Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 16. mai 1982 Það hefur vonandi ekki farið framhjá nokkrum samviskusömum lesanda að í tveimur síðustu blöð- um Hetgar-Timans birtist afar merkilegt viðtal við Kristján Albertsson/ rithöfund, fyrrum ritstjóra og starfsmann utanríkisþjónustunnar. Kristján hefur viða farið á langri ævi og mörgu kynnst: ef til vill var merkilegasti hluti viðtalsins sá er fjallaði um Guðmund Kamban og einkum ástæður þess að hann var veginn af dönskum andspyrnumönnum rétt um það bil sem seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þær upp- lýsingar munu ekki hafa birst á prenti áður. Hér verður sagt frá Kamban, frá ferli hans sem hófst svo glæsilega én átti sér sorglegan endi. ■ Æska hans? Viö förum fljótt yfir sögu. Hann fæddist 8. júni 1888 i Litlabæ á Alftanesi var sjö- unda barn foreldra sinna af fjór- tán, og gekk einu sinni fram á Grim Thomsen á spássitúr um Bessastaöaland. Geta má þess aö Gisli Jónsson, bróöir Guömundar, lýsti heimi þeirra bræöra i bók- inni Frá foreldrum minum — við látum nægja aö segja aö fátækt hafi verið mikil og börnin uröu aö vinna. Guömundur þá Jónsson vildi þó heldur liggja i bókum og var fyrir vikiö álitinn letiblóö af föður sinum. Móöir hans skildi aftur á móti menntunarþrá sonarins og kom þvl til leiöar aö hann var einn barnanna sendur 1 skóla — gekk þó brösuglega fyrir hann aö komast i Menntaskólann en tókst aö lokum haustiö 1904. Hann las utanskóla og varö stúdent 1910 meö lágmarkseink- unn. Meöfram skólanáminu varö hann aö vinna fyrir sér, lengst af viö blaö Björns Jónssonar rit- stjóra og síöar ráöherra — blaöið var auövitaö lsafold og Guö- mundur skrifaöi meöal annars i þaö skeleggar greinar um upp- kastið. Ariö 1901 haföi hann samið sitt fyrsta leikrit, þá var hann þrettán ára og leikurinn hét Svikamyllan var um elskendur sem biöa ósigur. Handritiö er nú glataö. Næstu verk hans voru nokkrar sögur sem hann skrifaði eftir fyrirsögn þeirra H.C.Ander- sen, Jónasar Hallgrimssonar og Snorra Sturlusonar og komu út i litlu kveri áriö 1906. H.C.Andersen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson finna sér farveg á jarðríki Hægan nú. H.C.Andersen, Jónas og Snorri? Já, þaö var öldungis ekki laust viö þaö! Þannig var mál meö vexti að Björn Jónsson, yfirboöari Guö- mundar var mikill andatrúar- maöur á þeirra tima vlsu og not- aöi blað sitt meöal annars ákaf- lega til aö vegur spiritismans yröi sem mestur á Islandi. Gegnum Björn komst hinn ungi Guömund- ur Jónsson I kynni viö Indriöa miöil og aöra talsmenn andanna hérnamegin og kom fljótt i ljós aö hann var móttækilegur sjálfur. Hann fór aö skrifa ósjálfráöa skrift og fyrst eftir aö lækna átti Jón Jónsson, bónda úr Stóradal af krabbameini. Jón þessi var dauövona þegar andatrúarmenn tóku hann upp á sina arma og hugðust lækna i einni svipan meö aöstoö látinnar læknisfræöi. Var Indriöi miöill fenginn til verksins og Einar Hjörleifsson, síöar Kvaran, fór fögrum og hástemmdum oröum um tilraunina i grein i blaöi sinu, Fjallkonunni. En þá kom babb I bátinn. Nokkrum dögum eftir aö greinin birtist tók Jón bóndi upp á þvi aö deyja og fór aö vandast málið. Ekki yröi hann læknaöur til dýröar splritismanum úr þvi. Andstæöingar andatrúarmanna voru