Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 9. mai 1982 „Finnst ég hafa lifað tvær eða þrjár aldir" — viðtal við Kristján Albertsson, seinni hluti munir, svo hann missti stjóm á sjálfum sér og talaöi kannski og skrifaði margt sem hann ekki meinti. Þetta hefur hann náttúr- lega vitað sjálfúr að einhverju leyti og skil- ið.En átimabili varö eðlilega fátt með okk- ur Jónasi, þó viö hefðum upprunalega verið góðir kunningjar. En viðurðum góðir vinir siðaroghittumstþá stundum og röbbuðum saman, og ég man aö Jónas sagði þá eitt sinnvið mig brosandi: „Hvernig var það, Kristján,þegar við vorum að rífast þarna í gamla daga. Var nokkur kraftur í þessu hjá okkur?” Og ég segi við hann: „Fremur minnir mig það, að minnsta kosti var nokk- uö hart milli okkar stundum.” „Já,” segir Jónas, ,,en ég hef nú alltaf verið þannig geröur að ég hefviljað aöþaðgleymdistallt saman þegar sliTcar brýnur eru afstaönar.” Og þá sagði ég: „Jónas, það tjóir lítt þótt menn gleymi sjálfir, sagan man því betur hvað gerðist, hún er ekkert á því að gleyma.” En með aldrinum, eftir aö Jónas geröi sér grein fyrir að sin áhrif og pólitisku völd væru búin, fannst mér hann verða miklu sanngjarnari maður og hóflegri, og jafnvelbúinn aö sætta sig við að segja bara það sem honum fyndist satt og rétt, burtséð frá þvi hvort það hefði mikil áhrif eða ekki. ,,Vildi ekki rifast um pólitik alla mina ævi” — En hvert var hiö raunverulega ágreiningsmál milli ykkar? Ó, við deildum nú um ýmislegt. Jónas var að skrifa langa sögu i þessum bréfum til min og fræða mig á þvi hvað ihaldið væri voöaiegt og svo framvegis. Og ég var að malda i mdinn og reyna aö leiörétta rang- hermiogþað sem mér fannst misskilningur og óréttmætt. Þetta mun nú hafa veriö aðalefniö. — Hvaö verður þess svo valdandi, Kristján að þú segir skilið við ritstjórastól- inn hér heima og siglir til Frakklands aft- ur? 1927 voru kosningar og um páskana það ár ákvað ég að ég skyldi hætta eftir þær. Ég þreyttist á þessu pólitiska þrasi og vildi ekki þurfa aö rifast um pólitik alla mína ævi. Reyndar oröaði ég þetta nú þannig aö ég vildi ekki standa í þvi alla mina tið að rifast við lygara, sem manni fannst and- stæðingarnir oft vera. Svo voru kosning- arnar um sumarið og þá komst Fram- sóknarflokkurinn til valda. Nokkrum dög- um siðar fór ég upp til Jóns Þorlákssonar sem var formaöur miðstjómarinnar og sagöi honum að nú ætlaði ég ekki að vera ritstjóri nema til nýárs, minn hugur stæöi til annars. Þá átti ég einhverja peninga og fór til Frakklands og var þar næstu þrjú árin. Fyrst var ég i Paris i hálft ár og svo bjó ég i' hérumbil tvö ár i Nizza og viö Miðjarðar- hafiö. Þá var Þórður bróðir minn I Mar- seilles og ætlaöi aö reyna aö stofna til meiri viðskipta með islenskan fisk i Miðjarðar- hafslöndum, ég var aö hjálpa honum eitt- hvað i þeim efnum, kunni frönsku eitthvaö Alexander Jóhannesson. „Alexander sagði sem var að þaö væru ekki geröar þær kröfur að maöur sem skipaði slika stöðu væri læröur málfræöingur, þetta væri fyrst og fremst hagnýt kennsla I nútimamáli.” betur en hann þá. Það er önnur saga að segja frá þvi en það varð úr að Þórður flutti til Grikklands og var i Grikklandi og Egyptalandi næstu árin og anna þaðan umboð fyrir Kveldúlf. Arið 1931 fór ég svo heim til íslands aftur og er hérna i Reykjavik næstu þrjú-fjögur árin og vinn að ýmsu. Þá þýddum við og gáfum út nokkrar bækur með smásögum frá ýmsum löndum, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og ég og á þessum tima var ég leikdómari við Morgunblaðið og skrifaði talsvert i það. Lektor i Berlin 1935 — Nú verða aftur umskipti i h'fi þínu 1935 þegar þú h eldur til Berlinar og gerist sendi- kennari við háskólann þar. 1935 skrifar háskólinn i Berlin háskólan- um hér og býður honum að senda lektor i' nútima fslenskutil Berlinar. Alexander Jó- hannesson sem þá var rektor háskólans kemur þá til mi'n og spyr hvort ég hafi áhuga á að taka að mér þessa stöðu. Hann sagði