Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 10
’■ Jájá, við urðum vist eins árs i siðustu viku: Helgar-Timinn. Ef við reiknum með að blaðið hafi komið út 52svar og verið 32 siður i hvert sinn gerir það samanlagt 1664 blaðsiður. 1664, hvernig list ykkur á það, dyggu og trúföstu lesendur? Þó svo að við gerum ráð fyrir að um það bil 500 hafi komið ýmist frá Framsóknar- flokknum eða auglýsingadeild- inni þá eru samt eftir rúm-1 lega 1110 siður sem við höfum skrifað á árinu — skrifað með blóði, svita og tárum, liggur mér við að segja. Vitiði hvers- lags kleppsvinna það er að skrifa Helgar-Timann? Mann- fæðin á þessari stassjón mið- að við blaðsiðutal er áreiðan- lega heimsmet, og afköstin sömu- leiðis. Ef einhver skyldi vera i vafa, þá er þaö ekki til fyrir- myndar — þaö er til vansa aö eiga slikt met. Dálksentimetri eftir dálksentimetra hefur ruðst út úr þessari ritvél (sem er af gerðinni Brother Pro-Lectric 6213}) og stór hluti alveg efunar- laust argasti þvættingur og hreinasta bull. Ég játa að ég skrifaði þetta i gær — frá þér séö, lésari minn — seint i gær. Þá er timapressan orðin óhugguleg, auglýsingar heimta að þeim verði komið fyrir á skikkanlegum stöðum (þær eru ýmist of margar eða of fáar, of stórar eða of litlar, aldrei pass- legar), útlitsteiknarinn er orðinn þungur á brún (siða 2 er ennþá eftir, við erum búnir að bjarga forsiöunni i horn), það er vesin hér og það er vesin þar. Og til hvers i ósköpunum? „The people must have something good to read, on a Sunday” — er það mál- ið, eins og Clash söng? Hefurðu fundið þér eitthvað gott að lesa? Ef svo er, þá er tilganginum lik- lega náð. Ef ekki, ja hvað er þá til ráða? Og það má taka það fram aö sá söngur hljómsveitarinnar Clash sem hér var vitnað i (ekki svo að skilja að ég hefði ekki getað látið mér detta það i hug sjálfur) var ádeila á sunnudags- blööin: þessum óttalega meðvit- uðu mönnum þóttu sunnudags- blöðin fánýtir sneplar. Það hefur nú svo sem hvarflað aðmér lika. Enþráttfyrirallt held ég að við höfum dálitla ástæðu til að vera dálitið montnir. Það er ýmislegt sem við höfum gert vel. En hvað? — það man ég ekki. Ég veit bara að þó nokkur fjöldi fólks af öllu tagi hefur lýst sig sæmilega á- nægt með blaðiö, og mér hefur veriðsagtað bændunum á Vopna- firði þykir ákjósanlegt að kúra uppi i rúmi á vetrarkvöldum og lesa löngu greinarnar okkar. Þá höfum viðalla vega það. Annars á ég i mestu vandræðum með að segja nokkuð af viti um þetta blaö. Við höfum ekki fylgt neinni stefnu, hvorki prédikað eitt né annaö, og þó áherslur hafi verið mismunandi frá blaði til blaös, þá held ég að okkur hafi tekist aö vera svona skitsæmilega fjölhæf- ir. Eins vist að einhverjir verði ó- sammála þessu en ég læt það flakka samt. Stundum höfum viö veriö skammaðir fyrir-að skrifa of mikiö um popp — jafnvel pönk! — en mér er sama. Poppiö og allir þess fylgifiskar er staðreynd sem ekki veröur framhjá horft, þó menn kannski fegnir vildu. Ég held að á þessu sviði höfum við að ýmsu leyti fy lgst betur meö en h in blöðin. Og á hinn bóginn hofum viöskrifaðótrúlega mikið um það sem má kalla þjóölegan fróðleik, upprifjanir, samantektir, viðtöl — kannski ekki um búskaparhætti til forna eða hverju húskarlar klæddust þegar þeir fóru I verbúð, en þetta er fróðleikur samt. Fróð- leikur sem flestir hafa bara gott af að þekkja nokkuð til. Alveg eins þeir sem lesa bara popp- skrifin okkar. Og einhvern tima hefur manni veriðálasaðfyrir að of mikið væri i blaðinu um bókmenntir, rithöf- unda, listamenn af öðru tagi. Jæja, þaö er vist ekki of mikið skrifað um þau mál i islensk blöð svo ætli við höldum ekki bara á- fram á sömu braut? Mig rámar lika i að við höfum skrifað um skák, og gerum máske enn, það getur vel verið að smáklausa hafi einverju sinni birst um Anthony Burgess. Ég veit ekki nema það sé lesiö i Munchen... Hitt skal ég viðurkenna, og það fúslega, að við erum full brokk- gengir. Eöa það finnst mér. Það kemur gott blaö einn laugardag, næsta laugardag... jæja, tölum ekki um það. En það