Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 9. mai 1982 Fjölbrautaskólinn Breiðholti INNRITUN I FJÖLBRAUTASKÓLANN I BREIÐHOLTI fer fram i Miðbæjarskól- anum i Reykjavik dagana 1. og 2. júni næstkomandi kl. 9.00—18.00 svo og i húsa- kynnum skólans við Austurberg dagana 3. og4. júni á sama tima. Umsóknir um skól- ann skulu að öðru leyti hafa borist skrif- stofu stofnunarinnar fyrir 7. júni. Þeir sem senda umsóknir siðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður fram nám á sjö náms- sviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið (menntaskóla- svið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut, Félagsfræði- braut, Náttúrufræðibraut, Tónlistarbraut, Tungumálabraut og Tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkra- liðaréttinda) og Hjúkrunarbraut, en hin siðari býður upp á aðfaranám að hjúkrun- arskólum. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Matvælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitinga- skóla íslands og Matvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkra- stofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistabraut bæði grunnnám og framhaldsnám svo og Handmenntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennarahá- skóla íslands. Tæknisvið: (Iönfræðslusvið) Iðnfræðslu- brautir Fjölbrautaskólans i Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, Rafiðnabraut og Tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúnings- menntun að tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs i fjórum iðngrein- um: Húsasmiði, rafvirkjun, rennismiði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessum námsbraut- um sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissvið: Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir i boði. Fóstur- og þroska- þjálfabraut, iþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut og loks læknaritara- braut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að ljúka sérhæfðu verslunarprófi i tölvufræði, markaðsfræð- um og sölufræðum. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðs. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskól- ann i Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, simi 75600. Er þar hægt að fá bæklinga um skólann svo og Náms- visiF.B. Skólameistari bergmál FYRSTI MÆ! ■ Varþaðekkieitthvað i þá leið að allir vildu Lilju kveðið hafa? En Internasjónallan, vildu ekki allir hafa kveðið hann lika? Það gera þeir að minnsta kosti bæði í Moskva og Hollivúdd núna, altént var nallinn eins konar viðlag viö athöfnina þegar óskarsverðlaun voru si'ðast veitt. Og hér uppá Fróni, keppast menn ekki við að syngja alþjóðasönginn hér eins og annars staðar? Gera ekki öll félög, þrýstihópar, hagsmuna- hópar, öfgahópar, sérsambönd, kvenfélög, kvartmíluklúbbar og kallaklúbbar tilkall til sinnar sneiöar af fyrsta maíkökunni á þessum háti'ðisdegi eöa baráttu- degi verkalýösins, menn geta kallað hann hvort heldur er, allt eftir þvi hvaða félagsskap þeir tilheyra. Og auðvitað eru stjórnmála- flokkarnir lika á sparibuxunum um þessi mánaðamót, helst aö þaö sé litiö um dýrðir hérna á Framsóknarflokknum, enda eru bændur sennilega eina stéttin sem er útundan á fyrsta máí og enn hefur engum dottið i hug að efna til sérstaks hátfðisdags fyrir bændur. Sem i sjálfu sér er ekki slæm hugmynd. En Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkur allra stétta einsog hann heitiri öfugmælavis- unni, skartar rækjubleiku og býður alþýöu manna i kaffi og meðöi i háborg sinni Valhöll. Þá stiga flokksforingjar úr hástólum sinum og hinir mætu verkalýðs- foringjar flokksins halda tölur og segja að nú sé Sjálfstæðisflokkur- inn stærsti verkalýösflokkur landsins og allt vinstrið i raun óþarft. Alþýðuflokkskonur baka af alkunnri rausn, enda ekki vanþörf á eftir að Alþýðubrauö- gerðin fór í hund og kött, og hafa boö inni i Iðnó fyrir kalda krata. Mér hefur löngum þött meira koma til myndarskapar Alþýöu- flokkskvenna en annars fólks og verið tiöur gestur og þaulsætinn i krataköffum, en i fyrra kostaði kaaberinn hjá þeim heilar fjöru- tiu krónur, og ég áræddi ekki að grennslast nánar fyrir um verð- lagspólitik Alþýðuflokksins þetta áriö. Og svo má ekki gleyma flokknum sem hefur einkaleyfi á öllu verkalýösvafstri, flokknum sem berst fyrir hagsmunum launafólks úr stóli sinum i fjár- málaráðuneytinu. Jú, Alþýöu- bandalagiö hafði örugglega kaffi- boö lika og bauð upp á söng og leik og ræðuhöld og aöra skemmtan, en það er ég lfka viss um aö þeir skammta kaffið naumar en jafnaðarkonur. En þaö erauövitað engin hemja að rausa um kaffimál og kaffi- drykkju, sem vitaskuld er auka- atriði og kemur ekki fyrr en eftir að kverkarnar eru orðnar þurrar af slagoröum. Auðvitað láta menn sig fyrst hafa það aö fara i göngu og þramma ofan af Hlemmtorgi og niður á