Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 7. mai 1982 ■ „Til þess aö koma upp refabúi meö 90 læöum, miðaö viö aö allt sé keypt nýtt og dýr keypt, þá er þaö ekki fjárfesting nema uppá 774 þúsund krónur eins og þaö er áætlað núna.” „Ég sé ekki að þjóðfélagið hafi betri möguleika á atvinnutæki- færum en þeim sem loðdýra- ræktin býður upp á” vegna þess að byggingar og véla- kost þarf að snfða að votheys- verkun. En þar sem menn hafa komist upp á lag með að verka gott vothey og þaö eiga menn alls staöarað geta, með réttum bygg- ingum og réttum aðferðum, þá er þetta mjög mikilvægt atriði. Ég vil leggja áherslu á að það er greinileg aukning og þetta er á vissan hátt endurskipulagning, þvi að þaðer fyrst og fremst þeg- ar menn byggja upp, sem þeir velja sér aðferðina og ég hygg að það sé fyrstog fremst i votviðra- samari landshlutum, sem vot- heysverkunin vinnur á,skipulega. Við hófum þetta spjall okkar á þeim blikum sem eru á lofti og sem ég sé ekki að verði brugðist öðruvisi við en að það veröi sam- dráttur i sauðfjárrækt. Það er geysilega margt sem er erfitt aö gera i þvi sambandi og illt að þurfa að gera þetta. Ég vil minna á að viö fáum ekki sama ullar- magnið og ekki sama gærufjölda ef við fækkum fénu. Þótt þessar vörur gefi bændum of litið, þá megum við ekki gleyma þvi að þetta er mjög mikilvægt hráefni og atvinnugjafiog tekjugjafi fyrir þjóðfélagið. Mér finnst ekki nógu mikil áhersla lögð á að þetta er lang stærsti iðnaðanítflutningur okkar, fyrir utan ál og kisilgúr. Að þessu þarf aö huga vel. Bt og nokkur búnaðarsambönd hafa sérstaklega verið aö beita sér fyrir þvi' að það yrði bætt og aukin nýting ullarinnar á þessu ári. Bestu atvinnu- möguleikar í loðdýrarækt Það horfir þannig i þjóöfélaginu núna að viö getum ekki átt von á meiri sjávarafla i heild, og markaðinn fyrir neysluvörur landbúnaðarins getum við ekki aukið. Það hefur lengi verið sagt að landbúnaðurinn geti ekki tekið við meiri vinnuafli, það verði aðr- ar greinar að gera. Ef á nú að draga sauðfjárframleiðsluna mikið saman, þá veröa aðrar greinar lika að taka við þvi'vinnu- afli, sem þá losnar. Ég sé ekki hvernig það gerist á næstu árum og ég sé reyndar ekki — hvort sem menn tala nú um stóriðju eða smærri iðnað, stórar eða smáar verksmiðjur hér eða þar — að þjóðfélagið hafi betri möguleika á atvinnutækifærum en þeim sem loödýraræktin býður upp á núna. Ég held að við þurfum ekki að tala um loðdýrarækt sem land- búnaðarmál eingöngu ef okkur gengur þetta eins og allar likur benda til, að koma hér upp góðri loðdýrarækt, sem er samkeppnis- færsem útflutningsatvinnuvegur. Hún verður aðkeppa við loðdýra- rækt annarra landa. Menn tala um að markaðurinn sé sveiflukenndur og það er rétt, en við verðum bara að þola þær sveiflur eins og aðrir fram- leiðendur á þessu sviði. Og það verður auðvitaö aö búa henni þá möguleika. Ég hygg núna að ef ákveðið yrði að draga úr sauöfjárræktinni að einhverju marki, þá ætti jafn- framtaðákveða aðleggja stund á loðdýrarækt, auka hana skipu- lega i nokkuð stórum skrefum. Ég sé ekki annað en það yröi hægt á tveim til þrem árum að skapa fyllilega eins mörg atvinnutæki- færi i sveitunum, sem svarar þvi sem menn finna út aö þurfi að draga saman i sauðfjárræktinni. Þetta yrði ekki ýkja dýrt. Ég get getið þess hérna, sem raunar hefur komið fram, að um siðustu áramót voru starfandi 28 loðdýra- bú ilandinu. Þar afvoru 23 refabú eingöngu meö blárefi, tvö með blárefi og minka og svo eru þessi gömlu minkabú sem hafa staðið af sér og eru búin