Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 6
Þriftjudagur 11. mai 1982 stuttar fréttir \ Um 60% veltuaukning hjá Kaupfélaginu á Höfn HÖFN: Kaupfélag Austur- Skaftfellinga hélt aöalfund sinn sunnudaginn 2. mai s.l. Stjórnarformaður félagsins Birnir Bjarnason og kaup- félagsstjóri Hermann Hans- son fluttu skýrslur um hag og rekstur félagsins á s.l. ári. Kom fram að heildarvelta félagsins varð 238.190.000 kr. og hafði aukist um rúm 60% frá árinu 1980. Tekjuafgangur til ráðstöfunar á aðalfundi varð 3.487.000 kr. en fjár- munamyndun i rekstrinum varð 5.394.000 kr. og afskriftir eigna 7.487.000 kr. Framleiösluverðmæti sjávarafurða á vegum félags- ins nam á s.l. ári 110,2 milljónum króna og hafði aukist um 66.6% frá árinu 1980. Samtals var móttekiö hráefni til fiskvinnslu 15.672 tonn og hefur það aldrei verið meira i sögu félagsins. Mikil aukning varð á framleiðslu saltfisks og skreiðar en fram- leiðsla frystra afuröa u.þ.b. sú sama og á árinu 1980. Vörusalan i verslunum félagsins nam 69 milljónum og jókst um 57.% frá 1980. í sláturhúsum félagsins var slátrað 33.714 kindum og inn- vegin mjólk i Mjólkursamlag þess nam 1,6 milljónum litra. Heildarlaunagreiðslur námu 34.718.000 kr. og að meðaltali voru 377 manns á launaskrá. Aðalfundurinn samþykkti að úthluta 627.000 kr. af tekju- afgangi i stofnsjóð félags- manna og 260.000 kr. til ýmissa menningar- og liknar- mála. Tveir stjórnarmenn Birgir Bjarnason Höfn og Þrúðmar Sigurðsson Miðfelli höföu lokið kjörtima sinum, en voru báðir endurkjörnir. — IIH Höfn/HEI Um 800 börri daglega á gæsluvöllum Akureyrar AKUREYHI: 1 júni i fyrra voru heimsóknir barna á gæsluvelli þá er Akureyrar- bær starfrækir, um 17 þús. talsins, eða nær 800 á dag. Börn á Akureyri og foreldrar þeirra, kunna þvi greinilega vel að meta þessa þjónustu bæjarins við yngstu borgara sina. t fyrrasumar voru starf- Hagkaup mesti „synda- selurinn” AKUREYRI: „Betur má ef duga skal”, segir i Fréttabréfi Neytendasamtakanna á Akur- eyri, sem siðast i febrúar geröi i 2. sinn könnun á dag- stimplun fjögurra vöruflokka i kæliborðum 14 verslana á Akureyri. Samtals varð vart við 72 pakkningar sem komn- ar voru fram yfir siðasta leyfða söludag og var þar fyrst og fremst um að ræða fisk- og kjötvörur. En aðrir kannaðir vöruflokkar voru salat, oliu- sósa og sildarvörur, þar sem um örfá tilvik var að ræða. Þótt þessar pakkningar hafi nú verið verulega færri en i siðustu könnun, telur NAN þessa útkomu langt frá þvi að vera viðunandi. Einnig varð vart við að vör- ur væru ekki geymdar i sam- ræmi við geymsluleiðbeining- ar framleiðenda. Þannig fund- ust dæmi þess að kælivara var geymd i frysti eða jafnvel við herbergishita, sem hvoru- tveggja er óleyfilegt. 