Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 13. mai 1982 stuttar fréttir ■» « Afmælisdagur Siglufjarðar- kaupstaðar 20. maí hátíðlegur haldinn SIGLUFJÖRÐUR: Afmælis- dagur Siglufjarðarkaupstaðar 20. mai, verður haldinn hátið- legur að venju. Um kvöldið kl.21 hefst há- tiðasamkoma i Nýja biói með eftirfarandi dagskrá: Ingi- mundur Einarsson, bæjar- stjóri setur hátiðina. Hátiðar- ræðu flytur séra Bragi Frið- riksson. Kynnt verða ljóð Halldórs Laxness. Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar lesa úr ljóðum skáldsins og Guðjón Pálsson leikur lög við þau, eft- ir Jón Ásgeirsson. Þá syngur Kirkjukór Siglufjarðar undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Sama dag kl. 17.00 verður opnuð sýning á málverkum eftir Hjálmar Þorsteinsson. Þar verða til sýnis um 20 oliumálverk og jafn marg- ar vatnslitamyndir. Sýningin mun standa i tvær vikur. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að efna til einskonar menningarviku i sambandi við afmæli kaup- staðarins, en 20. mai árið 1918 fékk Siglufjörður kaupstaðar- réttindi eftir all sögulegan að- draganda. Dagsins var minnst um árabil með útisamkomum en þær lögðust siðan af að mestu vegna fremur rysjóttr- ar verðráttu á þessum árs- tima. Nokkrir áhugamenn settu á laggirnar nefnd til að endurvekja afmælishaldið og hefur það nú verið gert um nokkurra ára bil i samrá’ði við bæjarstjórn. Eins og fyrr getur er hér aðeins um nokk- urs konar menningarviku að ræða. Samkoman er aðeins eitt kvöld, 20. maiog þá helguð hverju sinni ákveðnum lista- manni, skáldi, rithöfundi eða tónlistarmanni og svo minn- ingu 20. mai 1918. — HEI Afkoma kaup- félagsins allgóð á síðasta lári BLÖNDUÓS: Aðalfundur Kaupfélags HUnvetninga var nýlega haldinn að Hótel Blönduósi. Þar kom fram að afkoma félagsins var allgóð á siöasta ári. Hins vegar versnaði staða viðskipta- manna félagsins verulega á árinu, sérstaklega sveita- fólksins, og er ljóst að brýnt er að finna lausn á þeim vanda sem þar blasir við vegna skerðingar á framleiðslu og versnandi afkomu. Ingvar Þorleifsson, bóndi i Sólheimum og Kristinn Jó- hannsson á Skagaströnd gengu lir stjórninni á aðal- fundinum. Samkvæmt samþykktum félagsins var ekki heimilt að endurkjósa Ingvar, þar sem hann hafði setið i stjórn i 9 ár. Af gefnu tilefni er ástæða til að vekja athygli á þessu ákvæði og jafnframt því að í stað Ingvars var einróma kjörinn i stjórnina nágranni hans og samherji, Jóhann Guðmunds- son, bóndi i Holti. 1 skýrslu formanns félags- stjórnar, Björns Magnús- sonar, Hdlabakka kom m.a. fram að stærsta framkvæmd félagsins á liðnu ári var að lokið var við viðbyggingu á byggingavörudeild félagsins. Þá var ný vörubifreiö keypt og tölva var tekin i notkun og er nú allt bókhald félagsins fært þar. Þá eru fyrirhugaðar breytingar á verslunarfyrir- komulagi á Skagaströnd og á Blönduósi. Meðal samþykkta sem gerðar voru á fundinum var á- skorun á stjórnvöld aö beita sér fyrir verulegri hækkun rekstrarláns til sauðfjárfram- leiðenda. Þá var stjórninni heimilað að byggja 4 til 6 i- búðir i samvinnu við Sölufélag A-HUn. Samþykkt var að leggja 15 þúsund krónur i menningarsjóð félagsins og reglur voru samþykktar fyrir aðild starfsmanna að stjórn félagsins og fyrir starfsemi félagsmálanefndar. Einnig lýsti fundurinn stuðningi sin- um við samþykkt