Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. ma! 1982 5 þótt slikar konur hafi ekki bein- linis verið dillað af finu samfélagi þess tima setti hún það ekki fyrir sig og vildi nú hefja verslun. 1834 sótti faðir hennar fyrir hennar hönd um lóð úr Eyrarlandi undir verslun og veitingasölu og var það veitt. I kirkjubókinni 1838 er hún titluð „borgarinna” og þrem- ur árum siðar „handelsborgar- inna”. Komst hún i góð efni og 1840 var hún tiundi hæsti skatt- greiðandi á Akureyri með 25 fiska i útsvar. 1846 seldi hún þó verslun sina og fluttist fyrst að Syðra- Krossanesi en tók 1849 á leigu sjálft höfuðbólið Möðruvelli i Hörgárdal og gerðist húsfreyja i Friðriksgáfu. Vitnum i grein Gisla Jónssonar um þetta atriði: „Um það segir Gisli Konráðs- son i ævisögu sinni að Eyfirðingar hafi litt boðið i jarðir og ekkert i sjálft Möðruvallarklaustur. Hafi þó Einar umboðsmaður Stefáns- son á Reynistað freistað þess þrisvar, „en varð að lyktum að byggja það með leigum einum konu þeirri er Mina hét. Var það sú,” bætir hann við, „er skjóta vildi ruslabyssu á Skagfirðinga i Norðurreið og bauð það sýslu- manni en ei vildi hann þvi sæta.” Hefur söguhetja okkar gert hér heldur herská.” Dvöl Vilhelminu á Möðruvöll- um var reyndar ekki löng. Hún för aftur að Krossanesi en 1852 fluttist hún enn til Akureyrar og virðist hefja þar verslun og veit- ingasölu á nýjan leik. Fór upp frá þvi að halla dálitið undan fæti hjá henni, en hún var þó enn svo stöndug árið 1863 að hún fékk að kjósa til bæjarstjórnar, þótt kona væri. Er heldur ekki vafi á þvi með tilliti til þess sem á undan er gengið, að hún hefur haft einurð og röggsemi i sér til að heimta sinn rétt og engar refjar. Er Vilhelmina gamlaðist gerðist hún blind og karlæg en hélt þó sinum hlut bærilega. Far- dagaárið 1870-’71, þegar hún er komin undir sjötugt, galt hún enn i bæjargjöld einn rikisdal og 32 skildinga sem var allmikið fé. Hún andaðist 1879 og vildi svo til að dánardægur hennar var þann 19. júni, sama dag og konur á ís- landi fengu löngu seinna kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis. Gisli Jónsson birtir i grein sinni nokkur eftirmæli um hana og eru öll lofsamleg. I Annál 19. aldar segir Pétur Guðmundsson að hún hafi verið gáfuð kona starfssöm og veglynd og i blaðinu Norðanfara stóð eftirfarandi um það bil hálfum mánuði eftir að hún lést: „19. f.m. andaðist hér i bænum madama Vilhelmine borin Lever, á áttunda ári yfir sjötugt: hún hafbi lengi verið blind og veik og legiðárumsaman i rúminu. Kona þessi var einkar vel gáfuð og i mörgu tilliti fágæt afbragðskona og allt til þess að hún varð blind og lagðisti rúmið, framkvæmdar- og starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðamóðir margra fátækra og munaðar- lausra, að svo miklu leyti sem efni hennar framast leyfðu.” Annað blað kom þá út á Akur- eyri, Norðlingur, og sagði: „Nýdáin er hér i bænum madama Vilhelmfna Lever; hún var einhver hin framkvæmda- samasta og duglegasta kona sinn- ar ti'ðar og hafði gott hjarta.” Umræður á Alþingi örfáum árum eftir að Vil- helmina Lever lést urðu miklar umræður á Alþingi um kosninga- rétt og kjörgengi kvenna. Þarf varla að taka fram að þar sátu þá einungis karlar en margir þeirra reyndusthafa prýðilegan skilning á nauðsyn þess að konur fengju lagaleg réttindi til kosninga að jöfnu við karla enda var þá þegar svokomiðað margar konur guldu ekki minna til hins opinbera en hvaða meðaljón sem var. Nokkru fyrr, eða 1872 hafði reyndar verið sett reglugerð um hreppsnefndir og kom þar fram aö kosningarétt og kjörgengi hefði „hver búandi maður i hreppnum” að uppfylltum skil- yrðum um aldur, óflekkað mann- orð og skuldleysi við hreppinn. Ekki er alveg ljóst hvort hér sé aðeins átt við karlmenn er stóðu fyrir búi eða hvort búandi konur nutu sömu réttinda en 1879 var á Alþingi flutt frumvarp um stjórn safnaðarmálaefna þar sem sagði ma. að „hver sóknarmaður sem geldur til prests og kirkju, hefur atkvæðisrétt á safnaðarfundi og kosningarétt og kjörgengi til sóknarnefndar”. Fram