að starfa i tiu ár. Fimmtíu nýir loðdýraræktar- bændur Nú mun standa til að veita rúm- lega 50 nýjum loðdýrabændum leyfiog það eru þá íyrst og fremst refir sem þeir gætu byrjaö með á þessu ári, og það eru miklu fleiri umsóknir um þetta. Þetta er ágætt og það er hægt að gera áætlun um stærri skref, jafnvel á þessu ári og enn stærri skref næsta ár, en til þess þarf ýmsa hluti. En áðuren ég vik að þvi langar mig til að segja aö við þetta er ekki stórkostleg fjárfesting og þarsemégerbúinn að fullyrða að viö höfum ekki i atvinnugreinum á tslandi betri möguleika til að skapa ný atvinnutækifæri heldur en i loðdýrarækt, þá get ég nefnt að til þess að koma upp refabúi með 90 læðum, miðað við að allt sé byggt nýtt og dýr keypt, þá er 1 það ekki fjárfesting nema uppá 774 þúsund krónur, eins og það er áætlað núna. Ég nefni 90 læður vegna þess að það svarar til visi- tölubúsins aö framleiðsluverð- mæti. Hinsvegar er ársverkið i refa- rækt um 150 refalæður. Það er talið núna að það kosti nú um 8.600 krónur á læðuna að kom upp refabúi og um 2 400 á minka- læðuna að koma upp minkabúi. Þetta er miðað við allan stofn- kostnað og nýjar byggingar. Eí við tökum sem dæmi 360 at- vinnutækifæri — ætli það þætti ekki nokkuð góö verksmiðja — þá erþaðekki fjárfesting nema uppá 278 milljónir, ef ég hef reiknað rétt. Ég hygg að flest þessi iðnaðartækifæri, a.m.k. i þvi' sem kallaður er orkufrekur iðnaður eða stóriðja, séu mörgum sinnum dýrari en hvert atvinnutækifæri þarna, og jafnvel þótt farið væri upp í stóru búin með 150 refa- læður eða igildi þess i minka- læðum. Hvað þarf að gera fyrir loð- dýraræktina? En hvað þarf að gera fyrir þessa loðdýrarækt? Þaö er auð-j vitað heilmikið, vegna þess að þetta er nýr atvinnuvegur og við þurfum að afla okkur þekkingar. Þaöþarf aðkoma upp kennslu við bændaskólana, og það er nú raun- ar hafið, en þar þarf að koma upp kennslubúum og það er i undir- búningi. Það þarf töluverða al- menna fræðslu og við hér hjá Bt erum að reyna að koma út fræðsluefni um þetta. Þetta þarf að vera fræðsla á mörgum sviðum, allt frá þvi hvernig á að koma upp fóðurstöðvum þvi þeim þarf að koma upp á félagslegum grundvelli.það þarf leiðbeiningar um val á fóðurefnum, blöndun þeirra og fóðrunina. Og það þarf eftirlit með þessum fóður- stöðvum. Þarna vantar okkur þekkingu og starfskrafta. Við höf- um einn ráðunaut starfandi núna og hann sér alls ekki fram úr verkefnum sinum, það má næst- um segja að þaö séu biðraðir við simann og skrifstofuna hans. Við þurfum að fá nokkra peninga i aukna ráðunautaþjónustu. Það eru raunverulega smámunir á móti öllu hinu. Það væri algjör- lega óforsvaranlegt að koma þessum atvinnuvegi af stað án þess að hafa þennan grunn þekk- ingar. Ég veit að það er góður skilningur á þessu i Land- búnaðarráðuneytinu og hygg að þetta verði gert. Ég get getið þess hér að i siðustu viku var námskeiö á Hól- um i Hjaltadal fyrir héraðsráðu- nautana þar sem kom einn frá hverju búnaðarsambandi. Þeir sem ætla að leiðbeina i loðdýra- rækt, en þeir verða auðvitað ekki sérhæfðir i þvi á einu námskeiði. En þetta er til að skapa vissa grun dvallarþekki ngu. Annan refastofn Við höfum hér einn refastofn og þurfum aö flytja inn annan ef við ætlum aö gera alvöru átak til að láta þetta taka við og mæta sam- drætti i sveitunum. Það hefur komið fram að minkastoíninn, sem hér er aðallega, hann er sýktur af veirusjúkdómi sem dregur mjög úr frjósemi og einnig vexti. Loðdýrabændur hafa farið fram á að fluttur verði inn nýr ósýktur stofn af minkum, með