Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. mai 1982 7 erlent yfirlit ■ Kare Willoch á landsfundinum Willoch efnir ekki loforðin íhaldsflokkurinn tapar fylgi ■ AERFIÐUM timumgetur það verið vænlegra til fylgis að vera i stjórnarandstööu en stjórn. Þetta fer þó að sjálfsögðu nokkuð eftir þvi hvemig haldið er á málum. Hin nýja rikisstjórn ihalds- manna í Noregi, er þegar orðin þeirri reynslu rikari, að það er auðveldara að lofa en efna. Boð- skapur Hægri flokksins um að aukin markaðsstefna myndi leysa allan vanda, hlaut góðar undirtektir undanfarin misseri. Skoðanakannanir sýndu, að fylgi flokksins fór sívaxandi. Þetta reyndist lika rétt i' þingkosn- ingum siðastliðið haust, þegar flokkurinn vann mikinn sigur. 1 samræmi við þau úrslit myndaðihann hreina flokksstjórn eftir kosningarnar, þvi að mið- flokkarnir tveir, Kristilegi flokkurinn og Miöflokkurinn, kusu heldur að vera utanstjórnar en að vera i stjórn með Hægri flokknum. Báðir þessir flokkar töpuðu I þingkosningunum. Þeir höföu hins vegar heitið þvi fyrir kosn- ingarnar að standa að stjórnar- samstarfi meö Hægri flokknum, ef Verkamannaflokkurinn missti meirihlutann, ásamt Sósialiska vinstri flokknum. Þessa yfirlýs- ingu gáfu þeir til þess, að Verka- mannaflokkurinngæti ekki haldiö þvi fram, að ósigur hans myndi leiða til glundroða og stjómleysis. Það er nú liöið meira en hálft ár slðan stjórn hægri manna undir forystu Káre Willoch kom til valda i Noregi. Það er að visu ekki langur reynslutimi en samt nógur til þess, að vonbrigði eru komin i ljós. Skoðanakannanir sýna, að flokkurinn er að tapa fylgi- Hægri flokkurinn fékk I þing- kosningunum i haust 31,8% greiddra atkvæða. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups, sem var birt 30. april siðastliðinn, var fylgi hans komiö niður i 28.2%. Annar samstarfsflokkur hans, Kristilegi flokkurinn, var einnig á undanhaldi. Hann fékk 9,3% i þingkosningunum i haust, en er kominn niður i 8.2%. Hinn samstarfsflokkurinn rétt hélt velli. Hann fékk 6,6% i þing- kosningunum, en fékk i skoðana- könnuninni nú 6,8%. Gamli Vinstri flokkurinn, sem ekki styður stjómina, fékk 3.9% i þingkosningunum, en 4.7% nú. Framfaraflokkurinn, sem fylgir svipaðri stefnu og flokkur Glistups i Danmörku, hafði einnig unnið nokkuð á. Hann fékk 4.5% i þingkosningunum, en fékk i skoðanakönnunninni nú 5.6%. ■ Gro Harlem Brundtland, for maður Verkamannaflokksins Þetta þykir benda til, að flokkur- inn muni ekki verða dægurfluga, eins og ýmsir hafa gert sér vonir um. Helzti sigurvegari samkvæmt skoöanakönnunninni var Verka- mannaflokkurinn. Hann fékkk i þingkosningunum 37.1%, en i skoðanakönnuninni á dögunum fékk hann 39.7%. Sósialiski vinstri flokkurinn hafði einnig unnið á. Hann fékk 5.% i kosningunum, en 5.2% nú. Samanlagt fengu þeissir tveir flokkar 44.9% i skoðanakönnun- inni, en borgaraflokkarnir þrir, sem standa að rikisstjórninni 43.2%. Hjóliö virðist þannig vera að snúast við. Haldi þessi þróun áfram, geta það orðið Framfaraflokkurinn eða Vinstri flokkurinn, sem ráða úrslitum eftir næstu kosningar i Noregi, en þær fara ekki fram fyrr en 1985, og getur margt breyzt á þeim tíma HÆGRI flokkurinn hélt lands- fund skömmu fyrir siðustu mánaðamót. Þar bar á tals- verðri óánægju. Flokkurinn hafði lofað þvi aö lækka skatta. Litið heíur orðið úr þvi. Rikisstjórnin ber þvi við, að tekjur af oliuvinnslunni verði miklu minni en spáð var og útiloki það teljandi skattalækkun að sinni. Þá hafði flokkurinn lofað að draga úr ýmsum hömlum til að auka svigrúm markaðsstefn- unnar. Jafnframt yrði dregið úr styrkjum til ýmissa atvinnu- greipa og stefnt að þvi, að láta at- vinnufyrirtækin standa á eigin fótum, án opinberrar fyrir- greiðslu. Rikisstjórn Verka- mannaflokksins hefði gengið allt of langt i styrkjapólitik. Það hefur hvorki verið efnt enn að draga úr hömlum eða styrkjum. Þvert á móti hafa ýmsar hömlur verið auknar og hefur það m.a. bitnað á Islend- ingum, þar sem er niðurskurður á innflutningi lambakjöts til Nor- egs. Stjórnin hefur