Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 9. maí 1982 Sunnudagur 9. maí 1982 17 ■ Þegar formlegt viðtal okkar Kristjáns Alberts- sonar var afstaðið og hann hafði tint i mig ýmis brotabrot úr sinni löngu og miklu lifssögu, spurði ég hann hvort hann hefði ekki hugsað sér að rita æviminningar sinar, sem að minu viti yrði ekki ómerkust bóka. Hann svaraði að marg- ir hefðu hvatt sig til þess, en það yrði varla i bráð, ekki eftir að hann væri búinn að tala svona af sér i Timanum. Hér fer á eftir siðari hluti þessa viðtals við Kristján Albertsson, sem nú verður fremur mælt i kilómetrum en dálksenti- metrum. En það er lika af nógu efni að taka: I fyrri hluta viðtalsins sem birtist fyrir viku sagði Kristján meðal annars frá lifi skólapilta i Reykjaviká árunum fyrir fyrra strið og kynnum sinum af Jóhanni Sigurjónssyni, Þórbergi Þórðarsyni og Guðmundi Kamban. Hér tökum við svo upp þráðinn þar sem frá var horfið um siðustu helgi og fetum okkur i gegnum Berlin á tima Weimarlýðveldisins, Frakkland milli striða ogeftir strið, Reykjavik á þriðja ára- tugnum, aftur til Berlínar á tima þúsundára- rikisins og allt fram á okkar daga. Af merkum mönnum sem hér koma við sögu er Maxim Gorki, Knut Hamsun, Jónas frá Hriflu, og svo þeirra lakastur Adolf Hitler. En þótt viðtalið sé orðið langt og Kristján hafi sagt frá ýmsu, þá held ég að hann eigi ennþá nóg ósagt i væna endurminningabók. Lággengissár i Þýskalandi ■ — Kristján, i fyrri hluta viðtalsins vor- um viö ekki komnir lengra en til Kaup- mannahafnar árin 1917-21, samkvæmt mín- um heimildum ertu svo viö ritstörf í Þýska- landi og Frakklandi næstu árin? Svo varö ég fyrir þvi, já,ég verö aö kalla þaö happ fyrirsjálfan mig, aö þaö voru lág- gengisár ÍÞýskalandi. Allt i einu varö svo ódýrt aö lifa í Þýskalandi aö ég gat veriö þar í tvö ár, mér ekki aö mjög kostnaöar- miklu. Ég er i Þýskalandi i 2 ár og Frakk- landi i' eitt á árunum 1921-24 og þaö haföi náttilrlega ákaflega mikla þýöingu fyrir mig. Þarna er ég i fyrsta sinni i stóru landi og stórum borgum, og þaö var alveg nýtt lff fyrir mig aö umgangast stórþjóðafólk. En þarna bjó ég i mjög indælum bæ, Wiesbad- en, i meira en ár, og hafði þá ráö á aö búa á mjög góöu pensiónati innan um menntafólk og annaö gott fólk. — Nú var Þýskaland á þessum árum enn f sárum eftir striöið, hvernig kom ástandiö þar þér fyrir sjónir? Maöur varð ákaflega mikiö var viö þaö í stórum bæjum eins og Berlin, en Wiesbad- en var tiltölulega rikur bær, bær fyrir eldra fölk sem lifði á rentum sinum og eignum og útlendinga. Þetta var frægur heilsulinda- bær og þar bjuggu mest Utlendingar og ríkt þýskt fólk, þannig aö ekki bar jafnmikið á neyöinni og f stærri bæjum Þýskalands. Og þófólk hafi náttúrlega veriö fátækt þar eins Maxim Gorki: ,,Ég hef aldrei fengiö hug- mynd aö smásögu út af fyrir sig, sagan kemur af þvi aö mig langar til þess aö láta vissar manneskjur hittast,” sagöi Gorki. og annars staöar, var ákaflega mikill gleöi- blær og menningarblær yfir bænum. Agæt leikhús, ágætir hljómleikar, blómlegt menningarlíf. Þaö var merkilegt ástand i Þýskalandi á þessum tfma, i Wiesbaden var til dæmis Kurssalurinn og þar var konsert tvisvar sinnum á dag, klukkan fjögur og klukkan átta, og þar heyrði ég alla heimsmúsi'kina í fyrsta sinn