Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 13. mai 1982 12____________ heimilistímirm umsjón: B.St. og K.L. ■ Fasta er aðferð til þess að aðstoða likamann við að hjálpa sér sjálfur. Hún leysir úr læðingi orku sem undir venjulegum kringumstæðum fer i að melta fæðuna, og breytir henn i auðfengna orku sem má nota til annarra nota. Þegar við verðum veik, miss- um við matarlystina vegna þess að likaminn þarfn- ast allrar þeirrar orku sem fyrir hendi er, til að endurheimta heilsuna. Fasta merkir einungis að nærast á fljótandi fæði, ekki svelti. koma skal. Það þarf eiginlega að segja honum, að bráðum verði hann að fara og venjast þvi að fasta og fá enga fasta fæðu. Sfðustu 3 dagana er heppilegt að nærast eingöngu á grænmeti og ávöxtum. Drekkið stórt vatnsglas kvölds og morgna og horfið björt- um augum á tilveruna. Þetta gerist i likamanum Máðurinn er vanafastur og likaminn fer eftir þeim reglum sem eru nauðsynlegar til að halda honum við og að liðanin verði sem best. Blóðrásin eykst i mismun- andi likamshlutum á hinum ýmsu timum sólarhringsins, eftir þvi hvar hennar er mest þörf. Eftir þunga máltið streymir blóðið frá heilanum að maganum. Þá lang- ar okkur helst til aö fá okkur smá- blund. Þegar maturinn er meltur, leitar hann út i smáþarmana og Fasta Hverjir mega fasta? Allir, sem hraustir eru geta fastað. Þeir, sem vilja grennast, geta byrjað á þvi að fasta. Þegar fastað er, dregst maginn saman og þvi fær fólk fyrr þá tilfinningu, að það sé mett. Það er visindalega sannað að vanliðan og ýmsir kvillar geta horfið við föstu en rétt er aö fast- an sé haldin i samráði við lækni. Þegar hafa margir læknar kynnt sér ýmsar aðferöir við föstu, sem þeir eru reiðubúnir að gefa meö- mæli sin. Séuð þið i vafa um eitt- hvað i sambandi við föstuna ættuö þið að hafa samband við lækni. Þessir mega ekki fasta Fólk haldið krabbameini, truflunum á starfsemi skjald- kirtils, hjartasjúkdómum, nýrna- sjúkdómum, taugasjúkdómum, Þannig föstum við heimafyrir Morgunverður: 1 glas plómusaft (1/2 glas safi 1/2 glas vatn). 1 bolli jurtate, gert sætt meö hunangi. Hádegisverður: 1 glas grænmetiskraftur, bragð- bætt með sellerisafa eða súrkáls- safa. 1 bolli jurtate með hunangi. Kvöldverður: 1 glas grænmetiskraftur, bragð- bætt með grænmetiskokkteil. Milli máia: Milli mála má drekka kirsuberja- saft eða eplasafa eftir smekk (1/2 glas saft, 1/2 glas safi). Drekkið gjarna sódavatn eða vatn úr krananum. Likaminn þarfnast 2-3 litra af vökva á dag. Drekkið ekki meira en 5 litra á dag. X Ef meltingarstarfsemin fer úr skorðum, er gott að drekka plómusaft á kvöldin líka. X Hreyfing og hvild eru mikil- væg á föstutimanum. Reynið ekki óhæfilega mikið á likamann en þó eitthvað á hverjum degi. X Gufubað og sund krefst meiri vökvaöflunar. Drekkið áður en þið farið i gufubaðið. X Þriðji dagur föstunnar er erfiður. Höfuðverkur og ógleði á ekki að vekja neinn óróa, það er alveg eðlilegt. Hvernig er föstunni hætt? Þar gildir gullin regla — þvi lengur, sem fastað hefur verið, þvi hægara og varlegar verður að hætta. Gott er að fylgja þeirri reglu að láta liða minnst jafn- langan tima og fastan stóð áður en farið er að borða jafnmikið og tjKjgT' ■ Fasta merkir einungis aðnærast á fljótandi fæði, ekki svelti. er hreingerning á líkamanum blóðsjúkdómum og sykursýki má ekki fasta. Sá sem haldinn er van- máttartilfinningu eða er áhuga- laus um fösluna ætti að láta hana vera. Það hefur litið upp á sig að taka til við föstu bara af þvi að einhver annar hefur talið þig á að taka hana upp. Þá er betra að biða þar til áhugi og forvitni hvetja til aðgerða. Hvenær á að fasta? Margir halda þvi fram að best sé að fasta um vorjafndægur. En engar sannanir hafa fundist fyrir þvi, að sá árstimi sé árangursrik- ari en annar. Þá eru þeir til, sem halda þvi fram, að best sé að fasta undir nýju tungli og enn aðrirstanda á þvi fastar en fótun- um, að eini rétti timinn til föstu sé, þegar hlýtt er i veðri. En mikilvægast er, að þeim, sem ætlar sér að fasta, finnist rétti