Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 12. mai 1982 8 utqefanrii: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Gisíi Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjolfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir/ Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjon Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuöi: kr. 110.00.— Prentun: Blaöaprent hf. Sjálfstæðismerm áttu frumkvæði um að þróa byggðina upp til ,heiða’ eftir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa íhaldið og lækkun fasteignaskatta ■ Mikill skjálí'ti og kviði hefur bersýnilega gripið Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavik siðustu daga, en þó einkum eftir sjónvarpsfundinn á sunnudaginn. Forustugrein Mbl. i fyrradag er ótvirætt merki um það. Greinin ber þess merki að eftir sjónvarpsfund- inn sér Morgunblaðið ekki annan andstæðing en Framsóknarflokkinn. öll greinin er helguð hon- um. Uppistaða greinarinnar er sú, að Fram- sóknarflokkurinn sé að dæma sig úr leik og gera sig óstarfhæfan með þvi að boða lækkun fast- eignaskattanna, afsal Borgarspitalans i hendur rikisins, skoöanakannanir um meiriháttar borgarmál og stuðning við Egil Skúla Ingibergs- son sem borgarstjóra. Einkum er það þó lækkun fasteignaskattanna sem fer fyrir hjartað á Morgunblaðsmönnum. Morgunblaðið segir, að þetta sé hreinn Glistrupismi. Enginn flokkur muni ljá þessu stefnumáli Framsóknarflokksins stuðning. Hann dæmi sig þannig úr leik. Ef nokkuð væri að marka skrif Morgunblaðsins að undanförnu hefði mátt búast við, að blaðið fagnaði þessari tillögu. Það hefur alltaf verið að klifa á þvi, að skattarnir væru of háir, ekki sizt fasteignaskattarnir. Þegar á hólminn kemur er annað hljóð i strokknum. Þá er lækkun fasteigna- skattsins kallað yfirboð og Glistrupismi. Það er ekki hægt að álykta annað af þessu en að Sjálfstæðisflokkurinn meini ekki neitt með lof- orðum sinum um lækkun skatta, a.m.k. ekki lækkun íasteignaskattsins. Umrædd árás á P’ramsóknarflokkinn getur ekki sprottið af ann- arri ástæðu. Þetta væri lika i samræmi við reynsluna. Á hverju kjörtimabili, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur farið með stjórn borgarinnar, hafa skattarnir hækkað. Sú saga myndi endurtaka sig, ef hann fengi völd að nýju. Barátta Framsóknarflokksins fyrir lækkun fasteignaskattanna er i samræmi við sögu hans frá fyrstu tið. Þegar Framsóknarflokkurinn hóf starf sitt, bjuggu flestir Reykvikingar i leigu- ibúðum. Framsóknarflokkurinn gerði það að tak- marki sinu, að sem flestar fjölskyldur ættu ibúðir sinar sjálfar. Til þess þyrfti að koma opinber aðstoð. Hann beitti sér þvi fyrir lögum um verka- mannabústaði og byggingarsamvinnufélög. Hann átti frumkvæði að húsnæðislánakerfinu. Vegna þessarar forustu Framsóknarflokksins búa flestar fjölskyldur i Reykjavik orðið i eigin ‘ húsnæði. Þegar Framsóknarflokkurinn hóf þessa baráttu, snérist Sjálfstæðisflokkurinn öndverður gegn henni og sagði, að það væri bezta úrræðið i húsnæðismálum, að hið opinbera gerði ekki neitt. Framsóknarflokkurinn hefur ekki beitt sér fyr- ir þvi, að fjölskyldur ættu eigin ibúðir til þess að borgin leggði á þær okurskatta. Þess vegna telur hann fasteignaskattinn orðið alltof háan eftir siðustu hækkun fasteignamatsins. Þess vegna mun hann gera lækkun fasteignaskattanna að ófrávikjanlegu skilyrði fyrir samvinnu við aðra flokka. ■ Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavikurborg var samþykkt i borgarstjórn i marsmánuði árið 1981. Þetta skipulag tekur