1 þessari könnun má segja að Hagkaup hafi verið mesti „syndaselurinn”, þvi þar fundust22 af hinum 72 pökkum er komnir voru fram yfir dag- stimplun. KEA Hafnarstræti var einnig ofarlega á lista með 18 tilfelli, en 5 af verslununum sluppu alveg. — HEI ræktir 10 gæsluvellir á Akur- eyri, en þeim fækkað niður i 5 um veturinn. Fæst börn koma eðlilega á vellina i mesta skammdeginu, þ.e. mánuðina desember og janúar, en þó eru þá á annað þúsund heimsókn- ir. Þeim fjölgar siðan jafnt og þétt með lengdum sólargangi. Og mánuðina júni, júli og ágúst koma 7-800 börn á vell- ina daglega að meðaltali. — HEI 1% hagn- aður hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga VOPNAFJÖRÐUR: Heildar- velta Kaupfélags Vopnfirð- inga á árinu 1981 var 48.5 millj. kr. og hafði aukist um 60% á milli ára að þvi er fram kemur i frétt frá aðalfundi félagsins er haldinn var i byrjun aprilmánaðar. Niður- stöðutölur efnahagsreikninga voru 32,6 millj. kr. Fjárfest- ingar á árinu námu 1.2 millj. kr. og voru þær i minnsta lagi. Reksturinn skilaði hagnaði er nam 409.000 krónum. 1 skýrslu kaupfélagsstjóra, Jörundar Ragnarssonar, kom m.a. fram að vaxtabyrði félagsins er mikil og stendur allri starfsemi þess fyrir þrifum. A fundinum komu fram áhyggjur bænda vegna þess uggvænlega ástands sem nú rlkir i sölumálum á kindakjöti til útlanda. A yfirstandandi ári verða helstu framkvæmdir K.V.V. þær, að byggingavörudeild félagsins verður breytt og stækkuð til muna. Þá mun hafist handa við að reisa verk- stæðishús, þar sem verkstæði félagsins verði öll undir einu þaki. Nú eru þau á þrem stööum og þörfin fyrir hag- kvæmt húsnæði sögð brýn. — HEI fréttir Pólskur prestur, Zdzislaw Pawlik, hér á landi nú til að greina frá skipulagningu hjálparstarfsins í Póllandi: . „DJUPT SNORTNIR OG ÞAKKUÍTIR” ■ Hér á landi er nú staddur pólskurprestur, Zdzislaw Pawlik, i boði Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, Kaþólsku kirkjunnar, og A.S.t. en Pawlik hefur umsjón með skipulagningu hjálparstarfs þess sem berst Póllandi i gegnum kirkjur mótmælenda og fleiri aö- ila á Norðurlöndum og viöar. Kemur Pawlik hingaö i boöi ofan- greindra aöila, m.a. til þess aö greina frá þvl með hvaða hætti gengið hefur að dreifa hjálpar- gögnum i Póllandi. Pawlik hélt i gær fund meö fréttamönnum, ásamt forsvars- mönnum ofangreindra aðila. A fundinum sagfti hann m.a.: „Ég vil biftja ykkur um aö greina frá þvi I fjölmiðlum ykkar aö viö Pól- verjar erum djúpt snortnir og þakklátir fyrir þá aðstoö sem þiö hafið veitt okkur. Islendingar hafa hlutfallslega veitt okkur mesta aðstoð, og þá aðstoö kunn- um við vel að meta, ásamt þeirri hjartahlýju sem henni fylgir. Það hefur gengið mjög vel að koma hjálpargögnunum frá ykk- ur til þeirra sem helst þurfa á henni aö halda og um þaö geta tslendingarnir þrir, sem komu til Póllands i vetur til þess að fylgj- ast með dreifingunni borið. Við erum einnig þákklát fyrir þann siðferöilega stuöning, sem þið hafið sýnt okkur, meft stuftn- ingsyfirlýsingu ykkar vift Ein- ingu, en sá stuöningur hefur verift okkur dýrmætur”. —AB ■ Frá blaðamannafundinum sem haldinn var meft Pawlik. Pawlik er fyrir miftju. Ásmundur Stefáns- son til vinstri og séra Bragi Friftriksson tilhægri. Timamynd — Ella. ■ „tsak” afhentur