á einu eða tveimur árum. Þaö var óviöjafnanlegt fyrir mig. Þarna gat maöur fariöá hverjum degi, á annan hvorn þessara hljómleika og heyrt alla fallegustu músík heimsins með sjötiu manna hljóm- sveit. Og maöur hafði nóga peninga til aö fara áhljómleika og i leikhús, þvilággengiö gerði manni kleift að njóta alls þess besta sem var i kringum mann. Þetta haföi ákaf- lega mikia þýöingu fyrir mig á þeim árum. Hákúltúr og neyð — Nú hefur mikið verið skrifað og rætt um hinar miklu mótsagnir i Þýskalandi millistriTisáranna, spillinguna og fátæktina annars vegar og hámenninguna hins vegar. Ég var í Berlín annað veifiö og þá varö maður mikiö var viö hversu illa var komið fyrir borginni. Ég kom þangaö fyrst 1920, þegar ég var enn búsettur i Kaupmanna- höfn, og var þar i tvo mánuði, aöallega til aö fara i leikhús og snuðra i bókabúöum. Þá voru allar höfuðgötur fullar af betlurum, flestir af þeim voru særöir hermenn, hálf- blindir, fótalausir eöa handalausir, sem Jónas frá Hriflu. „Hvernig var þaö þegar viö vórum að rifast þarna i gamla daga, Kristján. Var nokkur kraftur i þessu hjá okkur?” réttu fram einhvem stúf sem eftir var á þeim og betluðu. Og svo allar konurnar sem voru á götunni og höföu ekkert aö lifa af. Þaö var náttúrlega mjög hörmulegt aö horfa upp á þetta. Og jafnframt þessari miklu neyð blómstraði þessi óskaplegi hákúltúr, ég hef tæpast séö aöra eins leik- list á ævi minni eins og dafnaöi innan um alla þessa fátækt. Égsá i minni dagbók aö fyrsta skiptið sem ég var í Berlin fór ég sautján sinnum f leikhús á einum mánuöi, ég var alveg heillaður af þessari miklu leik- list. Þá voru i Berlin aö minnsta kosti tíu leikhús sem léku háklassiskt repertoire. Þarna gat maður séö Ibsen, Strindberg, Toistoy, Tsjékof og Bernard Shaw og öll út- lend leikskáld auk þeirra þýsku. Berlín var ákaflega alþjóðlegur bær, alþjóðlegur I sin- um viðhorfum, alþjóölegur i sinum mót- tækileika. Þegar ég kom seinna til Parisar og Lundúna sá maöur aöallega frönsk og ensk leikrit, útlend verk heyröu til undan- tekninga. En Þjóöverjinn var svona internatiönalt órienteraður, eins og maöur mundi segja. Ég býst viö aö þaö hafi aldrei verið annar eins leikhUsbær og Berlin var þá. — Já, þar störfuðu frægir og áhrifamiklir leikhússfrömiAir, Reinhardt, Piscator... Piscator kom sibar en Max Reinhardt haföi þrjú leikhús undir sér, Reinhardt- leikhúsin voru óviðjafnanleg og svo voru mörg önnur leikhús sem ekki voru mikið siðri,en bestu leiksýningar sem ég hef séö á ævinni sá ég að ég held þarna hjá Rein- hardt. Maxim Gorkí — Mér er tjáð að á þessum árum hafir þU haft einhver kynni af Maxim Gorki? Voriö 1923 kom ég aftur til Þýskalands frá Paris og var þá um hriö i Freiburg im Breisgau. Þaö er litill, fallegur og skemmtilegur bær i Schwarzwald, um- kringdur skógum. Þar bjó ég á litlu hóteli rétt fyrir utan bæinn.I skógardal sem heitir Giintherstal bei Freiburg, Gasthaus zum kiihlen Krugh hét þaö. Þaö var kortérsferö meö sporvagni i bæinn og einn daginn þeg- ar ég er á leiðinni i sporvagninum situr Maxim Gorki þarbeint á móti mér. Þá var hann nýkominn til Þýskalands eftir hungur og vandræöaár i Moskvu og RUsslandi, og situr þama i sporvagninum og kona meö honum. Ég þekkihann náttúrlega undireins af myndum, með sinn breiöa hatt og