Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 12
20 111 Læknafulltrúi *!' óskast Starf læknafulltrúa á skrifstofu borgar- læknis er laust til umsóknar. Umsækj- endur þurfa að hafa a.m.k. 2ja ára starfs- reynslu við læknaritun. Góð málakunnátta er nauðsynleg (norðu- landamál auk ensku) og æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu i skjalavistun og einkaritarastörfum. Upplýsingar á skrifstofu borgarlæknis, simi 22400. Umsóknarfrestur til25. mai. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðsluHeilsuverndarstöðvarinnar. Sveit 13 ára stúlka óskar eftir vinnu i sveit i sumar. Getur byrjað strax. Upplýsingar i sima 91-36911 eða 91-83827. Sveit 11 ára drengur óskar eftir að komast i sveit i sumar. Er vanur sveitamennsku. Borgað með ef óskað er. Upplýsingar i sima 91-25875 eftir kl. 17.00 VEIÐIMENN Veiðileyfasalan er hafin hjá Landsam- bandi veiðifélaga, Hótel Sögu i ár og vötn i nágrenni Reykjavikur og viðar. Upplýsingar i sima: 15528 eftir hádegi. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJA n C^ddc Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Kælitækjaþjónustan Roykjavikurvogi 62, Hafnartirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum l póstkröfu um land allt Lausar stöður Viö Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar til umsóknar kennarastöður i stærðfræði, eðlisfræði og viðskiptagrein- um. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 9. júni nk. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið ll.maf 1982. Heybindivél IH 440 heybindivél árg. 1973 til sölu vel með farin og i sérlega góðu ásigkomulagi. Vélin hefur aldrei verið geymd úti. Upplýsingar i sima 99-7316. Föstudagur 14. maí 1982 íþróttir „Leikjafjölgun og félagaskipti verða efst á baugi” segir Jón Erlendsson varaformaður HSÍ en ársþingið hefst í kvöld ■ Ársþing Handknatt- leikssambands Islands hefst i kvöld og því verð- ur síðan framhaldið á morgun. Þingið verður haldið í Domus Medica við Egilsgötu og verður það sett kl. 20 i kvöld. Tíminn ræddi í gær við Jón Erlendsson varafor- mann HSi og spurði hann hvaða mál hann teldi að yrðu efst á baugi. „Það verða sennilega tvö mál að minu mati sem munu bera einna hæst á þessu þingi. Ann- ars vegar er það leikjafjölgunin og siöan félagaskipti, jafnt inn- lendra sem erlendra leikmanna. Það hefur verið rætt um að breyta fyrirkomulaginu 1 deildarkeppninni. Fyrst yrðu leiknar 14 umferöir eins og nú er og siðan yrði félögunum skipt 1 tvo hópa. Fjögur félög sem myndu keppa á toppnum og fjögur um botninn. Þá tel ég að ekki minni umræöa verði um félagaskiptin og hvort leyfa ætti erlendu leikmönnunum að taka þátt i mótunum. Þessi tvö mál tel ég aö verði efst á baugi”, sagði Jón. röp—. Er ekki ó- ff sennilegt — ,,að ég hætti að keppa fyrir KR í frjálsum íþróttum” segir Jón Oddsson ff ■ Eins og fram kom i Timanum i gær þá er mikill kurr i leikmönn- um Isafjarðarliðsins vegna fram- komu Mótanefndar KSl og KR-inga varðandi ósk þeirra um frestun á leik IBt og KR á laugar- daginn. Jón Oddsson sagði i samtali við Timann i gær að hann væri mjög óánægður með framkomu fyrrum félaga sinna hjá KR i þessu máli. „Það er ekki ósennilegt aö maður endurskoði afstöðu sina meö KR og keppi framvegis fyrir eitthvert annað félag” sagði Jón. Jón keppti áður með KR i 1. deild i knattspyrnu en Jón er einnig mjög liðtækur frjálsiþróttamaður og hefur hann keppt fyrir KR á þeim vigstöðvum. Með þessum oröum að framan á Jón við að alls óvist sé hvort hann muni keppa i frjálsum iþróttum fyrir KR i framtiöinni. röp—. Athugasemd frá KR-irigum ■ Vegna frétta á iþróttasiðu Timans 12/5 um breytingar á leiktimum 1B1 — KR vill stjórn Knattspyrnudeildar K.R. taka fram eftirfarandi: 1. Hefði leikurinn verið fæTður til Reykjavikur og orðið heima- leikur K.R. eins og Isfirðingar óskuðu yröi væntanlega leikið á Melavelli og mun færri áhorf- endur komið að sjá leikinn en siðar i sumar þegar hinn rétti heimaleikur fer fram. Hér er þvi um tekjutap sem skiptir tugþús- undum að ræða og af þeim sökum var þessari beiðni Isfirðinga hafnað. 