Lækjar- torg, hvort heldur er i sveit full- trúaráösins, trotskiista, maóista eða hreinlega lúörasveit. Af einhverjum ástæðum sem mér eru huldar hefur mér frá barnsaldri alltaf þótt miklu meira gaman á fyrsta mai en sautjánda júni og sumardeginum fyrsta samanlögðum. Þessum tveim siðasttöldu gleðidögum tókst ein- hvern veginn alltaf aö valda manni vonbrigðum með rigningu, sprungnum blöðrum eða poppi og pulsu sem maður fékk ekki að njóta vegna skilningsleysis for- eldra. En hver getur verið ósnort- inn á fyrsta mai'? Þegar það er fullorðna fólkið en ekki börnin sem fer alvöruþrungið i skrúð- göngu undir borðum með snjöU- um slagoröum og fallega blóö- rauðum fánum sem þenjast eins og til marks um fullnaöarsigur i framtiöinni. Ég lét mig heldur ekki vanta i miðborginni á fyrsta mai fyrir viku þrátt fyrirnæðing beint ofan af Grænlandsjöklum. Ég er að visu búinn aö afleggja þann sið aö ganga fram og aftur meðfram göngunni i þeim tilgangi að lengja hana, en ég gekk ofan af Hlemmi og gætti þess vel að ganga i þeim hluta göngunnar þar sem ekki værihægtaö bendla mig við neinn ákveöinn flokk. Og ég lét mig heldur ekki vanta á útifundina, eða réttara sagt.ég skipti sjálfum mér bróðurlega á milli þeirra þriggja útifunda sem haldnir voru á þremur bersvæðum i bæn- um. Venjulega kvislast fyrsta mai- gangan ofan af Hlemmi þegar hún kemur niður á Lækjartorg. Fyrri og stærri hlutinn gengur beint inn á torgið og heldur þar fund undir lögmætum stimpli verkalýðshreyfingar og verka- lýðsforystu, og þar ná flestir saman, hvar sem þeir svo kunna aðdrekka kaffi á eftir. Þar skipt- ast foringjar hinna ýmsu verka- lýðsfélaga á að haldá ræður, og á hverju ári uppgötvar maður upp á nýtt að verkalýösforingjarnir okkar hafa litinn skilning á þvi semþarftil aðhalda athyglifdlks á köldum útifundum, halda langar og yfirvegaöar ræður, fullar af vi'sitölum og öðrum fróö- leik í stað þess að vera harðorðir og uppnumdir í stil æsinga- manna. Enda tvistrast hópurinn fljótt, hver fer I sitt kaffi, og þá kemur íhaldspressan og tekur myndir af skey tingarleysi Islenskrar verkalýösstéttar. Siðari og minni hlutinn heldur svo út að Miðbæjarskóla, meö fá- einum undantekningum sem hér á árum áður læddust út á Hótel Islands plan og héldu þar maó- istafund. En nú i ár rikti full ein- drægni i hinu ysta vinstri, maóist- ar trotskiistar og sentristar höfðu komið sér niður á baráttugrund- völl, eins og kallað er, og héldu sameiginlegan fund við Mið- bæjarskólann. Aðeins Albaniu- kommar, sem nú ætla að fara að stofna kommúnistaflokk íslands upp á nýtt, sátu hjá. En allt kom fyrir ekki, i stað þeirra tvö-þrjú- hundruð sálna sem áður stóðu jiennan fund voru nú vart meira en eitthundrað eintök. Og það i trássi við allar samfylkingar og baráttugrundvelli. Min kenning er sú að menn séu almennt hættir að nenna að vera kommúnistar eftir Pólland. Enda var kominn timi til. Þriöji útifundurinn hafði vit á þvi að hefjast ekki fyrr en hinir tveir voru búnir og var reyndar þeirra langbestur. Kvennafram- boöiö bauö fólki upá söng, leik og heitt aö drekka á Hallærisplan- inu. Og þá voru þessar hræður á planinu orðnar hálfpartinn innkulsa og þessar konur sem ætla sér að grafa undan karla- pólitik utan heimilis og innan höfðu vit á að hafa fundinn i styttra lagi. 1 framhjáhlaupi: þess má geta að nú um helgina ku Helgar- Timinn skriða yfir sitt fyrsta ár. eh. Tónlistarkennari óskast að Tónskóla Fljótsdalshéraðs á hausti komandi. Æskilegar kennslugreinar: Strengjahljóðfæri og gitar. Upplýsingar gefur skólastjóri Magnús Magnússon i sima 97-1444 og formaður skólanefndar Magnús Einarsson i sima 97-1233. Um- sóknarfrestur er til 20. júni n.k. Skólanefnd Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i viðbygginguvið Rafstöðvarhús Flateyri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orkubús Vestfjarða Stakkanesi 1, Isafirði og kostar kr. 100 hvert eintak. Tilboðum skal skila til Orkubús Vestfjarða Stakka- nesi 1, ísafirði merkt: Útboð 482. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 26. mai 1982 kl. 14. Orkubú Vestfjarða Tæknideild. Aðalfundur Hjálms h.f. Flateyri fyrir árið 1981 verður haldinn fimmtudag- inn 20. mai n.k. kl. 17 i samkomusal fyrir- tækisins. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Útboð Stjórn verkamannabústaða á Patreksfirði óskar eftir tilboðum i byggingu átta ibúða í tveggja hæða raðhúsi. Áætlað er að hefja framkvæmdir 15. juni 1982 og að þeim sé lokið 15. júli 1984 Útboðsgögn verða afhent gegn skilatrygg- ingu á Teiknistofunni Röðli, Ármúla 36 3 h. frá og með miðvikudeginum 12. mai. Útboðsgögn verða einnig afhent á skrif- stofu Patrekshrepps, Aðalstræti 63, Pat- reksfirði á sama tima. Tilboð verða opnuð samtimis á sömu stöð- um miðvikudaginn 26. mai ’82 kl. 17.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.