Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. mai 1982 3 fréttir Samflotið innan ASÍ á síðasta snúningi? f. „Það sígur í strekk- ing þarna á milli” — segir Gudmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ ■ „Það sigur i strekking þarna á milli”, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, þegar Timinn spurði hann hvort rafvirkjar, bygginga- mennogmálmiðnaðarmenn væru að kljúfa sig út úr samfloti við Verkamannasambandið i kjara- samningunum. „Rafvirkjar hafa ekkert verið með i þessu, þeir sömdu siðast á eftir öllum öðrum. Byggingamenn voru með siðast og þeir eru ekki farnir út núna, en þeir eruaðboða aðgerðir. Ég held þeir séu búnir að boða eins dags verkfall, en þeir létu vita af þvi”. — Er eitthvað sem bendir til að málmiðnaðarmenn séu að slitna úr tengslum? „Nei, en heldur ekkert sem bendir til að þeir vilji stuðla að þvi að Verkamannasambandið fái hagstæðari samninga en þeir”. A fundi i sjötiu og tveggja manna nefndinni var „allt ósköp kristilegt” að sögn Guðmundar J. Þar var kröfunum breytt i þá veru að i stað þess að fá jafna al- menna prösentuhækkun, 13,5% var farið fram á þriggja flokka hækkun. „Þessi átök, sem núna eru að koma upp syna að forusta verka- lýðssamtakanna hefur ekki unnið sitt heimaverkefni, sem er að koma sér saman innbyrðis”, sagði Þorsteinn Pálsson hjá VSI um stöðu málanna nú. „Og meðan þeir vinna ekki sitt heima- verkefni, geta þeir ekki vonast til að ná miklum árangri. Vinnuveit- endasambandið vinnur sem ein heild, en við getum gert samning við hverja sem er, okkur er ná- kvæmlega sama hversu sundur- skotin og tætt verkalýðshreyfing- in er”, sagði Þorsteinn. „Ég treysti á að samstaðan bresti ekki”, sagði Asmundur Stefánsson forseti ASl, þegar við bárum málið undir hann. „Verkamannasambandið hefur verið að endurskoða sina kröfu- gerð og það er ljóst að það er ákveðin spenna á milli aðila og endurskoðun kröfugerða þess getur kallað á endurskoðun kröfugerða hjá öðrum. Staðan núna sýnir að það er skoðun manna i öllum hópum að sam- staðan sé mjög nauðsynleg, vegna þess að á málum eins og visitölumálinu til dæmis, er eri'itt að taka , nema um samstöðu sé að ræða og það er grundvallaríor- senda íyrir öllum samningum og einnig að það er léttara i'yrir VSÍ að drepa málum á dreil', eí hóp- arnir eru margir, sinn i hverju horninu", sagði Ásmundur. SV ■ Armann Kr. Einarsson af- hendir Kristmanni Guðmunds- syni heiðursfélagaskjalið. Þorri félaga sagði sig úr Rithöfunda- sambandinu ■ Á aðaifundi Félags islenskra rithöfunda sl. sunnudag ákvað þorri fundarmanna að segja sig úr Rithöfundasambandi íslands. Eins og fram kom i viðtali við Jónas Guðmundsson i Timanum um helgina var orsökin einkum óánægja með úthlutun starfs- launa. A fundinum voru þeir kjörnir heiðursfélagar Sigurbjörn Einarsson, biskup og Kristmann Guðmundsson, skáld og tóku þeir á móti heiðursskjölum sinum úr hendi Armanns Kr. Einarssonar, formanns íélagsins. Ármann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gunnar Dal kjörinn formaður i hans stað. Aðrir i stjórn og varastjórn eru Baldur óskarsson, Indriði Ind- riðason, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Jón Björnsson, Jónas Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson og Sveinn Sæmundsson. Sjö nýir félagar gengu i f élagiö á l'undinum og eru meðlimir nú sjötiu og sjö. _ am Hjúkrunarfræðingar verða ekki við beiðni um framlengingu uppsagnarfrests: „REYNT AÐ SUNDRA OKKUR MEÐ ÞESSARI ÁKVÖRÐUN” ■ Hjúkrunarfræðingar á rikis- spitölunum munu ekki hlita þeim úrskurði að framlengja upp- sagnarfrest sinn um þrjá mánuði og þvi munu, eins og staðan er i dag, allir hjúkrunarfræðingar ganga út úr störfum sinum á mið- nætti föstudag, fyrir utan þá sem sinna neyðarþjónustu. , .Viðsjáum þessa ákvörðun um framlenginguna ekki öðruvisi en svo að verið sé að reyna að sundra okkur” sögðu þær Bryn- hildur Ingimundardóttir og Arný Sigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingar i samtali við Timann. „Aður er svona mál hafa komið upp höfum við ávallt dregið okkur til baka á siðustu stundu og það virðist sem reyna eigi það einu sinni enn en engir formlegir samningafundir hafa enn verið haldnir i þessari deilu, aðeins óformlegar viðræður sem ekkert hefur komið út úr”. Hjúkrunarfræðingar hafa farið fram á 5 launaflokka hækkun sem mundi gefa þeim um 20% kaup- hækkun, kjaranefnd hefur hins- vegar úrskurðað tveggja launa- flokka hækkun sem hjúkrunar- fræðingum finnst of lítil. 1 máli þeirra Brynhildar og Ar- nýjar kom fram að þeim finnst 20% hækkunin sist of mikil, enda hefðu hjúkrunarfræðingar dregist aftur úr i launum og bentu þær á, sem dæmi, að nú stunduðu um 3—400 hjúkrunarfræðingar önnur •störf en hjúkrun vegna lélegra launa. 1 tilkynningu sem hjúkrunar- fræðingar hafa sent frá sér kemur m.a. fram að með þessari fram- lengingu sé ekki verið að leysa neinn vanda þvi eítir sem áður verður að semja við hjúkrunar- fræðinga á Borgarspitala og Landakoti og jafníramt sé vert aö taka það fram aö stjórnvöld sýna mikið ábyrgðarleysi með þvi að setja þriggja mánaða framleng- ingu á uppsagnarírestinum með einungis lOdaga íyrirvara, þvi þá var þegar íarið að draga úr starf- semi Rikisspitalanna. — FRI EGILL SKÚLI INGIBERGSSON verður gestur og frummælandi Framsóknarféíaganna í Reykjavík á fundi um borgarmál, sem haldinn verður að Hótel Heklu í kvöld, þriðjudaginn 11. maí kl. 20:30. Fundarstjóri Kristján Benediktsson borgarfulltrúi. BETRI BORG! EGILL SKÚLIINGIBERGSSON KRISTJAN BENEDIKTSSON Allir velkomnir. Framsóknarfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.