaður. Við höfum að visu samning um að Norðmenn kaupi 600 tonn, en þeir hafa beðið um að þurfa ekki að taka við þvi, og ef þeir tækju við þvi mundu þeir kannski neyðast til að selja það aftur á sömu mörkuðum og við erum að selja á. Það er samt hægt að selja kjötið en verðið er alls ekki viðunandi og mér sýnist að ákveðinn hluti framleiðslunnarsé bændum bein- linis i óhag. Verðið er svo lágt að mér virðist hagkvæmara fyrir þá að framleiða ekki þann hluta. Sauðfjárræktinni verður ekki á einu ári náð i það horf, sem æski- legt er, við ráðum engu um það núna hver kjötframleiðslan verður á næsta hausti, en þvi er spáð að hún geti orðið 13.700 tonn Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. úr kjarnfóðiirnotkun eins og við getum. Eitt af þvi sem kjarn- fóðurskatturinn gerði að verkum, var að menn hugsuðu betur um hvernig þeir geta framleitt meira af heimaafla. Laun bóndans skapast raunverulega af föðrinu sem hann sjálfur getur framleitt. Þarna komum við lika að hag- fræðilegum leiðbeiningum. Þær hafa sjálfsagt verið allt of litlar i búskap okkar og of litið um það hugsað. Hugtakið heimaaflabú- skapur finnst mér að við eigum að nota núna, i smáu og stóru. Ég held að við þurfum lika að nota það í þjóðfélaginu i heild, I öllu okkar efnahags og atvinnulifi. Nýting á inn- lendu fóðri ekki nógu gód Ég get nefnt nokkra hluti i þessu sambandi. Það er eins og nýting á innlendu fóðri, ég er þá ekki aðeins að tala um heyin, sem naumast eru nægilega góð. Við höfum leiðir núna til að nýta meira og betur ýms ftíðurefni sem til falla. Við erum við það að geta hafið notkun á meltu, sem er framleidd úr sjávarrfkinu og það er gott fóðurefni. Þetta er hægt að nota m eð gra s- mjöli eða graskögglum og allan þann urgang frá sjávarútvegi sem til fellur og hægt er að gera fóður úr, hann eigum við að nýta. Sama er að segja um sláturiir- ganginn og urgang frá mjólkur- iðnaði. Sem dæmi um betri nýtingu á grasi, vil ég nefna að norður i Eyjafirði hefur verið reynt á und- anförnum árum, að köggla heyið og auka þar með næringargildi þess. Til þess er hægt að fá færan- legar vélar og það er heimafram- leiðsla. Við þetta virðist fóður- gildið vaxa verulega. Nokkrir áhugamenn Ur Huna- vatnssýslum fóru til Ameriku til að kynna sér þessa aðferð og það er áhugi á þessu víðar á Noröur- landi. Ef þetta er jafn gott og þeir vona, þá er þarna verulegur þátt- ur i bættum heimaafla. EG SE EKKI AÐ ÞJOÐFELAGIÐ HAFI BETRI MÖGULEIKA Á AT- VINNUTÆKIFÆRUM EN ÞEIM SEM LODDYRARÆKTIN BYÐUR UPP A — Rætt við Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóra » og það getur orðið erfitt að selja." — Hvað er innanlands- markaðurinn stór? Samdráttur valdi ekki byggdaröskun „Hann er i kringum 10.000 tonn. Ég met þetta þannig að núna sé rétt að lita þetta raunsæjum aug- um og búa sig undir einhvern verulegan samdrátt á næsta hausti.sem þákæmi fram haustið 1983. Ef menn neyðast til þessa samdráttar, verður hann að ger- ast þannig að hann valdi ekki i fyrsta lagi, byggðaröskun, það er að segja að hann valdi ekki óbætanlegu tekjutapi i þeim byggðalögum þar sem menn lifa mest eða nær eingöngu á sauð- fjárrækt. Við þessi mál fást Stettarsambandið og Fram- leiðsluráö og mér er kunnugt um að um þessar mundir eru miklar umræður i gangi. Það er talað um að ýmsir þeir, sem ekki lifa af sauðfjárrækt, asamt þeim sem stærst hafa sauðfjárbúin og þeim sem hafa stór kiíabú eða mikla framleiðslu á öðru, en hafa nokkra sauðfjár- rækt, að þeir gætu að tísekju dregið úr. Að ósekju, sagði ég og það er vafasamt orðalag, en ég á við að þeim verði það kannski sársauka minna en hinum. Þess vegna virðist manni að sam- drátturinn veröi að vera þannig aö þeir sem eru með góð bú á öðru sviði, dragi meira saman, þeir sem eru með sttír bú, dragi líka meira saman,svo og þeir sem lifa af öðru, hafa aðra atvinnu. Tekju- missir þarf ekki endilega að verða i hlutfalli við samdráttinn, ef vel er á málum haldið. Hvernig má búa betur að sínu Það er okkar hlutverk hér hjá Búnaðarfélaginu að gera fram- leiðsluna hagkvæmari. Tak- markið er að bdndinn fái sem mest af söluverðmætinu til eigin þarfa og að það fari sem allra minnst i tilkostnað á öllum sviðum. Þarna komum við að stórum hlutum, sem Bl þarf að vinna að i samvinnu við biinaðar- samböndin og ráðunautana á öll- um sviðum, það er að bæta þarna úr. Og til þess að fyllast ekki alltof mikilli svartsýni, og telja það vist að það sé allt tekjutap sem verður til samdráttar, tel ég rétt að menn athugi ákaflega vel hvernig má bua betur að sinu, bæði hver og einn og þá einnig landbúnaður- inn i heild. Mér finnst að við höf- um gert allt of litið af þessu, við höfum lengi búið við tak- markaðan markað, en við höfum ekkihaft það ntígu mikið á oddin- um að búa þvi sem við köllum „heimaaflabiískap". Ég hef alltaf álitið að við ættum að draga Eins og við vitum hefur verið unnið mikið að bættri heyverkun og hefur verið undanfarandi ár. A vegum Bl var starfshópur, sem við kölluðum „Heyverkunar- hópinn". Þessi höpur ferðaðist um landið I samvinnu við búnaðarsamböndin. Það hafa orðið ákaflega miklar framfarir I súgþurrkun á siðustu ilrum og það hafa verið veitt nokkur auka- framlög til að koma upp súg- þurrkun. Votheysverk- unin mikilvæg Um votheysverkunina hafa veriðmeira mishljtímandi raddir, en hún er vaxandi og ég held að það sé eitt af þvi sem á aö vinna mjög ötullega að. Það er þó ekki hægt að gera i' einu vetfangi, Sjá næstu sídu búfjár- sjúkdómar borist hingað ferða- mönnum og farangri þeirra? — Bls. 12 Angóra- kanínur — Bls. 6 Ferda- þjónusta í sveitum — Bls. 22 Viðtal vid Gunnar Guð- bjartsson Bls. 16-17 Laxeldi — Bls. 10- Tölvunotk- un í land- búnaði — Bls. 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.