ströngu alvarlegu andlitsdrætti, en dettur auövitað ekki ihug aö gera honum neitt eöa abbast upp á hann á neinn hátt. Svo stigur hann af sporvagninum og ég geng i humátt á eftir honum og sé að hann fer inn á fina hóteliö i dalnum sem hét Kiihburg. Siöar á ævinni átti ég eftir að kynnast konunni sem var meö honum i sporvagninum, hún hét Barónessa Budberg og var þá einkaritari Gorkis og fylgikona, skrifaöi öll hans bréf bæöi á þýsku, ensku og frönsku og hjálpaöi til viö útgáfu á hans bókum og svo fram- vegis. Þetta var heimsfræg kona og há- menntuð, barónessa frá einu af baltnesku löndunum, ákaflega falleg og merkileg kona og bjó meö Gorki i mörg ár. Nokkrum dögum seinna sit ég á bekk úti i sumarengi meö bók i hönd og var aö lesa i góðviröinu eins og ég geröi oft. Þá heyri ég talaöa rússnesku nokkuð hátt, hlátur og glaðværö, og hópur af Rússum, kannski tiu tólf manns, kemur gangandi og staönæmist þarna á enginu fyrir framan mig. Og þar i hópnum er Maxim Gorki. Einn þeirra tekur sig út úr hópnum, ungur Rússi sem ég sé aö er haltur, og sest á bekkinn hjá mér til aö hvila sig. Hann fer undireins að rabba við mig og er mjög viðkunnanlegur, ég segi honum aö ég sé islenskur stúdent og spyr svo: „Og þessi maöur, þaö er Maxím Gorki, ekki satt?” „Jú, þekkiö þér hann?”, segir hann. „Nei, ég þekkihannisjón, ég sá hann I sporvagni um daginn.” Og þá segir hannviö mig eins og Rússareru elskulegir: „Heföuöþér ekkigaman af aö heilsa upp á Gorki?” „Jú, en ég býst bara viö aö hann Jón Þorláksson. „Nokkrum dögum sföar fór ég upp til Jóns Þorlákssonar og sagöi honum aö nú ætlaöi ég ekki aö vera ritstjóri nema til nýárs, minn hugur stæöi til annars.” hafi alls ekkert gaman af aö heilsa upp á mig,” svara ég. „Ja, það getur veriö aö Gorki þyki forvitnilegt aö hitta islenskan stúdent. Hann fer undireins og sækir Gorkí og Gorki kemur til min og er ákaflega elskulegur og meö honum sonur hans og þeirsetjast hjá mér á bekkinn. Gorki talaöi ekki þýsku en sonur hans þýddi fyrir okkur samtalið. ,,Já, þér eruö islenskur stúdent”, segir Gorki, ,,og þekkiö þér til á Noröur- löndum?” „Já,” svara ég, ,,ég hef verið i Kaupmannahöfn i fjögur ár.” Og þá spyr hann strax: „Þekkið þér Knut Hamsun?” ,,Ja,nafniöþekkja nú allir,” segiég, ,,en ég hef aldrei hitt hann og ég býst viö að fáir menn af minni kynslóð þekki hann, þvi hann býr út á landi i Noregi og umgengst litið annað fólk en sitt heimafólk nú orðið. En ég veit náttúrlega margt um Hamsun, þviéglesalltsem um hann erskrifað og frá honum er sagt.” Og svo held ég áfram að segja Gorki frá Hamsun, ég man aö ég sagöi honum meöal annars frá þvi að Ham- sun skrifaöi mikiö á nóttunni i myrkri. Hamsun segir frá þvi sjálfur aö hann fari oft snemma að hátta og vakni svo útsofinn klukkan tvöeða þ'jú á nóttunni og hafi þá hjá sér blýant og pappir svo hann geti skrifaö. ,,Ég hef vanið migá að setjast upp við dogg og skrifa i myrkri og hef aldrei átt ineinum vandræðum meöað finna út úr þvi sem ég skrifa á nóttinni um morguninn þegar orðiö er bjart. En mér finnst þægilegt að yrkja i myrkri og þannig hafa hérumbil öll min kvæði oröiö til,” eitthvað á þessa leið sagði Hamsun. Éghélt áfram i þessum dúr og sagði Gorki ýmsa smámuni úr dag- legu lifi Hamsuns. Að lokum sagöi Gorki viö mig: „Jæja, nú verö ég aö fara, viljiö þér koma einhvern daginn og borða með mér á hádegi?” Og ég þáöi auövitaö boðiö með mikilli ánægju. „Hvað gerist ef þessir menn hittast?” Svo kemég til hans þetta tiltekna hádegi og boröa meö honum og þar voru lika sonur hans og kona sonarins, ljóshærö og gull- falleg kona. Barónessa Budberg var ekki meöiþetta sinn.