skipulögðum hastti. Mér skilst að Danir hafi unnið svo vel i þessu undanfarin ár, að það muni vera hægt að fá frá þeim ósýktan stofn. Til þess þarf nokkurn stuðning og ég hygg að einnig á þessu sé skilningur i Landbúnaðarráðu- neytinu og ég vona að þetta verði gert á þessu ári. Þetta er mikil- vægt, vegna þess að minkarækt er á vissan hátt öruggari atvinnu- grein heldur en refaræktin aö þvi er Danir segja, þar er minni, sveiflur. En núna er verð á refa- skinnum ágætt. Þannig er öryggi i að vera með hvorutveggja, ref og mink. Loddýraræktin fjölskyldu- búskapur Ég vil svo geta þess, að það eru samdóma ráðleggingar frá Norðurlöndum, að loðdýraræktin eigi að vera fjölskyldubúskapur, alveg þvert ofan i það sem menn héldu hér fyrir rúmlega tiu árum, þegar varverið að hefja þetta. Þá stóð það i lögum að þetta ætti að vera stórbúskapur. Ég held að þetta eigi ekki að vera eina bú- greinin, hún á að vera með hinum hefðbundnu búgreinum. Þess vegna er talað um tiltölulega smá bú. Afurðaverðið fer eftir gæðum vörunnar i' þessari búgrein og á siðasta uppboði i Danmörku kom þaö glöggt fram að það voru skinnin frá smáu framleiðendun- um, sem passa sina framleiðslu vel, sem seljast best. Stóru fram- leiöendumir eru ekki með jafn gott verð á sinum skinnum. Ég hygg að svo sé um alla okk- ar atvinnuvegi að það sé bundin i þeim nokkur áhætta og svo er vissulega um loðdýraræktina en ég hef trú á henni og ég sé ekki önnur atvinnutækifæri vænlegri, eins og ég er nú búinn að marg segja. Skipuleggja þarf fóðurnýtingu Enn eitt vil ég segja i sambandi viö loðdýraræktina, vegna þess að um það var ályktað á búnaðar- þingi, en það er það að henni þarf að búa skilyrði eins og sam- keppnisatvinnuvegi. Hún þarf að búa við bestu skilyrði með hvers- konar gjöld á vörum til stofn- kostnaðar og rekstrarvörum. Þetta er i athugun og ég er bjart- sýnn á lyktir þess. En eitt þarf að gera. Það þarf að skipuleggja alla fóðurnýtingu og það þyrfti raunverulega að semja um fóðurverð við fram- leiðendur, annars vegar slátur- leyfishafana og hins vegar fisk- vinnslu fyrirtækin. Um þetta verða aö vera verðsamningar eins og hvað annað svo menn fari ekki að hlaupa með verðið upp þegar þeir eygja nýja möguleika á aukinni sölu. Ég vil svo taka fram, að það er mjög gott samstarf milli okkar hér I Búnaðarfélaginu, Stéttar- sambandinu og Framleiðsluráði, Landbúnaðarráðuneytinu og Sambandi loðdýrabænda um framvindu þessara mála og að sjálfsögðu erum viö i góðu sam- bandi við yfirdýralækni. Þannig verða þessi mál lilca að vinnast. Einnig hafa mörg kaupfélög og StS sýnt áhuga á að styðja við bakið á þessu og það er mikil- vægt.” Nýsjálenska kindakjötid ódýrara — Mig langar nú til að spyrja þig um hvað hafi verið gert til að afla markaða fyrir kindakjöt, er- lendis? „Ýmis sölustarfsem i og markaðskönnun fer alltaf fram á vegum Landbúnaðarráðuneytis- ins og á þess vegum starfa markaðsnefnd og sama er aö segja um búvörudeild StS sem hefur selt kjötið. Menn mega ekki halda að ekki sé fylgst með mörk- uöum erlendis og reynt að selja.” — A hverju strandar að afla þessari framleiðslu markaða? „Það strandar einfaldlega á verðinu. Og ef við spyrjum hvers vegna við fáum ekki það verð sem við þurfum, þá er það fyrst að við erum aö selja i löndum, þar sem ekki er skortur á þessum vörum. En það sem skapar verðið á dilkakjöti er Nýsjálenska kjötið og það er framleitt ódýrara heldur en það islenska. Hins vegar standa islenskir bændur i fremstu röö, hvaö fram- leiðni snertir, bænda hér i okkar