stjórnar K.H. frá 19. april, þar sem stjórnin harmar og mótmælir ummælum Páls Péturssonar, alþingismanns á Alþingi og i fjölmiðlum. Mó/Sveinsstöðum. Lýsa von- brigðum með ákvörðun stjórnar Lands- virkjunar SEYÐISFJÖRÐUR: ,,Að gefnu tilefni vill atvinnumála- nefnd Seyðisfjaröar lýsa yfir furðu sinni og vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar, að taka til- boöi i smiöi lokubúnaðar við Sultartangastiflu sem byggir á erlendu vinnuafli,” segir m.a. i fundargerð atvinnu- málanefndarinnar frá þvi 28. april sl. Þar segir jafnframt aö þessu tilboði sé tekið „á sama tima og I landinu finnst bæði tækniþekking, verkreynsla og verkkunnátta til að inna þettá verkefni jafnvel af hendi. Á það skal bent, að meginreglur opinberra fyrirtækja, svo sem Rafmagnsveitna rikisins og Reykjavikurborgar telja að taka beri fremur innlendum tilboðum, þó þau séu allt aö 15% hærri, en þau erlendu. Þegar þess er aö auki gætt, að samanburður tilboöa, það er þess lægsta, og tilboðs vél- smiöjunnar Stál á Seyöisfiröi er langt innan þessara marka og væri viðeigandi að opinbert fyrirtæki á borð við Lands- virkjun gerði grein fyrir á hvaöa reglu ákvarðanataka þessi byggist.” —ab LANGTIMAAÆTLUN I VEGAGERÐ LÖGÐ FRAM ■ Skömmu fyrir þinglok var lögð fr'am þingsályktunartillaga frá rikisstjórninni um langtimaáætl- un i vegagerð. Þar er gert ráð fyrir að á árinu 1983 skuli 2.2% af vergri þjóðarframleiðslu varið til vegagerðar samkvæmt vegaá- ætlun. 1984 verði hiutfallið 2.3% og 2.4% árin 1985-94. Langtlmaá- ætlunin skal endurskoðuð fjórða hvert ár, og þá bætt við nýju fjög- urra ára timabili i stað þess er lauk. Áætluð fjárþörf er sem hér seg- ir: 1983-86 er fjárþörfin áætluð 2.836 millj. kr. 1987-90 er fjárþörf- in 3.183 millj. kr. Tfmabilið 1991- 94 er fjárþörfin áætluð 3.514 millj. kr. Þá er tilgreint hvernig útgjöld skiptist eftir verkefnum og tima- bilum og er þar itarlega kveðið á um hvernig vinna á að langtima- áætluninni. „Vorið 1981 samþykkti Alþingi svohljóðandi tillögu til þingsá- lyktunar um gerð langtimaáætl- unar um vegagerð: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta Vegagerð rikis- ins gera i samráði við fulltrúa þingflokkanna langtimaáætlun um framkvæmdir i nýbyggingum vega og brúa á stofnbrautum og þjóðbrautum. Fjárhagslegar forsendur áætl- unarinnar séu þær, aö 2.2% af vergri þjóöarframleiðslu sé að meðaltali varið til vegagerðar samkvæmt vegaáætlun. Hlutfall þetta ber að skoða sem lágmark, en það skal aukið i 2.4% innan 3 ára, og skal áætlunin þannig úr garði gerð að auka megi fram- kvæmdahraða ef meira f jármagn kemur til en hér er gert ráð fyrir. Skal það m.a. gert með þvi að taka fyrir langa og heillega vega- kafla. Áætlunartiminn skal vera 12 ár og skal framkvæmdum skipt niður á 3 timabil, 4 ár hvert. Jafn- framt skal gerð grein fyrir þvi i á- ætluninni, hverjar framkvæmdir eru eftir til að koma vegakerfinu i viðunandi horf, eins og það er metiöá hverjum tima. Langtima- áætlun þessi skal endurskoðuð fjórða hvert ár, og þá bætt við nýju fjögurra ára timabili i stað þess er lauk. Viö gerö áætlunarinnar skal stefnt að eftirfarandi jafngildum markmiðum: 1. Vegir hafi fullt burðarþol (10 t) allt árið. 2. Vegir séu byggðir upp úr snjó eftir þvi' sem unnt er. 3. Bundið slitlag sé lagt á vegi, þar sem gera má ráð fyrir að umferö veröi meiri en 100 bilar á dag allt árið, þegar við- komandi vegur hefur verið full- gerður. Enn fremur skal leggja slitlög á vegarkafla næst þétt- býliskjörnum, þó að umferð sé minni, og á vegarkafla sem yrðu óhóflega dýrir i viðhaldi sem malarvegir vegna skorts á hentugu malarefni. Stefnt skal að þvi, að bundið slitlag verði lagt á a.m.k. 1/4 hluta stofn- brauta I hverju kjördæmi og samfelldirkaflar á vegakerfinu verði lagöir bundnu slitlagi. 