lika illskeyttir og hikuöu ekki viö aö notfæra sér dauöa bóndans til aö hafa andatrú og allt sem henni fylgdi aö háöi og spotti. En þegar neyöin er stærst r hjálpin næst — loftandarnir H.C.Andersen og Jónas Hall- grlmsson sáu aö viö svo búiö mátti ekki standa og ákváöu aö grípa til sinna ráöa. Þeir fundu sér farveg á jarðrlki, þar sem var pilturinn Guömundur Jónsson og meö hans hendi skrifuöu þeir dá- litla dæmisögu um dauöa Jóns, þar sem þeir visuöu spotti and- stæðinganna á bug og sönnuöu svo ekki varö um villst, aö mál- staöur spiritista heföi slöur en svo oröiö fyrir nokkrum skakkaföll- um af þessu máli öllu. Ortu þeir aukinheldur sálm I gegnum Guö- mund Jónsson og var hann sung- inn viö útför bóndans úr Stóradal nokkrum dögum seinna, og gefinn út I sérprenti merktur stöfunum H.C.A. og J.H. Er varla fyrir þaö synjandi aö flestum þótti skáld- skap þeirra félaga hafa hrakaö allmikiö siöan þeir dóu. En nú voru þeir komnir á bragöið og nokkru slöar skrifuöu þeir fimm ævintýri gegnum Guð- mund og höföu þá fengið engan aukvisa I liö með sér, sjálfan Snorra Sturluson. Komu ævintýr- in út meö nafninu: Úr dularheim- um I. Fimm æfintýri. Ritaö hefur ósjálfrátt Guömundur Jónsson. Samband við annan heim rofið Eftirmála aö bókinni skrifaði Björn Jónsson ritstjóri og vottaöi þar aö hann heföi fylgst meö þvi er Guömundur skrifaöi ævintýri hinna framliönu óvenju hratt og viðstöðulltið. Er skemmst frá þvi aö segja aö öll boöa ævintýrin andatrú og þýkja tæpast I hópi rismestu bókmennta veraldar. Framhald varö heldur ekki á ósjálfráöri skrift Guðmundar. Rétt um þaö leyti sem nokkrir valinkunnir menn höföu ákveðið aö rannsaka dulræna hæfileika Guömundar svo visindalega sem unnt væri veiktist hann hastar- lega og var tilkynnt eftir veikind- in aö nú væri samband hans viö annan heim rofiö. Æ slðan hafa þeir þremenningar, Hans, Jónas og Snorri, ráfaö um i villu og svíma hinum megin og ekki getaö veitt skáldskaparþörf sinni útrás, svo vitaö sé. Aldrei hefur veriö kannaö gaumgæfilega hvaö hér var á feröinni, og liklega ekki hægt um vik, en öllu heldur var þaö undirmeövitund Guömundar sjálfs sem skrifaöi ævintýri viö dýröar andatrú en þrieykiö fyrr- nefnda. Seinna var sett saman þessi visa: Guðmundur Kamban skrifar alla skrambann ósjálfrátt um andann, sem er fyrir handan i hópi íslenskra skálda í Danmörku Eftir aö Guömundur geröist af- huga dauöu fólki vildi hann ein- beita sér að lifandi löndum sin- um. Hann skrifaöi greinar um ýmis þjóöþrifamál, varaöi til aö mynda viö of miklu ofstæki i mál- hreinsun, og taldi rithöfundum hollara að skrifa mál fólksins i landinu á bækur sínar en láta það tala gullaldarmál. Var hann aö best er vitaö fyrstur til aö halda þessu fram en aö visu má deila um hvernig til tókst i verkum hans sjálfs. Aörar greinar skrifaöihann þar sem hann hvatti til þess aö lslendingar tækju sér ættarnöfn aö siö útlendinga og alla tiö var hann reyndar ötull baráttumaður þess aö Islending- ar mættu ekki hika viö aö taka sér til fyrirmyndar þaö sem eftir- sóknarveröast væri I menningu annarra þjóöa. Hann var heims- borgari á sinn hátt. Vildi Guö- mundur ganga á undan meö góöu fordæmi hvaö snerti ættarnöfn og tók sér þaö nafn sem hann gegndi slðan: Kamban. Sigldi hann þannig útbúinn til Kaupmanna- hafnar siösumars 1910, oröinn stúdent og ætlaöi sér aö lesa bók- menntir, fagurfræöi og fram- sagnarlist viö háskólann. Litiö varö þó úr þvl námi, enda vakti annaö fyrst og fremst fyrir hon- um: aö veröa rithöfundur. