Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 30
 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR2 Lj ó sm .: M a ry E ll e n M a rk Aðventumarkaður verður haldinn í fyrsta sinn í Jarðböðunum við Mývatn hinn 13. desember. „Þarna verða í boði heimagerð matvæli beint frá býli, íslenskir ostar, jóla- vörur, prjónaðir munir, geitakjöt og grafinn ufsi,“ útskýrir Þorgeir Gunnarsson, forstöðumaður Mývatnsstofu, en metnaðarfull dagskrá er í gangi í Mývatnssveit á aðventunni. „Við vonumst til að þetta skapi hefð og að fleiri á landinu muni taka þátt í framtíðinni,“ segir Þor- geir en í þetta sinn eru það aðeins aðilar í Mývatnssveit og nágranna- sveitum sem bjóða vörur sínar á aðventumarkaðnum. Hann heldur áfram að telja upp merkilega hluti sem fá má á markaðnum. „Það eru reyktir gamaldags sperðl ar, mývetnskt hverabrauð, flatbrauð, sælusápur, trémunir, útsaumur, hreindýraafurðir, prjónuð dúkku- föt og margt fleira.“ Eins og áður sagði stendur Mývatnsstofa fyrir mikilli dag- skrá næstu vikurnar og er hér birtur hluti af þeirri dagskrá en nánari upplýsingar er hægt að finna á www.visitmyvatn.is 12. des.: Aðventutónleikar í Fugla- safninu. Krossbandið leikur kl. 21-23. 13. des.: „Baulaðu nú Búkolla mín“ – hádegisverðarhlað- borð beint frá býli kl. 11.30-14 í Vogafjósi. „Matur og munir“ – aðventu- markaður í Jarðböðunum milli kl. 13 og 18. 14. des.: Fjölskyldujólahlaðborð í Sel hóteli kl. 13 og 17. „Ljóð og tónar á aðventunni“ í Skútustaðakirkju kl. 20.30. 20. des.: „Baulaðu nú Búkolla mín“ – hádegisverðarhlað- borð beint frá býli kl. 11.30-14 í Vogafjósi. Tónleikar með Túpílökunum í Skjólbrekku kl. 22. 23. des.: Skötuveisla í Hótel Reyni- hlíð frá kl. 11.15-14 28. des.: Spilakvöld í Hótel Reyni- hlíð kl. 20. solveig@frettabladid.is Markaður í Mývatnssveit Geitakjöt, grafinn ufsi og prjónuð dúkkuföt eru á meðal þess sem kaupa má á aðventumarkaði í Jarð- böðunum við Mývatn hinn 13. desember. Heilmikil dagskrá er á aðventunni í allri Mývatnssveit. Mývatn er sannkallað töfraland jólanna. Um 270 þúsund börn í yfir 100 löndum reiða sig á góðmennsku og örlæti SOS- Barnaþorpanna, til að eygja von um betri og öruggari barnæsku. ORÐIÐ JÓL kemur fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót og sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda færð- ist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. Jólasveinarnir skjóta iðulega upp kollin- um víða um Mývatnssveit. SOS-Barnaþorpin á Íslandi hafa útbúið gjafabréf fyrir þá sem vilja bæta aðstæð- ur barna í fátækari hlutum heimsins. Í anda jólanna hafa SOS-Barna- þorpin á Íslandi útbúið gjafa- bréf sem fólk getur útfyllt og greitt fyrir á netinu. Andvirði bréfanna rennur að fullu til barna í barnaþorpum sem misst hafa foreldra sína eða geta ekki búið hjá þeim, sem og barna sem eiga á hættu að vera aðskil- in frá foreldrum sínum vegna erfiðra heimilisaðstæðna og eru skjólstæðingar Fjölskyldu- eflingar SOS. Um 270 þúsund börn í yfir 1.000 löndum eru skjólstæðing- ar SOS-barnaþorpanna um þessar mundir. Fjármálakreppa á heimsvísu, verðbólga, atvinnu- leysi og fátækt hefur haft gríð- arleg áhrif á barnafjölskyldur í þeim löndum sem SOS starfar í. Með gjafabréfunum vilja SOS- Barnaþorpin á Íslandi standa vörð um fjölskylduna og sjá til þess að sem flest börn í fátæk- ari ríkjum heims fái búið á góðu heimili ásamt ástríkum foreldr- um eða forráðamönnum. Hægt er að nálgast gjafabréf- ið á vefsíðunni www.sos.is - þlg Jólagjöf fyrir þá sem vilja bæta hag barna Frekari upplýsingar eru á www.sos.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.