Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. mai 1982 Staðan 1 st) ornmálunum og kosningahorfurnar ■ Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri aö flytja ræöu á fundi Framsóknanélaganna. Staða ríkis- stjórnarinnar ■ Alþingi lauk störfum aö þessu sinni nokkru fyrr en venjulega. Astæöan var m.a. sú, aö þingmenn vildu geta tekiö þátt i kosningabaráttunni I kjör- dæmum sinum I sambandi viö sveitar- og bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Stytting þinghaldsins átti þátt i þvi, að vinnubrögð fóru nokkuð úrskeiðis síðustu vikurnar. St jórnaran dstæðingar fög nuöu þessu og töldu þetta merki um veikleika rikisstjómarinnar og ósamkomulag innan hennar. Allt ley stist það, sem máli skipti þó farsællega. Þetta veikti rik- isstjórnina um skeið, en að lok- um stóð hún styrkari eftir en áð- ur, þegar höfuðmálin voru leyst. Stærsta og vandasamasta mál þingsins að þessu sinni, var vafalaust röðun virkjunarfram- kvæmda. Þar toguðust á marg- víslegir og ólikir hagsmunir, svo að mikil hætta gat verið á, að flokksbönd rofnuðu, eins og f steinullarmálinu. Að lokum tókst þó að ná samkomulagi, sem allir flokkar stóðu aö. Framtlðarstefnan I þessu mikla máli hefur þvl verið varanlega ákveðin. Það er ekki ósennilegt að sið- ar meir eigi þetta eftir að verða talinn sögulegur atburður og vegna hans verði þinginu 1981 - 1982 skipaö Iröð merkari þinga. Óneitanlega styrkir það stöðu rikisstjórnarinnar, að þetta mál skuli leyst. Stjórnin og kosningarnar Eins og oft i sambandi viö rlk- isstjórnir eru nú getgátur um hversu lengi stjórnarsamstarfiö muni haldast. Sumir gizka á, að úrslit sveit- ar- og bæjarstjo'rnarkosning- anna muni hafa áhrif á það. Slikt er þó ólíklegt, þar sem úr- shtin munu ekki leiða I ljós, hver afstaöan til rikisstjórnar- innar er. Stjornarsinnar i Sjálfstæðis- flokknum munu viða kjósa flokk sinn i sveitar- og bæjarstjórnar- kosningunum, þótt annað gæti gerzt I þingkosningum. Kvenna- listana I Reykjavík og á Akur- eyri munu bæði kjósa stjómar- sinnar og stjómarandstæðing- ar. Auk þessa er skipting milli flokka i sveitarstjórnar- og bæj- arstjórnarkosningum oft önnur en I þingkosningum. Hitt getur valdið stjórnar- samstarfinu vandkvæðum, aö ný og ný vandamál hrúgast nú upp, eins og minnkandi þorsk- afli, til viðbótar við samdrátt loðnuveiðanna. Það getur því orðið erfiðara aö stjórna. Ef rétt væri, ætti það þó að knýja menn til betra samstarfs og jafnvel til aukins skilnings og nokkurrar þátttöku stjórnar- andstöðunnar, likt og I orkumál- unum. Vinnubrögð til fyrirmyndar Margt hefur veriö rætt og rit- aö um, að vinnubrögð fari versnandiá Alþingi. Talsvert er til i þvi. Þess vegna er ánægju- legtaðgeta bentá, þegar stefnir I aðra átt. Afgreiðsla þingsins á lögunum um kisilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði veröur vonandi upphaf nýrra og bættra vinnubragða á Alþingi. Hingaö til hefur þaö veriö venja, að Alþingi veitti rikis- stjórnum heimildirúti bláinn til stofnunar fyrirtækja eða þátt- töku I þeim, án þess að nægilega væri ljóst hvernig þessar heim- ildir yrðu notaöar. Iönaöarráð- herra veröur vart sakfelldur fyrir það, þótt hann fylgdi þess- ari venju, þegar hann lagði frumvarpið um verksmiðjuna fyrir Alþingi.Hann fór þar islóð fyrirrennara.' Alþingi gazt hins vegar ekki lengur að þessum vinnubrögð- um. Samkomulag náöist um að gera þá meginbreytingu á frumvarpinu, að stofnað yrði fé- lag, sem ynni aö nánari undir- búningi málsins, og tillögur þess yrðu sfðan lagöar fyrir Alþingi. Það ætti þvi aö mega vænta þess, að þetta mál verði búið að fá miklu betri athugun og undir- búning, þegar f jallað verður um framhald þess á næsta Alþingi. Álmálið Nokkuð var rætt á Alþingi i þinglokin um viðræður rikis- stjo'rnarinnar og svissneska ál- hringsins. Þær hafa dregizt allt- of mikið á langinn og valda þvi ýmsar ástæður, m.a. deila um meint brot á álsamningnum. 