4. Tekiðsé tillittilumferðarörygg is við uppbyggingu vega. Aætlun þessi skal lögð fyrir Alþingi eigi siðar en vorið 1982.” í samræmi við þingsályktun þessa hefur verið unnið - að undirbuningi langtimaáætlunar. t vinnunefnd, sem sett var á lagg- irnar sátu fulltrúar Vegagerðar rikisins og eftirtaldir fulltrúar þingflokka: Guömundur Bjarna- son (Frams.fi.), Magnús H. Magnússon (Alþ.fl.), Matthias Bjarnason (Sjálfst.fl.) og Skúli Alexandersson (Alþ.bl.). Hefur nefndin haldið marga fundi. A þessum fundum hefur eink- um verið fjallað um innihald á- ætlunar og markmið. Ennfremur skiptingu fjár á helstu liði, við- hald, nýjar framkvæmdir o.þ.h., svo og skiptingu nýbyggingarfjár á milli kjördæma. Um sum þess- ara atriða hefur verið haft sam- ráð við fjárveitinganefnd. Þá hef- ur nefndin einnig fjallað um al- menna stefnumótun i vega- gerðarframkvæmdum. Fljótlega varð ljóst að verkefni þetta er viðamikið en timi naum- ur, og var þvi ákveðið að leggja á- herslu á stofiibrautir. Þar lá fyrir úttekt á ástandi og þörfum fyrir úrbætur. Var farið yfir þá úttekt og markmið hennar endurskoðuð nokkuð. Framkvæmdum var sið- an raðað á timabil. Hafa þing- menn einstakra kjördæma annast þá röðun innan sinna kjördæma ásamt starfsmönnum Vega- gerðarinnar. Samtimis hefur veriö unnið að ■ Mikið var starfaö á 104. lög- gjafarþinginu. Jón Helgason for- seti sameinaðs þings gaf yfirlit um störf þingsins á lokafundi þess. Þinghald stóö í 149 daga og haldnir voru 274 þingfundir. 170 frumvörp komu til afgreiðslu og þingskjöl nálguöust þúsundið. t neðri deild voru haldnir 89 þingfundir, I efri deild 94 og 91 fundur var haldinn i sameinuðu þingi. 38 stjórnarfrumvörp voru lögð fyrir neðri deild og 47 fyrir efri deild. 2 stjórnarfrumvörp voru lögö fyrir sameinað Jáng. í neðri deild voru borin fram 54 þingmannafrumvörp og 29 i efri deild. 70 stjórnarfrumvörp voru af- greidd sem lög og 14 þingmanna- frumvörp urðu að lögum. 5 þing- ■ Þingsályktunartillaga um hafnargerð við Dyrhólaey var samþykkt. Er hún á þá leið, að fram fari fullnaöarrannsókn á hafnargerð við Dyrhólaey, og að þær áætlanir sem fyrir eru verði endurskoöaðar og notagildi hafnarinnar metið m.a. með tilliti til útflutnings á Kötluvikri i mikl- um mæli. Flutningsmenn eru Siggeir Björnsson, Jón Helgason, Stein- þór Gestsson, Böðvar Bragason og Guðmundur Karlsson. t greinargerðinni segir: „Jarðefnaiðnaður h/f hefur að undanförnu látið rannsaka gæði Kötluvikurs i rannsóknarstofnun hér heima og i Þýskalandi. í fréttatilkynningu frá stjórn Jarð- efnaiönaöar h/f segir m.a.: „Efniseiginleikar og gæði vikurs- ins uppfylla kröfur þýskra staðla um léttsteypu. 