Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 13. mai 1982 útgelandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiösiustjóri: Siguróur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tím- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghild- ur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friörik Indriðason. Heiður Helgadóttir. Jónas Guðmundsson. Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 66300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00, — Prentun: Blaðaprent hf. f ramboð f Njarðyfk Frambodslisti framsók ■ Framboðs- listi framsókn- armanna við bæjarst.iórnar- kosningarnar i Njarðvík þann 22. mai er þann- ig skipaður : ■ Ólafur 1. Hannes- son ■ Ólafur Eggertsson ■ Gunnar ólafsson Egill Skúli 1. Ólafur i. Hannesson, lögfræð- ingur, Brekkustig 4 2. ólafur Eggertsson, húsasmiö- ur, Kirkjubraut 9 3. Gunnar Ólafsson, lögreglu- þjónn, Hæðargötu 4 4. Steindór Sigurðsson, sér- leyfishafi, Klapparstig 10 5. ólafur Þórðarson, vélstjóri, Hæðargötu 3 6. Sigurjón Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri, Hliðarvegi 76 7. Margrét Gestsdóttir, hús-- móðir, Njarðvikurbraut 12 8. Ólafur Guðmundsson, toll- ■ Á ágætum fundi Framsóknarfélaganna i Reykjavik, þar sem Egill Skúli Ingibergsson flutti framsöguræðu um borgarmálin, beindi Sveinn Grétar Jónsson þeirri spurningu til hans, hvert væri að dómi hans mikilvægasta verkefnið á sviði borgarmála. Borgarstjóri svaraði þvi, að verkefnin væru mörg sem leysa þyrfti, eins og vel mætti ráða af kosningaloforðum flokkanna. Yfirleitt snerust þau um auknar framkvæmdir eða meiri þjón- ustu. Gallinn væri sá, að erfitt væri að fullnægja flestum þessara loforða án þess að auka útgjöldin og þá jafnframt skattana. Borgarstjóri sagði að það væri takmörk fyrir þvi, hvað mikla skatta mætti leggja á borgarana. Þegar allt kæmi til alls, væri það mikilvægasta verkefnið að nýta sem bezt þá fjármuni, sem borgin hefði handa á milli, og tryggja sem bezta þjónustu og mestar framkvæmdir innan þess ramma. Vafalitið er þetta rétt svar. Traust og aðhalds- söm fjármálastjórn skiptir jafnan höfuðmáli. A henni byggist öll góð búmennska. Það er á engan hallað, þótt sagt sé, að undir leiðsögn Egils Skúla Ingibergssonar hefur verulega áunnizt i þessum efnum og hann notið i þvi starfi sinu margra á- gætra embættismanna borgarinnar. En það verð- ur ekki allt gert á fjórum árum. Þvi mikilvæga undirbúningsstarfi, sem hér hefur verið unnið, þarf að halda áfram. Egill Skúli Ingibergsson þarf að geta notið þeirrar reynslu og þekkingar sem hann hefur öðlazt i starfi sinu sem borgarstjóri. Reykviskir kjósend- ur þurfa að veita honum önnur fjögur ár til að halda áfram þeim margvislegu hagræðingar- störfum á sviði borgarmála, sem hafin hafa ver- ið á þvi kjörtimabili, sem nú er að ljúka. Þótt Davið Oddssyni sé ekki hallmælt á neinn hátt, þolir hann ekki samanburð við Egil Skúla Ingibergsson til að gegna borgarstjórastarfinu. Egill Skúli Ingibergsson er búinn að sýna i verki, að hann er vandanum vaxinn. Hann getur byggt á mikilvægri reynslu vegna starfs sins sem borgar- stjóri undangengin fjögur ár. Þvi má vænta enn meira af honum, ef hann fengi tækifæri til að gegna þvi starfi áfram. Vafalaust myndi Davið reynast þeim vanda vaxinn að kveikja á jólatrénu frá Norðmönnum og veiða fyrsta laxinn i Elliðaánum, en þetta virðist Svarthöfði Dagblaðsins og Visis telja mikilvæg- ustu hlutverk borgarstjórans. En annað meira og vandasamara hvilir á herðum borgarstjórans. Við þann vanda ræður Egill Skúli Ingibergsson betur en Davið Oddsson. Fátt skiptir meira varðandi stjórn borgarinnar en að borgarstjórinn sé dugmikill og traustur stjórnandi. Það er ekki nóg að móta stefnuna, ef framkvæmdin fer i handaskolum. Þess vegna eiga reykviskir kjósendur ekki sizt að láta valið milli borgarstjóraefnanna ráða atkvæði sinu. Þ.