Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. mai 1982 9 Steindór Sigurös- Ólafur Þórftarson ■ Sigurjón Guö- björnsson ■ Margrét Gestsdótt- ir narmanna í Njardvík vöröur, Grundarvegi 1 9. Gunnlaugur óskarsson, raf- virki, Hjallavegi 5 c 10. Einar Aöalbjörnsson, lager- maöur, Hjallavegi 5 11. Jónas Pétursson, bilstjóri, Fifumóa 5c 12. Páll Ólafsson, rafvirki, Njarö- vikurbraut 11 13. Sigurður Sigurösson yfirlög- regluþjónn, Grænási 3 14. Kristján Konráösson, skip- stjóri, Þórustig 14 „Málefni Innri- Njarðvfkur og umhverfismál” — það sem ég legg mesta áherslu á, segir Ólafur Eggertsson ■ „Málefni Innri-Njarðvikur og umhverfismál eru þau mál sem ég vil leggja mesta áherslu á fyrir þessar kosningar,” svaraði Ólaf- ur Eggertsson annar maður á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar i Njarðvik. „Fyrir hverjar kosningar hefur verið rætt um að Innri-Njarövik ætti að fá fulltrúa i bæjarstjórn, við kosningarnar framundan gefst nú tækifæri til þess, með þvi að kjósa B-listann sem hefur eina raunhæfa möguleikann til að ná inn manni þaðan i bæjarstjórn. En málefnum Innri-Njarðvikur er að sjálfsögðu best borgið i höndum þeirra sem þar búa,” sagði Ólafur. „Við erum til aö mynda orðin þreytt á þvi að biða i 10-11 ár eftir gangstéttum og fleiri slikum framkvæmdum. Trassa- skapur bæjarfélagsins i slikum verkefnum hefur ekki einungis i för með sér illa útlitandi ibúða- hverfi heldur einnig lægra ibúöa- verð, og þá beint tap fyrir ibúana. Varðandi umhverfismálin vantar svo ekki að þau koma allt- af til umræðu fyrir kosningar. Eftir kosningar vill það hins veg- ar brenna viðað menn verði ákaf- lega ihaldssamir á það fjármagn sem fyrir hendi er þannig að litið vill verða eftir til fegrunar bæjar- ins. Við i Umhverfis- og náttúru- verndarnefnd — þar sem ég hef verið formaður siðustu fjögur ár- in — höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með það hve litlu fé er veitt til umhverfismála. Ég hef mikinn áhuga fyrir þvi að 2. eða 3. hvert ár verði stórum hluta af framkvæmdafé bæjarins ávallt veitt til umhverfismála og að þannig verði reynt á skömm- um tima að gera bæinn okkar að fyrirmyndarbæ, er verði öllum til sóma. Að þessum málum hyggst ég beita mér nái ég kjöri i bæjar- stjórn”, sagði Ólafur. —HEI „Umfram allt viljum við hag bæjarbúa sem bestan” — segir Ölafur í. Hannessori ■ „Meirihlutasamstarfið með Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi hefur tekist ágætlega hér i Njarð- vik”, svaraði Ólafur I. Hannesson bæjarfulltrúi framsóknarmanna, i stuttu spjalli við Timann. En að hverju hefur helst verið unnið? „Uppbygging nýs ibúðahverfis i Innri-Njarðvik hefur gengið vonum framar og hefur um 30 lóðum verið úthlutað. Þá er stefnt að þvi að taka nýtt dagheimili i notkun á þessu ári, en það var byggt i samstarfi við Systrafélag Innri-Njarðvikur. Þá var lokið við byggingu iþróttamiðstöðvar á siðasta ári, en hún hafði þá verið i smiðum i 18 ár. Einnig má nefna að þegar yfirstandandi gatna- gerðarframkvæmdum lýkur i vor verða um 77,7% gatna komnar með bundið slitlag. En þess má geta að gatnakerfið hér mun vers það lengsta i þéttbýli hér á landi sé miðað við ibúafjölda eða um 6,2 metrar á hvert mannsbarn i bænum. Einnig má nefna aö umhverfis- mál hafa verið ofarlega á baugi hér i byggðarlaginu. Eitt stærsta átakið tel ég hafa verið er við náðum samningi um niðurrif gamalla striðsminja við Borgar- veg, en á þvi svæði var siðan út- hlutað 9 einbýlishúsalóðum. Er þegar flutt inn i sum húsin en önn- ur eru i byggingu. A þessu svæði eru þó braggar enn til óþurftar bæði fyrir augun og skipulagið. En vonandi tekst fljótlega með góðu samkomulagi við rétthafa og lóðaeigendur að hreinsa þar til”. — Óskaði ekki bæjarstjórn Keflavikur eftir þvi i haust að fram færi rannsókn á kostum