Tíminn - 13.05.1982, Síða 1

Tíminn - 13.05.1982, Síða 1
frambjóðenda — bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐÍ Fimmtudagur 13. mai 1982 107. tölublað — 66 árg. Heimllls- tíminn * bls. 12 Þjóðlaga- söngkonan — bls. 19 Lynne Fredrick bls. 2 Josef bls. 7 Mexikanar heykjast á að halda millisvæðamót í skák: MÓT1Ð AD ÖLLUH LlK- INDUM FLUTT HINGAÐ ■ Allar likur benda nú til þess að millisvæðamótið, fyrir heimsmeistarakeppnina i skák, sem halda átti i Mexikó i júli i sumar verði haldið hér á landi i haust. Mót þetta er geysisterkt, trúlega sterkara en öll skákmót sem haldin hafa verið hér á landi hingað til. „Það kom upp mjög óvæntur hnykkur i efnahagslifinu út i Mexikó. Stjórnvöld, sem ætluðu sér að fjármagna millisvæða- mótið, skáru fjárveitingar niður svo ljóst er að Mexikanar geta ekki haldið mótið,” sagði Frið- rik Ólafsson, forseti FIDE þeg- ar Timinn spurði hann um þessi mál i gær. — Er þá alveg ljóst að mótið verður haldið hér á landi? „Já. Ég tel það nokkuð öruggt að hægt verði að halda það hér. Þótt náttúrlega sé alltaf hugsanlegt að tilboð komi annarsstaðar frá.” Skáksamband Islands verður formlegur mótshaldari og mun það sjá um framkvæmdina að öllu leyti. Ingimar Jónsson for- seti Skáksambandsins sagði i samtali við Timann i gær að Skáksambandið væri allt að vilja gert til að halda mótið. „En vegna þess að tilboðið kem- ur svona seint gætu orðið ein- hverjir erfiðleikar við að finna heppilegt húsnæði. En ég hef ekki trú á öðru en að úr þvi ræt- ist,” sagði Ingimar. Eftirtaldir skákmeistarar taka þátt i mótinu: Spassky, Polugajevski, Balasjof, Jusu- pov, Portich, Adorjan, Horvath, Nunn, Seirawan, Torre, Rod- riges, Rubinetti, Coalta og Ivanov. —Sió. ■ „Einstakt björgunarafrek var unnið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar ..Nei, takiö þetta ekki alvarlega. Þessiungi maður hafði aöeins fundið sér skemmtilega róluniðri á varðskipabryggjunni I gær og sveiflaði sér til og frá, — kannske veröandi sigmaöur og Hklega Vestmannaeyingur. (Timamynd Róbert). eiga það margfalt inni ■ Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur inn- brotsþjófurinn sem braust inn á lögreglustöðina á Sauðárkróki um helgina. Lögreglan var i út- kalli og áður en hún fór láðist að loka glugga sem veit að götunni. Innbrotsþjófurinn gerði sér mat úr þvi og brá sér inn um glugg- ann. Inni á stöðinni fann hann eina brennivinsflösku, sem lögreglan hafði i geymslu, tók hana traustataki og fór siðan út um gluggann aftur án þess að snerta viö öðru en flöskunni. Þegarlögreglan varð þess vör að flaskan var horfin beindust spjótin fljótlega að ákveðnum manni sem siðan var færður til yfirheyrslu. Við yfirheyrslurnar viðurkenndi hann innbrotið og sagðist jafnframt eiga brenni- vinið inni hjá lögreglunni, og það margfalt. Lögreglan á Sauðárkróki sagöi innbrotsþjófinn vera „góðkunningja” sinn. —Sjó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.