Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. mai 1982 erlent yfirlit ■ McNamara á blaðamannafundi. Rætt um kjama- vopn vestanhafs Óttinn vid þau fer hraðvaxandi ■ SIÐUSTU vikur hafa sjón- varpsfréttir í Bandarikjunum snúiztum litið annað en þrjú mál eða átökin um Falklandseyjar, ' deilu Reagans forseta og þingsins um fjárlagafrumvarpið og kjarn- orkuvopn. Margt bendir til að á- hugi almennings í Bandarikjun- um hafi beinzt mest að siðast- nefnda umræðuefninu. í raun má segja, að það hafi verið óbreyttir borgarar, sem hafi komið af stað umræðunni um kjarnorkuvopnin. Síðastliðinn vetur hófu margar borgarstjórn- ir, héraðsstjórnir og fylkisþing að lýsa yfir stuðningi sinum við þá stefnu, að náð yrði samkomulagi milli risaveldanna um að stöðva framleiðslu kjarnavopna og hefja jafnframt viðræður um samdrátt þessa vígbúnaðar. Mörg kirkju- félög hafa stutt þessa hugmynd öfluglega. Aukinn skriður komst á þetta, þegarstórhópur þingmanna með öldungadeildarþingmennina Ed- ward Kennedy (demókrati) og Mark 0. Hatfield (repúblikani) i fararbroddi, lýsti yfir fylgi sinu við þessa hugmynd. Alls hafa 24 öldungadeildarþingmenn og 146 fulltrúadeildarþingmenn lýst yfir fylgi sínu við þessa stefnu. Þetta leiddi til þess, að öldungadeildarmennirnir Henry M . Jackson (demókrati) og John W. Warner (repúblikani) lýstu sig einnig fylgjandi hugmyndinni um stöðvun á framleiðslu kjama- vopna, en þó næði þetta ekki til þeirra áætlana, sem rikisstjómin hafði fyrirhugað um aukningu kjarnavígbúnaðar. Um 50 öldungadeildarþingmenn hafa lýst stuðningi við þessa afstöðu. Reagan forseti hefur einnig tjáð sig henni samþykkan. Afstöðu sina byggja þeir Jack- son og Warner á þvi, að Sovétrik- in hafi orðið yfirburði á sviði kjarnorkuvigbúnaðarins. Þessu er mótmælt af þeim Kennedy og Hatfield. Þeir viðurkenna, að Rússar hafi yfirburði á vissum sviðum, en Bandaríkjamenn hafi það hins vegar á öðrum. Þegar allt komi til ails, sé þvi um jafn- ræði að ræða. Miklar og flóknar umræður hafa farið fram um meintan styrkieika risaveldanna i þessum efnum. f siðustu viku mættu tveir fyrrverandi varnarmálaráð- herrar James R. Schlesinger og Harold Brown, á fundi utanrikis- nefndar öldungadeildarinnar og drógu i efa þær fullyrðingar Reag ans forseta, að Sovétrikin hefðu yfirburði á sviði kjarnavopnavig- búnaðar. Þeir hvöttu jafnframt eindregið til þess, að stjórnin hraðaði viðræðum við Rússa um takmörkun kjarnorkuvopna, en viðræöurnar um takmörkun lang- ■ Kennedy og Jackson ekki sammála, þótt þeir séu flokks- bræður. drægra eldflauga, sem geta borið kjarnavopn, hafa legið niðri siðan stjórn Reagans kom til valda. Fyrir leikmann er ákaflega erfitt að átta sig á hinum mis- munandi tölum, um styrkleika risaveldanna á þessu sviði. Hið rétta er sennilega það, að þau hafa miklu meira en nóg af kjarnavopnum til þess að eyði- leggja hvort annað. I BYRJUN april varð kunnugt um, að von væri á grein i' árs- fjórðungsritinu Foreign Affairs eftir fjóra þekkta menn, þar sem lagt væri til, að tekiðyrðitil athugunar að lýsa þvi yfir af hálfu Bandarfkjanna og banda- lagsrikja þeirra, að þessi riki myndu ekki að fyrra bragði beita