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja aö á þeim árum voru nokkr- ir islenskir rithöfundar búsettir á Noröurlöndum og vildu leggja heiminn aö fótum sér meö þvl aö skrifa á dönsku. Þó Island væri enn bæöi afskekkt og einangraö höföu tengsl landsmanna viö út- lönd aukist mjög frá þvl sem áöur var, og ungir menn og bók- menntasinnaöir höföu nú tækifæri til aö kynnast menningu og bók- um stórþjóöanna. Fór ekki hjá þvl aö þeir hrifust og varð Island I þeirra augum litiö land og hallærislegt I samanburöi við gróin menningarsvæði Evrópu. Þótti þeim til litils aö rita bækur sinar á þjóötungu nokkurra tug- þúsunda þegar allt eins vist var aö milljónirnar úti I heimi biöu óþreyjufullar eftir aö heyra frá þeim. Þessir menn voru, auk Guömundar Kamban, þeir Jó- hann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson og Jónas Guölaugs- son en þaö er I kvæöi eftir þann siðastnefnda sem áöurnefnd viö- horf koma hvað skýrast fram. Kvæöiö heitir „Mig langar —” og þar eru meðal annars þessar lin- ur: Ég bölva þér nákaldi is." Hér er kalt, hér er erfitt aö anda, hér er allt það sem hrærist meöbönd! O, mig langar til fjarlægra landa, ó, mig langar aö árroöans strönd! ■og: Ég vil bálið, sem hitar og brennur, en ég bölva þér nákaldi Is! Ég vil aflþunga elfu, sem rennur, ekki óhreina pollinn sem frýs. Ég vil ástblómiö rauöa sem angar, ekki arfa eöa þurrkaöan vönd. Ó, svo langt héöan burtu mig langar, ó, mig langar aö árroöans strönd! Þess má svo geta aö Jónas Guö- laugsson fór aldrei lengra en til Noregs og Jótlands! Nú má ekki skilja þetta á þá leiö aö þessir Islensku rithöfundar sem leituöu sér frama utanlands og á erlendum tungumálum hafi afneitaö þjóöerni sinu og landi. Ónei, þeir voru allir og alla tlö miklir tslendingar I hjarta sér. Þeir höföu hins vegar ekki nægi- lega mikla trú á sjáifum sér og is- lenskunni til aö þeir tryöu þvi aö þeir gætu oröiö heimsfræg skáld — sem þeir sóttust auövitaö eftir — nema meö þvl aö skrifa á öör- um málum, málum hinna stóru, háþróuðu menningarþjóða. Aö visu treysti enginn sér til aö skrifa á ööru máli en dönsku sem varla gat talist i hópi alheims- tungumála, en þeir náðu eigi aö siöur töluveöri frægö og virðingu erlendis, þótt um skamma hrlö væri. Jónas Guölaugsson gaf út ljóöabækur bæöi á norsku og dönsku og fékk fyrir þær allgóöa dóma, en dó siðan áöur en hann gæti fylgt þeim eftir — vinsældir leikrita Jóhanns Sigurjónssonar eru flestum kunnar, og Gunnar Gunnarsson var um tima næstum þjóöskáld I Danmörku og einnig mikiö lesinn I Þýskalandi og viöar i Miö-Evrópu. Þaö er til marks um glæstar vonir þeirra félaga aö Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson gerðu meö sér skrif- legtsamkomulag um aö sá þeirra sem fengi Nóbelsverölaunin i bókmenntum skyldi skipta verö- launafénu meö hinum. Hadda Padda Og Guðmundur Kamban var aö sinu leyti jafn staöráöinn I aö komast til frægöar. Þaö er annars undarlegt aö hann skyldi ekki leggja út i aö skrifa á ööru máli en dönsku, þvi þaö er