timinn kominn hvenær svo sem hann er! Þannig fer fastan fram Hinar ýmsu aðferðir til föstu eru yfirleitt mjög svipaðar. Sam- kvæmt þeim á aö neyta 2-3 litra af vökva á dag. Er þar um að ræða saft, ávaxtasafa, jurtate og græn- metissúpur. Drykkirnir skulu vera lausir við aöskotaefni og gerðir úr bestu hráefnum. Best er að pressa sjálfur safann úr ávöxt- unum og nota nýtt grænmeti. Drykkirnir eiga að vera volgir eða heitir og boröaðir með skeið. Neytið þeirra í smá skömmtum og gefið ykkur góöan tima. Gerið þá eins lystilega og mögulegt er og notiö kryddjurtir. Haldið i við ykkur með salt. Jurtate má gera sætt meö þvi aö hræra hunangi út i, það heldur blóðsykrinum hæfi- legum og kemur i veg fyrir að blóöþrýstingurinn lækki svo mik- iðað svimi geri vart við sig. Mjög gott er að fá sér mikla hreyfingu og hreint loft á meðan á föstunni stendur. Það kann að vera, að nauösynlegt sé að klæða sig sér- lega vel, þar sem fólk getur orðið kulsælla á meðan það fastar. Þannig er fastan undirbúin Ekki siðar en viku áður en fast- an sjálf hefst, þarf að fara að undirbúa likamann undir það sem þaðan dreifist hann út i vefina. Þetta verkefni sér blóðrásin lika um. A meðan likaminn sefur hamast lifrin við að hreinsa vef- ina með hjálp blóðsins. Ef likaminn fær enga fasta fæðu má nota alla þá orku sem i þetta fer til annars. Föstudrykkirnir innihalda ekki nema litinn hluta þess hitaein- ingafjölda sem likaminn notar. Þá snýr sú likamsstarfsemi, sem áður snerist um að koma fæðu- efnunum frá smáþörmunum út i likamann sér að fitufrumunum, þar sem safnast hefur saman nokkurs konar forðabúr til magr- ari tima. Frumuskiptingin i likamanum hættir ekki á meðan fastað er. Hún kann einmitt að aukast vegna þeirrar aukahreyfingar sem föstunni fylgir. Til að nýjar frumur geti myndast, þarf snefil- efni, steinefni, fjörefni, aminó- sýrur og ofurlitla fitu. Rétt blandaðir föstudrykkir eru nægi- lega auðugir að 3 fyrstnefndu efn- unum. En það sem á vantar, verður að sækja i forðabúr likamans. 1 fituvefunum er að finna þær birgðir af úrgangi sem lifrin hef- ur ekki haft undan að losa sig við. Engar visindalegar sannanir hafa fundist fyrir þvi, að þessi úr- gangur hverfi úr likamanum viö föstu. Með einföldum rannsóknum er hægt að ganga úr skugga um, að fasta hafi jákvæð áhrif á eftirfar- andi: Kólesterolinnihald blóðsins verður eðlilegra, blóðfita minnk- ar, umframmagn þvagsýru hverfur, hækkaður blóðþrýsting- ur verður eðlilegur, blóðið verður heilbrigðará, geta vefanna til að taka til sin sýru eykst. Fastan hefur sem sagt góð áhrif á starfsemi likamans, svo framarlega sem farið er rétt að. Allt sem hefur góð áhrif á likamann, eykur mátt hans til að lækna sig sjálfur. Og það er sjálf- sagt að nýta þá möguleika, sem maður hefur til að gera sjálfum sér gott og vera góður við sjálfan sig, ekki sist á þeim tima, sem fastað er! Svona má búast við að manni líði Sagt er, að manni liði illa nokkra fyrstu daga föstunnar. Það gerist ekki alltaf, en ef svo fer er það ekkert óeðlilegt. Það lagast fljótt ef lagst er fyrir smá- stund eða farið i röska gönguferð i hreinu lofti. Fráhvarfseinkenni gera lika oft vart við sig hjá þeim, sem eru að leggja niður kaffidrykkju eða reykingar. Duldir kvillar og sjúkdómar geta gert vart við sig i upphafi föstunnar. Þá er kannski græn- metissúpa ólystileg, en þá er hægt að skipta yfir i ávaxtasafa eða sódavatn. Þegar likaminn gefur til kynna löngun i sætindi er i rauninni um neyðaróp að ræða. Þá vantar eitt- hvert eða einhver þeirra efna, sem likaminn er byggður úr, s.s. snefilefni, steinefni ,bætiefni, en áreiðanlega ekki sætindi. Fái likaminn vænan skammt af þess- um efnum, hverfur þessi löngun. Það er gott ráð að taka aukastein- efni á meðan á föstunni stendur. Fyrir kemur að skán myndist á tungunni. Hún getur verið óþægi- leg, en er hættulaus með öllu. Þið skuluð ekki tyggja tyggigúmmi. Of mikið munnvatnsrennsli getur vakið hungurtilfinningu. Ef bragðið er of óþægilegt, er best að láta mentóltöflu eða hálstöflu renna á tungunni. Meltingin verður að vera i góðu lagi Meltingarstarfsemin verður að vera i góðu lagi á meðan fastaö er. Mild hægðameðul eða jurtate geta stuðlað að þvi. Aðalatriðið er, að það verði ein hreinsun á dag, jafnvel þó að fastan standi yfir um lengri tima. Hve lengi skal fastan standa? 