Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 24
Sunnudagur 9. mal 1982 ■ Svipmyndir frá tónleikum Purrks Pillnikk i Englandi Pnrrkur Pillnik í Englandi: NME gagnrýndi ranga hljómsveit — ný plata á mánudag ■ „Viðvorum aöí'á okkar iyrstu tónleikagagnrýni i New Musical Express og hún er alveg sjúklega slæm, enda er alls ekki um okkur að ræða”, sagði Einar örn Bene- diktsson söngvari Purrks Pillnikk er við náðum i hann i Southern Studios i London er þar er hljóm- sveitin nú að taka upp 4 laga plötu eftir velheppnað hljómleika- ferðalag um England. „Það var þannig að við gátum ekki mætt á eina tónleikana með The Fall, þar sem viö vorum að taka upp, og þvi var önnur hljóm- sveitsett þarna inn, New Amster- dam, þá grúppu sá tónlistargagn- rýnandinnoghéltaðhún væri við, þetta verður leiörétt. Við vorum á 11 tónleikum meö The Fall, viða um England og að- sóknin var nokkuð góð, alltal' i'ullt hús, að meðaltali 7-800 manns og fór i yfir 1000 i London.” Aðdáendabréf Hljómsveitin Purrkur Pillnikk hefur fengið aðdáendabrél' send hingað upp á klakann og i einu þeirra l'rá Essex segir m.a. að bréfið sé skrifað til að láta hljóm- sveitina vita hve bréfritari og vinur hans Gary séu hrifnir al' sveitinni og tónlist hennar og þá einkum söngvaranum Einari, en brél'ritarinn er Mick Ellis. Samkvæmt heimildum Nútim- ans mun Einar hafa veriö mjög ögrandi i sviðsíramkomu sinni. Dæmi um þetta er að einn kon- sertinn i Redf'ord byrjaöi hann með þvi að spyrja áhoríendur: „Vitið þið hverjir unnu þorska- striöið? Þaö voruö ekki þið, þaö vorum við” Svarið var nokkuö margir hrákar frá áhoríendum en Einar hrækti á móti... raunar láta áhorfendur á nýbylgju og pönk tónleikum i Englandi oi't ánægju sina með hljómsveitina i ljós með þvi að hrækja mikiö upp á sviðið. Á einum tónleikunum var Purrkurinn spurður hvort þeir væru nasistar en ástæða þess var enn hið margumtalaða þorska- strið. 1 NME hal'öi verið stutt spjall við Einar og þar komið að- eins inn á þetta atriði þannig að á tónleikunum, fyrir utan spurning- ar af þessu tagi, öskruðu áhorf- endur: „Cod war.. Cod war...” Einar og félagar öskruðu á móti: „Fuck off... Fuck off...”. Ný plata Sem fyrr segir er hljómsveitin nú stödd i Southern Studios við gerð 4ra laga plötu en þar tóku þeir upp plötu sina Ekki enn. „Þessi plata verður öðruvisi en annaðsem við höfum áður gert”, sagði Einar.....,meiri læti” en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um efni hennar. Platan verður gefin út i Eng- landi og eru öll lögin á henni á ensku. Og nú á mánudag kemur út nýja platan hjá Purrknum en það er Goo Goo plex, tvær 45 sn. 12 tommu plötur. A næstu dögum mun Purrkur- inn koma heim og væntanlega halda þeir tónleika á Borginni 15. mai n.k. —FRI Breytingar hjá Q4U: STEINÞOR OG LIWDA AÐ HÆTTA? ■ Nútiminn hefur fregnað aö breytinga sé að vænta á liðskipan hljómsveitarinnar Q4U. Þannig munu Steinþór og Linda vera að yfirgefa sveitina en í staðinn mun Arni Danielsson úr Taugadeild- inni sálugu koma inn. Q4U sem þekkt er öðru fremur fyrirhráttpönk