vitaö aö frá fyrstu tlö vildi hann allrahelst skrifa á ensku. Þaö var hinn enski heimur sem höföaöi mest til hans og heillaöi hann en þar tókst hon- um aldrei, þrátt fyrir nokkrar til- raunir, aö ná fótfestu en varö vin- sæll i Danmörku. Fyrsta leikrit sitt, ef Svika- myllan er undanskilin skrifaöi Guömundur raunar á Islensku þaö var áriö 1912 og hann nefndi verkið Höddu Pöddu, en sneri þvi sjálfur á dönsku skömmu siöar og þannig kom þaö út á bók áriö 1914. Hadda Padda er mikiö drama um ástir, örvæntingu, hefnd og svo framvegis og fyrir áeggjan Georg Brandes féllst Konunglega leik- húsiö i Kaupmannahöfn á aö sýna verkiö haustiö 1914. Ttilhlutverk- iö lék Ella Ungermann og var ákaft lofuö fyrir, en meö önnur helstu hlutverk fóru Poul Reumert og Agnete Egeberg, sem siöar varö eiginkona Guö- mundar Kamban. Hvlsla sumir að hún sé fyrirmynd Normu I leikritinu Vér morðingjar. Leikritinu var mjög vel tekiö bæöi af gagnrýnendum og óbreyttum leikhúsgestum, og gekk I fjóra mánuöi sem þótti gott. Var þaö síöar sýnt I ýmsum löndum og fékk yfirleitt ágætar viötökur. Ariö 1923 geröi Kamban svo kvikmynd eftir verkinu og tók an. En þegar Þorgils sér Ingi- björgu, sem þeir báöir elska ganga til Hrólfs og votta honum ást slna, snýst honum hugur og hann ákveöur aö gllma viö Hrólf. Hrólfur fellur og ráöherradóttirin Hekla, sem elskar hann setur nýtt skilyrði fyrir náöuninni: hún krefst þess aö Hrólfur endur- gjaldi ást hennar. Eftir mikið fargan stokkast spilin aö lokum. Ingibjörg uppgötvar aö hún elsk- ar I rauninni Þorgils og Hrólfur aö hann elskar Heklu, en ekki Ingibjörgu. Fööur Hrólfs er I íf JjU Off dauði Kambans — Samantekt um Guðmund Kamban með tilliti til nýrra upplýsinga Kristjáns Albertssonar útiatriöi hennar hér á tslandi en myndin þykir ekki sérlega vel heppnuö. Hver elskar hvern? Næsta leikrit Kambans hét Konungsgliman og var lika um miklar ástir og tilþrifamikil ör- lög. Lesendum til fróöleiks skal hér tekinn söguþráöur verksins eins og Helga Kress rakti hann i riti sinu Æskuverk og ádeilur, Studia Islandica 29, en til þess rits hefur ósparba veriö leitað I þess- ari samantekt. Helga segir: „Söguþráöurinn er snuröóttur, og gerist margt á skömmum tlma. Spinnst leikritiö út af þvi aö i Reykjavik er framiö morö og morðinginn dæmdur i nokkurra ára fangelsi. Sonur hans, Hrólfur, er einn af bestu glimuköppum landsins ásmat Þorgilsi vini sin- um og fóstbróöur. Hafa þeir heitið þvi aö taka aldrei þátt i glimu- keppni hvor á móti öörum. Keppa þeir til skiptis og deila sigrunum bróöurlega á milli sin. 1 tilefni af komu konungs til Islands ákveöur ráöherra aö undirlagi Heklu, dóttur sinnar, aö náöa morðingj- ann fööur Hrólfs, meö þvi skil- yröi, aö Hrólfur sigri i glimunni sem halda á konunginum til heiöurs. Þorgiis neitar aö glima og allir telja Hrólfi sigurinn vis- sleppt úr fangelsinu og allt fellur I ljúfa löö.” Ameríkudvöl Satt best aö segja hafa mörg leikrit fengiö betri viðtökur en þetta melódrama. Þaö var frum- sýnt á tslandi árið 1917 og fékk slæma dóma og þó Konunglega leikhúsiö I Kaupmannahöfn sam- þykkti þegar árið 1913 aö sýna verkið varö ekki af þvi fyrr en 1920 og þá kolféll þaö. Löngu áöur hafði Kamban hins vegar misst þolinmæöina gagnvart Dönum. Honum þótti þeir