Éghaföináttúrlega mikla ánægju af aötala viö Gorki, hann var ákaf- lega bláttáfram og elskulegur, látlaus I fasi en mjög tilkomumikill, ófriður en svipmik- ill og meö ákaflega alvarlegt andlit, hann bar þess vott að hafa gengið i gegnum mikla og haröa reynslu, og óvenju falleg ljósbláaugu, það var mikiösólskin iaugun- um á honum og þau urðu næstum barnsleg og feimnisleg þegar hann brosti. Gorki svaraði minum spurningum og ég sagði honum hvað ég heföi lesiö eftir hann, það þykir rithöfundum gott aö vita aö menn frá fjarlægum löndum séu vel heima i bókum þeirra. Hann sagöi mér dálítið frá þvi hvernig hann ynni og ég man að hann sagði: „Ég hef aldrei fengið hugmynd af smásögu útaf fýrir sig, sagan kemur ekki fyrst, sagan kemur af þvi að mig langar til þess aö láta vissar manneskjur hittast, leiöa vissa karaktera saman, hvaö gerist ef þessir menn hittast? Þannig veröa sögur minar til,” sagöi Maxim Gorki og fleira svipaös eðlis. Þá var Gorki einnig forstjóri fyrir rúss- nesku forlagi sem prentaði úrval af heims- bókmenntum i þýöingum. Hann var fullur af áhuga á þessu verkefni og vildi hafa is- lenskar badcur þarna meö, sagöist reyndar ekki hafa lesið nema eina islenska bók, þaö væriVölsungasaga. Sér heföi eitt sinn veriö ráölagt að lesa Fjalla-Eyvind, en hann hefði hætt við þegar hann frétti aö þýðingin væri ekki góð. Gorki vildi að ég gæfi sér lista af islenskum bókum sem vert væri að gefa út i Rússlandi. Þegar samtalinu var aö ljúka tók hann fram bók eftir sjálfan sig i danskri þýðingu, sem hann var nýbúinn aö fá, og hét „Minelæreár” og er þriðja bindiö af sjálfsævisögu hans. Hann biður mig að lita á bókina og segja sér hvort mér finnist danska þýðingin góð. Skömmu seinna bauö hann mér i te og þá skilaöi ég honum bók- inni aftur og sagöi honum eins og vert var aö þetta væri besti þýöari úr rússnesku á dönsku,Ejnar Thomasson og þýöingin virt- ist vera fyrsta flokks. Þaö þótti honum dá- litiö vænt um aö heyra. Ég kom svo til Gorkis i þriðja sinn, skömmu áður en ég var aö fara, og hitti þá Barónessu Budberg sem sagði mér að það væri rússneskur prófessor hjá honum, sem hefði komiö gagngert til aö tala viö hann i klukkuti'ma. „Ég þori ekki að ónáöa hann núna,” sagöi hún. En hún baö mig aö gefa sér adressuna mina og bætti við að ég mundi liklega heyra frá Gorki. Og þá kom á daginn aö hann var svo elskulegur aö senda mér mynd af sér og þessa bók, „Mine læreár”, og skrifaði á han: „Til mins Kristjáns Albertssonar frá Maxim Gorki. Þessa bók á ég ennþá. En nokkru siðar skrifaðiég krónikkuum Gorki i danskt blað og sendi þá myndina meö og fékk hana aldrei aftur. En af Barónessu Budberg er þaö aö segja aö hún varðseinna ákaflega mikil vinkona H.G. Wells og bjó lengi i London. Somerset Maugham segir frá þvi aö H.G. Wells hafi veriö vitlaus i aö giftast henni, en þaö vildi hún ekki. Hún mun vist hafa sagt eitthvað á þá leiö: „Hann hefur verið giftur áöur og á uppkomin börn og