Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. mai 1982 3 fréttir Ingimar Jónsson, forseti SÍ, um mótframboð Campo - manesar: ■ „Þetta framboö Campoman- esar kemur mér ekki á óvart og ég mundi telja þaö nokkuð sterkt framboð, þannig að Friðrik verður að halda vel á si'num spil- um” sagði Ingimar Jónsson for- seti Skáksambands íslands i samtali við Timann er hann var spurður álits á mótframboði Filippseyingsins Campomanesar gegn Friðriki i forsetastól FIDE. Aðspurður um hvort hann teldi að Campomanes hefði stuðning Sovétmanna sagði Ingimar að hann hefði heyrt þvi fleygt og það gæti ve) veriö rétt. Hinsvegar hefði Campomanes lengi haft á- hugaáþessu embætti, hefði siðast þreifað fyrir sér um það 1978 en þá ekki fengið stuðning og orðið að hætta við. „Hann er nií varaforseti FIDE og hefur mikla reynslu af þeim sökum. Auk þess er hann frá Asiu og fær þvi væntanlega stuðning frá þriðja heiminum Asiu og Afriku og svo veit maður ekki um áhrif þess að Kúbumenn stungu upp á honum hvað Suður- Ameriku varðar. Þvi er ekki að neita að vegna þess að Kúbumenn stungu upp á honum þóttust menn sjá það strax að Sovétmenn væru á bak við þetta framboð.” Aðspurður um hvort telja mætti Campomanes frambjóðanda þriöja heimsins sagði Ingimarað þetta væri sennilega fyrst og fremst metnaðagirni hjá Campomanes, hinsvegar þætti honum trúlegt að Campomanes mundi stilla sér upp sem fram- bjóðanda þriðja heimsins en þar „FRHtRIK VERÐUR AÐ HALDA VEL A SPILUNUM” hefur skákiþróttin verið i sókn á undanförnum árum og æ fleiri þjóöir hafa lagt á það aukna á- herslu aö efla skáklif. FIDE hefur þar að auki unnið mikið starf á þeim vettvangi og hefur haft i gangi áætlanir um eflingu skák- listar þar. „Hann hiytur aö hafa stuðning þessara landa” sagði Ingimar. Aðspurður um hvort hann þekkti manninn sagði Ingimar: „Ekkert aö ráöi. Ég tefldi við hann eina skák i Porto Roz 1958 en þá var hann þar aðstoðarmaður einhvers Filippseyings sem ég man ekki lengur nafnið á.” Eins og lesendur Timans hafa væntanlega tekið eftir þá vandaði Kortsnoj ekki kveðjurnar til Campomanesar i blaðinu i gær. Hatrið þar á milli má rekja til heimsmeistaraeinvígisins i Bakio 1975, en það skipulagöi Campomanes. Kortsnoj fannst sem Campomanes stæði með Karpov i einuog öllu og varö fræg deila þeirra um hinn svokallaða sovéska dularsálarfræðing Courkov sem fylgdist með öllum skákunum. Kortsnoj fékk það I gegn að þessi maður mætti ekki sitja á ákveðnum bekkjum i saln- um. Það var svo brotið i siðustu skákinni og vildi Kortsnoj þvi dæma hana ólöglega. Or þessu varð hörkumál og siðar málaferli, sem Kortsnoj fór halloka Ur. —FRI Togarasjómaður skarst illa á höfdi ■ Skipverji á togaranum Skarðsvik frá Akranesi skarst illa á höföi þegar hann varð fyrir þungum hlera sem verið var að flytja til um borö i togaranum laust fyrir klukkan 9 i gærmorg- un. Togarinn var við bryggju á Akranesi þegar slysið vildi til. Skipverjinn var strax fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hlúð var að honum. —Sjó. ■ Þaö eru engar afla- takmarkanir hjá strákunum viö höfn- ina, enda ekki vitað til að kola- og marhnúta- stofnarnir séu i bráðri hættu. Tímamynd: Róbert 1.400, oo kr. BETRI BORG! Veistu aö hver reykvisk fjölskylda greiöir 1.400,- kr. í ár til aö standa undir hallarekstri Borgarspítalans? Borgarspítalinn er í reynd landsspítali. Á honum liggja jafnt Reykvíkingar sem landsbyggöarmenn. En Reykvíkingar borga brúsann. Viðviljum aö ríkið reki Borgarspítalann. þaö finnst okkur jafnréttismál. Eigum viö ekki samleiö? listinn Reykjavík 22. maí 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.