Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. mai 1982 17 íþróttir „Feginn að vera áfram uppi” sagði Sævar Jónsson en lið hans CS Brugge er áfram í 1. deild. Standard varð Belgíumeistari ■ Pétur Pétursson hefur óskaö eftir þvi aö fá aö fara frá Anderlecht „Vil koma mér í burtu frá Belgíu” — segir Pétur Pétursson sem hefur óskað eftir að fá að fara frá Anderlecht—Anderlecht hefur keypt Erwin van der Berg landsliðsmann frá Lierse ■ ,/Ég hef farið fram á það við forráðamenn Anderlecht að mér verði leyft að fara frá félaginu. Ég hef mestan áhuga á því að koma mér i burtu héðan frá Belgíu. Mér líkar illa að búa hérna og meðan ég fæ ekki að leika hef ég ekk- ert hér að gera, sagði Pét- ur Pétursson landsliðs- maður i knattspyrnu sem leikur með belgíska félag- inu Anderlecht í samtali við Tímann í gær. „Ég er mjög óánægöur meö þennan júgóslavneska þjálfara sem er hjá félaginu. Þaö er auö- sýnilegt aö þaö er eitthvaö erfitt á milli okkar. Hann hefur engin tækifæri viljaö gefa mér og er alltaf meö sina leikmenn og breytir þvi ekki. Þá er ég einnig óánægöur meö knattspyrnuna hérna i Belgiu, þar sem mest allt er byggt upp á varnartaktik. Þaö liggur viö aö flestir leikmennirnir séu i vörn i leikjum liöanna og á þetta einnig viö um Anderlecht. Ég á ennþá eftir eitt ár af samningi minum viö Anderlecht og þvi ómögulegt aö segja hvort þeir vilji leyfa mér aö fara. Ég er I þó vongóöur meö aö þeir leyfi þaö. Þeir voru núna aö kaupa Erwin van der Berg landsliös- mann frá Lierse og þaö er greini- legt aö þeir þurfa aö selja ein- hvern i hans staö. Erwin van der Berg er mikill markaskorari og siöastliöin tvö ár hefur hann veriö markahæsti maöurinn hér i Belgiu. Þá varö hann markahæsti maöur Evrópu þegar ég var hjá Feyenoord og keppti viö hann um þann titil”, sagöi Pétur. Gefur þú kost á þér i landsleik- ina i byrjun næsta mánaöar? „Ég hef ekki getaö gefiö ákveö- iö svar og get þaö ekki fyrr en ég veit hvernig þessi mál fara. Ég tel afar óliklegt aö ég geti leikiö meö á móti Englendingum. Ef Anderlecht gefur mér leyfi til aö fara, þá á maöur eftir aö standa i samningum viö aonaö félag og einnig flutningum. Og þá er einn- ig óvist meö leikinn gegn Möltu”. Hafa einhver félög haft sam- band viö þig? „Ég get ekkert sagt um þaö, þetta er allt óráöiö ennþá og ekk- ert hægt að gera fyrr en svar kemur frá stjórninni hvort ég fæ aö fara”. Hvert hefur þú mestan áhuga á aö fara? „Ég hef ekkert hugleitt þaö, að minnsta kosti er ég staöráöinn i þvi aö fara frá Belgiu, en hvert ég fer veit ég ekki. Mér er eiginlega sama ef ég kemst burt frá Belgiu”, sagöi Pétur. röp—. ■ „Ég er feginn að okkur skyldi takast að halda okk- ur uppi í 1. deild" sagði Sævar Jónsson landsliðs- maður í knattspyrnu sem leikur með CS Brugge í Belgíu. Sævar og félagar léku um helgina gegn Anderlecht og lauk leikn- um með 3-1 sigri Ander- lecht. Þrátt fyrir þetta tap er áframhaldandi sæti tryggt hjá CS Brugge þó að liðið hafi verið í fallhaettu. Malines var þegar fallið í 2. deild, Beringen hafði 27 stig og FC Liege 28 stig sama stigafjölda og CS Brugge. Bæði þessi lið töp- uðu í síðustu umferðinni um helgina. „Fyrri hálfleikur var nokkuð góöur hjá okkur og staöan i hálf- leik var 0-0. Siðan komst Ander- lecht i 2-0 meö mörkum Luzano. Okkur tókst aö minnka muninn i Staðan Standard 34 19 10 4 59 :28 48 Anderlecht 34 19 8 7 56 : 31 46 AA Gent 34 16 13 5 38: : 20 45 Lokeren 34 17 10 7 56: :32 44 Antverpen 34 17 9 8 45: ;23 43 Courtrai 34 14 10 10 39: :35 38 Beveren 34 14 9 11 14 :33 37 Lierse 34 13 8 13 37: 32 34 Tongeren 34 12 8 14 45: :52 32 Waterschei 34 11 8 15 45: 55 30 Molenbeek 34 11 7 16 41: 49 29 Waregem 34 10 9 15 29: 34 29 Winterslag 34 10 9 15 25: 50 29 FC Brugge 34 10 8 16 46: 46 28 CS Brugge 34 10 8 16 58: 61 28 FC Liege 34 10 8 16 36: 50 28 Berlingen 34 9 9 16 34: 51 27 Malines 34 6 5 23 28: 66 17 2-1 en þeir bættu viö þriöja mark- inu” sagöi Sævar. Standard varð Belgiumeistari hlaut 48 stig en Anderlecht varð i ööru sæti meö 46 stig. Pétur Pétursson lék ekki meö Ander- lecht, lék meö varaliöi Ander- lecht gegn varaliði CS Brugge. Sævar sagöi aö fljótlega myndu hann og forráöamenn félagsins fara aö ræöa um áframhaldandi samning. Lárus Guðmundsson og félag hans léku gegn Standard og sigr- aði Standard 3-1 i leiknum. Loker- en,félagiö sem Arnór Guöhjonsen leikur meö, sigraöi neösta liöiö Malines 2-1 og tryggöi sér UEFA sæti næsta keppnistimabil. Þaö gerði einnig AAGent félagiö sem Ragnar er hjá en Ragnar lék ekki með liðinu um helgina, er þeir unnu Beringen 2-1. röp—. Hörð keppni — á Akureyrar- mótinu í svigi ■ Akureyrarmótið i svigi var haldiö i Hliöarfjalli um helgina, en keppt var i karla og kvenna- flokki. Eins og svo oft áður varö Nanna Leifsdóttir hlutskörpust i kvennaflokki, en I karlaflokki sigraði Elias Bjarnason. Efst i hvorum flokki urðu þessi: Konur: 1. Nanna Leifsdóttir KA 87,04 2. Hrefna Magnúsdóttir KA 90,16 3. Þóra Olfarsdóttir Þór 99,83 Karlar: 1. Elias Bjarnason Þór 78,34 2. Björn Vikingsson Þór 79,95 3. Bjarni Bjarnason Þór 81,07 GK—AK VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRENTSMIDJAN £JJu H. F. Smiöjuvégi 3, 200 Kópavogur, simi 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.