þaö er alveg óþarfi aö viö giftumst, viö getum veriö alveg jafngóöir „Maður var fleygur!” viðtal við Kristján Albertsson, seinni hluti vinir fyrir þvi'.” Mörgum árum seinna baö rússnesk vinkona min i New York mig aö heilsa upp á Barónessu Budberg i London og færa henni litla gjöf frá sér. Þá var hún ákaflega elskuleg og sagöist muna eftir þessum islenska stúdent sem kom til Gorkis og bauö mér heim til sin i teboö. Seinna sá ég hana aftur i New York og borðaöi meö henni og þessari rússnesku konu. Hún var ákaflega þekkt kona á sinum tima, Budberg barónessa. „Maður var fleygur!” — A þessum árum hafðir þú líka þin fyrstu kynni af Frakklandi sem áttu eftir aö verða mikil siöarmeir. Þá var ég tvisvar sinnum hálft ár i Frakklandi, 1923 og 1924. Ég haföi kynnst Frökkum i Wiesbaden kúrgestum eins og kallaö var sem voru þar eins og ég til aö nota sér hiö lága gengi þýska marksins. A sama pensiónati og ég bjuggu margir Frakkar sem voru ákaflega elskulegir i minn garð og buöu mér aö heimsækja sig i Paris. Þarna byrjaði ég fyrst aö geta bjargað mér i frönsku og átti min fyrstu kynni af kaffihúsalifinu i Montparnasse. Já, Paris var ákaflega elskulegur bær á þeim árum, og hefur aldrei orðiö eins og hann var á þeim tima, og i raun engir bæir. Áöur en útvarp og sjónvarp kom liföi fólk miklu meira á götunni heldur en nú gerist, nú sitja allir heima og horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp, en þá fóruallir út á kvöldin og maöur varö miklu meira var viö aö maður liföi innan um fólk. Allar stéttir áttu sér kaffihús þar sem menn sátu á kvöldin allan þann tima sem góöviðri héldust. Lifiö var likamiklu auöveldara þá fyrir ungt fólk og peningalitiö en seinna varð, maöur fékk heilmikiö út úr lifinu þó maður heföi ekki mikla peninga. —Heldur þú aö þaö hafi verið auöveldara aö feröast og sjá heiminn á þeim árum en nú er? Aö hugsa sér, maöur eins og ég þurfti á þessum árum ekki að hafa meira fé milli handanna en tvö-þrjúhundruö krónur á mánuði. Fyrir þetta gat ég haft hótelher- bergi og boröað á veitingahúsum og varö aldrei var viö aö mig vantaði neitt. Og ung- ur strákur draslaðist maöur áfram á þriöja klassa maöur lét sig hafa þaö, og gat fariö hvert á land sem var, maöur var fleygur! Þetta kemur ekki aftur. — Þú getur kannski tekiö undir þaö sem stundum er sagt aö nú kunni menn ekki aö ferðast lengur? Ritstjórn á Verði og Vöku Nú fara menn allt i loftinu og svo held ég aö þetta sé oröiö alltof dýrt allt saman, þaö er verið að drepa heiminn úr dýrtiö! Nú fara menn i' feröalög og eru i viku eöa hálf- an mánuð einhvers staðar, en náttúrlega þarf maður helst aö vera marga mánuöi á hverjum stað, maöur hefur svo miklu meira uppúr þvi,þaðer ekkigagn i öðru en að vera hálft ár i Paris til dæmis i' staöinn fyriraðflana þari gegn á einni viku. Þetta er ekki hægt lengur vegna dýrtiðar, hótel- herbergi eru orðin svo dýr og það er oröið svo dýrt aö boröa á veitingahúsum. — Þegar þú kemur heim úr þessari fyrstu utanlandsferð þinni gerist þú ritstjóri hér i Reykjavik og gefur úr Vörö næstu árin. Já. Ég hafði nú aldrei ætlaö mér neitt i pólitik, en svo verður það fyrir tilviljun aö allt i einu vantar ritstjóra fyrir Vörö og ég er beöinn aö taka þaö aö mér. Þar var ég svo i þrjú-fjögur ár. — Mér skilst að þú