Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 16. mal 1982 Wíwíiííi utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Johannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæiand Jónsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar Tim ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttin Atli Magnússon, Bjarghild ur Stefánsdóttir/ Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóffir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþrottir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardottir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuói: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Stefna Framsóknar- manna vekur athygli ■ Áður en kosningabaráttan i Reykjavik vegna borgarstjórnarkosninganna 22. mai næstkomandi hófst fyrir alvöru, var lögð á það áhersla hjá tals- mönnum og málgögnum Sjálfstæðisflokksins, að baráttan stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins. Þetta hefur farið á annan veg, og s jálfstæðismenn beina nú spjótum sinum fyrst og fremst að frambjóðendum og stefnumálum Framsóknarflokksins i Reykjavik. Ástæðan fyrir þessari breyttu afstöðu sjálf- stæðismanna og málgagna þeirra er tviþætt. Annars vegar hafa skýr og timabær stefnumál framsóknarmanna i Reykjavik fengið mikinn hljómgrunn meðal borgarbúa. Það á t.d. við um baráttu framsóknarmanna fyrir lækkun fast- eignaskatta af ibúðahúsnæði, fyrir jafnri hlut- deild allra landsmanna i greiðslu hallareksturs Borgarspitalans, fyrir enn bættri aðstöðu fyrir- tækja i borginni, m.a. með lækkun aðstöðugjalds af iðnaði og fyrir þvi að borgarstjóraembættið verði áfram skipað traustum og dugmiklum em- bættismanni en ekki flokkspólitiskum erindreka. Hins vegar hafa sjálfstæðismenn svo þolað óskaplega illa samanburð þann, sem óhjákvæmi- lega er gerður á þeim borgarstjóraefnum, sem annars vegar Framsóknarflokkurinn og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst stuðningi sinum við. Framsóknarmenn hafa eindregið mælt með þvi að Egill Skúli Ingibergsson verði áfram borgarstjóri Reykjavikur næsta kjörtima- bil, og á sú stefna án efa mjög viðtækan stuðning meðal borgarbúa og það langt inn i raðir sjálf- stæðismanna. Þessi stuðningur verður þeim mun meiri sem fleirum gefst tækifæri til að bera þá saman Egil Skúla Ingibergsson og Davið Odds- son, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Niður- staða sliks samanburðar liggur i augum uppi. Framsóknarmenn i Reykjavik hafa vakið verð- skuldaða athygli á stefnumálum sinum, og þar með i leiðinni beint kastljósi almennings að þeirri staðreynd, að sjálfstæðismenn hafa enga stefnu. Eftir ófarir leiftursóknarinnar telja sjálfstæðis- menn ekki lengur óhætt að sýna stefnu sina á al- mannafæri. Vegna skýrrar stefnumörkunar framsóknarmanna hefur þetta stefnuleysi sjálf- stæðismanna vakið almenna athygli og dregið mjög úr tiltrú þeirra meðal almennings. Kjósendur i Reykjavik hafa skýrt val á milli stefna og manna. