Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 15/5-22/5 ’82 Ur skemmtanalifinu „Hef verið á flakki um heiminn í 2 ár” — segir söngkonan Angie Gold sem nu skemmtir gestum í Glæsibæ ■ „Það má segja að ég hafi verið „uppgötvuð" í sjón- varpsþættinum,/ Leit að stjörnu" fyrir um tveimur árum en eftir þann þátt komst ég á samning hjá CBS og hef veriðá flakki um heiminn síðan" sagði enska söngkonan Angie Gold sem næstu tvær vikurnar mun skemmta gestum í veitingahúsinu Glæsibæ. Hingað kemur hún f rá Tokyo í Japan þar sem hún tók meðal annars þátt í hinni alþjóðlegu tónlistarkeppni þeirrar borgar og hlaut silfurverðlaunin. Tlmamynd GE „Það er kallað að fara á galeiðuna hjá ensku tónlistar- fólki að ferðast til Japan þvi þeir vilja fá þig i allt, sjónvarp, útvarp blöð og tfmarit og ætli maður hafi ekki verið i 6-7 við- tölum þar á dag að meðaltali fyrir utan allt annað”. „Datt I gólfið með þeim af- leiðingum að saumarnir á nið- þröngum gallabuxunum gáfu sig”. Hvenær byrjaðirðu að syngja? „Það var er ég var 10 ára og þá í allskonar hæfileikakeppn- um. Siðan var maður meira og minna að þessu með skólanum, eða þar til ég varð 16 ára en þá fór ég að vinna fyrir mér sem fyrirsæta. Eftir nokkurn tima sagði mamma mér að ég yrði aö fá mér almennilega vinnu og ég fór að vinna i banka i rúm tvö ár. Þá gafst ég upp á þvi og skellti mér i þennan sjónvarps- þátt.” Upp í skýjunum A þessum tveimur árum hefur Gold átt fjögur „hit” lög á breska vinsældalistanum, tvö slik i Japan auk þess sem hún hefur gefið út eina LP plötu þar... „og nú var ég að fá telex-skeyti hingað til lands þar sem framkvæmdastjóri minn segir að ég sé þegar komin á vinsældalistann i Astraliu eftir að aðeins tæpar tvær vikur eru liðnar frá þvi að litil plata sem ég gerði nýlega er komin út þar, svo ég er svoldið upp i skýjunum akkúrat núna.” Aðspurð um hvort hún semji lög sin sjálf segisthún eiga'tvö lög á LP-plötunni en hinsvegar vinni hún nú aðallega með „pródúsent”, Elton John, Gus Dudgeon semji flest lögin fyrir hana. Blaöamaður fékk að heyra eina spólu með lögum Gold en það sem hún syngur eraðallega bandariskt jazz-funk og diskó-funk enda segir hún að uppáhaldstónlistarmenn sínir séu Stevie Wonder og Diana Ross. Aðspurö um af hverju hún hafi haldið inn á þessa braut segir hún að það sé eiginlega i fjölskyldunni og nefnir sem dæmi að móðir sin sé fyrrver- andi söngkona og frændi hennar er hljómlistarstjóri. ■ Söngkonan Angie Gold. Buxurnar rifnuðu Ýmislegt skemmtilegt hefur gerstá tveggja ára ferli Gold og greinir hún frá fyndnasta en jafnframt neyöarlegasta atvik- inu. „Ég var að skemmta i klúbbi i London á timum Grease og Saturday Night Fever æðisins. Þá voru niðþröngar gallon-bux- ur mikið I tisku og ég hafði út- vegað mér einar slikar Ég var auk þess á nokkuö háhæluðum skóm qg i miðju einu atriðinu dett ég i gólfið með þeim af- leiðingum að buxnasaumarnir gáfu sig og buxurnar rifnuðu upp i klof. Ég stökk á fætur og kallaöi til hljómsveitarinnar að leika „The stripper” meðan ég þaut út og skipti um föt. Þaö tókst á 3 minútum en áheyr- endur ætluöu aldrei aö hætta að hlæja”, segir Gold og brosir við. Héðan mun Gold halda til Hol- lands og siöan væntanlega til Astraliu til að fylgja eftir plötu sinni þar. —FRI Þíl býnð vel og ódvrt hjáokkur &HOTÍIL# □ =i«11U n interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik fHyGC.-AdRA. r ,j S s v, .. Mesta urvalift besia þíónustan Vi6 utvegum yöur afslAtt a bilaieigubilum er'endls smiijjukallí „SMIÐJUVEGI 14 D - 72177 ; Hjartarbaninn Grilliðopið Frú kl. 23.00 alla daga. Opiö til kl. 04.00 sunnud — fimmtud. Opiö til kl 05 00 fostud og laugard Sendum heim mat ef óskaö er smiffjukaíH SÍMI 72177 Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun „Rúm "-bezta verzluú tamlsins / r Góðir skilmálar Betri svefn INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK SIMI 81144 OG 33530 Sérverzlun með rúm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.