Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. mai 1982 19 svaraöi náttiírlega: „Engan veginn”. Skömmu seinna stítti ég svo um launahækk- un vegna vaxandi dýrtiöar og þá voru Þjóö- verjar svo góöir viö mig aö ég fékk hana undireins. Svo persónulega gat ég ekki kvartaö undan þeim aö neinu leyti. — Þaö hefur ekki veriö neinum sérstök- um vandkvæöum bundiö fyrir þig aö komast til Kaupmannahafnar 1943? Engum. Ég sotti um leyfi til þess meö þeim rökum aö ég heföi enga nemendur lengur og vildi heldur biia i Kaupmanna- höfn og ég fékk fararleyfiö undireins. Svo þurftiég aö hafa með mér talsvert af skrif- uðu máli, handritum og öörum plöggum, sem venjulega hefðu þurft aö fara í gegnum ritskoðun. En mér var ekki vel viö aö ó- kunnugir menn væru aö gramsa i minum pappi'rum, og á endanum varö þaö úr aö ég fékk að taka meö mér handritin i innsigl- aðri skjalamöppu. — Nú feröu frá Berlin áriö 1943, var þaö þá mjög áberandi að þetta væri þjóð sem átti i strfði? Já, snemma árs 1943 er bardaginn um Stalfngrad þar sem Þjóðverjar biöa lægri hlut og eru hraktirtil baka i Rússlandi með ógurlegu mannfalli. Og þá fór menn aö gruna að nú væru umskiptin hafin.nú væri striðsgæfa Þjóöverja á þrotum og seinni og hörmulegri hluti striösins tæki viö. Jafn- framt þvi jukust til muna loftárásir á Þyskaland, þá byrjuðu þessar stórárásir þegar 200-300 flugvélar voru sendar sam- timis yfir borgina og látnar afmá heil borg- arhverfi hverju sinni. Þaö byrjaði i Ham- borg og allir vissu að þaö gæti ekki annaö en versnaö. Yfirburöir bandamanna hvaö snerti allan vopnabúnaö komu alltaf betur og betur i ljós. A þessum árum sat ég marga ntítt i loftvarnabyrgi og heyrði sprengjuregniö bylja á bænum og þetta var alls ekki hættulaust orðið. Eitt sinn lenti eldkveik jubomba á húsinu sem ég bjó i þeg- ar ég var ekki heima og þar brann ein álma af húsinu og mitt herbergi þar meö. En þegar kviknaði í þakinu var fólkiö sem ég bjó hjá svo elskulegt aö þaö lét bera út skrifborðiö mitt meö öllu sem i þvi var og þannig bjargaöist þaö sem ég átti af skrif- uðu dóti i fórum minum. En þetta eru nú smámunir miöaö viö þaö þegar heilir bæj- arhlutar voru þurrkaðir útá einni nóttu i' bæ eftir bæ og borg eftir borg. Knut Hamsun — Mig langar að staldra aöeins lengur viö i Berlin, þar i borg hittirðu Knut Ham- sun um þaö leyti sem hann fór i sina frægu heimsókn til Hitlers. Þaö varnú ekki langt viðtal. En þetta var minnir mig 18. mai 1943, þá var ég staddur inni i skálanum á Hótel Kaiserhof i Berlin, sem var mikiö og glæsilegt hótel, og sá þar Knut Hamsun og þekkti hann náttúrlega undireins.Ég hugsaöi meö mér: Hann hlýt- ur aö koma hingaö einhvern tima aftur í dag.hann hlýtur aö aö boröa einhvers staö- ar á hótelinu, svo ég ætla aö sitja um hann og reyna aö sjá hann betur. En Knut Hamsun haföi ég elskaö mest af öllum skáldum. Seinna um daginn sá ég Hamsun og konu hans koma og ganga út úr hótelinu. Ég geng lika út og á tröppunum heyri ég Hamsun segja: ,,Vi ma spörge nogen”. Hann var oröinn mjög heyrnarlaus og talaði ákaflega hátt eins og heyrnar- daufir menn oft gera. Og þá geng ég til hjónanna og segi: „Mér skilst aö þiö hafiö not fyrir einhverjar upplýsingar?” Þetta segiég á norsku. Og þá brosir frúin og seg- ir: „Já, viö þurfum aö komast úr á Breiten- bechfplatz, og viö erum aö reyna aö átta okkur á þvl hvaöa neöanjaröarbraut viö eigum að