hafir reynt aö hafa nokkurn menningarsvip yfir blaðinu. Þetta varnáttúrlega litið rit, vikublaö, og var opinberlega gefiö út af miöstjórn thaldsflokksins sem þá kallaði sig. Þannig að blaöið var auövitað mjög pólitiskt litaö, en ég reyndi þó að finna menningunni staö innan um pólitikina. Til dæmis stakk þaö dálitiö i stúf viö þaö sem tiökaðist heima þegar Einar Benediktsson varö sextugur 30. október 1924, skömmu eftir að ég varö ritstjóri, þá var fremsta siöan lögö undir EinarBenediktsson og i blaðinu voru grein- ar um hann eftir mig og tiu eða tólf menn aöra, helstu forvigismenn i menningarmál- um skrifuöu kveðjur til hans, menn eins og Sigurður Nordal, Guömundur Finnbogason og Arni Pálsson og aðrir stórhöföingjar i andlegu lifi hér. Þetta þótti dálitið óvenju- legt. Svo fékk ég Halldór Laxness til aö skrifa i blaöiö, hann var meö þeim fyrstu sem lét bera á sér i Veröi undir minni rit- stjórn. Þannig aö ég reyndi aö laða fram einhverja menningarlega hlið á blaðinu. — Var það i Vörö sem þú skrifaðir þinn fræga ritdóm um Vefarann mikla frá Kasmir? Nei, það var i Vöku. Það var 1926 eða 27 aö við stofnuöum Vöku niu saman og þar birti ég ritdóminn. Vaka var aftur á móti eingöngu menningarrit, alveg ópólitfskt, þar birtust ljóð og sögur, ritdómar og greinar um bókmenntir og menningarmál og þar birtist til dæmis kvæði Jóhanns Jónssonar, Söknuður. — Þúsegir aö þið hafið staðið niu aö blað- inu hverjir voru þaö? Við vorum ritstjórar Agúst H. Bjarnason Siguröur Nordal, Guömundur Finnboga- son, Arni Pálsson, Páli Isólfsson, Jón Sigurðsson frá Kaldaöarnesi, Asgeir As- geirsson, Ólafur Lárusson og ég. Vefarinn mikli og leiklistin i bænum I hinum fræga ritdómi um Vefarann skrifaðir þú meöal annars „loksins loks- ins”. Hvaö finnst þér um þá bók þegar þú lest hana núna? Mér finnst þetta ákaflega góö bók, i henni eru mjög góðir kaflar. Hún er dálitiö sundurlaus og óheilleg, en þegar hún kom fyrst út var ég sleginn af þeim óvenjulegu tökum á máli sem Laxness hafði ekki haft áöur. Hans fyrstu bækur eru ekkert afbragð að stil og máli, en þarna hefur allt i einu gerst eitthvaö átak, Vefarinn er svo nú- timalega litrikur og frumlega aö oröi kom- ist viöa. Nú á tlmum vildi maður kannski hafa hana dálitið styttri og fastmótaöri, þéttari, en eins og Halldór sagöi einhvern tima sjálfur, á þessum ti'ma skrifuðu menn svona bækur, svolitiö losaralegar og kannski full langar. Seinna læröi Halldór auðvitaö að takmarka sig og hemja. — A meöan þú ert að vasast i blaöaútgáfu hefur þú lika einhver afskipti af leiklistar- starfi hér i bænum. Ekki mikil, ég var einn vetur leikstjóri Leikfélagsins eftir aö ég kom heim og svo einn vetur formaður þess. Þá kom Indriöi Waage til skjalanna og ég vildi losna viö þetta, þurfti aö sinna minum ritstjórastörf- um og gat ekki setið á leikæfingum á hverju kvöldi, svo Indriði Waage tók af mér Leik- félagið. — Var leiklistarlifiö hér i Reykjavik ekki heldur fábrotið miöað við þaösem þú haföir séö i Berlin? Þetta var náttúrlega litla Iönó meö öllum sinum annmörkum og i allri sinni fátækt. Viö uröum til dæmis aö brúka sömu gömlu leiktjöldin stykki eftir stykki.höfðum ekki húsrúm til aðeiga nokkurn foröa af sliku né heldur peninga til aö kosta þaö. Þó voru þarna ágætar sýningar inn á milli, en