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins hafa lagt stefnumál sin fyrir kjósendur. Þeir hafa jafnframt bent á dugmikinn, ábyrgan og réttsýnan borgarstjóra til að annast fram- kvæmdastjórn borgarinnar næsta kjörtimabil. Þessi stefnumörkun framsóknarmanna nýtur vaxandi stuðnings meðal borgarbúa. Þetta vita sjálfstæðismenn og þess vegna ráðast þeir nú að Framsóknarflokknum. En sjálfstæðismenn skortir allar forsendur til þess að hafa hér erindi sem erfiði, þvi þeir hafa enga stefnu, aðeins Davið. —ESJ skuggsjá Börnin eru meöal þeirra, sem mest horfa á sjónvarp — og þá á ofbeldismyndir sem annaö. Áhrif ofbeldis í sjón- varpi á hegðan unglinga H iVAÐA AHRIF HEFUR OFBELDI t SJÓN- VARPI A HEGÐAN BARNA OG UNGLINGA?Svör viö þeirri spurningu hafa verið nokkuö ólik. En nú er komin Ut i Bandarikjunum skýrsla, þar sem fram kemur mjög afdráttarlaus niöurstaöa um langvar- andi skaðleg áhrif ofbeldismynda i sjónvarpinu á börn og unglinga. Ofthefur verið bent á það furðulega misræmi sem er á eftirliti með efni kvikmynda, sem sýndar eru I kvikmyndahúsunum, og i sjónvarpinu. Starfsmenn kvikmyndaeftirlits skoða allar myndir, sem kvik- myndahúsin sýna, og takmarka aðgang barna og unglinga aö þeim m.a. ef mikiö ofbeldi einkennir myndirnar. Bann þetta nær allt upp að 16 ára aldri. Ekkert slikt eftirlit er með myndum i sjón- varpinu. Þar eru hins vegar oft sýndar kvikmyndir, og leiknir þættir, sem takmarkaður aðgangur yröi að i kvikmyndahúsum. Það fer þvi ekki á milli mála, að börn og ungling- ar sjá mun meira ofbeldi i sjónvarpsmyndum en i kvikmyndahúsunum. Þar aö auki sjá börn og unglingar slikar myndir mun oftar i sjónvarpinu, en þessir aldurshópar eru einmitt með þaulsetnustu s jón varpsáhor fendum. 0 ^BELDI t BANDARÍSKU SJÓNVARPI ER ÞÓ AUÐVITAÐ MUN MEIRA OG TtÐARA EN HÉR- LENDIS. Það kemur fyrst til, að sjónvarpsdag- skrár eru þar mun lengri tima á hverjum degi en hér, sjónvarpsrásir eru margar, og kabalsjónvarp aðverða útbrei tt. Framboðið á myndefni, þar sem ofbeldi er umtalsvert, er þvi gifurlega mikið i Bandarikjunum, og börn og unglingar eru þar sem viða annars staðar með dyggustu sjónvarpsglápur- unum. A liðnum árum hafa margvislegar kannanir verið gerðar vestra um áhrif ofbeldis isjónvarpiá hegðan barna og unglinga. Forsendur þeirra og vinnuað- ferðir hafa verið mismunandi og niðurstööur og ályktanir sömuleiðis. Súnýja skýrsla,sem hér ergerð að umtalsefni, er tekin saman á vegum opinberrar bandariskrar stofnunar, sem nefnist „Nationai Institute of Men- tal Health”, og er beint framhald sams konar skýrslu sem birt var fyrir tiu árum, eöa 1972. Skýrslan nefnist „Television and Behavior: 10 Years of Scientific Progress and Implications for the Eighties”, og er byggð á athugun á um 2.500 könnunum, sem gerðar hafa verið á vegum ýmissa aöila siðustu tiu árin á þessu sviði. Það er meginniðurstaða þessarar nýju skýrslu, aö það séu „yfirgnæfandi” visindalegar sannanir fyrir þvi, að mikið ofbeídi i sjónvarpi leiði til árásargirni og ofbeldistilhneiginga meöal barna og táninga. „Það er almennt álit sérfræðinga á þessu sviði að ofbeldi i sjónvarpi hafi i för með sér árásarkennda hegðun hjá börnum og táningum, sem horfa á sjón- varpsefnið,” segir þar. Þvi er jafnframt slegið föstu, að ofbeldi i sjónvarpi eigi jafn mikinn þátt i árásargjarnri hegðan og sérhver annar hegðunar- þáttur, sem mælanlegur sé. Spurningin sé þvi ekki lengur, hvort um slik tengsl sé að ræða, heldur hvers vegna ofbeldi i sjónvarpi hafi þessi áhrif á hegðan barna og táninga. s ÍÝRSLAN SLÆR ÞVÍ FÖSTU AÐ SJÓNVARP 1 BANDARÍKJUNUM SÉ OFBELDISSINNAÐ i EFNISVALI.