taka.” „Ég skal ef mér leyfist fylgja ykkur niöur i neöanjaröarbrautina og sýna ykkur hvaöa lestir þiö eigiö aö taka”, svara ég. Og þá segir hún: „Svo þér taliö norsku”. „Frú Hamsun”, svara ég, ,,ég hef hitt yður einu sinni áöur.” Hún haföi nefnilega lesiö upp úr verkum manns- ins sinsá norrænu kvöldi i Berlin og á eftir vorum viö norrænu lektorarnir kynntir fyrir henni. Hún sagðist muna eftir þessu og baö mig afsökunar á aö hafa ekki þekkt mig strax, sem náttúrlega var ekki von. Svo segir hún við mig: „Þér verðiö aö af- saka aö ég kynni yður ekki fyrir manninum minum,enhann heyrir svo illa að hann get- ur næstum ekki talað við ókunnuga.” „Frú Hamsun” svara ég, ,,ég veit að maðurinn yðar óskar þess aö menn láti hann i friði. Égskil þaö vel.” Við göngum áfram og niö- ur tröppurnar að neöanjaröarbrautinni og Hamsun heyrir ekki hvað viö segjum en er svona annaö veifið aö gjóta augunum á mig. Ég segi frúnni hvaða lest þau eigi aö taka og ætla svo aö kveöja. En þá segir Knut Hamsun meö stafinn á lofti og dálitiö hissa: „Men skal ikke ham der med?” „Fer hann ekki með okkur”. Þá haföi hann haldið aö ég hefði veriö sendur til að sækja þau. Ég var þá rétt búinn að segja viö hana að þaö gleddi mig afskaplega mikiö aö hafa fengið aö sjá manninn hennar einu sinni á ævinni, oghún fer upp aö eyranu á Hamsun og segir: „Þetta er islenski lektorinn viö háskólanni'Berlin og hann segir aö þaö hafi glatt sig afskaplega mikið aö fá aö sjá þig einu sinni á ævinni.” Og þá ljómaöi Ham- sun upp og rétti fram hendina og þrýsti hönd mi'na og þá tók ég sérstaklega eftir þvi hvaö hann haföi falleg ljósblá augu. Þá beygi ég mig að Hamsun og segi i eyraö á honum: „Þaö er bara eitt sem mig langar til að segjayður, þaö er ekki vist aö þér vit- iðþað , að bækur yðar eru ákaflega vel þýddar á islensku af Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðamesi”. „Men det glæder mig at höre”, segir Hamsun þá, „det glæder mig virkelig meget aö höre”. Svo tókumst viö aftur i hendur og ég sá aö ég átti ekki aö framlengja samtalið þvi hann talaði svo svoháttaö fólk tók mikiö eftir honum. ,, Det er som at tale til en mur” — Þetta var einmitt hin sögufræga ferð þegar Hamsun hitti Hitler. Þegar ég las btík Torkilds Hansen mörg- um árum siöar sá ég aö kvöldiö eftir eöa sama kvöld var Hamsun gestur Göbbels sem tók honum ákaflega vel. Þá hafði Hamsun fariö niöur til Terbovens i Osló til aö kvarta yfir meöferö Terbovens og Þjóö- verja á Noregi. En Terboven haföi sagt við Hamsun: „En þér sem eruö svona frægur maöur, Hamsun, þér eigið að kvarta beint til sjálfs Hitlers’ e’kki til min. Ég ræð engu”, sagöi hann. „Þér hafiö þaö nafn aö þér hljótiö aö fá áheyrn hjá Hitler. Þér eigið bara aö biöja um viötal viö hann.” Þetta varö til þess aö Hamsun tók þessa hugmynd upp og fór af staö til að hitta Hitler. Og þegar ég sé hann er hann á leiðinni til Hitlers, en kemur þó viö hjá Göbbels til aö láta hann koma fundi þeirra i kring. Nokkrum dögum seinna fór svo viðtaliö viö Hitler fram, eins og frægt er sem endaði meö þvl aö þeir gátu ekki talast meira viö. Hamsun var á- kaflega skorinorður og ákveöinn og sagöi aö þaö væri óþolandi hvemig fariö væri meö Noreg. Fyrst maldaöi Hitler eitthvaö í móinn og gaf óljós og engin svör, og þá er þaö aö Hamsun segir viö túlkinn sem þýddi samtaliö: „Det er som at tale til en mur”. Þetta er eins og aö tala viö