Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 14
Sunnudagur 16. mal 1982 14 spurningaleikur „Hér höngum vér framliðnlr fimm eða sex ...” ■ Spurningaleikurinn okkar er á dagskrá, rétt einu sinni. Eru nú ekki allir meö? Formið oröið kunnuglegt? Rifjum þaö upp i stuttu máii. Við erum aö fiska i gruggugu vatni eftir hverju þvi sem hefst við milli himins og jaröar og jafn- vel þar fyrir ofan og neöan. Þekkt persóna — uppdiktuð eða raun- veruleg — atburöur af einhverju tagi, ártal, bók, land, biómynd, og svo framvegis og svo framvegis. Sem sé hvaðeina. En i staö þess að spyrja beint gefum við ákveðnar visbending- ar. Við ætium að fyrsta vis- bendingin — kikið ekki á nema eina i einu! — sé erfiðust og ef þið hafið rétt svar strax, þá getiði gefið ykkur fimm stig. Ef þið kveikið ekki kemur næsta vis- bending en fyrir hana eru gefin fjögur stig. Fyrir þá þriðju þrjú stig, fyrir fjórðu tvö stig og fyrir þá siðustu sem á að vera talsvert létt fæst eitt stig. Þar sem spurningarnar eru tiu er þvi mest hægt að fá fimmtiu stig en látið ykkur ekki bregða þó þið nálgist það ekki. Lesendum til skemmtunar og viðmiðunarhöfum við þá reglu að fá tvo fjölfróða menn til að reyna sig við spurningarnar og undan- farnar vikur hefur Magnús Torfi ólafsson — svo sem enginn viðvaningur i spurningakeppnum — veriðalgerlega ósigrandi.en sá sem fær fleiri stig heldur áfram en hinn dettur út. Hér að neðan gerir einn enn tilraun til að klekkja á Magnúsi, skoðið hvernig það fer. Og að lokum: Þessi spurninga- ieikur er fyrir alla og ykkur lika! Hikið þvi ekki við að gefa ykkur fram við Helgar-Timann ef þið viljið spreyta ykkur, eða benda á fróða menn sem kynnu að hafa áhuga. Við eigum heima i Siðu- múia 15, slminn er 86300... Rétt svör eru á bls. 29. 1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Bróðir Kristófers Kólum- busar, Bartólómeus, stofnaði höfuðborg þessa ríkis árið 1496 Um hrið hét þessi sama höfuöborg Ciudad Trujillo Það hét hún eftir illræmd- um einræðisherra, Rafael Trujillo Molina, sem á endanum var ráðinn af dögum Bandarikjamenn sendu þangað herlið árið 1965 til að bæla niður uppreisn Riki þetta liggur ásamt Haiti á eyjunni Hispaniólu 2. spurning Arið 1887 flutti hdn opin- beran fyrirlestur fyrst kvenna á tslandi, sem fjallaði um hag og réttr indi kvenna. Ásamt manni sinum Valdimar Asmundssyni gaf hún um hrið Ut blaðiö Fjallkonan Dóttir hennar Laufey varð fyrsta stúlkan tU að ljúka stúdentsprófi frá Men ntaskólan um I Reykjavfk áriö 1910 Hún var mest forgöngu- kona um stofnun Hins Is- lenska kvenréttinda- félags Og helsti forvigismaður kvennalistans sem vann sigur I bæjarstjórnar- kosningum i Reykjavik 1908 3. spurning Þetta ár var frumflutt hiö fræga tónverk George Gershwins „Rhapsody in Blue” Fyrstu vetrarólymplu- leikarnir voru haldnir sama ár I Chamonix I Frakklandi En sumaróly mpiu- leikarnir voru I París, frá þeim er sagt I óskars- ve rölauna myndinni „Chariots of Fire” Hér heima gaf Þórbergur Þórðarson út Bréf sitt til Láru Og I austurvegi lést Vladimir Ilyich Ulianov öðru nafni Lenin, faðir rússnesku byltunnar 4. spurning Aldin þessarar jurtar er blátt og eitrað ber Jurtin er friölýst á íslandi með lagaboði Samkvæmt Flórunni hef- ur hún skriöulan jarð- stöngulog uppréttan loft- stöngul með fjórum kransstæðum blöðum Hið latneska heiti hennar er „paris quadrifolia” Hálfnafna hennar á fs- lensku er tdnjurt sem vansköpuð á að geta upp- fyllt óskir manna 5. spurning Nafn þessa manns mun þýða ,,sá sem upplýsir” eöa eitthvað I þá veru Hann var ljóöskáld I hjá- verkum og orti m.a. ljóð úr fangelsi sem hafa birst á islensku Ungur yfirgaf hann átt- haga sina og lagöi stund á kommúnisma I Lundún- um, Paris og Moskva Hcil kynslóð vestrænna ungmenna kallaði hann „frænda” Hann var helstur for- göngumaöur