ekki sinna sér nægjanlega vel og 1915 ákvaö hann aö hafa sig á brott og sigla til Ameriku. Hann var félltill en bjartsýnn, draumurinn um feril i enskumæiandi landi virtist ætla aö rætast. En nei — þaö fór á aðra lund. Eftir aö hafa þraukaö i tvö ár við kröpp kjör i New York hrökklaöist Kamban aftur til Danmerkur og hafði mistekist aö fá verk sin útgefin eöa leikin vestra. Hann haföi á hinn bóginn kynnst nýjum heimi og i verkum hans er uppskeran frá Ameriku- dvölinni rikuleg. Hann kynntist bókum nýrrar kynslóðar banda- riskra rithöfunda sem lögöu sig ekki síst eftir mögnuöum þjóö- félagsádeilum I raunsæisstil. Verk þeirra uröu Kamban sem opinberun og næstu árin skrifaði Sunnudagur 16. mai 1982 lendinga á Grænlandi og fund Ameriku. Þykir sumum þesi skáldsaga besta verk Kambans þótt ekki hafi mikið fariö fyrir henni. Lagöi hann sig enda allan fram viö aö gera hana sem best úr garði og kynnti sér allt sem vitað var um þann tima sem hún gerist á, eins og Kristján Alberts- son, sem var I Berlin samtiöa Guðmundi og mikill vinur hans, iýsti I viötalinu viö Helgar-Tim- ann. Bókin kom út samtimis á dönsku og þýsku og þó hún fengi prýðisviðtökur var efnahagur Kambans eftir sem áöur slæmur, hann haföi fengiö sin ritlaun fyr- irfram til aö geta lifaö frá degi til dags. Arið 1938 var svo aö honum þrengt aö hann neyddist til aö snúa aftur til Danmerkur þar sem hann bjó siöustu árin, skrifaöi ýmislegt en gekk illa aö koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þá var kominn til skjalanna sá orö- rómur aö hann væri nasisti og jók ekki vinsældir hans I Danmörku. Orðrómur um nasisma Kamban likaöi vel viö Þjóö- verja og margt I fari þeirra höfö- aði til hans. Hann var hins vegar aldrei nasisti og haföi ógeö á Adólf Hitler, eins og Kristján Al- bertsson hefur lýst I grein sem birtist i bók hans I gróandanum. Þar segir hann meðal annars frá kvikmyndasýningu sem þeir fóru saman á og sýndi einhverja marséringahátíö nasistanna. Allt tilstandiö vakti hlátur Kristjáns Albertssonar en Kamban var ekki hlátur Ihug. Hann sagöi: „Tókstu eftir því hvernig þeir marséra? Þetta er geðveik þjóö!” Hitt er annaö mál aö Kamban haföi ekki sinnu á þvl aö lýsa af- dráttarlaust fordæmingu sinni á nasismanum og raunar hrósaöi hann opinberlega ýmsu þvi sem honum þótti vel fara i Þýskalandi nasismans, eins og til dæmis þegnskylduvinnunni. Eftir aö Danmörk haföi veriö hernumin af Þjóöverjum kom þetta honum i koll og hann fékk litiö viö aö sýsla. Hann reyndi aö fá atvinnu viö islensku sendiráöin i Sviþjóö eöa Danmörku en var neitaö og var þá nauðbeygöur að leita á náðir Þjóöverja. Hann fór oft til Þýskalands á striösárunum og setti til dæmis upp leikrit i Köningsberg og þetta leiddi til þess að orörómurinn um nasisma hans fékk byr undir báöa vængi. Kamban vissi sjálfur af þessu en lét sér i léttu rúmi liggja. Eftir að ljóst varö aö Þjóöverjar myndu tapa striöinu haföi hann hins veg- ar talsverðar áhyggjur af þvi hvað yröi eftir striö. Hann bjóst við aö veröa yfirheyröur vegna gruns um samvinnu viö nasista og óttaöist þaö ekki, en — sagöi hann viö Kristján Albertsson: „Verður ekki hálfger eöa alger óöld fyrsta kastiö, menn myrtir, sem eru taldir hafa verið vin- veittir Þjóöverjum? Hver á aö halda uppi