Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 10
SitHiU'lí' Föstudagur 7. mai 1982 ■ Fóörað meö þurrafóöri. Timamyndir Róbert. „Laxeldi getur ordid aróbær búgrein” — segir Már Valdimarsson, fiskeldismadur á Húsatóftum við Grindavík ■ „Við erum rétt aö byrja aö slátra, ætli viö séum ekki búnir aö selja frá okkur svona þrjú til fjög- ur hundruö kiló. Þaö hefur allt fariö til Reykjavikur og Akureyr- ar en i framtiöinni stefnum við aö útfiutningi”, sagði Már Valdi- marsson, fiskeldismaöur á Húsa- tóftum þegar Timinn heimsótti hann þangað fyrir skömmu. ,,Nú fiskurinn sem við erum aö selja er 4 til 6 pund, tæpra tveggja ára- gamall”. — Geturðu sagt frá þvi i stuttu máli hvernig eldið gengur fyrir sig? • ,,Já, já. Það ætti að vera hægt. Þetta byrjar náttúrulega allt á þvi að hrognin eru tekin úr fiskin- um, frjógvuð og sett i ker. Þau eru i kerúnurm tvær til þrjár vik- ur og klekjast þá út og verða að kviöpokaseiðum. Kviöpokaseiðin eru siðan sett i nokkurskonarr skúffur sem er komið fyrir i renn- um þar sem sírennandi vatn leik- ur um þau. Seiöin hafa kvið- poka i téær til þrjár vikur en á meðan þau hafa hann þarf ekki að gefa fóður þau fá næringu úr pok- anum.” — En þarf ekki að breyta hita- stiginu á vatninu þegar seiðin sleppa kviðpokanum? „Jú. Við hérna á Húsatóftum hækkum hitann á vatninu upp i tólf gráður sem er nálægt kjör- hitastigi, þ.e. fiskurinn vex hrað- ast viðþaðhitastig. Nú ef vel gengur þá eru seiðin tvo til þrjá mánuði að ná þeim þroska að hægt sé að koma þeim fyrir í stærri kerum þar sem þau eru höfð u.þ.b. eitt ár. Eftir þann tima eiga þau að vera orðin 20 til 30sentimetrar að lengd og eru þá sett i enn stærra ker. Þegar þau svo hafa náð 80 til 100 gramma Hann er sprækur laxinn þyngd eru þau sett út í stóru kerin og þar eru þau höfð þangað til hægt verður að kalla þau laxa, ailt upp i sex pund, sem er ágæt sláturstærð.” „Ekki minna en 30 tonn á ári” — Þútalaðir um útflutning? „Já. Það er nú erfitt að segja til um hvenær hann verður að veruleika. Það fer allt eftir þvi hvernig okkur tekst til með upp- bygginguna. Til þess að hægt sé að reka fiskeldisstöð að einhverju gagni má ársframleiðslan helst ekki vera minni en 30 tonn. Við stefnum að þvi að koma upp hundrað fermetra ker.um sem þýðir að ársframleiðslan getur orðið eitthvað á annað hundrað tonn af laxi. Ef það verður að veruleika þá getum við farið að tala um útflutning sem skiptir máli”, sagði Már. — Hvað stendur helst i vegi fyr- irstækkuninni? „Að minu mati,” sagði Már, ,,er lánafyrirgreiðsla til þessa at- vinnuvegar alls ekki sem skyldi. Við verðum að byggja upp smátt og smátt. Það er eins og menn séu ekki búnir að áta sig á þvi að lax- eldi getur orðið mjög arðbært. Hér innanlands fáum við um 90 kr. fyrir kDöið af laxi, sem kannski má segja, að sé toppverð þvi það er eitthvað minna sem fæst ef selt er til útlanda, kannski nálægt 70 krónum. En það er lika margt sem spilar inn i útflutn- ingsverðið t.d. flutningskostnað- ur.” — Hverjir eru helstu erfiðleik- arnirvið laxarækt? „Það eru tvimælalaust sjúk- dómar sem valdið hafa mestum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.