Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 2
Sunnudagur 9. mai 1982 Rithöfundasambandið að klofna: „Munum ekki lengur kosta þetta mötuneyti Alþýðubandalagsins,, segir Jónas Guðmundsson, rithöfundur ■ A sunnudaginn kl. 14 verður haldinn aðalfundur Félags is- lenskra rithöfunda á Hótel Esju. Erafýmsum taliöað þessi fundur verði örlagarikur, þar sem vitað er að stör hópur manna mun á næstu dögum segja sig Ur Rithöf- undasambandi Islands, vegna óánægju, m.a. með Uthlutanir úr sjóðum rithöfunda. Timinn hitti að máli Jönas Guð- mundsson, rithöfund og innti hann eftir stöðu mála og hafði hann þetta aö segja: „baö er ekki nýtt að hávaða- samt sé i félögum rithöfunda. Til skamms tima voru tvö starfandi rithöfundafélög i landinu, er siðan höföu meö sér samstarf á lýð- ræðislegum grundvelli i gamla Rithöfundasambandinu. begar stofnað var nýtt rithöfundasam- band fyrir nokkrum árum, var annaö félagið lagt niður að öllu leyti, en Félag islenskra rithöf- unda hélt áfram starf i, en þó ekki sem stéttarfélag, heldur frekar sem nokkurs konar bókmennta- klúbbur. Astæðan til þess að félagið var ekki formlega lagt niður var sú að menn vantreystu kommúnistum til að fara alfarið með mál allra rithöfunda. beir sem þvi spáðu reyndust hafa rétt fyrirsér, enda er núsvo komið að búið er aö bola lýðræðissinnum sem svo eru nefndir, eöa félögum i Félagi fslenskra rithöfunda með ■ Jónas Guðmundsson, rithöf- undur meðmeiru : „Ég og félagar minir erum beittir ofstæki.” öllu úr stjórn Rithöfundasam- bandsins og þeir hafa verið al- farið útilokaðir frá því að fá starfslaun úr launasjóði rithöf- unda og öðrum sjóðum er Rithöf- undasambandið stýrir. I stað þess eru sem alþjóð er kunnugt örfáir menn, m estan part kom múnistar, komnir í fast fæði i sjóðakerfinu, og má sanna þetta meö tölum. Vil ég nefna fréttaauka er nýverið var um málið i Rikisútvarpinu en þar var það sannað að félagar i Félagi isl. rithöfunda eru gjör- samlega útilokaðir þegar pening- ar eru annars vegar. Við gömlu félagarnir ætlum ekki að una þessu lengur og mun- um ekki framvegis kosta þetta mötuneyti Alþýðubandalagsins með þvi að greiða félagsgjöld og hvar sem við höfum komið og rætt þessi mál hefur okkur verið vel tekið, þvi öllum er ljóst að sjóðir rithöfunda eru nú mis- notaðir. Rithöfundasjóður er fjár- magnaður af söluskatti á bækur, þannig að það þarf sérstakt geðs- lag fyrir rithöfund til þess að hirða ár eftir ár laun fyrir bækur sem maður hefur ekki skrifað sjálfur, heldur aðrir menn. í hópi vinstri manna eru ágætir menn og við marga þeirra hef ég ekkert að athuga, en það réttlætir ekki það ofstæki sem ég og félag- ar minir erum beittir og á þessu þarf að verða breyting.” bú nefnir að ykkur hafi verið bolað Ur stjórn? Ræöur ekki afl n f <p Ao Kor9 „Við höfurri talið að hlutfalls- kosning hefði verið eðlileg en auð- vitað hefurmeirihlutinn meðlaga- breytingum náð þessu markmiði, sem núna er að kljúfa sam- bandið.” —AM ■ Nú hillir loks undir sumar og i leikhúsunum týna leikrit tölunni á fjölunum eitt af ööru án þess að ný komi í þeirra stað. En þó stutt sé í sumarfrí ætlar Alþýðuleik- húsið að frumsýna nýtt leikrit næstkomandi mið- vikudag hinn 12. maí. Það er hinn svokallaði „ Pældiðí-hópur" Alþýðu- leikhússins sem stendur fyrir sýningunni, en leik- ritið heitir Bananar og á einkum að höfða til ung- linga. „Pældíði-hópurinn" kom fyrst saman fyrir um tveimur árum og hefur síðan einbeitt kröftum sín- um að barna- og unglinga- leikritum, og