Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. mai 1982 Fylgi Thatchers eykst stöðugt Bandamennirnir óttast afleiðingarnar | ÞEGAR þetta er ritað, er ótt- ast aö sáttatilraunir fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna beri ekki árangur en brezki herinn geri fljótlega tilraun til aö hertaka Falklandseyjar. bað dregur ekki Ur þessum spám að skoðanakannanir sem vorubirtar i brezkum blöðum sið- astliðinn sunnudag, sýndu svo stóraukið fylgi Ihaldsflokksins að hann myndi vinna mikinn sigur i þingkosningum, ef þær færu nii fram. Um 40% þeirra, sem spurð- ir voru og svöruðu spurningunni, sögðust myndu kjósa ihaldsflokk- inn, 31% Verkamannaflokkinn og 26% kosningabandalag sósial- demókrata og Frjálslynda flokks- ins. Tölfræðingar hafa reiknað Ut, að þetta myndi tryggja thalds- flokknum a.m.k. 25 þingsæta meirihluta. Það er ekki að undra, þótt Thatcher sé hörð i horn að taka undir þessum kringumstæðum. Hin mikla fylgisaukning thalds- flokksins að undanförnu, rekur aö öllu leyti rætur til stefnu hennar i Falklandsmálinu. Likurnar fyrir innrásartilraun Breta eru þvi miklar, þvi að eng- ar horfur eru á að Argentinumenn gefist upp. ÞÓTT Bandarfkjamenn og aðr- ir bandamenn Breta styðji þá i orði kveðnu, hugsa þeir til innrás- ar þeirra á Falklandseyjar með skelfingu. Hvernig sem inrirásinni reiðir af má bUast við miklu mannfalli. Tapi Argentinumenn, sem alveg eins er liklegt, mun deilunni um Falklandseyjar siður en svo ljUka. Argentinumenn eru bUnir að gera tilkall til Falklandseyja siðan 1833, þegar Bretar tóku þær af þeim. ■ Margaret Thatcher að koma heim af þingfundi Argenti'numenn myndu herða baráttuna fyrir tilkallinu um all- an helming, ef þeir yrðu hraktir frá Falklandseyjum eftir mikið manntjón. Styrjöldinni yrði ekki lokið með þvi, heldur myndi hUn halda áfram, ef til vill árum sam- an. Það gæti orðiö Bretum dýrt ævintýri aö halda Falklandseyj- um. Bandarikjamenn og aðrir bandamenn Breta óttast ekki sizt pólitiskar afleiðingar, sem slik- um átökum myndu fylgja. Þriðji heimurinn myndi skipa sér við hlið Argentinu. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er fjórum sinnum bUið að samþykkja að Bretar og Arg- entinumenn eigi að ræða um framtiðarstjórn Falklandseyja og felst vitanlega i þessu viss viður- kenning á tilkalli Argentinu. Eftir átökin nU má bUast við þvi, að þriðji heimurinn viður- kenni til fulls yfirráðarétt Argen- tinu. Bandalag vesturálfurikja, Organisation of American States lýsti á fundi sfnum í siðasta mán- uði fullum stuðningi við yfirráð Argentinu á Falklandseyjum. Þetta var samþykkt með seytján samhljóða atkvæöum. Bandarik- in tóku þá afstöðu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Sama gerði Chile, Kolombia og Trinidad-To- bago. Siðan þetta gerðist hefur Kina lýst yfir fullum stuðningi við Arg- entinu. bað má bUast við að nær allur þriðji heimurinn snUist á þessa sveif undir forustu róm- önsku Ameriku og Kina. RUssar munu sennilega fara sér varlega en reyna eftir megni að veiða hér i gruggugu vatni. Af hálfu Bandarfkjamanna er einkum óttast aðþetta geti leitt til stórversnandi sambUöar milli rómönsku Ameriku og Banda- rikjanna. Þjóðir Suður-Ameriku eru andvigar gömlu nýlendu- stefnunni og munu þrátt fyrir ein- ræðissinnaöa stjórnarhætti ekki una vel stuðningi Bandarikjanna ■ Galtieri forseti Argentinu og reyndi aö einangra við hana. Þær lita á yfirráð Breta á Falklandseyjum meöal siðustu leifa gömlu nýlendustefnunnar i rómönsku Ameriku. Þær vilja losna við þessar leifar til fulls. STJÓRN Reagans hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir það, að hUn kunni að hafa átt óbeinan þátt i þvi, aö Galtieri forseti ákvað aö hertaka Falklandseyjar. Meðan Carter var forseti dró hann Ur stuöningi við einræðisstjórnina i hana vegna augljósra brota á mannréttindum. Stjórn Reagans tók upp breytta stefnu. Hún leitaði eftir vinfengi viö Argentinustjórn og átti m.a. orðið viðræður viö hana um stuðning við stjórnina i E1 Salva- dor. M.a. voru uppi fyrirætlanir um, að Argentína sendi hermenn til E1 Salvador til aöstoðar við stjórnina þar. 1 marsmánuði fór Thomas End- ers aðstoðarutanrikisráðherra, en hann sér um mál rómönsku Ameriku i heimsókn til Buenos Aires og lét vel af viöræöum við stjórnarvöld þar. Hann gaf til kynna eftir heimsóknina að sam- búð rikjanna myndi batna. Ýmsir fréttaskýrendur telja að þetta hafi orðið þess valdandi, að Galtieri taldi sig a.m.k. geta treyst á hlutleysi Bandarikjanna, ef hann hertæki Falklandseyjar. Bandarikjastjórn brást ekki heldur hart viö i fyrstu. Kvöldiö eftir að Argentinumenn hertóku eyjarnar sátu Enders og Jeane Kirkpatrick sendiherra Banda- rikjanna hjá Sameinuöu þjóðun- um i kvöldverðarboði hjá argen- tinska sendiherranum. I fyrstu reyndi Bandarikjastjórn lika að fylgja hlutleysisstefnu i Falklandseyjadeilunni. Almenn- ingsálitíð snerist hinsvegar á sveif með Bretum og varð stjórn- in að láta undan og lýsa yfir stuðningi við þá. Jafnframt boð- aðihUn refsiaðgerðir gegn Argen- tinu en þær hafa verið mjög ó- verulegar hingað til. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar BAGGATÍNUR Til afgreiöslu strax Verö aðeins kr. 19.660.-. D PÓRf Armúlaii — ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum isskápum \- í frystiskápa. Góð þjónusta. VMvam — REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Þjóðræknisfélag íslendinga i Reykjavik heldur aðalfund sinn fimmtu- daginn 13. mai n.k. kl. 20.30 að Hótel Esju 2. hæð. Stjórnin Auglýsidí Tímanum það sem ég sé? Börn _ skynja hraða 7 / og fjarlægðir á annan hátt en fullorðnir. ||UJ|FERÐAR ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN éddda hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 GIRÐINGARHLIÐ Bændur og sumarbústaða- eigendur: Útvegum allar stæröir og gcrðir af stöðluðum galvaniseruðum járnrimla- hliðum frá HERAS i Hol- landi. M.a. fyrir sveitabýli og sumarbiistaði. Fyrsta flokks vara á mjög hagstæöu verði. Hafið sam- band og fáið sendar upplýs- ingar. Umboðsaðilar á íslandi Hagvís Box 85, Garðabæ sími41068.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.