1 umræðum á Alþingi benti Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra á þá meðferðþessara mála,sem ætti aðgeta stuðlaöað skjótri lausn, enda er rikisstjórnin sammála um þessa málsmeðferð. Hún er sú, að deilunni um meintbrot á samningnum, verði samkvæmt þessu visað til gerð- ardóms, en viðræður þegar hafnar um hækkun raforku- verösins og aðrar breytingar á samningnum, sem orönar eru óhjákvæmilegar. Inn i þetta gætu komið viöræður um eign- araðild Islendinga aö fyrirtæk- inu, stækkun þess o.s.frv., en eignaraöild mun vart æskileg, án stækkunar á þvi'. Hér I blaðinu hefur þvi áður verið haldið fram, að nauðsyn- legt sé að koma á sem viðtæk- astri samstöðu innanlands um þetta mál. Þaö þarf að sækja það á svipuöum grundvelli og landhelgismálið, þar sem lögö var mikil áherzla á samstöðu stjórnmálaflokkanna, án tillits til rikisstjórnaraöildar. Iðnað- armálaráðherra hefur þegar stigiö spor I þessa átt með skip- un sérstakrar nefndar. Þetta starf þarf að auka. Kosningahorfur Kosningabaráttan er nú kom- in i fullan gang um allt land. Frá Framsóknarmönnum ut- an höfuðborgarinnar berast yf- irleitt þær fréttir, aö þeir geri sér góðar vonir um aukið fylgi. Annað væriekki heldur eðlilegt. Framsóknarmenn munu hafa tekiö þátt i stjórn fleiri bæjar- og sveitarfélaga en nokkur flokkur annar og skilaö góðu starfi I þágu þeirra. Þeir hafa öðru fremur mótað þá stjómar- stefnu, sem á undangengnum áratug hefúr tryggt næga at- vinnu og miklar framkvæmdir um land allt. Þess vegna er eðlilegt, að Framsóknarmenn séu bjartsýn- ir. Þeir hafa innt gott starf af höndum á kjörtimabilinu, sem er að ljúka. Til viöbótar tefla þeir nú fram bæði reyndu fólki og nýju liði, sem góðs er af að vænta. Spádómurinn um Karl Marx A þessu kjörtimabili hefur Framsóknarflokkurinn tekið þátt I stjórn Reykjavíkurborgar ifyrsta sinn.Hann hefurátt sinn þátt I þvi, aö umskiptin hafa orðið mikil. Fólksflótti úr Reykjavik hefur stöðvast. Sama gildir einnig um brottflutning fyrirtækja úr borginni. Bæjar- útgerðin hefur veriö stórlega efld og styrkt. Fjárhagur borg- arinnar hefur verið bættur. Þannigmætti áfram telja. Höf- uöborgin er nú óneitanlega bet- ur stödd en fyrir fjórum árum. íhaldið dró upp ýmsar grýlu- myndir fyrir sfðustu borgar- stjómarkosningar, sem áttu að sýna hin hörmulegu örlög, sem biöu borgarinnar, ef ihaldið missti völdin. Meðal annars hrópaði Morgunblaöið, að þá yrði Karl Marx borgarstjóri i Reykjavlk. Reykvikingar geta nú gert sér grein fyrir þvi, hvernig sú spá' hefúr rætzt. Þeir hafa siðustu fjögur árin haft borgarstjóra, Egil Skúla Ingibergsson, sem hefúr sinnt þvi starfi betur en gerthefur verið um langt skeiö. Þeim er þvi auðvelt að velja milli hansog Daviðs Oddssonar. Skýr stefnumál Vegna þess starfs, sem Fram- sóknarmenn hafa unnið i stjórn Reykjavikur siðustu fjögur ár- in, jafnt i borgarstjórn og nefnd- um, láta þeir hrakspádóma andstæöinganna sig litlu skipta eða skoðanakannanir, sem eiga aðstyöja þá. Framsóknarmenn eru sliku ekki óvanir. Það er lika ótvirætt, aö Fram- sóknarflokkurinn hefur verið i sókn i Reykjavik siöustu vikur. Sitthvaö veldur þessu, en þó fyrst og fremst, að hann hefur sett fram skýr og hnitmiöuð stefnumál. Þessi stefnumál eru næg at- vinna, lækkun fasteignaskatta, rikiö taki við rekstri Borgar- spitalans, dagvistarheimilum verði fjölgað, efnt veröi til skoð- anakannana um meiri háttar borgarmál og Egill Skúli Ingi- bergsson verði áfram borgar- stjóri. Venjan er, að flokkarnir birti fyrir kosningar la ngar og loönar stefnuskrár um flest milli him- ins og jaröar. Þessum vinnu- brögöum hefur Framsóknar- flokkurinn hafnaö. Hann nefnir höfuðmálin, sem verði látin ganga fyrir öðrum. Það sýnirbezt, aö þessi stefna Framsóknarflokksins hefur fengiö hljómgrunn, að Morgun- blaðiö hamast nú sérstaklega gegn honum. 1 þvi sambandi vekur það þo mesta athygli, að Mbl. segir flokkinn vera aö ein- angra sig meö þvi að berjast fyrir lækkun fasteignaskatta. Af þvimá bezt ráða, hvort mikiö sé að marka skattalækkunarloforð Sjálfstæðisflokksins. Davíð Skoðanakönnun Dagblaðsins & Visis spáöi Sjálfstæðisflokkn- um miklum sigri. Samt veröa leiðtogar hans taugaveiklaöri með hverjum degi. Sjálfstaeðismaður nokkur var nýlega spuröur að því, hvort hann teldi flokk sinn ekki sigur- vissan. Hann svaraði svona og svona. Hann var þá inntur eftir þvi hvers vegna hann væri svona óviss. Davið, svaraöi hann. Satt er það, að það hefur gengiö illa aö fá Reykvikinga til að trúa þvi, að Davið Oddsson væri hið rétta borgarstjöraefni, þótt óneitanlega sé hann hæfur á ýmsum sviöum, t.d. efni I leik- ritaskáld og leiksviðsstjóra. Þaö er af þessum ástæðum, sem Sjálfstæöisflokkurinn er farinn aö hampa þeim Albert Guðmundssyni og Gunnari Thoroddsen meira en nokkrum öðrum. Helzt er þeim nú treyst til þess að afla Daviö- fylgis. A öðru áttu menn von. Hitt skilja menn, að Geir Hallgrimsson er hafður i felum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri , skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.