einnig hikað við að fella niöur styrkina til atvinnu- veganna eöa að draga úr þeim Hún hefur við nánari athugun gert sér ljóst, að það myndi leiða til atvinnuleysis og bættrar aðstöðu erlendra fyrirtækja til að ná fótfestu á markaðnum i Nor- egi. Káre Willoch hefur þvi enn hikað við að fara út á sömu braut og Margaret Thatcher og Ronald Reagan. Samstarfsflokkar hans munu heldur ekki hrifmir af þvi. Ýmsir spá þvi, að óhagstæö niöurstaða i skoöanakönnununum muni ekki gera hlutverk Willochs léttara eða aupvelda samstarf flokkanna þriggja. Odvar Nordli, fyrrv. forsætisráðherra, hefur nýlega látiö það álit i ljós, að svo geti farið, að rikisstjórn hægri flokksins verði ekki langlif. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Nokkud midar í samninga- umleitunum ■ Framkvæmdastjóri S.þ. de Cuillar, hélt samningavið- ræðufundum meb Bretum og Argentinumönnum áfram um helgina og hefur hann nú átt tvo fundi meb hvorri nefnd. Herma fregnir að talsverður árangur hafi náðst, en sir An- thony Persons, formaður bresku nefndarinnar, segir að mikilvæg ágreiningsatriði séu óleyst. Sjálfir haía Argentinu- menn ekki neitt látið frá sér heyra um framgang viðræðn- anna. Vegna árása Breta á flug- völlinn við Port Stanley á sunnudag og i gær, lágu við- ræður niðri framan af degi i gær, en de Cuillar kvaðst reiðubúinn að hefja þær aftur, þegar nefndirnar hefðu fengið fyrirmæli frá rikisstjórnum sinum. (jM ' ■ ■ Argentinskir hermenn slá upp tjöldum á Falklandseyjum Reagan vill fækka kjarna- eldflaugum ■ Ronald Reagan hefur lýst ylir áhuga á að hefja viöræður um fækkun kjarnorkueld- flauga Bandarikjanna og Sovétrikjanna um þriðjung og kveðstvilja taka uppviðræður i þessu skyni i endaðan júni. Þá hefur hann lýst sig fúsan að hitta Bresjnef til þess að ræða um bætta sambúð stórveld- anna tveggja. Forsetinn sagði þó að skilyrði fyrir þessum viðræðum hlyti að vera að Sovétmenn kalli heim herlið frá Afghanistan og að herlög- um verði aílétt i Póllandi, auk þess sem Sovétrikin hætti af- skiptum af máleínum rikja i Suður og Mið Ameriku og i Asiu. Er taliö aö tillögur Reagans um að draga úr vig- búnaði séu tilkomnar vegna krafa friðarhreyfinga um að Vesturveldin komi til móts við afvopnunarhugmyndir Sovét- manna. Tass-fréttastofan sagði frá þessum hugmyndum Reagans i gær, en ekki varð ráöið af þeim hverjar undirtektir Sovétmanna yrðu. Bretar láta m Breski flotinn gerði mikla SKotárás á stöðvar Argentinu- hers á Falklandseyjum á sunnudag og i gær, en þær eru einkum i grennd við höíuðborg eyjanna, Port Stanley. Þá munu þeir hafa flutt ílota sinn nær landi en áður. Harðar gagnrýnisraddir hafa komið fram vegna árásarinnar frá Buenos Aires, þar sem samningaviðræður standa nú yfir á vegum S.þ. og hafði allt verið með kyrrum kjörum i fimm daga, þegar Bretar gerðu árás sina. Munu Bretar óttast aö Argentinu- , menn vilji þæfa sáttavið- ræðurnar i þvi skyni aö vinna tima, en búast má viöað veður taki að versna fyrr en varir á svæðinu við Falklandseyjar. Auk skotárásarinnar á stöðvar Argentinuhers skutu Bretar niður liðsflutninga- þyrlu Argentinumanna yfir Port Stanley og var hún með 16 menn innanborðs. Þá tóku þeir herskildi togara innan 200 milna bannsvæðisins við eyjarnar og mun einn maður hafa fallið og þrettán særst er bresk herskip stöðvuðu hann með skothrið. Stórorrusta írana og íraka ■ Geysiharðir bardagar geis- uðu i gær á milli írana og íraka i gær við hafnarborgina Corramjar. Mun mannfall hafa orðið mikið i liði beggja. tranir segjast hafa náð yfir- höndinni og hafa umkringt borgina gjörsamlega, en Iran- ir kveðast hafa hrundið árás þeirra og rekiö þá af höndum sér. Sheffield sokkinn ■ Breski tundurspillirinn Sheffield,sem Argentinumenn gereyðilögðu sl. þriðjudag, sökk á S-Atlantshafi i gær, þegar verið var að draga hann heim til Bretlands. Með Shef- field fórust 20 manns, er hann var skotinn niður af argen- tinskri eldflaug. Hann var eitt fullkomnasta herskip Breta, smiðaður árið 1971.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.