er ekkert vist að við öðru sé að búast af heimsmethöfum i dálk- sentimetrafjölda og afköstum. Þeir sem á annað borö vilja lesa heimsmetið okkar verða bara aö vera þolinmóöir og biða eftir næsta blaði. Og mér segir svo hugur að þeir geri það, við eigum okkur—trúiég —ansitryggan og góðan lesendahóp, og getum auð- vitaö verið pinulitið montnir af þvi lika ef það er rétt. En þaö er ekki bara fyrirbærið Helgar-Timinn sem á afmæli. Það er lika ár siðan gerðar voru þær breytingar á Timanum sjálf- um (sem okkur þykir gaman að kalla fylgirit Helgar-Timans) sem auðvitað leiddu beinlinis til þessaöhnokkinn varðtil: Helgar- Timinn. Og hvernig hafa þær breytingar lukkast? Það er ekki óhæfilegt aö velta þvi fyrir sér. Ég las i blöðum fyrir nokkru siðan að á flokksþingi Fram- sóknarflokksins hefði komið fram töluverð gagnrýni á Timann, en ef einhver skyldi ekki vita það er það Framsóknarflokkurinn sem gefur Timann út. Gagnrýni, ol- ræt, en þvi miður mun gagnrýnin einkum hafa beinst að þvi að Timinn væri ekki nógu harður á framsóknarlinunni, ekki nógu af- gerandi málgagn. Ég segi þvi miður, vegna þess að svo var helst að skilja að þessir gagn- rýnendur vildu að stefna Fram- sóknarflokksins kæmi fram i fréttaskrifum blaðsins og öllu efni, en ekki einungis i leiðara og merktum pólitiskum skrifum. Það er dálitið illt til þess að vita að þessu skuli hafa verið haldið fram, og ég vona að þaö sé rétt að þeir hafi ekki verið margir sem það gerðu. En gæti nú einhver upplýst mig um það hvernig á að túlka stefnu Framsóknarflokksins i fréttum? Eða hvaöa annars flokks sem er? Við höfum viti til varnaðar, þar sem er Þjóðviljinn. Þjóðviljinn hefur flesta burði til að vera afar gott blað, hann hefur yfirleitt á að skipa ágætu fólki og hefur stund- um tekið hressandi spretti. En Þjóðviljinn er ekki gott blað meðan allar fréttir, hversu smáar sem þær eru og um hvað sem þær fjalla, eiga það til að breytast i svolitla leiðara um Alþýðubanda- lagið eða stefnumál þess og skoð- anir. Það tekur enginn mark á Þjóðviljanum sem fréttablaði — og þó : skyldu Allaballar gera þaö sjálfir? — en á þessu eina ári sem liðið er siðan Timanum var breytt hefur hann orðið eitt allra besta fréttablað á landinu. Ég tel mig geta sagt þetta með góðri samvisku. Dæmi Moggans er ööruvisi en útkoman svipuð, þó Morgunblaðsmenn gangi ekki nándar nærri eins langt og þeir á Þjóðviljanum. Spurningin snýst um það hvers eðlis blað sem er i eigu stjórn- málaflokks á aö vera. A það að veravanalegt fréttablað með fag- legan metnað á sinu svíði en pðli- tikin á sérstökum bás, eða á það að vera einhvers konar pólitiskt sendibréf milli flokksfélaga svo þeir viti hvaða skoðun þeir eiga að hafa á hvaða máli sem er? Sem betur fer hafa framsóknar- menn valið fyrri kostinn, og ég vona að þrátt fyrir þá gagnrýni sem kom fram á flokksþinginu haldi þeir fast við þann kost. Þannig halda þeir úti veglegu, al- vöru blaði og geta svo rekið sina pólitik eins og þeir vilja þar sem það á við. Nú er kannski rétt að ég taki skýrt fram að ég skrifa þetta að- eins vegna þess að við erum eins árs. Ekki vegna þess að fram- sóknarmaddaman fari hér um með pilsaþyt og heimti sin sjónarmiö i fréttir eða almennar greinar. Hafi einhver áhuga á að túlka ofangreint á þá lund skal á- réttað að svo er ekki. öll blöð hafa gott af þvi að staldra við og hugsa sinn gang — eru afmæli ekki til- valin tækifæri til slikra heila- brota? Ég held sem sé, og er raunar alveg sannfærður um, að það var rétt stefna sem Timinn tók fyrir einu ári. Blaðiö var staðnaö, það verður að viður- kennast, en nú hefur það rétt úr kútnum og margt hefur tekist vel. Það held ég að allir hljóti að viðurkenna. Einhvers staðar hefði eflaust verið hægt að gera betur — með meiri peningum, fleiri mönnum og svo framvegis — en það er ekki til neins aö setja sérof háleit markmið eða vera of bjartsýnn. Svo má sjá til eftir ár i viöbót. Aðrar 1664 siður! Ojæja. Það var nú það. Hvernig ætli siðu 2 liði? —ij- Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.