nágrannalöndum, ég þori aö full- yrða það, en viþ getum ekki keppt við bændur i Nýja Sjálandi, Ástraliu eða Argentinu.1' — Getum við ekki íramleitt kjötið ódýrar en viö gerum? „Jú, það væri hægt aö fram- leiða ódýrar og þaö mætti kannski lækka sláturkostnaö, aö ein- hverju marki. En meginmáliö er að við getum ekki selt i grann- löndum okkar vegna þess aö þar eru svo miklir lramleiöslustyrkir eða niðurgreiðslur. tslenskir bændur værutiiminsæiir meö þaö verð sem norskir bændur fá fyrir sitt kjöt, eða breskir bændur. — Yröi þaötil lækkunar á veröi á landbúnaðarafuröum ef tslend- ingar framleiddu meira af fóðri sjálfir? „Sérstaklega yröi það til þess að bændur fengju meira i sinn hlut. Þvi má ekki gleyma að við höfum alltaf veriö aö gera fram- leiðsluna ódýrari og viö höldum þvi áfram.” — Margir, einkum neytendur, telja að tilkostnaöur viö búin sé allt of mikill og benda þá á mikil og fjölbreytt vélakaup og stuttan vinnslutima á vélunum á hverju ári. Jafnvel er sagt að bændur verði stöðugt aö kaupa nýjar vél- ar til að fela hagnaðinn af búinu. Hvað er hæft i þessu? „Of mikil fjárfesting i vélum er auðvitað hugsanleg. Til aö gera sér grein fyrir þvi veröur aö gera hagfræðilegar athuganir. Ég álit þó að bændur ákveði vélakaup sin af hyggindum, en tel vist aö með meirayfirliti mætti gera sér betri grein fyrir þessu. Þess má svo geta að bændur verða að bjarga óhemju miklum verömætum á stuttum tima á slætti og þá getur haft úrslitaþýðingu hvort bóndinn hefur vélar til að anna heyskapn- um.” Þarf að endur- vinna túnin — Hvað liður athugunum á aö þurrka hey með heitum blæstri i hlöðum? „Ég held að engum detti i hug núna að kaupa innflutta orku til að þurrka hey, til þess er hún allt of dýr. Hins vegar eru á sumum svæðum komnar hitaveitur um sveitir og þar er alveg sjálísagt að nota þaö til aö hita blásturinn og þá verkast gott fóöur, á þvi er enginn vafi.” — Er hægt aö byggja heyskap- inn að öllu leyti á slikri þurrkun? „Ég hygg aö þaö væri ekki hag- kvæmt, heldur borgi sig betur aö þurrka að einhverju leyti á vell- inum. Varðandi fóðuröflunina virðist ráðunautum að nokkuö hafi hrak- að með sláttutimann. Það er það sem hvað mest þarf aö brýna fyrir bændum, þaö er að slá ekki of seint og láta grasið ekki spretta úr sér. Það er sama hversu góö verkunin er ef of seint er slegiö, þá fæst ekki gott fóöur. Það er lika staöreynd aö túnin ganga úr sér og þaö þarl að endurvinna þau. Þaö kemur kal og lélegri fóðurgrös koma i túnin. — Hvenær er besti sláttutim- inn? „Hann er á ákveönu, réttu þroskastigi grasanna. Það er á milli þess sem þau skriða og blómstra, fyrir ilestar grasteg- undir. En grastegundir eru nokk- uð mismunandi meö þaö hvaö þær þola að standa eítir aö þær skriða, án þess aö tapa fóöurgild- inu.” Þegar hér er komiö þykir blaðamanni að nægilega hafi ver- ið rabbað og gerir sig liklegan til að slita talinu. En Jónas vill að lokum koma fleira á iramfæri. „Þótt ég hafi talaö um loödyra- ræktina, sem hlut sem gæti tekiö við og skapað atvinnutækifæri i sveitum, þá má ekki gleyma öör- um búgreinum eins og æöarrækt, fiskirækt og ég vil nelna sérstak- lega nýtingu á silungi og markaðsfærsla á honum. Þaö kemur i ljós þegar farið er að athuga þetta að þaö er markaður fyrir silung en vötnin eru vannýtt. Ég vil vekja sérstaka athygli á aö i silungsvötnunum eru fólgin geysileg verðmæti. Svo er reka- viðurinn og íleira og fleira og þaö er örugglega þjóðhagslega rétt að nýta þessi verðmæti”, sagöi Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.