aftur á mótivar skortur á góöum leikurum, þaö voru alltaf sömu leikararnir upp aftur og aftur og gamla sagan aö þaö er erfitt aö fá hlutina leikna þannig.aö persónurnar falli nógu vel inn i þau hlutverk sem þær eiga aö leika. Viö lékum heldur ekki nema fjögur- fimm leikrit á ári, og þar af voru kannski tveir gamanleikir, svo alvarlegri leikrit uröu aö mæta afgangi. Þó man ég eftir leik- ritum sem voru bæöi góö og vel leikin, til dæmis leikriti sem hét A útleið eftir Sutton Wane og Sex verur leita aö höfundi eftir Pirantelio. Svo var þaö á þessum árum aö Guömundur Kamban kom heim og lét ís- lenska leikara leika Vér moröingja og hann ltíc sjálfur höfuöhlutverkiö. En þetta voru fátæktar- og kreppuár, og þau uröu ótrúleg stakkaskiptin i Islenskri leiklist eftir aö Þjóöleikhúsið kom. „Sagan er ekkert á því að gleyma” — A þessum ritstjóraárum þi'num lend- irðu i' nokkuð sögulegri blaöarimmu við Jónas frá Hriflu. Hver voru tildrög bess? Jónas byrjaöi á þvi aö skrifa mér bréf, opiö bréf til Kristjáns Albertssonar og þau uröu alls eitthvað átta eöa tiu. Upp úr þessu uröu dálitlar skylmingar á milli okkar, hann byrjaði meö svolitiö persónulegri áreitni i m inn garö og þetta jókst svona orö af orði eins og gengur og gerist og varð nokkuö hart um þaö er yfir lauk. Nú, en Jónas var gamall góökunningi minn ogallt- af mjög elskulegur viö mig þangaö til viö uröum þarna á öndverðum meiöi i stjórn- málum. En mér fannst Jónas óþarflega árásargjarn i garö annarra stétta, hann tamdisér einhvern h’tilsvirðingartón i garö útgeröarmanna, kaupmanna, mennta- manna og embættismanna, þá siöasttöldu kallaöi hann i háöungarskyni ,,þá lang- skólagengnu”. Þaö varkaldur tónn i honum og mér fannst hann gera of mikiö af þvi' að æsa fólkið i landinu hvort upp á móti ööru og stofna til illinda meö sinum skrifum. Maður viöurkenndi hans hæfileika og vissi vel um hans góða vilja i mörgum efnum, en hans tónn sem mjög atkvæöamikils póli- tisks greinarhöfúndar var mér að mörgu leyti ákaflega ógeöfelldur. Ég get ekki sagt annaö. Hins vegar skildi bæöi ég og aörir að Jónas var mikilmenni, mikill kraftur i hon- um og áhugi og mikill eldur, og kom ýmsu góöu tíl leiðar og er náttúrlega einn af þeim mönnum sem setti hvaö mestan svip á sinn samtima. Ég man aö einhvern tima upp úr 1950 sagöi Þórarinn Þórarinsson viö mig aö eftir Hannes Hafstein heföu islendingar átt tvo stjórnmálaleiðtoga mesta, Jónas Jóns- son og ólaf Thors.Ég held að þaö sé nokkuö rétt I þvi. Og vitanlega veröur einhvern tima skrifuö mikil bók um Jónas og gerð itarleg og efnisleg grein fyrir hans ævi og hans störfum. Saga Jónasar er á vissan hátt ákaflega tragi'sk, hann veröur á tima- bih voldugastimaður landsins, enmisbrúk- ar sittvaldaöýmsu leyti, gerist of ráörikur og of afskiptasamur, og það veröur aö segj- ast eins og er, of rangsleitinn oft og einatt. Þannig að þessi voldugi maður meö þessa miklu hæfileika veltur út úr islenskum stjórnmálum og veröur alveg óvirkur, missir að lokum öll tök bæöi á blaöi sinu og flokknum og endar sem greinahöfundur i Mánudagsblaöinu. Þetta er ákaflega mikil saga sem einhvern tima veröa gerö full skil. Þaö sem háöi Jónasi einna mest á ævinni voru ákaflega viökvæmir og ofsalegir geös-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.