Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 11
10 UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i eftirfarandi: RARIK—82014. Aðveitustöð Hveragerði, smiði á stáli fyrir útivirki Efnisþyngd ca. 4.000 kg. Opnunardagur 3. júni 1982 kl. 14:00 RARIK—82029. Þéttasett Opnunardagur 18. júni 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld frá og með föstu- degi 14. mai 1982 á skrifstofu Rafmagns- veitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Verð útboðsgagna: RARIK—82014 —150 kr. hvert eintak. RARIK—82029 — 25 kr. hvert eintak. Reykjavik, 12. mai 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ■ Mjólkina okkar, rjómann, skyriö, jógúrtina, emmess-isinn, brauöin og jafnvei snúöana meö kaffinu fáum viö allt frá þessu fólki, þaö er aö segja starfsfólki Mjólkursamsölunnar i Reykjavik, sem byrjar starfsdaginn flestum fyrr á morgnana, og tók vel á móti Geröi Steinþórsdóttur i hádegistimanum. ■ „Hefur borgin svo mikiö breyst á þessum fjórum árum”? spuröu þeir m.a. starfsmenn Mjóikursamsölunnar: „Er nema eölilegt aö þaö taki meira en fjögur ár aö breyta þvi sem sjálfstæöismenn hafa veriö háifa öld aö skapa. Og er þvl nema sanngjarnt aö núverandi meirihluta veröi gefin a.m.k. fjögur ár i viöbót?” spuröi Sveinn Grétar Jónsson, og geröu menn góöan róm aö þvi. Frambjódendur Framsóknarflokksins heimsækja vinnustaði: .HðFllM FENGW GÓÐAR ABENDINGAR FRA FÓLKINU' ■ ,,Þessir fundir eru ekki eingöngu til upplýsinga fyrir fólkið á vinnustöðunum sem við heimsækjum, heldur einnig — og ekki siður — sjálfum okkur til fróðleiks. Við höfum fengið þar margar góðar ábendingar og fjölda nýrra hugmynda”, sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins sem undan- farna daga hafa heimsótt hvern vinnustaðinn af öðrum hér i Reykjavik. Þeim hefur lika undan- tekningarlaust verið tekið afar vel af starfsfólkinu. ■ Geröur gaf mönnum m.a. hina nýju stefnuskrá framsóknarmanna f borgarmálum, svo þeir gætu gluggaö i hana i rólegheitum. ■ „Já, EgiliSkúli eöa Daviö, þú velur m.a. um þaö á kjördag” sagöi Sveinn Grétar I þessum glaöværa kvennahóp á Kirkjusandi. Hefur fóik sýnt svo mikinn áhuga á aö kynnast hinum ýmsu borgarmálum og spyrja nánar um þau að fundirnir hafa jafnvel oröiö helmingi lengri en áætlaö var. Sparnaður á fjármunum borgarbúa, svo sem aö rikið yfir- taki rekstur Borgarspitalans hef- ur ekki hvað sist mælst vel fyrir. Reykvikingum finnst það greini- lega ósanngjarnt að sjúkrahús- kostnaöur sjúklinga allstaöar annarsstaöar aö af landsbyggð- inniséaötöluverðum hluta tekinn beint úr þeirra buddu, i stað hins sameiginlega kassa allra lands- manna. Lækkun fasteignaskatta ítók fólk gjarnan i fyrstu meö nokkr- um efa — enda ekki vant þvi að hlutir lækki mikið — þar til skýrt var út það samhengi sem er á milli þessara tveggja stefnumála. Yfirtaka rikisins á Borgar- spitalanum sparar Reykjavik svo háar fjárhæðir, að ekki er nóg meö að það gefi ráðrúm til lækkunar fasteignaskatta af venjulegu fjölskylduhúsnæði, heldur yrði töluverður afgangur sem hægt væri að verja til ann- arra framfaramála i þágu borgarbúa. Að sjálfsögðu voru frambjóð- endur spurðir um hina aðskiljan- legustu hluti aðra, t.d. punkta- kerfið við lóðaúthlutun. t þessum hópi var t.d. fólk sem flust hafði úr borginni m.a. vegna þess að það fékk ekki lóöir á timum fyrri borgarstjórnarmeirihluta, en vill nú gjarnan fara að flytja hingað aftur. DAGA TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á PLÖTUSPILARA FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA- AFSLÆTTI. * * Miðað vió staögreiöslu FARÐU EKKITÆKJAVILLT TRYGGÐU ÞÉR M [fjl IGÆÐI Laugavegi 10 sími 27788

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.