kjarnavopnum. Menn þessir voru George F. Kennan, fyrrv. sendiherra, McGeorge Gundy, sem var ráðu- nautur Kennedys forseta i öryggismáium, Gerard C. Smith, sem var aðalfulltrúi Nixons i við- ræðum við Sovétrikin um tak- mörkun kjarnavopna, og Robert McNamara fyrrverandi varnar- málaráöherra i rikisstjórnum Kennedys og Johnsons og siðar aðalbankastjóri Alþjóðabankans. Meðan McNamara var vamar- málaráðherra, byggðist varnar- stefna Natós ekki sizt á þvi, að yrði ráðizt á Vestur-Evrópu, yrði þvi svarað með beitingu kjama- vopna. Þessi stefna er enn i fullu gildi. Haig utanrikisráðherra brást lika svo hart við, þegar hann frétti af áðurnefndri grein, að hann hélt mótmælaræðu áður en ritiðkom út, sem birti hana. Af hálfu rikisstjórna i Vestur- Evrópuhafa borizt mótmæli gegn henni. McNamara hefur aðallega orð- ið fyrir svörum. Hann segir að viðhorfið sé nú annað en fyrir tuttugu árum, þegar Bandarikin höfðu algera yfirburði og átu þvi með árangri ógnað á þeim grund- velli. Viðhorfið sé annað, þegar jafntefli sé orðið hjá risaveldun- um. Þá segir hann, að þeir félagar hafi ekki beinlinis lagt það til aö hverfa frá áðurnefndri stefnu.heldurað þaðyrði tekið til alvarlegrar athugunar. Þá hefur McNamara lagt á- herzlu á, að hinn svonefndi venju- legi vopnabúnaður verði efldur i stað kjarnavopna. Sú skoðun virðist fá vaxandi undirtektir. LOKS er svo að minnast á félagsskap, sem nefnir sig Ground Zero, en tilgangur hans er að koma af stað almennri um- ræðu um kjarnavopn og hættur, sem eru þeim samfara, án þess að taka afstöðu til ákveðinnar stefnu.Héreigifyrst og fremst að vera um fræðslustarfsemi að ræða. Stofnandi þessara samtaka er Roger C. Molander, sem var um skeið starfsmaður i Hvita húsinu, en hætti þar störfum i ársbyrjun 1981 og ákvað að helga sig um- ræddum félagsskap. Hann hefur náð á Skömmum tima mikilli út- breiðslu og eru deildir i honum starfandi viðs vegar um Banda- rikin. Vikuna 17.-24. april efndi hann til kynningar- og umræðu- funda viðs vegar um Bandaríkin og var þátttaka meiri en vænta mátti hjá félagsskap, sem var þá ekki nema 10 mánaða gamall. Augljóst er af öllu, að mikill og stórvaxandi áhugi er á þessum málum i Bandarikjunum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar lFl ■ Hópur foreldra og nemenda við spilamennsku i Snælands- skóla. Foreldrar og böm í Snaelands- skóla skemmta sér saman ■ í Snælandsskóla i Kópavogi komu nemendur og íoreldrar saman til að spila félagsvist nýlega. Foreldraielag skólans stóð fyrir samkomunni og hélt um leið siðasta fund sinn á þessu skólaári. Fyrst var spiluð félagsvist, en aðspilamennskunni lokinni héldu foreldrarnir fund en nemendur spiluðu áfram. Bæði foreldrar og nemendur höfðu ánægju af þessari sam- verustund. Það kom þvi þarna greinilega i ljós, að margir krakkar hai'a áhuga á að skemmta sér með foreldrun- um og vonandi að slikar skemmtanir verði sem flestar i skólum landsins. Hér i þættinum eru birtar nokkrar svipmyndir frá félagsvistinni i Snælands- skóla. (Myndir AKB). iH|j ■B ; ■ j ■ Spilaö út. ■ Börn og foreldrar skemmta sér saman. Umsjón Anna Kristín Brynjúlfsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.