einkum til nýrra byggingarsvæða og gerir ráð fyrir að fyrst verði byggt á Ártúnsholti, þar sem nú er reynd- ar búið að úthluta lóðum og Selásnum þar sem verið er að deiliskipuleggja. Siðan er gert ráð fyrir að tekið verði til bygg- ingar nokkurt svæði norðan og austan Rauðavatns og i fram- haldi af þvi þróist byggðin með- fram ströndinni til norðurs, eins og það er kallað, þ.e. yfir i Keldnaland og Gufuneshöfða og þar áfram á land Korpúlfsstaða. Rétt er aö taka það fram, að til að breyta þessari framkvæmdaröð þarf einungis einfalda samþykkt i borgarstjórn Reykjavikur. Þetta skipulag var nú fyrir skömmu staðfest af skipulagsstjórn rikis- ins og félagsmálaráðherra. Sjálfstæðismenn i borgarstjórn voru og eru á móti þessu skipu- lagi. Þeir sættu sig aö visu við byggð á Artúnsholti og i Selásn- um en lögöust gegn skipulaginu að öðru leyti. Rétt er að skoða að- eins nánar á hverju andstaða þeirra byggist einkum. Þeir halda þvi fram, aö svæöin noröan Rauðavatns verði dýr i byggingu, þar séu sprungur i landinu, mikið vetrarriki og landið liggi hátt yfir sjó. Til skýringar skal tekið fram að þessi byggingarsvæði eru i 80- 120 metra hæö miðað við 105 metra efst i Breiðholti. t framhaldi af þessum mál- flutningi er eölilegt að sú spurn- ing vakni hver eigi hugmyndina að þvi að þróa byggðina austur á bóginn og upp til „heiða” eins og þeir sjálfstæðismenn kalla það nú. Hver ætli eigi hugmyndina að þvi að byggðin var fyrst teygð upp i Breiöholt I, siðan upp i Breiðholt III og að lokum upp á Fálkahól i Breiðholti II, þar sem komið er i yfir eitt hundrað metra „Sem allra flestum verði gert kleift að búa í eigin húsnæði” — segir Páll R. Magnússon, sem á sæti í stjórn verkamannabústaða borgarinnar ■ ,,Það hefur verið gert stórátak i húsnæðismálum borgarbúa á þessu kjörtimabili, stigið stórt spor i þá átt að gera sem flestum kleift að búa i eigin húsnæði á vegum verkamannabústaða,” sagði Páll R. Magnússon i viðtali við Timann en Páll á sæti i stjórn verkamannabústaða. Hér hefur orðið á stór breyting frá tið fyrr- verandi meirihluta sem aldrei gerði meira i byggingu verka- mannabústaða en það sem brýn- ustu lagafyrirmæli sögðu fyrir um, og það er sannarlega ekki neitt til að státa sig af. ,,Hitt er ljóst, að i borginni er mikill skortur á ibúðarhúsnæði. Það sanna tæplega 1180 umsóknir um ibúðir i verkamannabú- stöðum, sem biða afgreiöslu þessa dagana. En úthlutun stendur nú yfir á um 300 ibúðum sem verða til ráðstöfunar á árinu. Þessi húsnæðisskortur er mönn- um mikil ráðgáta, þar sem sú staðreynd liggur fyrir að ibúum borgarinnar fækkaði um eitt þús- und manns á árunum 1976-80, en 1900 nýjar ibúðir hafa verið tekn- ar i notkun á sama tima. Vera má, að námsfólk og annað fólk ut- an af landi breyti nokkru um raunverulegan ibúafjölda borgarinnar.” Við inntum Pál eftir störfum stjórnar verkamannabústaöa á kjörtimabiiinu. „Á vegum verkamannabústaða i Reykjavik hafa verið fullgerðar 208 ibúðir i fjölbýlishúsum á þessu kjörtimabili auk 60 raðhúsa ennfremur var lokið við 29 parhús á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlana. Ollum þessum ibúðum hefur verið skilað full- búnum að utan sem innan og á mjög hagstæðu verði. Ennfremur má geta þess, aö i smiðum eru nú 176 ibúðir á vegum Verkamanna- bústaða á Eiðsgranda og verða fyrstu ibúðirnar tilbúnar i haust. Þá hafa verkamannabústöðum verið gefin fyrirheit um lóðir undir 200 ibúðir i Ártúnsholti og Seláshverfi.” — Þú nefndir hagstætt verð á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.