sem var aö það væru ekki geröar þær kröfur að maður sem skipaði slika stöðu væri lærður málfræðingur, þetta væri fyrst og fremst praktisk kennsla i nútimamáli, en ekki visindaleg kennsla og sist i forn- málinu. Miglangaði náttúrlega til aösjá meira af útlandinu og koma til Þýskalands aftur, svo ég þáði boðið og snemma árs 1935 fer ég út og tek viö þessari stöðu i Berlin. Svo liöa ár- in og iseptember 1939 kemur striðið. Þá var ég staddur i Kaupmannahöfn. En svo er ekki barist nema i átján daga við Pólverja og þá var það strið búið i bili og ekkert farið að berjast enn á svokölluðum vesturvfg- stöðvum viö Englendinga og Frakka. Og við þaö stendur allan veturinn, það var eins konar vopnahlé og ekkert barist. Svo ég hugsaði með mér: Við skulum staldra við og sjá hvort nokkuð verður úr meiriháttar striði, kannski veröur saminn friður. Ann- ars hafði ég hugsað mér aö fara heim, en mér fannst spennandi að doka aöeins við og sjá hverju fram yndi. Og svo gerist þaö 9da april 1940, að Þjóöverjar taka Noreg og Danmörku og siðan taka Englendingar Island 10. mai og þá er engin leið fyrir mig til baka til íslands svo ég dúsa áfram 1 Þýskalandi og er þar fyrstu þrjú striösárin. Þá haföi ég enga nemendur lengur og orðið meira og meira hættulegt að búa i Berlin vegna stöðugra loftárása og þar sem ég haföi engum skyld- um eöa störfum að gegna i Berlin lengur fékk ég leyfi til að flytja til Kaupmanna- hafnar 1943, og þar bjó ég til striösloka. — Nú hefur þú i' Berli'n fengið nána og óvenjulega sýn á þessa hrikalegu atburði. Ég lifði Þýskaland siöustu fjögur árin fyr- ir strið og fyrstu þrjú ár stríðsins og þá sá maöurnáttúrlega og heyrði mikið og margt gerðist. En ég man ekki eftir að hafa orðið fyrir neinum persónulegum óþægindum af nasismanum sem útlendur maður. Enginn gerði neinar kröfur til min og það var ekk- Knut Hamsun. „En þá segir Knut Ilam- sun, með stafinn á lofti og dálitiö hissa: „Men skal ikke ham der med?” ert verið að hnýsast i minar skoðanir. Við lektorararnir i norrænum málum stóðum allir klárir á þvi að við vorum ekki nasistar, en það skipti sér enginn af okkar skoðunum eða reyndi það á neinn hátt. Þannig að per- sónulega var okkur að öllu leyti gert eins þolanlegt aðvera i Berlin og sjálfsagt var. Og þáeinsogalltaf var náttúrlega mikið aö sjá og heyra i borg eins og Berlin og for- vitnilegt að búa þar og skemmtilegt. Berlinvar alltaf mjög lífi-magnaður bær, og ákaflega lífi-mögnuð þjóð Þjóðverjar, lesmikið,elskar leikhús og elskar músik og allt slikt. Það einasta sem ég gat ekki notið af þvi tagiá nasistaárunum voru þýsk biöð, ég þoldi þau ekki. Ég hef alltaf verið afar mikill blaðalesandi, en maöur getur ekki haft áhuga á að lesa blöð þar sem maöur veit að allar skoðanir eru fyrirskipaðar af yfirvöldunum, maður veit að jafnvel það sem er litað af skoöunum sem eru fyrir- skipaðarofanifrá. Þá missir maöur allan á- hugann. Þessi ársem ég var i Berlln las ég eingöngu útlend blöð og hélt til dæmis Poli- tiken i Kaupmannahöfn og lét færa mér hana á hverjum morgni til þess að vita hvaðhinn frjálsi heimur hugsaði. Og þetta eitt sannfærði mig og hefur sannfært mig upp á lifstiö um aö þaö er ekki lifandi til langframa i landi þar sem er einræöi.þar sem allar skoðanir manns og hugsanir eru fyrirskipaðar af einhverjum stjórnvöldum. Ogþaðgildirfyriröll kommúnistalönd. Lif- ið missir svo mikið af þvi sem er áhugavert og maðurlifir á og lifir fyrir, að það er ekki lifandi isvona löndum, nema ef til vill eins og ég gerði sem útlendingur, eigandi að- gang aðblöðum frá öörum löndum og bók- um. Þá var hægt að halda þetta út i svo og svo mörg ár. En að eiga að vera þegn sliks lands og beygja sig undir þess andlega aga er gjörsamlega óþolandi. Hjá Gestapo — En varðstu mjög var við það aö Þjóö- verjará þessum árum lifðu viö ótta og kúg- un? Nei, ekki mjög. Þyskaland var á þessum árum tiltölulega frjálst land, samanborið við land eins og Rússland til dæmis. Allir