Þá er skemmtiefni ýmis konar, leikn- ir þættir og annað þess háttar, einkum haft i huga, en ekki fréttatengt efni. Nefnd eru nokkur dæmi um áhrif þessa ofbeldis á börn. M.a. er minnst á athugun, sem gerð var á fimm ára timabiliá hegðan 732 barna. Þessi könnun leiddi i ljós, aö bein fylgni var á milli árásargirni, sem m.a. kom fram i átökum við foreldra, slags- málum innbyrðis og lögbrotum, annars vegar og þess tima, sem viðkomandi horfðu á sjónvarp, hins vegar. Einnig er sagt frá tveimur könnunum, sem gerð- ar voru á hegðan 3-4 ára barna á dagheimilum og sú hegðun borin saman við þann tima, sem börnin horfðu á sjónvarp heima hjá sér. Þessar kannanir sýndu sterk tengsl á milli mikils sjónvarpsgláps annars vegar og „óeðlilegrar” árásargirni I leik barnanna hins vegar. Þá er einnig bent á athuganir, sem sýnt hafa aö árásargirni barna hefur farið vaxandieftir að sjón- varp barst til þeirra svæða, þar sem börnin áttu heima. M. SKÝRSLUNNI ER BENT A FJÓRAR ASTÆÐ- UR ÞESS, AÐ OFBELDI t SJÓNVARPI HAFI SLÆM AHRIF A HEGÐAN BARNA OG UNGLINGA. I mjög stuttu máli eru ástæöurnar eftirfarandi: 1 fyrsta lagi að börn og unglingar læri af þvi, sem þau sjá i sjónvarpinu á sama hátt og þau læri bæði gott ogslæmtaf fordæmi foreldra, vinaog ættingja. Þannig læri börnin ofbeldi af sjónvarpinu á sama hátt og þau læra oft ósjálfrátt ýmsa félagslega hegðan af foreldrum sinum. í öðru lagi er vísað til þess, að viðhorf barna og unglinga til umhverfisins og annars fólks breytist við sjónvarpsglápið. Þannig sýna athuganir, að börn og unglingar, sem horfa mjög mikið á sjón- varp, eru tortryggnari en aðrir og telja ofbeldi mun eðlilegri þátt i umhverfinu en þeir jafnaldrar þeirra sem litið liggja yfir sjónvarpinu. 1 þriðja lagi hefur sjónvarpsefnið æsandi áhrif á áhorfendur. Slik áhrif geti laðaö þau frekar að of- beldi en ella. 1 fjórða lagi er svo bent á það að sifellt ofbeldi i sjónvarpi veiti ýmsum, sem eru árásargjarnir fyrir, réttlætingu fyrir slikri hegðan sinni. Þótt vafalaust muni ýmsir enn halda þvi fram, að ofbeldi i sjónvarpi hvetji á engan hátt áhorfendur til ofbeldisverka þá eru hin andstæöu rök sýnilega yfirgnæfandi. En þaðer með ofbeldi i sjónvarpi eins og reykingar, að þótt fyrir liggi skýrar niðurstöður um afleiðingarnar, þá halda ýmsir áfram að berja hausnum við steininn. I^TAÐREYNDIRNAR ERU AUGLJÓSAR. Þeir sem velja efni til flutnings i sjónvarpi hljóta þvi að verða að hafa það rikt i huga, að ekki sé um kennslustundir i ofbeldisverkum að ræöa i „skemmtiefni” sjónvarpsins. Það verða i það minnsta að liggja fyrir mjög sterk önnur rök til þess að senda ofbeldi inn i stofur landsmanna, þar sem börn og unglingar horfa öðrum fremur á sjónvarp- ið. Sem betur fer er Islenska þjóðfélagið ekki slikt of- beldissamfélag, sem ýmsar nágrannaþjóðir okkar búa þegar við. En eftir þvi sem ofbeldi verður al- gengara i daglegum veruleika barna og unglinga, m.a. vegna efnis i sjónvarpi, þeim mun rikari þátt- ur verður það einnig i þjóðfélaginu i heild. Slikri þróun verður sjónvarpið, sem er merkilegt tæki til menntunar og fræðslu sé það notað rétt, að sporna gegn i stað þess að eiga hlut að þvi að gera ofbeldi að eðlilegu atferli. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.