vegg.” Og nátt- úrlega hikar túlkurinn viö aö þýöa. Þá segir Hitler: „Was sagt er?” „Hvaö segir hann?” Og túlkurinn gat auövitað ekki ann- að en þýtt og þá spratt Hitler upp og sam- talinu var lokiö. Svo vildi þaö svo skemmtilega til aö nokkrum dögum siöar hitti ég þennan mann sem þýddi samtaliö milli þeirra Hamsuns og Hitlers. Ernst Zuchner hét hann og var góður kunningi minn, starfaöi I áróöurs- málaráöuneytinu og var giftur norskri konu og talaöi reiprennandi norsku. Þá sagði hann mérfrá þessu samtali viö Hitler en ég haföi ekkert vitaö um þaö áöur. Og ég segi við hann: .Jívernig stóö Hamsun sig?” „Hann stóð sig svo vel aö ég var stoltur af honum”, svaraöi hann og sagði mér siðan hvernig samtaliö heföi endaö. Og aö skilnaöi sagöi ég viö hann: „Þetta veröur aö skrá allt saman og geymast í sögunni, þetta mun hjálpa til aö hreinsa minningu Hamsuns um allan aldur.” Og. hann svarar: „Þér getiö treyst því aö þaö skal ég ekki vanrækja.” Siöan kom þetta allt fram á sinum tima. Annars haföi Zuchner þessi þýtt eina af bókum Krist- manns Guömundssonar úr norsku, og þaö var lika hann sem útvegaði mér leyfi til aö taka meö mér öll min plögg óritskoöuö til Kaupmannahafnar. Þegar ég kem til Hafnar fæ ég einhvern styrk frá islenska sambandssjóönum, og þar hitti ég aðstaöaldri Guömund Kamban sem er þá búinn aö þýöa heilmikiö af fs- lenskum ljóöum á dönsku og vill gefa þetta útog fer þess á leit vö mig að ég skrifi bók- menntasögulegan inngang aö þessu safni islenskra ljóða á dönsku. Til þess fæ ég lika dálitinn styrk. Þaö kom svo út siöasta striðsáriö 1945, — „Hvide falke” „Hvitir fálkar” Kvæöi frá hinni lýrisku gullöld ts- lendinga”, kallaöi Guömundur Kamban bókina. En þegar ævi Kambans endaöi á svo hörmulegan hátt þoröi forleggjarinn ekki lengur aö hafa bókina til sölu, því eftir ófriöinn rikti svo óskaplega mikiö ofstæki gagnvart öllum sem höfðu eöa þóttu hafa komiðof nálægt nasismanum. Ég held bara að forleggjarninn hafi eyöilagt þaö sem eft- ir var af upplaginu, þannig hún hlýtur aö vera býsna sjaldgæf þessi bók. Nefnd um sameiningu Þýska- lands — Eftir striöið hefur þú svo störf i utan- rikisþjónustunni og ert lengst af starfandi við sendiráöiö i Paris. Þaö er 1946 aö ég verö sendiráösritari i islenska sendiráðinuiParis. Ég hitti Pétur Benediktsson I Stokkhólmi 1945 á leið frá Moskva til Reykjavikur og hann segir mér að hann eigi aö koma á fót islensku sendi- ráöi i Paris og sig vanti góöan mann meö sér. Og þá berst þaö i' tal aö ég taki þetta að mér og ég svara játandi án þess aö hika. Svo ferPéturheim ogræðir þetta viö rikis- stjórnina og i janúar 1946 er ég skipaöur sendiráösritari i Paris og var eftir það i nánum tengslum viö sendiráöiö i Parls, lengst af sem ólaunaöur menningarráðu- nautur. — Mér skilst aö á þessum árum hafir þú veriö fulltrúi íslands inefnd sem var skipuö til aö rannsaka möguleika i endursamein- ingu hinna tveggja þýsku rikja. Já, þaö var 1952 aö ég var geröur einn af fulltrúum tslands á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóöanna sem þá var haldiö i Paris, þessi stóra bygging sem nú stendur upp á endann á Manhattan var þá ekkienn komin upp. A þessu þingi var ákveðið aö skipa nefnd til að rannsaka skilyröi fyrir þvi aö hin tvöþýskuriki yröu sameinuö aftur. Það var ekki lengra liöið frá stríöslokum en svo, aö þaö var enn taliö vera i óvissu hvort þarna ættu aö vera eitt riki eöa tvö, en Rússar héldu þvi þá mikiö á lofti aö ef 'Vestur-Þýskaland yröi aöiliaö Atlantshafs- bandalaginu myndi þaö veröa þvi til fyrir- stööu aö löndin geti sameinast á ný. Svo þessi nefnd er skipuö til aö rannsaka máliö og I henni eiga sæti fimm riki: af hálfu fyrri striösaöila Pólverjar og Hollendingar, af hálfu umheimsins Brasilia og Pakistan, og svo skyldi vera eitt hlutlaust Evrópuriki og þaö sæti var úthlutaö tslandi. 