er þess skemmstað minnast þegar hópurinn fór sigurför meðal unglinga landsins með unglingastykkið „Pældíði", mörgum for- eldrum og uppf ræðurum til óblandinnar hrellingar. I ár hefur hópurinn svo sýnt leikritin „Sterkari en Súper- mann”, sem fjallaði um lif fatlaöra barna, og siðan „Súr- mjólk með sultu”, ærslaleikrit handa börnum á öllum aldri. Og nú, „loksins, loksins”, sagöi okk- ur Viðar Eggertsson talsmaöur sýningarinnar er unglingaleikrit aftur á dagskrá hópsins. Loksins, já, leikrit fyrir þesslags públikum hefur nefnilega ekki veriö á boð- stólum siðan „Pældiði” var sýnt. Höfundar Banana eru bjóðverjarnir Reiner Hachfeld og Reinar Lucker, en leikurinn ger- ist i ónafngreindu landi i Suður-Ameriku. Aðalhetjan er strákurinn Pancho sem sér fyrir fjölskyldu sinni meö þvi að selja banana. Hann býr i litlu þorpi og þar kynnist hann stúlkunni Katrinu, en hún á islenska móður og þýskan föður, og hún segir honum að i borginni geti hann fengið miklu hærra verð fyrir bananana sina. Pancho ákveður að freista gæfunnar og leggur af stað til borgarinnar. Leikritið fjallar svo aðallega um raunir ■ Bananar: „Ég hræddur? — Ég er svangur!” Vinirnir Pancho (Gunnar Rafn Guðmundsson) og Ramon (Viöar Eggertsson) gæöa sér á forboðnum ávöxtum. BANANAR — „pældídí-hopurinn” sýnir unglingaleikrit hans og ævintýri á leiöinni, og þar ætti áhorfandinn (unglingurinn) að geta fengiö einhverja nasasjón af lifsháttum og vandkvæðum Suöur-Amerikubúa. Við kynn- umst einnig stráknum Casimiro sem er lifskúnstner og þorps- söngvari (enda er mikið sungið i sýningunni) og Ramon sem kem- ur Pancho til bjargar á neyðar- stund. Allar aöalpersónur leik- ritsins eru unglingar, en þrátt fyrir það ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að fullorðnir fylgi ungviðinu, sýningin f jallar i aðra röndina um ástandið I þessum órólega heimshluta. bað er Briet Heðinsdóttir sem leikstýrir Banönum, en Jórunn Sigurðardóttir þýddi talað mál og Böðvar Guðmundsson söngtexta. Leikmynd og búninga gerir Grét- ar Reynisson. Með hlutverk Panchos fer Gunnar Rafn Guð- mundsson, Jórunn Sigurðardóttir leikur Katrinu, Thomas Ahrens er Casimiro, en Viðar Eggertsson bregður sér i gervi Ramons. Aðr- ir leikarar, sem gegna ýmsum hlutverkum eru: Björn Karlsson, Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Pétursson og Ólafur örn Thoroddsen. Sýningar á Banönum i vor verða ekki margar, þvi leikári Al- þýðuleikhússins fer senn að ljúka. Leikritið verður svo tekið aftur upp i haust, en þaö er langt þangað til — segir Viðar. eh Aukatónleikar hjá Tónlistarfélaginu ■ Fiöluleikarinn Ernst Kovacis og pianóleikarinn John O’Connor leika á aukatónleikum hjá Tón- listarfélaginu á laugardaginn kl. 2.30 i Gamlabiói. Aðgöngumiðasala er i Gamla bióiá auglýstum opnunartima og við innganginn. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozart, Debussy, Prokoféff og Brahms. Tónleikar hjá Tón- menntaskólanum ■ Tónmenntaskóli Reykjavikur er nú að ljúka 29. starfsári sinu. í skólanum voru um 470 nemendur i vetur. Kennarar voru 35 talsins. Meðal annars starfaði við skól- ann hljómsveit með um 50 með- limum og lúðrasveit einnig með um 50 meðlimum. Mikið hefur veriö um tónleikahald á vegum skólans i vetur og vor. Siöustu vortónleikar skólans verða haldnir i Austurbæjarbiói n.k. laugardag 8. mai kl. 2 e.h. A þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur, samleikur og hópatriði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.