þann 30. aprll sl. Hann er 26 feta og meö „færeyska laginu”. „Skipaviftgerftir’eru búnar aft smifta tvo báta auk þessa og eru þeir 25 feta svonefndir „planandi” fiskibátar. (Ljósmynd Guft- mundur Sigfússon) Vestmannaeyjar: „Skipa- viðgerdir hf.” hef ja smíði plastbáta Sr. Ólafur Skúlason fulltrúi biskups í Noregi ■ Nýlega var Frederik Grönn- ingsæter, dómkirkjuprestur i Osló vigður biskup Suður Háloga- lands, sem er eitt nyrsta biskups- dæmi Noregs. Aarflot Oslóar- biskup annaðist vigsluna, en að vanda voru biskupar frá hinum Norðurlöndunum viftstaddir. Biskup Islands kom þvi ekki vift aft fara en fól sr. Ólafi Skúlasyni dómprófasti að vera fulltrúi is- lensku kirkjunnar. Hafa þeir sr. Ólafur og Grönningsæter biskup átt samstarf til margra ára, er þeir voru formenn prestafélag- anna hvor i sinu landi. Grönning- sæter biskup hefur itrekað heim- sótt Island. Mikil hátið var viö biskupa- vigsluna. Ólafur konungur og Sonja prinsessa voru viðstödd og allir prófastarog kirkjuráðsmenn biskupadæmisins voru boðnir til • vigslunnar. A Suður Hálogalandi háttar á 1 margan veg svipað og á Islandi. Vegalengdir eru miklar og prestaköllin viöáttumikil og oft margar kirkjusóknir i sama kalli svipað og hér. En áberandi hversu margir ungir prestar þjóna þar, enda leita menn gjarn- an tii þéttbýlli svæða, þegar þrek minnkar og börn komast á fram- haldsskólaaldur. Biiiskupsetrið er i Bodö, sem er nokkuft norðan við heimskauts- braug. Minnkað bannsvæði ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur aft tillögu Hafrannsóknastofnun- arinnar gefift út reglugerö, sem breytir austurmörkum friðaða svæðisins, út af Kögri, og minnk- ar svæöift verulega. Samkvæmt reglugerð þessari, sem gildi tekur 8. mai n.k., mark- ast svæði þetta af linum, sem dregnar eru um eftirgreinda punkta: a) 67 g. 17’0N, 23 gr. 51’0V b) 67 gr. 20’0 N, 22 gr. 32’5 V c) 67 gr. 01’ 0N, 22 gr. 12’3v d) 66 gr. 57 ’O N, 23 gr. 21’0 V. ■ Þann 30. april sl, hleyptu „Skipaviðgerðir” i Vestmanna- eyjum af stokkunum nýjum 26 feta plastbáti, sem smiðaður er fýrir þrjá menn I Eyjum. Hefur hann hlotið nafnið Isak. „Skipaviðgeröir” voru stofnað- ar 1958 og hafa einkum fengist við trésmiðaverkefni til þessa, en fyrirtækiö hefur auk þess rekiö dráttarbraut I samvinnu við Skipasmiðastöð Vestmannaeyja. Kristján Eggertsson hjá „Skipaviögeröum” sagði okkur i vikunni að sú mikla breyting sem orðiö hefði á skipasmiöum hefði orðiö þess valdandi að farið var út ismiði plastbáta. Voru keypt þrjú mót frá „Mótun” I Hafnarfiröi, 26, 25 og 20 feta. og hafa þegar verið smiðaðir þrir bátar, en tveimur er ekki fulllokið enn. Þegar hafa komið sjö pantanir til stöðvarinnar. Hjá „Skipaviðgeröum” starfa 13 menn. Fyrirtækið mun áfram 'reka dráttarbrautina, en stunda bátasmiðarnar I nýju húsnæði sem þaö hefur fengift vift Frift- arhöfn og hefur verið haganlega innréttaö, svo að óviða mun aö- staöa vera betri, en húsiö er 400 fermetrar. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.