lögum og reglu gagn- vart æsingamönnum úr hópi skrflsins?” Mætti ætla hann heföi veriö forspár. En nú skulum viö taka orörétt upp úr viötali Helgar-Timans viö Kristján Albertsson: öriagarík rannsókn á sölvum „Kamban haföi mörg undarleg áhugamál og haföi afar gaman af að hnýsast I ýmislegt sem aörir láta sér fátt um finnast. Til dæmis haföi hann ákaflega gaman af að kynna sér allt um íslenskt mel- gras, sem er eins konar Islenskt villihveiti, sem menn lögöu sér til máls og notuöu I grauta á neyöar- timum I sögu þjóðarinnar. Eins var þaö meö söl, fólk át söl úr fjörum, og Kamban komst aö þvi einhvern veginn aö sama gera Japanir og Kinverjar á Kyrra- hafsströndum, þeir éta söl. Og aö gamni sínu fer hann aö kynna sér allt sem hann gat fundiö i búnaðarritum og annars staöar um söl og neyslu sölva á fyrri timum. Nú kemur þýskur vísindamaður á striöstimanum til Kaupmannahafnar og þekkir aö nafni til þennan kunna rithöfund og skáld, Guömund Kamban, hringir hann upp og segir aö sig langi aö tala við hann og hvort hann megi bjóöa honum i há- degisverö. Og þaö veröur úr. Þessi Þjóöverji er náttúru- vlsindamaöur og yfir boröum segir Kamban honum frá þessari neyslu Islendinga á sölvum. leyti á tslandi þó skrifuð væru á dönsku. Upp og ofaní Danmörku En hann var sem sagt kominn aftur til Danmerkur. Hann bjó þar næstu árin en ferðaðist nokk- uð, kom til dæmis reglulega til Is- lands og kynnti verk sin. Efni Kambans i Kaupmannahöfn voru yfirleitt heldur góö og hann fékkst viö ýmislegt auk ritstarfanna, var svo dæmi sé nefnt leikstjóri viö Konunglega leikhúsiö um nokkurra ára skeiö á þriöja ára- tugnum. Annars átti hann nú viö vaxandi andstreymi aö etja aö minnsta kosti taldi hann sér trú um aö blöðin og gagnrýnendur væru sér óeðlilega andsnúin og bætti hann raunar inn i sum seinni verk sin ádeilu á þá sem blööin skrifa. Fyrst þóttist Kamban veröa var viö þessa andstööu er leikrit hans, Marmari, fékkst ekki sýnt I Danmörku. Þaö er fyrsti ieikur hans sem gerist i Ameriku og einnig fyrsta leikritiö þar sem hann flikaði nývöknuöum áhuga sinum á glæp og refsingu. Snerust næstu verk hans meira eða minna um óréttlæti refsinga eins og þær voru praktiseraöar, þær voru mannskemmandi pyntingar spillts þjóöfélags og kæmu verst niður á þvi fólki sem út úr neyö verk voru annars vegar, tók ósigrinum mjög illa. Vér morðingjar Ariö 1920 sló hann reyndar aftur i gegn I Danmörku og þaö svo um munaði. Þaö var þegar leikritið Vér moröingjar var frumsýnt. Vér moröingjar gerist i Ameríku eins og Marmari og segir frá hel- viti hjónabands þar sem eigin- maðurinn aö lokum drepur eigin- konu sina og er refsaö. Þetta er áreiöanlega langbesta leikrit Kambans, þarna tókst honum aö ná valdi á dramatikinni sem áöur — og síöar — var næsta hömlu- laus, sálfræðileg rannsókn hans á persónunum þykir mögnuö og sannfærandi. Annars skal visaö til fyrrnefnds rits Helgu Kress um þessi fyrstu verk Kambans. Oss morðingjum var altént tek- iö meö miklum fögnuöi I Kaup- mannahöfn og siðar i Osló, á ís- landi fór þaö hins vegar fyrir of- an garö og neöan er þaö var frumsýnt i Reykjavik 1920, en hefur slöan veriö sýnt fjórum sinnum og veriö vel tekið. Kamb- an fékk fé upp i hendurnar fyrir þennan sigur og var mikið látið meö