1 upphafi stóð til aö Thor Thors sendiherra i Washington yröi fulltrúi Islands i nefnd- inni, en hann sá sér þaö ekki fært vegna anna og stakk upp á þvi' viö stjómina aö ég tæki þetta sæti i staöinn fyrir sig. Nefndin byrjar svo störf i febrúarmánuöi 1953. Reglan var sú aö formennskan i nefndinni gengi eftir stafrófsröö, Brasilia var þá fyrst, en annar formaöurinn var frá Islandi og þaö var ég. Þannig aö ég er for- maöur nefndarinnar þegar hún heimsækir Þýskaland og er þar i mjög áberandi hlut- verki. Viö fórum til Bonn og ræddum viö Adenauer og stjórnarvöld þar, og siöan til Vestur-Berlinar og töluöum viö forráöa- menn þar.en Austur-Þýskaland neitaöi öll- um afskiptum af nefndinni og vildi ekkert af henni vita. Þeir höföu náttúrlega vonda samvisku og vildu ekki eiga þátt i neinu sem gæti sameinaö rfkin, Rússar voru auö- vitaö löngu búnir aö ákveöa aö hiröa allt Austur-Þýskaland. Svo nefndin varö aö komast aö þeirri niöurstööu aö þaö heföi ekki tekistnein samvinna um aögera neitt meira i málinu vegna afstööu bæöi Pólverja og Austur-Þjóöverja. En þetta má heita hérumbil i fýrsta sinn sem Island kemur nálægt málefnum stórveldanna og þeirra refskák. Tragík í loftinu — Þarna kemur þú aftur til Berlinar eftir tiu ára viöskiianö og borgin öll i rústum. Það var ákaflega dapurlegt aö koma aftur til Berlinar og sjá borgina i rústum. Þá var hérumbil ekkert farið aö gera til aö endurbyggja bæinn og ryöja burt rústun- um, alls staöar göptu viö manni útbrunnin húsog sundursprengdar byggingar. Já, þaö var ákaflega mikil tragik i loftinu I Berlin á þessum árum, þetta var alveg liflaus bær, liflaus og sveltandi bær. Þaö var heldur enginn hiti og fólki var svo kalt aö þaö hópaöi sig saman á járnbrautarstöðvum, bara til aö hafa hitann hvort af öðru, stóö þar á kvöldin og haföist ekkert aö. Maöur sáóánægjusvipinná fólkinu, hvaöþaö haföi litiö viö að vera, litiö aö boröa og litiö af öllu. Ég hef einu sinni reynt aö lýsa þessu, þaö var eins og allt Þýskaland væri statt á eins konar „no-man’s-land”, þaö var eins og dauöur blettur inn á milli rikja heims- ins. Svo var farið með okkur og okkur sýnd höllin þar sem Hitler haföi búiö og sviöiö bak viö höllina þar sem lik hans var brennt og Göbbels skaut sig til bana. Þarna voru öll ummerkin ennþá, höllin stóö útbrunnin og svo sá maöur þarna þennan sviöna blett þar sem lfk Hitlers hafði veriö brennt. — Sástu Hitler nokkurn tima i lifanda lifi? Já, ég sá hann mjög vel daginn sem hann varö fimmtugur, 20. april 1939. Þá var mikil blysför tilhans og ég fylgdi meö af forvitni ogsá hann ásýndum þegar hann kom fram á svalirnar meö Göring og Göbbels og öör- um ráöherrum sinum. Það var eina skiptiö sem ég sá hann sjálfan. — Þú ert búsettur i Paris i heil 37 ár, lit- uröu kannski á sjálfan þig sem jafnmikinn Parisarbúa og tslending? Nei, nei, ég hef aldrei litiö á mig sem Parisarbúa, ég hef alltaf litiö á mig sem islending eingöngu, maöur