Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. mal 1982 ■ ....og biörööin teygöi sig eins og ógnarlangur áll um götur og stræti. Pilturinn fremst á myndinni var númer ca. 250 fyrri nóttina og hefur þá kannski náö i siöasta miðann. um loka lúgunum — UPPSELT. Það fýkur i menn og nokkur hundruð manns eru alveg á nipp- inu með að jafna skúrinn sænsk- inn og hina „pyslusalana” við jörðu. Þeir sleppa þó óskaddaðir með formælingar i rassvasanum. Vonleysið speglast út úr augum hinna óheppnu en kúalappirnar eru örugglega farnar að syngja i baði. Fimmtudagur fram til kl.18: Það hefur verið stöðugur straumur i „Rafmagnaða sirk- usnum” og stemmningin er raf- mögnuð. „Eru miðarnir örugg- lega búnir?” Svartamarkaðs- braskið er • þegar farið að blómstra og biðraðarsögur frá Gautaborg, Sviþjóð og fleiri merkisstöðum eru farnar að ber- ast. Búðarfólkið er að brjálast og siminn hefur verið fyrir löngu tekinn úr sambandi. Fyrir innan búðarborðið liggur glás af miðum á hljómleika Zappa og Elton John og sumum þykja þeir smyrsl á sárin. Aðrir hringja niður i Scandinavium i Gautaborg þann ágæta hljómleika- og iþróttastað en konan i sima 200960 á engin ráð og ennþá færri miða. Segir mönn- um að hringja aftur eftir klukku- tima og segir þeim þá að engir miðar séu til. Bót er þó i máli að „Stones-fárið” hefur leitt til þess að ákveðið hefur verið að halda aðra hljómleika á Ullevi-leik- vanginum i Gautaborg, 20. júni. En hörðustu „steinunum” finnst það ekki nóg. „Seinni hljómleik- arnir eru alltaf lélegri” segja spekingarnir og bæta þvi við að sú hætta sé einnig fyrir hendi að svo siðbúnum hljómleikum sé aflýst. Aðrir benda á að Mick Jagger gæti tognað á auga og þá færi allt i vaskinn. Þeir „gallsteinahörð- ustu” vilja þvi gera eitthvað rót- tækt og einn þekki ég sem vildi keyra i hvelli niður i Gautaborg. Er liða tekur á daginn koma hinir og þessir búralegir út úr „sirkusnum” þannig að halda mætti að þeir hefðu unnið stóra vinninginn i happdrættinu. Aðrir lita út eins og að átta manns hafi verið drepnir og um kvöldið vita vonandi bara fáir að selja á 2000 glóðvolga Stones-miða hálf átta morguninn eftir. Fimmtudaginn kl.22: Fyrstu næturgestirnir eru mættir og enn svifur kúalappafýl- an yfir vötnunum. Þessir ógeðs- legu sneplar hverfa ofan i vasa samsærismannanna og sam-l rekkja þeim siðan um nóttina. Hugsið alls ekki um það! Föstudagur kl.6.00: j „Þaðeru bara örfáir i röðinni”,| veinar kunningi minn og tekur ii nefið. „Miði er möguleiki” Sam-I kvæmt máltækinu „If you can’ti beat them, join them” fá menn sér kúalappir og ég þekki tvo sem héldu að þeir væru með sjötug- ustu og sjöundu og sjötugustu og áttundu löpp. Fagurbleikir snepl- arnirvorulæstir inni i lófanum og hendinni siðan troðið i islenska alullarvettlinga. ! Föstudagur kl.7.30: „Numbero uno”. Sviinn slær öll tungumálamet og engum dettur i hug að fara i röð. Einn af öðrum hverfa menn að pylsuskúrnum eftir að hafa hlotið sænska bless- un og hverfa siðan sigri hrósandi á brott með skammtinn — há- mark 10 miðar. „Hvur fjandinn er þetta” segir kunninginn og bendir| i áttina að skúrnum. „Þeir eru allir með bláa snepla.” Enn hafaj kúalappamenn leikið á landann. Fyrstu hundrað miðarnir eru nefnilega bláir en siðan koma fagurbleiku miðarnir. Löppunum á beljunni hefur nú i einu vetfangi fjölgað all iskyggilega og allar horfur á að margir verði miða- lausir heim að hverfa. Sumir gef- ast upp, en enn aðrir þrjóskast við. Nú biðja þeir bláliða að kaupa fyrir sig og þeir sem ekki ætla að taka fullan skammt geta allt i einu smurt á verðið. Miðar sem kostuðu 115 krónur hækka skyndilega i 150 krónur og hundr- aðkallarnir skipta um eigendur. Kúalappirnar hafa unnið mikinn sigur en hvað gera menn ekki til að komast á hljómleika með Ston- es? Myndir og texti: Eiríkur St. Eiríksson VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRENTSMIÐJAN £*dda H.F. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000 1. Innrétting í Ascona Berlina. 2. MœlaborB með amp-hita-ey8slu og snúningshraSamaelum. 3. Ascona 4 dyra Berlina Haíir þú aldrei sezt undir stýri d þessum bíl( fœrð þú líklega aldrei skilið hvaða kostir fylgja skynsamlegri hönnun. í Ascona erm.a.: Glœsilegt áklœði á sœtum og gólfteppi í viðeigandi lit, 2ja hraða rúðuþurkur með biðtíma, 3ja hraða hitablásari, teppalögð farangursgeymsla, halogen aðahjós, litað öryggisgler. kvartsklukka. viðvörunarljós fyrir aðalljós. rúðuþurka/sprauta á afturrúðu í 5 dyra bílnum. sportfelgur. sórstaklega styrk fjöðrun fyrir íslenzka vegi o.m.fl. $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN ) Sfmi38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.