Þ. borgarmál kveðja Öfugþróun íhaldsins í atvinnumálum snúid við — í tíð núverandi borgar- stjórnarmeirihluta, segir Páll R. Magnússon, sem á sæti í stjórn Atvinnumála- nefndar borgarinnar ■ ,,Ég telþaöljóstaö ítiðnúver- andi borgarstjórnarmeirihluta hafi oröiö mikil breyting til góös i atvinnumálum borgarinnar”, sagöi Páll R. Magnússon i viötali viö Timann þegar blaöiö innti hann fregna af störfum atvinnu- málanefndar borgarinnar á þvi kjörtímabili, sem nú er á enda, en Páll situr i stjórn Atvinnumála- nefndar. „Fyrst og fremst stafar þetta af þvi, aö snúiö hefur veriö viö þeirri öfugþróun frá tiö fyrrverandi i- haldsmeirihluta, þegar hvert fyrirtækiö af ööru, stórt og smátt, hrökklaöist út fy rir borgarmörkin til nágrannasveitarfélaganna fyrir sinnuleysi stjórnvalda. Verkefni Atvinnumálanefndar Reykjavikurborgar eru tviþætt. I fyrsta lagi aö fylgjast meö at- vinnuástandinu i borginni og gri'pa inn i, ef þörf krefur, og i ööru lagi aö stofna til njfrra at- vinnutækifæra og veröur aö segj- ast eins og er, aö á undanförnum árum hefur tekist mjög vel til um þessi verkefni, svo aö hér i Reykjavik er atvinnuástandiö mjög gott. ” — Hvert er starf Atvinnumála- nefndar um þessar mundir? „Nefndin er þessa dagana aö sinna þvi' árvissa verkefni sinu aö útvega 1300-1400 skólanemum at- vinnu i sumar. Margir þeirra fara aö visu til starfa hjá fyrirtækjum i borginni, en borgin hefur nú þegar ráöiö um 800 nemendur til ýmissa starfa á vegum borgar- innar, svo sem viö garöyrkjustörf og magvislega fegrun á borgar- landinu.” Þaö er þróttmikiö og Itarlegt starf atvinnumálanefndar, sem liggur aö baki farsællar úrlausn- ar svo viötækra verkefna, og viö biöjum Pál aö segja okkur nánar frá þessu. „Já, i byrjun árs 1981 lýsti At- vinnumálanefndin eftir aöilum meö áform um nýja framleiöslu- starfsemi, og gaf til kynna, aö hún væri reiöubúin aö greiöa niö- ur húsnæöiskostnaö þeirra á svo- nefndum iöngaröakjörum, segir Páll. — Til nefndarinnar bárust 14 umsóknir en af þeim reyndust 5 ekki uppfylla uppsett skilyröi. Flestir hinna hafa þegar fengiö styrki til sinnar starfsemi, og aörar umsóknir eru i athugun. Auk þess er Atvinnumálanefnd i góöu samstarfi viö ýmsa aöila um könnun margvislegra möguleika til atvinnuaukningar i borginni, ogkemurárangur þess samstarfs betur i ljós þegar frá liöur, svo aö ekki þarf aö fara mörgum oröum um nú aö sinni. En i þvi sambandi má ekki gleyma þvi, aö þaö var fyrir tilstuölan atvinnumála- nefndar aö byggt var hér i Reykjavik yfir nýju strætisvagn- ana, fjörutiu talsins Þaö er sannfæring min”, sagöi Páll R. Magnússon aö lokum, „aö fjölbreytt og öflugt atvinnulif sé ein helsta forsenda þess, aö hér i borginni geti þróast heilbrigt mannlif, og i þeim efnum hefur sannarlega tekist vel til i tiö nú- verandi borgarstjórnarmeiri- hluta.” Kveðja f rá Kven- réttinda- félagi íslands ■ Kvenréttindafélag ts- lands kveöur heiöursfélaga sinn Jóhönnu Egilsdóttur meö viröingu og þökk. Þegar baráttusaga is- lenskra kvenna verður skráö ber þar hátt nafn Jóhönnu Egilsdóttur. Hún var alla tiö ötull liös- maður viö aö vinna aö rétt- indamálum kvenna og áttu verkakonur alltaf skelegg- astan málssvara þar sem Jó- hanna var. Snemma i sögu Kvenréttindafélagsins gerö- ist Jóhanna þar félagi og var um skeiö varaformaöur. Kvenréttindafélag tslands stofnaöi áriö 1914 Verka- kvennafélagiö Framsókn. Þar var Jóhanna formaöur á þriöja tug ára og átti hún i þvi félagi merkustu sporin á starfsferli sinum. Jóhanna Egilsdóttir sat eitt sinn á Alþingi sem vara- þingmaöur og lét þá, aö von- um, réttindamál kvenna til sín taka. tslenskum kvenréttinda- konum er þaö vel ljóst aö þaö eru konur eins og Jóhanna sem hafa veriö styrkur þess og stoö á liönum árum. Megi þjóöin eignast margar slikar konur. Jóhanna Egilsdóttir mun lifa I sögu og minningu Kvenréttindafélags tslands. Stjórn KRFt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.