er alltof mikill Islendingur til aö geta nokkru breytt um þaö. Ég var lika löngum stundum burtu frá Paris á þessum árum, sat fimmtán sinnum allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna i New Yorkog var þar mikinn hluta árs. Svo var ég mikið hér heima þegar ég var aö skrifa bókina um Hannes Hafstein, sat á söfnum hér og i Kaupmannahöfn. Og svo hef ég oftastnær komið hingað heim i tvo-þrjá mánuöi á ári. En mér þykir vænt um Paris og Frakka og á margar góöar minningar um það fólk sem ég hef kynnst þar. Frakkar eru allt ööruvisi en útlendingar halda, mér finnst oft eins og fólk haldi aö Paris sé léttúöugur bær og gleöskaparbær, en þetta er ákaflega djúpt þenkjandi fólk, alvarlegt fólk i sinu lifsviðhorfi og lifemi, menntað fólk meö alvarlega afstöðu til viðfangsefna lifsins. Þvi má ekki gleyma að Frakkar eru þjóö sem hefur tvisvar sinnum i siðustu timum oröiö fyrir blóöugu heimsstriöi og það er ekki litil reynsla fyrir eina þjóö, það er ekki litiö sem hún hefur gengið i gegnum meö hetjuskap. Og svo er þetta ef tii vill gáf- aðasta þjóð heimsins. Tvær eða þrjár aldir — Nú hefur þú upplifað Evrtípu á tvenn- um ef ekki þrennum timum, séö margt liöa undir lok og nýtt taka við. Hvaö er þér I huga þegar þú litur yfir farinn veg? Ja, mér finnst ég hafa lifað tvær eða þrjár aldir, þetta var allt önnur öld þegar ég var ungur og lika milli striöana og lika eftir seinna striöiö. Heimurinn var, aö minnsta kosti i mlnum augum, I miklu meira sakleysisástandi fyrir 1914, allt var tóm bjartsýni, tómur menningaráhugi, mikil gleöi i lof ti og menn trúöu ekki á striö eöa aö þeir þyrftu að hafa áhy ggjur af þvi. Þaö var eins og allt streymdi framáviö til betri tima og jafnvel i svona Iitlum bæ eins og Reykjavik, afskekktum litlum bæ, var einhver bjarmi yfir lifinu sem ekki hefur komiöaftur. Nú stafar þetta kannski sum- partaf þvi aö maöurer oröinn eldri, en mér finnst aö svona hafi verið. En náttúrlega veröur maöur aö muna eftir þviaö þeir sem sjálfir liðu engan skortog áttu aö öllu leyti góöa ævigeröu sér almennt ekki grein fyrir þvi hvaö var mikil fátækt i heiminum bak viö alla velgengnina og alla bjartsýnina og alla þessa góöu ti'ma. Þaöer skuggahliöin á þessum tima sem okkur finnst hafa verið svo bjartur. Hagur almennings hefur náttúrlega batnaö afskaplega mikiö og öll aöhlynnin g, hvort heldur a ö göml u fólki eöa sjúku eöa þeim sem eru illa i sveit settir á einhvem hátt. Að þessu leyti er okkar timi miklu manúölegri. — Nú hafa allir hlutir gerst mjög geyst á tuttugustu öldinni, heldur þú aö eitthvaö hafi glatast i öllum æöibunugangnum? Þaö er sjaldan aö eitthvaö vinnst á án þess aö eitthvaö glatist, þaö er nú tilfelliö. Eitthvaö hefur glatast. Menn eru orönir harösoönari, finnst mér, og minna af þeirri tegund blekkingar sem við köllum illúsjón- ir.menn gera sér ekki eins háar og bjartar hugmyndir um hlutina, eins og mér finnst að mönnum hafi veriö eölilegt á þeim tim- um. Þaö er ýmiss konar idealismi sem náði kannski sinu háskeiöi þá, en hefur nú runn- iö þaöá enda oger horfinn úr lifi og listum. Feguröarþráin, feg uröardýrkunin, feguröarviljinn, mesta af þessu hefur hnignaö aö einhverju leyti, menn vilja heldur þaö ljóta og lýsa þvi sem mest og hroöalegast. Þaö er vont fyrir heiminn, þaö er vont fyrir æskuna, þaö er vont fyrir alla. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.