svokallaðr- ar Vietminh-hreyfingar 6. spurning Hann ortii þýðingu: „Hér höngum vér framliönir fimm eða sex niördr ól/ af fúnum og molnandi kjúk- um er sorfið og nagað” Þessi maður hvarf með öllu árið 1463 liðlega þrl- tugur að aldri og enginn veit með vissu hans afdrif siöan Sagan segir að hann hafi átt að hengja tvlsvegis, enda var hann skelmir hinn mesti og þekktur fyrir lausungarUf nað „Hvar skalnii mjöllin frá liðnum vetri?” spurði hann og varö fleygt Eftir hann þýddi Jón Helgason dr frönsku: Raunatölur gamallar léttlætiskonu, Kvæði um konur liðinna alda og Hangakvæði sem áður var vitnað 1 7. spurning Þjóðsagan segir að þar sem þessi eldstöð er nU hafi til forna verið miklir skógar Nafn hennar minnir hvorki á eld né Is sem þó mætti þykja við hæfi Við hana standa Svia- hnúkar og Grlðarhorn Þarna gaus siðast stóru gosi árið 1934 Talið er að uppruna Skeiðarárhlaupa sé að leita I þessari eldstöð 8. spurning Þessi austurlenska hetja var sögð guðleg að tveim- þriðju hiutum en mannleg að einum-þriðja hluta Ævafornar sagnir um hana hafa varöveist á fleygletruðum leirtöflum Frægar eru lýsingar á henni úr bókasafni Assýriukónga i Ninive Hún var nokkurs konar þjóðhetja I hinu forna Babýlóniuriki Lýsingar á henni í kvæðum hafa verið taldar fýrirmyndir syndaflóðs- frásagnar Gamla Testa- mentisins 9. spurning Þessi kvikmynd var gerö eftir leikriti sem hét Ég er myndavél Leikritið var aftur gert eftir bók Christophers Isherwood sem heitir Berlin kvödd En áður en leikritiö gæti orðið að kvikmynd varð til söngleikur sem var sýndur hér I Þjóöleikhús- inu Kvikmyndin hlaut heil átta óskarsverðlaun fyrir tiu árum Meðal þeirra sem hlutu viöurkenningu voru leik- stjórinn Bob Fosse og aðalleikkonan Liza Min- elli 10. spurning A föðurarfleiö hans, - Breiðabólsstað I Fljóts- hllð var önnur hönd hans varðveitt, ,,með arm- leggjum” Það varð næstum brátt um embaítisframa hans vegna þess að hann hafði átt tvær konur „Er það margra manna ætian, að hann hafi með hvorugri Hka mlega flekk- ast,”segirí fornum ritum Norður á Hólum var hin hönd hans varöveitt, „allt tilolnboga gjör með silfur og steinum sett, og vlða með forgylltu vlravirki” Bein hans voru tekin upp á Hólum og þvegin og hann varð einn helsti dýrlingur Norðlendinga, ♦ Jóhaitn gegn Magnúsi Torfa ■ t þetta sinn fengum viö Jdhann Hannesson menntaskólakennara til að spreyta sig á móti Magnúsi Torfa ólafssyni. Leikar fóru á þessa leið: 1. spurning — Magnús Torfi fékk fimm stig en Jóhann fjögur. 5-4. 2. spurning — Hér fengu þeir báðir fullt hús, fimm stig. 10-9 fyrir Magnúsi Torfa. 3. spurning — Hér fór Jóhann villur vegar en Magnús fékk fjög- ur stig. 14-9. 4. spurning — Það kom spyrli mjög á óvart en báðir þekktu þeir umrædda jurt við fyrstu vísbend- ingu. Magnús hafði borðað hið eitraða aldin hennar i bernsku, Jóhann hafði að visu ekki bragöað hana en þekkti á henni latneska heitiö. 19-4 Magnúsi Torfa i vil. 5. spurning — Magnús jók for- skot sitt, fékk fjögur stig en Jó- hann aðeins eitt. 23-15. 6. spuming — Báðir þekktu þennan skáldmæring á auga- bragði, fengu fimm stig hvor. 28- 20. 7. spurning — Aftur tókMagnús Torfi á sprett, fékk f jögur stig, en Jóhann sat eftir með tvö. 32-22. 8. spuming — Magnús fimm, Jóhann fjögur. 37-26. 9. spurning — Þetta vafðistekki fyrir þeim, báðir höfðu rétt svar viö fyrstu visbendingu. 42-31. 10. spurning — Magnús Torfi var vlst búinn að tryggja sér sigurinn enn einu sinni og gaf aöeins eftir, Jóhann Hannesson. fékk tvö stig og Jóhann llka. Lokastaðan: 44-33 Magnúsi Torfa i vil. Við þökkum Jóhanni Hannes- syni fyrir þátttökuna og góða ■ Magnús Torfi Ólafsson. frammistöðu. Magnús Torfi Ólafsson svarar væntanlega enn fyrir sig að hálfum mánuði liðn- um. spurningar: eh, með aðstoð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.