kom i um- ræðum i þinginu að hér var bæði átt við konur og karla. Liðu svo tvö ár en þá flutti Þorlákur Guð- mundssoná Alþingifrumvarp um að „ekkjur og aðrar ógiftar kon- ur, sem standa fyrir búi eða á ein- hvern annan hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarétt þegar kjósa á i hreppsnefnd, sýslunefnd og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja öllum þeim skilyrðum sem lög ákveða fyrir þessum rétt- indum.” Urðu umraeður miklar um málið og verða þær raktar i stuttu máli hér að neðan. Þorlákur, sem var þingmaður Ámesinga, sagði i framsöguræðu með frumvarpinu að allir mundu verða að kannast við að réttur is- lenskra kvenna hefði um margar aldir verið fyrir borð borinn, og nefndi t.d. að ekki væru nema 30 ár siðan systur fengu jafnan rétt til arfs og bræður. Rökstuddi hann mál sitt auk þess með þvi að margar konur, ekki sist ekkjur, greiddu eins mikil og jafnvel meiri, opinber gjöld og góðir meðalbændur. Það væri þvi mjög ófrjálslegtað neita þeim um rétt- indi til kosninga. Þær mættu koma á sveitarfundi og greiða gjöld sin, en þegar til kosninga kæmi væru þær gerðar hornrekur eins og sakamenn og sveitar- ómagar — en slikir höfðu engan kosningarétt á þessum árum. Ekki kvaðst Þorlákur hafa þorað að ganga svo langt að leggja til að konur fengju kosningarétt til Al- þingis en ef einhver hinna heiðruðu þingmanna treystist til að fara lengra i' þessu efni, þá mundi hann verða honum þakk- látur. Kjörgengi kvenna veldur deilum Meðal þeirra sem til máls tóku um frumvarp Þorláks var Jón Jónsson landritari, 2. þingmaður Skagfirðinga. Hann var frum- varpinu meðmæltur en þótti skorta á að i þvi' var ekki gert ráð fyrir að konur fengju kjörgengi jafnframt kosningarétti. Tók Jón sæti i nefnd Alþingis um frum- varpiö ásamt flutningsmanni og Lárusi Blöndal en niðurstaða þeirra tveggja siöastnefndu var sú að enda þótt þeim þætti bæði rétt og eðlilegt að konur fengju kjörgengi um leið og kosningarétt þátreystu þeirsérekki til aðbera fram eins og var ósk Jóns, hafa sjálfsagt búist viö að frumvarpið yrði fellt ef kjörgengið væri tekið inn i. A hinn bóginn var sú breyting gerð á frumvarpinu að gert var ráð fyrir að konur gætu einnig kosið til bæjarstjórna en ekki aðeins til hrepps- og sýslu- nefnda. Umleið fóru fram nokkr- ar umræður um hvort stjórnar- skráin leyfði að konur fengju kosningarétt til Alþingis og var niðurstaða flestra sú að svo væri ekki, enda þótt draga megi þær niðurstöður i efa. Voru ákvæði bæði i stjómarskrá og lögum harla óljós oft á tiðum, einkum vegna þess að ekki lá fyrir skil- greining á þvi hvort konur væru menn! En nú kom Jón ólafsson, rit- stjóri ogskáld, tilsögunnar. Hann lýsti þvi yfir að hann hefði lagt fram.ásamtlO öðrum þingmönn- um, annað frumvarp um þetta mál og var þaö allólikt frumvarpi Þorláks. Þar sagði: „Hvermaöur, karl og kona sem er fullmyndugur, með óskertu mannorði og eigi i sveitarskuld, skal hafa atkvæðisrétt i öllum sveitarmálum og bæjarmáium, þeim er ber undir atkvæði eða kosningu hreppsbúa eða bæjar- búa, svo framarlega sem hann geldur nokkuð til sveitarþarfa. Kjörgengir eru karlmenn þeir ér kosningarétt hafa i hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og aðrar bæjarnefndir, ef þeir eru eigi öðrum háðir.” Þetta frumvarp taldi Jón ólafs- son einfaldara, yfirgripsmeira og sjálfu sér samkvæmara en frum- varp Þorláks og skoraði þvi á hann að draga það til baka. Þor- lákurvarhins vegar andvigur þvi að taka kjörgengis en kvaðst geta hugsað sér samvinnu við Jón Ólafsson og tók Jón vel i það. Eft- irminniháttar breytingar á frum- varpi Jóns skrifaði Þorlákur siðan undir það, sem og Jón Jóns- son landritari þó hann væri óánægður með að konur fengju ekki kjörgengi með þvi. Nefndi hann máli sinu til stuðnings að einmitt um sama leyti væri fyrir Alþingi frumvarp um bæjarstjórn á Akureyri og væri það svo frjáls- legt að þar væri ekki aðeins gert ráð fyrir kosningarétti kvenna heldur og kjörgengi. Var flutningsmaður þess Einar As- mundsson og einnig hafði Magnús