2. Ástæðan fyrir þvi að K.R. vill halda sig við þegar ákveðinn leik- timi kl. 14.00 á laugardag en ekki kl. 15.00 eða 17.30 eins og óskir komu fram um eru i stórum dráttum þessar: a). Ófram- kvæmanlegt er að breyta flugá- ætlun með svo skömmum fyrir- vara. b). Nokkrir leikmanna maistaraflokksins K.R. þurfa af persónulegum ástæðum aö komast til Reykjavikur strax aö leik loknum kl. 15.45. c). Bæði K.R. og ÍBl gafst kostur á að gera athugasemdir við niðurröðun mótanefndar á leikjum Islands- mótsins áður en leikdagar voru endanlega ákveðnir. Hvorugt félagið gerði athugasemdir um leikdag 1B1 og K.R. og mun K.R. þvi hlita leikdegi og timasetningu mótanefndar á leiknum þrátt fyrir það að betra hefði verið fyrir félagið að leika á öðrum degi vegna forfalla eins máttarstólpa liðsins Sæbjörns Guðmundssonar sem ekki getur leikið vegna prófa við Tannlæknadeild Háskóla íslands. Dómarar þurfa aðvera í þjálfun ■ A morgun hefst tslandsmótið i knattspyrnu. Eins og undan- farin ár hafa dómarar æft vel fyrir keppnistimabiliö. Það eru ekki mörg ár siöan, að dómarar fóru aö æfa regluiega fyrir keppnistimabiiið. En það er rik ástæða fyrir þvi að dómarar æfi vel nú til dags. Enginn dómari fær aðdæma i deildarkeppninni, nema hann standist þrekpróf. Byggist þrekprófið á stuttu og löngu hlaupi, en það eru eftirtal- in hlaup: 4x10 m. sem hlaupa þarf á 11.5 sek, 50 m. á 8 sek. 2x200 m á 2x37 sek. 400 m á 75 sek. Skilyröi að þeir hlaupi þetta hlaup, sem eru miilirfkjadóm-. arar og þeir sem koma til álita sem millirikjadómarar. Siðan er 12 mtn. hlaup. Þar sem yngri dómararnir verða að hlaupa 2300 m en þeir sem eru eidri en 50 ára hlaupa 2000 m. Þetta þrekpróf þreyttu dómarar nú nýlega með góðum árangri. Fyrir heimsmeistarakeppn- ina i Argentinu 1978 voru dómararnir sem dæmdu I úr- slitakeppninni, látnir gangast undir þrekpróf. Það sama og islenskir dómarar gangast undir. Forráðamönnum F.I.F.A. brá mjög, er þeir kom- ust að þvi, að stór hópur þessa toppdómara, var i mjög lélegri æfingu. Var ástand nokkurra dómara, svo slakt, að furðu sætti. Þetta varð til þess að Knattspyrnusamband vrópu, U.E.F.A. ákvað að á næstu Guðmundur Haraldsson skrifar dómararáöstefnu sinni, skyldi likamlegt ástand dómara kannað með þrekprófi. Reynd- ust dómarar vera i góðri æfingu, og var stjórn U.E.F.A. ánægð með útkomuna. U.E.F.A. hefur verið með þrekpróf á tveimur . siðustu ráðstefnum sinum fyrir dómara. Hafa islenskir dóm- arar verið mjög framarlega i þessum þrekprófum. Eitt er vist.að i dag eru allir sammála um það, að dómarar jafnt sem leikmenn, þurfi að vera i góðri likamlegri þjálfun. Eins og knattspyrnan er orðin i dag, gefur það auga leið, að ef dómariáaö komast vel frá sinu starfi, þarf hann að vera i góðri þjálfun. Ekki ætla ég að leggja dóm á þaðhvort það sé erfiðara fyrir dómara, að dæma nú í dag, eða fyrir 30 árum. Eitt er vist, knattspyrnan hefur breyst. Hér áður fyrr þekktist það ekki að bakvörðurinn færi yfir á vallar- helming andstæðingana. Eina sögu langar mig til að segja, en húngerðistfyrirmörgum árum. Þetta átti sér stað i leik milli K.R. og Vikings. Guðbjörn Jónsson hinn kunni kappi hér á árum áður hjá K.R. fékk knött- inn á eigin vallarhelmingi, en Guðbjörn lék i stöðu bakvarðar. Gerðist hann svo „djarfur” að einleika yfir á vallarhelming andstæðingana. Er hann var kominn inn i vitateig Vikings, var honum brugðið. En dómar- inn dæmdi ekki vitaspyrnu. Guðbjörn varð mjög undrandi, en gat þó stunið upp „Hvers vegna dæmirðu ekki vita- spyrnu?” En þá kom þetta frá- bæra svar hjá dómaranum’ „Guðbjörn, þú átt ekkert að vera hér, þvi þú ert bakvörður.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.