Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 7. mai 1982 ★ Belgvið dekk ★ Ýmsir fylgihlutir fáanlegir ★ Stórkostleg verdlækkun ★ Verð frá kr. 21.500,00 ★ Hátt í 200 vagnar voru í notkun hjá bændum síðastliðið sumar. Aoalumboð: RDSKVA Soluumboð: Dragi s.f. Fjölnisgötu Akureyri S 96-22466 2A ólafsvóllum Skeiöum. S. 99-6541 og 91-12040. EGEBJERG HEYVINNUVÉLAR — Sláttuþyrlur 1.65 m....................kr. —Heyþyrlur 4 stjörnu.....................kr. —Múgavélar 5 hjóla.......................kr. —Heyhleðsluvagnar 24 rúmm................kr. —Heybindivélar Markant 52................kr. —Baggabyssur á M. 50/52 .................kr. GOTT VERÐ GÓÐ GREIÐSLUKJÖR 17.800 17.800 7.400 58.950 65.200 26.600 Gott verð og greiðslukjör jOAcci£aA4/é£a/t A/ Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík ■ Flestir bændur á islandi þekkja Massey Ferguson dráttarvélar. Hér stendur Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dráttarvéla h/f viö cina slika. „200 línan hefur nád miklum vin- sældummeð- al bænda” — segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Drattarvéla h/f. ■ „Fyrirtækið Dráttarvélar h/f hefur starfað að innílutningi Massey Ferguson dráttarvéla allt frá þvi það var stofnað áriö 1949”, sagði Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla h/f i samtali við Timann fyrir skömmu. ,,Nú á siðustu árum hefur 100 linan svokallaða verið kvödd og við tekur 200 linan sem þegar hefur náð miklum vinsæld- um meðal bænda. En þvi miður hefur okkur reynst erfitt að anna eftirspurn. Núna er t.d. þriggja mánaða afgreiðslufrestur á nýj- um vélum frá verksmiðjunum. Þvi er um að gera fyrir bændur að panta timanlega”, sagði Gunnar. — Fleira hafið þið á boðstólum en dráttarvélar? „Já. önnur uppistaða i sölu fyrirtækisins er heyvinnuvélar frá V-Þýskalandi af gerðinni Claas. Það eru sláttuþyrlur, hey- þyrlur, heybindivélar, hey- hleðsluvagnar og múgavélar. Ennfremur erum við að kynna allmörg ný tæki til blöndunar á húsdýraáburði, svo sem mykju- dælur, forardreifara og mykju- dreifara. Þá höfumviðá boðstól- um ýmis landbúnaðartæki t.d. fjaðraherfa, diskaherfa og flag- jafnara. Einn mikilvægasti þátturinn i okkar starfsemi”, sagði Gunnar, ,,er varahlutaþjónustan og eins og gefur að skilja leggjum við mikla áherslu á að vel takist til með hana. Flest þau tæki sem við seljum hafa reynst mjög ending- argóð, þess vegna er algengt að bændur séu með gömul tæki i notkun. Það kallar á betri vara- hlutaþjónustu en veitt er annars- staðar”, sagði Gunnar. —Sjó ■ „Eftirspurnin eftir Massey Ferguson er svo mikil aö bændur þurfa að panta þær með góðum fyrirvara,” sagði Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.