hann sem aö visu megnaöi ekki aö bæta honum upp von- brigöin með Konungsglimuna og Arabisku tjöldin — en þaö var gamanleikur sem frumsýndur var Ragnar Finnsson, sem fjallaöi um svipaö þema og „amerisku” leikritin en átti verk- um annarra höfunda stóra skuld að gjalda. Siöan kom stórvirkið Skálholt sem þýtt var á fjölmörg tungumál og varö vlöa mjög vin- sælt, sagan um Ragnheiöi biskupsdóttur. Til Þýskalands Kamban bjó i Danmörku til ársins 1934 en hugöist þá fara þaðan alfarinn. Hann var oröinn leiöur á misjöfnum viðtökum verka sinna, fannst hann eiga betra skiliö, og fjármál hans voru löngum óviss. Aöra stundina haföi hann fullar hendur fjár, hina varö hann aö gæta aöhalds og þaö féll honum þungt — hann var höföingi i lund. Frá Dan- mörku hélt hann til Englands og vildi gera aðra tilraun til aö veröa rithöfundur á enska tungu en þaö fór á sömu leiö og er hann var i Bandarikjunum: peningaleysi hrakti hann til baka áöur en hann gæti komið sér aö fullu fyrir. Hann vildi þó ekki fara aftur til Danmerkur og kaus Þýskaland i staðinn en þar höföu mörg verka hans notið mikilla vinsælda. Hann settist aö i Berlin og skrifaöi þar skáldsöguna Vitt sé ég land og fagurt, sem nýlega var lesin i út- varpiö — mikil saga um vist Is- hann mjög I þeirra anda, ádeilu- verk sem vildu fletta ofan af hræsni og miskunnarleysi I henni veröld. Þar aö auki varö vistin I Bandarikjunum þess valdandi aö alþjóöahyggja Kambans efldist til muna og næstu þrjú leikrit hans gerðust I Amerlku meö ame- risku fólki og seinni partur skáld- sögunnar Ragnar Finnsson á sér einnig staö i Vesturheimi þó sögu- hetjan sé tslendingur. Þarna fór Kamban út á nýja braut og má minna á aö öll verk Gunnars Gunnarssonar geröust aö öllu eöa af slysni fremdi einhvern þann verknað sem þjóöfélagiö nefndi glæp. Þaö vildi bara svo til aö i Marmara tókst Kamban ekki að finna þessu áhugamáli sinu sérlega leikrænan búning. Marm- ari er f jarska langt og þungt verk, spekingslegar oröræður um al- varleg efni en litiö gerist, og spekin kannski ekki svo spök þeg- ar nánar er aö gáö. Þaö fór líka svo aö flestum leiddist sem sáu þetta leikrit, þá sjaldan þaö var sýnt, en Kamban sem haföi litla dómgreind þar sem hans eigin var 1921 og fáum þótti gaman aö. Kamban samdi tvö alvarleg leik- rit á næstu árum, Stjörnur öræf- anna og Sendiherrann frá Júpiter og nokkra gamanleiki en náði aldrei sömu hylli og eftir frum- sýningu Vor morðingja. Stjörnur öræfanna og Sendiherrann frá Júpiter eru hrikalega dramatisk verk, full af móraliseringum og þulum um vont ástand mann- kyns, en náöu ekki tilgangi sin- um. Þessi vonbrigöi ollu ,þvi aö Kamban tók aö snúa aö skáld- sagnagerö fyrsta skáldsaga hans Visindamanninum finnst þetta ákaflega merkilegt — haföi hann aldrei skrifað um þetta? Nei. Þér eigiö aö skrifa um þetta ritgerð, vlsindalega ritgerö og segja frá öliu sem Islendingar vita um neyslu á sölvum, segir þessi Þjóð- verji. Hvaö útbreitt þaö hafi ver- iö, hvernig þeirra hafi veriö neytt og hvaöa hlutverki þau hafi gegnt á erfiöum tlmum á íslandi. Kamban svarar aö hann geti ekki lifað á þvi aö skrifa visindalegar ritgeröir, þaö borgi enginn maöur eyri fyrir vlsindalegar ritgeröir, þær séu allar prentaðar ókeypis. Og þá segir þessi Þjóöverji: „Ég