kunningjar manns töluðu frjálslega um hlutina, og ef þeir treystu þvi að maöur væri sæmilegur maður og engin kjaftakind, þá þoröu þeirað segja margt um hvað þeim fannst. Ég held að nasisminn hafi alltaf verið sterkastur út um landið, og bær eins og Berlin hafi aldrei verið virkilega nasisk- ur bær. Ég varð ákaflega litið var við nas- isma I tali manna og viðkynningu við fólk. Liklegahefur öðru máligegnti smábæjum úti á landi, þar hefur verið meira ofstæki i skoðunum og meira eftirlit með þvi hvað menn hugsuöu, en menntaðir Þjóðverjar i Berlin voru eins og allt annað upplýst fólk i hugsunarhætti og viötali. En þó kannski siður viö þýskt fólk en útlending sem þeir þóttust geta treyst að væri ekki að flfka skoðunum þeirra eða koma þeim i- neina klipu eða óefni. Guðmundur Kamban. „En þegar ævi Kambans endaði á svo hörmulegan hátt þorði forleggjarinn ekki lengur að hafa bókina til sölu... Ég held bara að hann hafi eyðilagt það sem eftir var af upplaginu." — En varðstu eitthvað var við lögregluá- troðslu eða aðrar ofbeldisaðgerðir? Ekki ég persónulega, nei. Þegar ég var búinn að búa nokkrar vikur i Berlin fékk ég tilkynningu i gegnum sima og ég beðinn að mæta á lögreglustöðina á herbergi þetta og þetta. Ég ferþangaðog þar erég leiddur að stórum dyrum með vnadlega læstum járn- hurðum fyrir og skil undireins að þetta er Gestapo. Þarna voru tveir menn sem skoð- uðu þessa tilkynningu sem ég hafði fengið og sima svoogboða komu mina. Ég man að þegar ég gekk inn fyrir litu þeir á mig meö svip sem sagöi: „Skyldi hann nú koma aft- ur eða ekki?” Svo fer ég inn á þessa skrif- stofu og segi frá þvi'að ég hafi verið beðinn að mæta. Þá spyr maður sem þar er: „Vitið þér útaf hverju?” „Nei, nei” segi ég, „ég hefekki hugmynd um þaö”. „Hafið þér ekki átt i neinum útistööum eða neitt haft með lögregluna að gera?” „Nei,” svara ég. Þá ná þeir i'einhverja aöra menn sem koma inn til min og segja: „Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur það hafa engin boð veriö gerö eftir yður.” Þá skildi ég undir- eins hvernig i' málinu lá, þessir menn áttu bara að þekkja mig i sjón, þetta voru borg- aralega klæddir lögreglumenn sem áttu að hafa eftirlit meðútlendingum og vildu bara þekkja mig i sjón. Þá segi ég: „Ég kynni nú betur við aö hafa skriflega viðurkenningu fyrir þvi að ég hafi komið hingað svo það leiki enginn grunur á að ég hafi vanrækt einhveijar skyldur. ” Það reyndist auðsótt og þeir gáfu mér vottorð um að ég hefði mætt á lögreglustöðina og að þetta hefði veriö tómurmisskilningur. En eins og aörir útlendingar hélt ég mig ákaflega mikið á Kurfurstendamm, I þessu mikla gleðskap- ar- og kaffihúsahverfi, og þar voru náttúr- lega menn sem höfðu það hlutverk að fylgj- astmeð útlendingunum sem þarna voru, og þar á meðal kannski mér. Þessi islenski lektor, hvernig hagar hann sér, hverja um gengst hann, er nokkuö grunsamlegt viö hans liferni eöa framkomu? Þetta er það eina sem ég haföi að gera með þýsku lög- regluna á þessum ti'ma. Stríðsgæfan hverfur i sprengju- regni Svo var þaö seinna eftir að striðiö var byrjaö, aö ég var beðinn að taka að mér það starf, að senda fréttir til Islands, annast fréttasendingar til Islands gegnum þýska útvarpið. Þvi neitaði ég algjörlega. Ég sagði: „Ég er maður frá hlutlausu landi og vilekkerthafa aö gera með neitt striðspró- paganda af neinu tagi. Hvorki ykkar né annarra.” — Enda voru þeir vist margir sem fóru flatt á sliku... Enþeirvoruheila þrjá tima að þjarka við mig og alltaf þvertók ég fyrir. En þetta vorumiklir séntilmenn og áður en þeir fóru sögðuþeirviö mig: „Við vonum að þér haf- ið ekkihaft það áskynað viö höfum verið aö reyna að þröngva yður til neins?” Og ég Pétur Benediktsson. „Ég hitti Pétur Bene- diktsson I Stokkhólmi 1945 á leið frá Moskva til Reykjavikur, og hann segir mér að hann eigi aö koma á fót islensku sendiráöi I Paris og sig vanti góðan mann með sér...”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.