Stephensen nokkur afskipti af þvi og töldu báðir til mikilla bóta að konur fengju kjörgengi. Annars var ekki mikið rætt um það atriði sérstaklega. Var frumvarpið samþykkt, en hins vegar mætti frumvarp þeirra Jóns Ólafssonar og félaga mótbyr sem reyndar kom ákvæðunum um kosninga- rétt kvenna ekki við. Var hið upp- runalega frumvarp Þorláks Guð- mundssonar samþykkt i þessstað og var það staðfest að konungi tæðuári siðar, eða 12. mai 1882 — fyrirþvísem næst hundrað árum. Siðan hafa konur haft kosninga- rétt til sveitastjóra á íslandi i fyrstu með þeim takmörkunum sem þá voru i gildi. Frægt i útlöndum þó konur hafi þráast við að kjósa Hins vegar brá svo við að kon- ungur, eðaréttara sagt Nelleman Islandsráðherra í Kaupmanna- höfn, neitaði að staðfesta frum- varpið um bæjarstjórn Akureyrar vegna þess að þar væri gert ráð fyrir kjörgengi til handa konum. Taldi hann það, svo sem eðlilegt má teljast, stangast á við hitt frumvarpið og væri ekki ástæða til að konur væru kjörgengar i einu sveitarfélagi á landinu en ekki öðrum. Var frumvarpið lagt fram i breyttri mynd 1883 og þa aðeins gert ráð fyrir kjörgengi karla. Var það samþykkt og staðfest, þráttfyrir sára óánægju upprunalegs flutningsmanns, Einars Asmundssonar. Þessu fer nú að ljúka. Það má hins vegar taka það fram að i upphafi virtust þær konur sem kosningarétt höfðu furðu tregar til að notfæra sér hin nýfengnu réttindi. Ekki er vitað til þess að kona hafi kosiö fyrr en i bæjar- stjórnarkosningum á tsafirði 2. janúar 1884, en sú hét Andrea Guðmundsdóttir og var sauma- kona og réttu ári siðar kaus Anna Þorleifsdóttir á Akureyri. Fyrsta konan sem kaus i Reykjavik var Kristin Bjarnadóttir frá Esju- bergi en i frásögn sinni af þvi virtist blaðið Isafold ekki vita betur en hún sé fyrsta konan sem kosið hafi á öllu landinu. Blaðið sagði: „Bæjarstjórnarkosning þessi verður lildegast einhvern tima talin merkileg i sögu landsins fyrir það, að það mun hafa verið i fyrsta skipti er kona hefur hag- nýtt sér kosningarétt þann til sveitarstjómar sem konum hér á landi var veittur meö lögum fyrir nær 6 árum og frægt er orðið viða. Þær stóðu nú 10-12 á kjörskrá hér sem áður. Ein kona haföi nú loks einurð til að koma á kjörfund.” Hérgleymastþær Andrea, Anna og siðast en ekki sist Vilhelmina Lever. „...og frægt er oröið viða.” Það eru vfet orð að sönnu. Gisli Jóns- son getur þess i bók sinni að i fyrirlestri sem Páll Briem þing- maður og amtmaður — auk þess aö vera ötull baráttumaður fyrir þvi að konur fengju full pólitisk réttindi — flutti nokkrum árum eftir að fyrrnefnd lög voru sam- þykkt, hafi hann sagt að tfðindin um kosningarétt kvenna á íslandi hafi þegar flogið viða um heim. Hafi kvenfrelsism önnum og félögum þóttþetta mikils vert, og urðu lögin til að vekja athygli á íslendingum sem frjálslyndum mönnum og afla þeim frægðar og vinsælda meðal frjálslyndra manna i útlöndum, sagði Páll Briem jafnframt. Þá höföu konur enda óvíða kosningarétt i Evrópu. Mjög takmarkaður hluti kvenna hafði að visu fengið kosningarétt tilsveitarstjóra á Englandi, i Svi- þjóð og Finnlandi sem mun hafa verið i fararbroddi i þessum mál- um. 1 Danmörku fengu konur á hinn bóginn engin þessi réttindi fyrr en 1908. Margt, já næstum allt, var óunnið ibaráttu kvenna fyrir rétti á við karla. Þetta var fyrsta skrefið. —ij tók saman. Gerviaugnasmiðir Frá fyrirtækinu Miiller — Uri i Wiesbaden verður við stofnunina dagana 24.-28. mai. Tekið ér á móti pöntunum i sima 16318 frá kl. 9—12 f.h. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Votheyshlaða að Hólum í Hjaltadal Tilboð óskast i að byggja votheyshlöðu og aðkeyrsluplan við hesthús að Hólum i Hjaltadal. Stærð votheyshlöðunnar er 221 ferm. en aðkeyrsluplanið er 100 ferm að stærð. Verkinu skal lokið eigi siðar en 20. september 1982. Tilboðsgögn verða afhent i skólahúsinu að Hólum i Hjaltadal og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri að Borgartúni7, Reykjavik, þriðjudaginn, 25.. mai 1982, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.