er hérna i sambandi viö stofnun sem heitir Deutsch-Dan- isches Wissenchaftliches Institut, ég ætla aö fara i hana og heimta peninga handa ybur til aö skrifa þessa ritgerö. Hvaö þurfiö þér marga mánuöi til aö skrifa hana?” Kamban segir: „Ég veit þaö nú ekki, ég þarf náttúrulega aö safna gögnum og lesa allt sem ég get fundiö bæöi á dönsku og is- lensku um þetta og svo aö skrifa ritgeröina”. Þetta endar meö þvi aö þessi visindamaöur útvegar Kamban styrk úr einhverjum þýskum visindasjóði, þúsund krónur á mánuöi i sex mánuöi. „Skjótið þér þá!" En svo fylgir böggull skamm- rifi: Kamban þarf aö sækja þess- ar þúsund krónur i hverjum mán- uöi upp á Dagmarhus, þar sem eru höfuðstöðvar þýska veldisins, þýsku hernámsstjórnarinnar i Kaupmannahöfn. Kamban verö- ur þetta smám saman ljóst og hann segir viö mig: Þetta er ákaflega hættulegt fyrir mig, sú saga kemst á flot aö ég sæki I hverjum mánuði peninga upp á Dagmarhus og enginn veit fyrir hvað. Þaö er þetta sem verður honum aö falli. Þaö er vitaö eftir á aö Danir tóku úr gluggum hin- um megin viö götuna mynd af hverjum dönskum manni og út- lendingi sem gekk inn I þetta hús, og þar á meðal var Kamban. Þeir njósnarar sem Danir höföu i kringum Dagmarhús vita aö Kamban sækir þangað peninga I hverjum mánuöi og enginn veit fyrir hvaö. Þetta held ég aö hafi oröiö honum aö falli. Þegar þýski herinn leggur niö- ur vopnin og gefst upp I Kaup- mannahöfn og danska neðan- jaröarhreyfingin tekur viö býr Kamban á Hotel Pension Uppsala i Uppsalagade i Kaupmannahöfn. Þangaö koma þrir menn og segja viö hótelvöröinn: „Við erum sendir hingað til aö sækja fööur- landssvikarann sem hér er, hvar er hann?” Þá svarar þessi danski portneri: „Ja, þaö hlýtur að vera herra Kamban, hann var aö setj- ast til borös þarna.” Þetta er klukkan tólf á hádegi og Kamban var nýsestur til borös meö dóttur sinni. Þessir menn sem eru meö einhverja frelsisliöaboröa um arminn og skammbyssurnar i hendinni ganga aö honum og spyrja hvort hann sé herra Kamban. Kamban játar þvi, og þeir skipa honum aö koma meö sér. Þá spyr Kamban: „Hver gerir boö eftir mér?” Hann mein- ar náttúrulega — er þaö lögregla eöa einhverjir ótindir strákar, ef þaö er lögregla fer ég náttúrlega með en ef þaö eru einhverjir strákar sem ætla aö pynta mig i einhverjum kjallara fer ég hvergi. Þá svara þeir: „Þaö varöar yöur ekkert um!” Þá fer ég ekki meö ykkur,” svarar Kamban, „ef þiö ekki segiö þaö.” Og þá segir þessi ungi maður: „Þetta er alvarlegt mál, herra Kamban, ef þér ekki komiö undir- eins meö og hlýðnist þá skjótum viö.” Og þá krossleggur Kamban armana á brjóstiö og segir þá: „Skjótiö þér þá,” og dettur senni- lega ekki i hug aö þeir dirfist aö ganga svo langt. En þessi ungi maöur lyftir hendinni og skýtur hann beint i enniö og Kamban hnigur dauöur niöur.” Kristján sagöi i grein eftir dauöa Kambans: „Ég skal engu um þaö spá, hvaö mikiö af verki Kambans lifir, og verður metiö af komandikynslóöum —-þó hygg ég aö hans bestu bækur muni stand- ast timans tönn betur en flest annaö I ný-islenskri skáldsagna- gerö. Um hitt er ég sannfæröur aö metnaöur þessa stórbrotna manns muni veröa hugstæður ungum islenskum mönnum á næstu öldum.” — ij tóksaman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.