7-12 daga fasta fyrir þann sem fastar i fyrsta sinn er hæfileg. Það getur verið svolitið brösótt að stunda vinnu á föstutimanum, en hefur þann kost að dreifa hugan- um, sem ekki er sifellt bundinn við föstuna. En erfiðisvinna og fasta fara ekki saman. Þurfi að stunda vinnu á föstutimanum er heppilegtaðhefja föstuna á föstu- degi. Fylgi ógleði eða höfuðverk- ur i upphafi föstunnar verður það á laugardegi eða sunnudegi en er afstaðiö á mánudeginum. Ef fastað er i fyrsta sinn og það á eigin spýtur er réttara að gera hlé á föstunni að 14 dögum liðn- um. Þá kemur yfir velliðunar- og léttleikatilfinning. Og það er eng- inn vandi að glaðvakna á morgn- ana! Orkan hefur ekki glatast á föstutimanum. Hve oft er óhætt að fasta? Þeim, sem liður vel á föstu- timanum, dettur aldrei i hug að spyrja þessarar spurningar. Likaminn sjálfur lætur vita. Það myndast þörf fyrir að fasta a.m.k. einu sinni á ári. Það er helst eins og vorið sé ekki komið, fyrr en farið hefur fram róttæk vorhreingerning á likamanum. Reyndar getur þessi hrein- gerningarþörf alveg eins sagt til sin á haustin og er ekkert þvi til fyrirstöðu fyrir hrausta manneskju að fasta tvisvar á ári. Unglingar á táningsaldri þola vel 7 daga föstu og aldrað fólk lika svo framarlega sem hjartað er hraust. Lifnaðarhættir eftir föstu Likamsstarfsemin fer fram að eigin hætti en við getum þó sjálf lagt okkar til málanna með vali á mat og drykk, þvi andrúmslofti sem við öndum að okkur og hrær- umst i. Fyrir mörgum sem hafa fastað fer svo, að þeir umbreyta alger- lega sinum matarvenjum. Þeir neyta meira ávaxta og græn- metis, jurtaolia er auðmeltari en mettuð fita. Gróft brauð er næringarrikt og gott fyrir meltinguna. Það er auðveldara að halda sig að „grænu linunni” á sumrin, þegar nægt úrval er af vitamin- auðugu grænmeti. Við föstuna kynnist fólk betur likama sinum og starfsemi hans. Hvaö varðar gott heilsufar berum við sjálf stærsta hluta ábyrgðar- innar. Ef tekist hefur að læra að hlusta á aðvörunarmerki likamans er oft hægt að gripa til varúðarráðstafana og koma i veg fyrir að sjúkdómur nái að gripa um sig. fyrir föstuna. Þetta á ekki sist við um þá, sem eru i grenningu eða ekki alveg hraustir. Tyggið vel! 1. dagur: Morgunverður: 3 plómur eða sveskjur og föstu- drykkurinn. Te. Hádegisverður: Ein meðalstór eða tvær litlar kartöflur, eða kartöflustappa með „grænni” undanrennusósu (hökkuð persilja). Ein skeið grænmeti, sem lagt hefur verið i mysu, ein teskeið kotasæla og föstudrykkurinn. Kvöldverður: Það sama og I hádegisverð eða þunn súpa eða glas af undanrennu eða léttmjólk, þar að auki föstu- drykkurinn. 2. dagur: Morgunverður: Undanrenna, ein msk. morgun- verðarkorn, 3 plómur eða sveskj- ur föstudrykkurinn. Hádegisverður: Sama og daginn áður en aukið kotasæluskammtinn og bætið við salatblaði. Föstudrykkurinn. Kvöldverður: Sama og um hádegiö. Föstu- drykkurinn. 3. dagur: Allar máltiðir: Borðið það sama og á öðrum degi en aukið skammtana litillega. Bætið við svolitlum tómati, fint rifnum gulrótum eða öðru mildu grænmeti i aðalmáltiöina og við morgunverðinn rúsinum, sem lagðar hafa verið i bleyti. Enn skuluð þið forðast mjólk. En drekkið gjarnan jurtate á milli mála. 4. dagur: Allar máitiðir: Borðið það sama og á þriðja degi og aukið enn ofurlitið skammt- ana. Hafið „gullnu regluna” hug- fasta. Að lokum skal þess getið að um árabil hefur á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins i Hveragerði verið svokallað glasafæði fyrir þá sjúklinga sem það þykir henta og byggist það á sömu forsendum og sú fasta sem lýst er hér að framan. Það er allt grænmeti tilreitt á staðnum og mikið notast við soðið sem af þvi kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.