Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. mai 1982 5 I Ekkiheyrðum við hvort Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra var þarna að bera Agli Skúla Ingibergssyni, borgarstjóra kveðju frá kol- lega Huang Hua. En það ieynir sér að minnsta kosti ekki að hann hefur boðið Egil Skúla velkominn á fjölsóttan fund á vegum Framsóknar- félaganna i Reykjavik i fyrrakvöld. Borgarstjóri flutti framsöguræðu og svaraði siðan fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna. Timamynd Róbert. ATHUGASEMD ■ Við undirritaðir Vestur-Land- eyingar lýsum undrun okkar, að dagblaðið Timinn skyldi birta at- hugasemdalaust óhróðursskrif séra Páls Pálssonar um Eggert Haukdal, þar sem auðvelt hefði átt að vera fyrir stjórnendur blaðsins að afla sér sannra upp- lýsinga i téðu máli. Einnig lýsum við hryggð okkar yfir þvi ókristilega hugarfari, sem virðist liggja að baki svona skrifum, og biðjum alla lands- menn að lesa milli linanna i grein séra Páls hvað þar stendur. Ásta Helgadóttir Hvitanesi Jón M. Jónsson Hvitanesi Sigurður Sigmundsson Ey II Jón Gunnar Karlsson Strönd Þórir ólafsson Miðkoti Ásdis Kristinsdóttir Miðkoti Tómas Kristinsson Miðkoti Ágústa Jónsdóttir Miðkoti Karl Halldórsson Ey Guðfinna Helgadóttir Ey Elin Jónsdóttir Eyll Marta Gisladóttir Ystakoti Katrin Ragnarsdóttir Skipagerði Sigmundur Felixson Skipagerði óskar Jónsson Skipagerði Áthugasemd ritstjóra: I tilefni af gagnrýni hér að framan á Timann fyrir að hafa birt grein séra Páls Pálssonar, er ekki úr vegi að minna á ákvæði 72. greinar stjórnarskrár Islands, en þar segir: „Hver maður á rétt á að láta i ljósi hugsanir sinar á prenti: þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei i lög leiða”. Timinn ritskoðar ekki greinar, sem birtar eru i blaðinu undir fullu nafni greinarhöfunda, og telur það skyldu sina að gefa þeim, sem þess óska, kost á þvi að „láta i ljósi hugsanir sinar á prenti”. Að sjálfsögðu tekur blað- ið ekki afstöðu til efnis þeirra greina,sem birtar eru undir nöfn- um greinarhöfunda. — Ritstjóri. Sigfús Jónsson ráöinn forstjóri Innkaupa- stofnunar ■ Borgarstjórn hefur samþykkt að ráða Sigfús Jónsson, lögfræð- ing, i starf forstjóra Innkaupa- stofnunar Reykjavikurborgar, sem Thorben Friðriksson hefur gegnt undanfarið sem sagt hefur starfi sinu lausu. Hlaut Sigfús ell- efu atkvæðí i borgarstjórn. Alls sóltutiu einstaklingar um stöðuna. Fjórir óskuðu nafn- leyndar, en hinir sex voru Eyþór Fannberg, Garðar Briem, ólafur Þorsteinsson, Sigfús Jónsson, Sævar Fr. Sveinsson og Trausti S. Harðarson. Stjórn Innkaupa- stofnunar Reykjavlkurborgar samþykkti samhljóða að ráða Sigfús í stöðuna, og staðfesti borgarstjórn þá ákvörðun. Auk Sigfúsar hlaut Sævar Fr. Sveins- sonfjögur atkvæði i borgarstjórn. Sigfús Jónsson tekur við hinu nýja starfi sinu 1. júli nk. —Kás Hitaveita og Rafmagnsveita þurfa enn 43% og 37% hækkun á gjaldskrám sínum: BORGARRJtd SENDIR HlðRLEIFI REIKNING VEGNA TEKJUTAPS — en vill fyrst viðræður við ríkið um gerð áætlunar til þess að ná viðunandi rekstrargrundvelli ■ „Borgarráð telur að stjórn veitustofnana eigi rétt til bóta fyrir tekjutap sökum synjunar á stað- festingu á gjaldskrár, sem borgaryfirvöld hafa lög- lega sett. Borgarráð samþykkir þrátt fyrir þetta, að áður en reikningar verði sendir ráðuneytinu, þá verði óskað eftir viðræðum við rikisstjórn um gerð áætlunar til þess að ná viðunandi rekstrargrund- velli fyrirtækjanna.” Þessi samþykkt var gerð sam- hljóða á siðasta fundi borgarráðs og staðfest i borgarstjórn. Eins og kunnugt er telja borgaryfirvöld að þeim sé frjálst að hækka gjald- skrár fyrirtækja sinna, þar sem nú séu engin verðstöðvunar- ákvæði i gildi sem setji skorður við hækkunum á þeim. A þeim grundvelli var samþykkt að hækka gjaldskrár Rafmagnsveitu Reykjavikur og Hitaveitu Reykjavikur frá 1. mars sl. Þess- ar hækkanir þurftu að hljóta stað- festingu iðnaðarráðherra sam- kvæmt ákvæðum orkulaga. Stað- festingin fékkst ekki, en i þess stað bauð iðnaðarráðherra að hann myndi staðfesta minni hækkun til fyrirtækjanna frá og með 1. mai sl., og var samþykkt að taka þvi tilboði. Þrátt fyrir þetta er talið að gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur þurfi að hækka um 43% frá næstu mánaðamótum, og gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur um 37% frá sama tima, ef endar eigi að ná saman i rekstri fyrirtækj- anna á þessu ári, i báðum tilvik- um án þess að gripa þurfi til nýrra lántaka. Undirbúa borgaryfirvöld nú nýja hækkun á gjaldskrám þess- ara fyrirtækja sem miðað er við að taki gildi um næstu mánaða- mót. Auk þess hefur borgarráð samþykkt að senda iðnaðarráð- herra reikning fyrir það tekjutap sem fyrirtækin hafa orðið fyrir, vegna synjunar hans á þvi að staðfesta þær gjaldskrár sem borgaryfirvöld höfðu löglega sett. — Kás VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKÝRSLU- OG R'EIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRENTSMIDJAN ddddu H.F. Smiöjuvegi 3, 200 Kópavogur, simi 45000 m ÍEl BÍLASÝNING Sýnum í dag / m 1 nýjum sýningarsal v/Rauðagerði: ISýjagerðaf Einnig sýnum við ýmsar aðrar tegundir bifreiða. STANZA INGVAR HELGASON Sýningarsalurinn v/Rauðagcrði, sími 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.