i anda Sex Pistols hefur veriö ein af skemmtilegri nýju hljómsveitunum hér, eink- um vegna þess að hún hefur skartað tveimur söngkonum með, á stundum, nokkuð „nakta” sviðsframkomu en eftir þessar breytingar mun önnur söng- konan, Ellý, eingöngu sjá um þá hlið málsins. Ekki er ljóst hvenær Q4U kem- ur fyrst fram eftir þessar breytingar en búast má við að þess verði ekki langt að biða. —FRI Ganga þrír íslending- ar í Kill- ing Joke? ■ Munu þrir íslenskir tónlistarmenn leika í hljómsveitinni Killing Joke? í fyrstu virðist þetta hljóma sem „drepandi brandari" en hefur i raun- inni verið í gerjun núna undanfarinn mánuð, eða svo. Sem kunnugt er hefur Jaz Cole- man úr Killing Joke dvalist hér- lendis að undanförnu, m.a. við að semja óperu, og mun honum víst liöa ákaflega vel hér. Hann hefur fengiö þá hugmynd aö fá þrjá íslendinga til liðs við Killing Joke en þeir eru Birgir Mogensen úr Spilafilum og þeir Sigtryggur og Guðlaugur úr hljómsveitinni Þeyr. Jaz hefur nú starfað nokkuð með Þey en samkvæmt heimild- um Nútimans mun það vera al- gjört skilyrði að sú sveit leysist ekki upp viö það að tveir meðlim- ir hennar gangi I Killing Joke en samt mun vera áhugi fyrir þvi að reyna að samræma þetta þannig aö dæmið gangi upp. Nútiminn heyröi nokkuð smellna sögu um hvernig Birgir komstinn i myndina og flýtur hún hér. Jaz mun hafa séð myndina ■ Jaz. ViII fá þrjá Islenska hljómlistarmenn I Killing Joke. Rokk i Reykjavik og hrifist þar svo mjög af Birgi að hann hringdi i hann og spurði i hvaða stjörnu- merki hann væri, það reyndist svo af réttri tegund og var hann þar meö tekinn i hópinn. —FRI ■ Spilafifl. Talandi höfuð ■ Hljómsveitin Spilafifl var al- gerlega óskrifuð bók i mínum huga áður en ég fór á tónleika þeirra á Hótel Borg s.l. fimmtu- dagskvöld, og ekki get ég sagt að ég hafi skrifað margar siður þeirrar bókar að hljómleikunum loknum. Eftir ágætisbyrjun hjá trákun- um, þéttri nýbylgju sem bar mikinn keim af Talking Heads leystust hljómleikarnir undir lok- in upp i eitthvað djamm rugl sem hvorki var fugl eða fiskur. Sem fyrr segir var byrjunin á- gæt, fyrsta lagið nokkuð rólegt en siðan var keyrt nokkuð upp og nokkru eftir miðbik tónleikanna var stemmningin orðin ágæt er þeir tóku tvö bestu lög kvöldsins, Gömlu dansarnir og Reglur ef ég hef náð þessum nöfnum rétt hjá Sævari söngvara. Eftir það virðist sem prógrammið væri bú- ið hjá strákunum og hefði verið skynsamlegast að hætta þá. Þvi var ekki að skipta og reyndu þeir að djamma svolitið með fremur misjöfnum árangri. Sem fyrr segir ber leikur þeirra i Spilafiflum mikinn keim af Talking Heads en ef ég man rétt þá heitir einmitt eitt lag þeirra i þeirri margumtöluðu mynd Rokk i Reykjavik. Talandi höfuð. Leikur þeirra var nokkuð pott- þéttur og sérstaklega vil ég get trommuleikarans sem var með þeim betri sem ég hef heyrt lengi i. Spilafifl er efnileg hljómsveit sem á örugglega eftir að gera góða hluti i framtiöinni, allavega hafa þeir flest sem til þarf til þess. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.