1 heild eru efnis- eiginleikar og gæði Kötluvikurs- ins góð og verulega betri en fyrir fram var búist við.” Einnig seg- ir, að nýtilegur vikur sé að minnsta kosti 300.000.000 rúmm. á Mýrdalssandi vestan og norðan Hjörleifshöföa. Má sennilega reikna með að á öllum sandinum sé nýtilegur vikur þrisvar til fjór- um sinnum meiri en það. Jarðefnaiðnaður h/f hefur látið gera umfangsmiklar rannsifenir á þvi, hvernig heppilegast væri að koma vikrinum i skip er lægi úti fyrir sandinum. Vegna hafnleysis var gert ráö fyrir færibandi eöa dælingu. Að áliti færustu manna er flutningur á vikrinum tækni- lega mögulegur með þeim hætti, en mjög dýr vegna mannvirkja er úttekt á ástandi þjóðbrauta og þörfum þeirra fyrir úrbætur. Ekki vannst timi til á þessu stigi að set ja fram tillögu um skiptingu fjár á milli kjördæma eða áætl- anir um röðun verkefna o.þ.h. fyrir þjóðbrautir, heldur er þar einungis um að ræða tillögu um heildarfjármagn til þessa verkefnaflokks. Með þessum hætti er tillaga um langtimaáætlun lögð fram í sam- ræmi við áðurnefnda þál. um gerð slikrar áætlunar. Tillagan er fyrst og fremst lögð fram til kynningar á þessu þingi. Umfjöll- un um hana biður næsta þings. A þvi þingi á einnig að endurskoða vegaáætlun, og er ékki óeðlilegt að þessar tvær áætlanir séu til meðferðar samtimis á Alþingi, þar eð segja má að vegaáætlun sé nánari útfærsla þess sem tiltekið er i langtimaáætlun að fram- kvæma skuli á hverju fjögurra ára timabili.” Oó mannafrumvörpum var visað til rikisstjórnarinnar og eitt afgreitt með rökstuddri dagskrá. Tvö þingmannafrumvörp voru felld. 17 stjórnarfrumvörp voru ekki útrædd á þinginu og 61 þing- mannafrumvarp náði ekki endan- legri afgreiöslu. 90 þingsályktunartillögur voru bornar fram isameinuðu þingi og voru 35 þeirra afgreiddar sem ályktanir Alþingis. 4 var visað til rikisstjórnarinnar, 1 tekin aftur og 50 voru ekki útræddar. t sameinuðu þingi voru bornar fram 111 fyrirspurnir, 17 fyrir- spumir komust ekki að, en öllum hinum var svarað skriflega eða þær ræddar á þinginu. Alls voru mál til meðferðar 318. Skýrslur ráðherra voru 12. Prent- uð þingskjöl 957. gera yrði og koma væntanlega ekki til annarra nota. Viöa um Vestur-Evrópu er vaxandi eftirspum eftir vikri, Hekluvikri og væntanlega Kötlu- vikri, eftir að hann hefur fengið gæðastimpil, eins og áður er getið. Telja má öruggt að á næstu árum verði markaður fyrir hundruð þúsund eða jafnvel milljónir tonna af islenskum vikri árlega i' nálægum löndum, þar sem jarðefiii til bygginga eru að ganga til þurrðar. Höfn við Dyrhólaey gæti leyst fyrrnefnda örðugleika á flutningi vikurs um borð i skip. Þar er þvi komin ný forsenda fyrir hafnar- gerð við Dyrhólaey i viðbót við "éldri rök fyrir þvi máli. Útflutningur vikurs i stórum stil um höfnina gæfi tekjur til hafnarinnar sjálfrar, auk þess sem Kötluvikurinn yrði markaðsvara erlendis og færði þjóðinni erlendan gjaldeyri. Auk þess skapar þetta atvinnu við flutning vikurs og jafnvel vinnslu úr honum, auk annarra mögu- leika sem höfn gefur. Full þörf er á aukinni atvinnu og fjölbreyttari á þessu svæði. Tillaga svipuð þessari var flutt á 102. löggjafarþingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Mál þetta er nú flutt á nýjan leik I trausti þess, að það nái nú fram að ganga.” Atvinnumálanefnd sameinaðs þings mælti með tillögunni, að einnig verði kannaðir betur möguleikar á aö bæta hafnarað- stöðu smábátaútgerðar við Dyr- hólaey. 318 mál voru til meðferðar Hafnargerð við Dyrhólaey OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.