og ókostum þess að Keflavik og Njarðvik yrðu sameinuö i eitt bæjarfélag. Hvað kom út úr þvi? „Bæjarstjórnin hér taldi ekki ástæðu til að verða við þessari ósk að svo komnu máli. Afstaöa okk- ar framsóknarmanna byggðist m.a. á þvi að þótt e.t.v. mætti spara með þvi smáupphæð i peningum, þá er stærðarmunur kaupstaðanna of mikill. Við yrðum aðeins hverfi i Keflavik. Jafnframt myndi þá metnaður milli ibúa bæjanna hverfa, en ég tel heilbrigða samkeppni til bóta og betra að mætast t.d. um verk- legar framkvæmdir og iþróttaaf- rek en að rifast um kökuna inn- byrðis. Þess má lika geta að um þessar mundir eru 40 ár frá stofn- un núverandi sveitarfélags i Njarðvik. Afsal sjálfstæðisins hefði okkur þótt heldur nöturleg afmælisgjöf”. — En hver eru þá helstu fram- tiðarmálin hjá ykkur? „Meðal þeirra eru byggingar ibúða sem eru sérhannaðar fyrir aldraða svo og aukin heimilis- hjálp þeim til handa. Jafnframt viljum við framsóknarmenn styðja samtök aldraðra og annars áhugafólks i öldrunarþjónust- unni, til aukins tómstunda- og félagsstarfs. Við viljum að Landsmót U.M.F.l. 1984 verði sveitarfélög- unum hér til sóma, og þá ekki sist útisundlaug og önnur aðstaða i Njarðvik. Viö viljum vinna að þvi að Orkubú Suðurnesja verði að veru- leika. Við viljum sjálfstæðan Njarö- vikurbæog jafnframt gott og auk- iðsamstarf við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, eftir þvi sem að- stæður leyfa. Við viljum treysta þá atvinnu- vegi, sem fyrir eru, og aö leitað verði ráöa til að stofna til nýrra atvinnugreina, t.d. ýmisskonar iðnaðar og iðju. Fleira mætti að sjálfsögðu nefna, sem ekki verður rakið, frekar en að allt hafi verið upptal- ið sem gert var á siðasta kjör- timabili. En umfram allt viljum viö þó hag bæjarbúa hér i Njarð- vik sem bestan”, sagði ólafur. —HEI borgarmál Aukin samskipti aldraðra ■ Við unga fólkið hugsum ekki nógu oft út i það hvað við stöndum i mikilli þakkarskuld við hina öldruðu sem búið hafa i hendur okkur það tsland, sem viö eigum i dag. Ef við berum saman tsland fyrir 50 árum og tsland eins og það er i dag verður okkur ljóst að sú kynslóð tslendinga sem nú er um sjötugt hefur unnið uppbyggingarstarf sem tekið hefur margar kynslóðir hjá flestum öörum þjóðum. Fyrstu skrefin sem stigin voru i öldrunarþjónustu á tslandi voru þau aö byggð voru elliheimili sem i sjálfu sér voru eölileg lausn þess tima, þó þauséu ófullnægjandi inútimaþjóöfélagi. Þetta kerfi byggöi á þvi að aldraö fdlk fór af heimilum sinum og á elli- heimilin. Framsóknarflokkurinn hefur á siðustu árum myndað nýja stefnu i öldurnarmálum. Hún byggir á þvi að efla og virkja samtök aldraðra sjálfra og aðstoöa áhugafólk viö uppbyggingu öldrunar- þjónustu. Annað megin at- riöi stefnu okkar er aö öldruð- um sé gert kleift að búa á eigin heimilum og i umhverfi sinu eins lengi og heilsa og kraftar leyfa i stað þess að flytja á dvalarheimili aldraöra á ein- hverjum ákveönum aldri. Nú er þaö staöreyynd að i- búðarhúsnæði sem aldraðir eiga getur verið óhentugt af ýmsum ástæðum og við viljum að byggðar verði sérhannaðar söluibúðir meö nauðsynlega þjónustuaðstööu sem seldar verði öldruöum á kostnaðar- verði. Og fyrir þann stdra hóp aldraöra sem getur búið I eigin húsnæði þarf að tryggja þjónustu og heilsugæslu. SU stefna að draga fólk i dilka eftir aldri er að minu mati úr- elt. Við framsóknarmenn vilj- um aukin tengsl æsku og aldraöra meö þvi að fá aldraða i heimsóknir og til starfa á dagvistarheimilum borgarinnar. Við trúum þvi að i öldruðum búi sú þekking og kunnátta sem æska borgarinnar má ekki fara á mis viö. Viö viljum efla samskipti æsku og aldraðra báðum hdpum til gagns og ánægju. Að þvi mun- um viö stefna ef við störfum i meirihluta á næsta kjörtima- bili. Auður Þórhallsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.