Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 11. mai 1982 Tieimflistfmi umsjón: B.St. og K.L. ■ Jessica er stolt af „ostafingrunum ■ Jonti cr að skreyta „álfakökurnar” sinar BÖRNIN BAKA ■ Börn eru athafnasöm eins og allir vita, og geta verið merkilega dugleg við það sem þau hafa áhuga á. Að lofa börnunum að hjálpa til við bakstur er siður á mörgum heimilum, einkum fyrir jölin, þegar búin eru til pipar- kökuhús og myndakökur og ann- að spennandi. En þau geta lika komist upp á lagið með að baka sjálf, þótt aldurinn sé ekki hár. Krakkarnir sem við sjáum hér myndir af eru öll innan við 10 ára og þau sýna okkur hvernig þau baka uppáhaldskökur sinar. Uppskriftir að þessum kökum eru einfaldar, einginlega barna- leikur eins og sagt er. „Ostafingur Jessicu” Áhöld sem þarf við baksturinn: Rifjárn, matskeið, skál til að hræra i, sigti, kökubretti, köku- kefli, borðhnifur (eða pönnuköku- hnifur) smjörpappír, bökunar- plata Efni i ostafingurna: 4 stórar matskeiðar (sléttfuliar) hveiti, 1/2 tsk. iyftiduft, örlitið af pipar (helst cayenne-pipar) 2 msk af smjöri (eða smjörliki) sem hefur veriðsaxað smátt, 1 cggjarauða.8 matskeiðar (sléttfullar) af osti, sem hefur verið rifinn á rifjárni. Setja skal hveiti, lyftiduft, og pipar í hræriskálina. Smjörið sett út i og nuddað saman við hveitið. Bætið þá út i eggjarauðunni og rifnum ostinum og hnoðið allt saman. Setjið ofninn á 200 g. hita (Celcius),Setjið nú deigið á borðið eða brettið, þar sem áður hefur verið stráð á hveiti. Nú skal búa til rúllur úr deiginu og skera það svo i fingurlaga bita og setja á bökunarplötuna. Bakað i 10—12 minútur, eða þangað til kökurnar hafa aðeins fengið á sig lit. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru settar i kökuboxið. Þessi skammtur er um það bil 10—12 stykki. Alfakökur Nauðsynleg áhöld eru: Sigti, hræriskál, sleif, matskeið, te- skeið, smá-pappírsform (eða bökunarplata) fyrir bollur eða litlar formkökur) sprauta, fyrir kökukrem grind til að kæla á kök- urnar. Efni i álfakökur (ca 18—20stk). 8 fullar matskeiðar hveiti, 3/4 tesk. lyftiduft, örlítið sa!t, 8 matsk. smjörliki (lint) 8 slétt- fullar matsk. strásykur, 2 egg, eins og ein handfylli af rúsinum, mislitt súkkat aða sykraðir ávextir smáttskornir. f skreyt- ingu: 8 matsk. flórsykur ein til tvær matskeiðar vatn, matar- lítur. Sigtið hveitið með salti og lyfti dufti i skálina og bætið smjörlik- inu út i. Setjið siðan út i sykur og egg og hrærið með sleif, og siðast eru rúsinur og sykruðu ávextirnir settir út i. Setjið i formin með skeið og bakið i 190 gr. heitum (Celcius) ofni i 13—15 mín . Látið kökurnar kólna, hrærið flórsyk- urinn með vatni, og matarlit og skreytið svo kökurnar. Strá má mislitum skrautsykri y fir, ef vill. Sykur lausar súkku laði kökur Súkkulaðikökur (40 stk). 150g smjör lOgkakó—1K 1/2 tsk. vanilludropar legg ca. 20sykur töflur 200ghveiti —13 K Ofan á: 1 eggjahvita 25g saxaöar möndlur Leysið sykurtöflurnar upp i 1 msk af heitu vatni. Hrærið sam- an smjör, kakó og sykurupp- lausnina. Blandið egginu og að siðustu hveitinu saman við. Fletjið deigið út á hveitistráð borð, skerið út kringlóttar kök- ur. Penslið með eggjahvitu og stráið möndlunum yfir. Bakið við 170g.C i lOminútur. Fræðslurit vinnuverndarárs: Ad bera og lyfta rétt ■ Alþýðusamband fslands hcfur gefið út Fræðslurit Vinnuvernd- arárs, þar sem eru ýmsar gagn- legar leiðbeiningar um hvernig helst sé hægt að forðast vöðva- og bakverki sem eigi rætur að rekja til vinnuaðferðar eða vinnustell- inga. Teikningar i ritinu eru eftir Lisu Guðjónsdóttur, en Haukur Már Haraldsson sá um útlit. Prentsmiðjan Hólar prentaði. t bæklingnum er lögð áhersla á það, að notuð sé rétt lyftitækni, en Mikið framlútandi bak og beinir fótleggir er mikil á- reynsla á hrygginn. ormum og baki hlift. Þar segir m.a.: Þegar þarf að lyfta úr litilli hæð, eða t.d. af gólfi, á að færa fæturna eins nálægt hlutnum og hægt er, siðan á að beygja hnén, ná góðu taki á hlutnum, flytja þyngdarpunktinn sem mest á fæt- urna og beita fótavöðvunum við aðrisa upp meðbyrðina. Einnig segir þar: Forðist að lyfta eða bera tveggja manna byrði einsömul, en þegar tveir lyfta þurfa þeir aö samhæfa lyft- & Beina arma, beygö hné, beint bak. Notið aðallega kálfa og lærvöðva til þess að risa upp. Hér er sýnt hvernig lyfta skal byrði af gólfi, eða úr litilli hæö una, og beygja sig i hnjánum en hafabeint bak. Skiptið um vinnustellingar Tekið er fram i bæklingnum, að engin ein vinnustelling sé sú eina rétta. Það rétta er að skipta oft um vinnustellingu. Þá verður blóðrásin eðlileg um allan likam- ann og þreyta sækir ekki eins á. Þegar hægt er að koma þvi við að vinna ýmist sitjandi eða stand- andi er það til bóta, og þarf þá borð og stóla i samræmi við það. (Mynd af þvi er i bæklingnum). Fólk er varað við óeðlilegum stellingum við vinnu»eiga borð og stólar að vera þannig gerð, að nægilegt rými sé fyrir fæturna, og stólar eiga að hafa bak, sem styður vel við hrygginn. ■ Þarna er vel fyrir þvi séð, að hægt sé að skipta milli þess að vinna sitjandi eöa standandi. Skammelið er gott undir fæturna þegar setið er. Aðeins hálfan bollar takk! ■ llversu oft segir mað- ur ekki: Aðeins hálfan bolla, takk? Framleið- anda nokkrum á' léir- vörum datt i hug, aö það vantaði eiginlega svona „hálfan bolla” til að drekka kaffisopann úr, svo hann hóf framleiðslu á þessum sérkennilegu bollum, sem sjá má hér á myndinni. A bollunum stendur: Þú sagðir nú hálfan bolla!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.