Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 24
Sunnudagur 16. mal 1982 FRÉTTIR FRÁ FOSSHÁLSI ■ Jethro Tull. ■ Af islenskri útgáfu hjá Stein- um h.f.er þaö aö frétta aö breiö- skifa Þrumuvagnsins, Upp á yfir- boröiö er væntanleg í byrjun næsta mánaöar. Platan sem upp- haflega átti aöeins aö vera 12 tommu 5 laga plata var tekin upp i Hljóörita nú fyrir skömmu. 011 lög plötunnar eru samin af meö- limum vagnsins og segja þeir sem þau hafa heyrt aö þetta sé fyrsta raunverulega islenska þungarokksplatan. Lizt Upp úr næstu mánaöamótum kemur einnig á markaöinn fyrsta breiöskifa BARA-flokksins. Plat- an sem nefnist Liztvar hljóörituö i stúdiói Þursaflokksins, Grettis- gatiog upptökum stjómaði Tóm- as Tómasson. Éft þú og Jakob Jakob Magnússon er aö leggja siöustu tónana á nýja jazzrokk- plötu en áætlaöur útgáfudagur hefurenn ekki veriö ákveöinn. ÞU og égmunu á næstunni skreppa til London og ljúka upptökum á nýrri breiöskifu sem aöallega er hugsuö fyrir Japansmarkaö. Hún er áætluö á markaö hér eftir mitt sumar. Tvöfalt safn Um mánaöamótin júni/júli munu Steinar h.f. gefa út nýja tvöfalda safnplötu. Hún mun inni- halda bæöi innlend og erlend lög. Siöustu tvær safnplötur sem komu út hjá fyrirtækinu Næst á dagskrá og Beint i mark hafa báðar selst mjög vel, sú fyrri i yf- ir 4000 eintaka og sú siðari i yfir 6000. tilfar spora um allt Sporhyggstá næstunni gefa út fjögurra laga plötu meö hljóm- sveitinni (Jlfarnir sem áöur hét Pétur og (Jlfarnir. Lögin voru tekin upp I Grettisgatiog upptök- um stjórnaöi Valgeir Guöjónsson fyrrverandi Spilverkur. Grýlur i gat Grýlurnar byrja aö hljóörita breiöskifu f Grettisgati i júnf. Jafnframt þeirri plötu munu þær vinna aö tónlist fyrir Stuömanna- myndina sem fyrirhugaö er aö byrja aö mynda f sumar. Tull enn á lífi Ian Andersoner ekki enn sestur i helgan stein þvi á næstunni kem- ur út ný plata með honum og fé- lögum hans I Jethro TulL Platan ber nafnið The Broadsword and the Beast og i fyrsta sinn nota þeir upptökustjórnanda Paul Samwell-Smithsem löngu er orö- inn þekktur bæöi sem upptöku- stjórnandi og hljóöfæraleikari. Hann var í Yardbirds á sínum tima. Enn hafa orðiö mannaskipti i Tull Þeir Eddie Jobsonhljóm- borösleikari og Mark Craney trommuleikari hafa yfirgefið hljómsveitina, en istað þeirra eru komnir þeir Peter-John Vettese sem áöur var i skosku hljóm- sveitinni R.A.F. og trommuleik- arinn Gerry Conwaysem er gam- all kunningi Andersons. Veiðimaðurinn Væntanleg er ný plata með bandarisku hl jómsveitinni Blondie. Platan heitir The Hunter og upptökum stjórnaði Mike Chapman. Leo Sayer er vel þekktur hérlendis fyrir plötu sína Bestu kveöjursemút kom í fyrra. Hún seldist í 5000 eintökum svo hann á hér stóran hóp aödáenda sem veröur ánægöur, er nýja breiöskffan hans World Radio kemur i verslanir á næstunni. Fullkomið brjálæði Þeir hjá Steinum eru loks orön- ir fullkomlega brjálaöir þvi þeir gefa út á næstunni safnplötu meö hljómsveitinni Madness. Platan sem hefur aö geyma 14 lög, þar af eitt nýtt House of Fuii heitir Complete Madness. Þaö má þvi buast viö algjöru brjálæöi á næst- unni. Ýmislegt annað i fréttum Plata Mezzoforte t hakanum kemur út hjá bandarisku útgáf- unni InnerCitynú I þessum mán- uði, en 1 Englandi kemur platan Surprise (Þvilikt og annaö eins) út siöar i sumar og einnig er áætl- að að lagiö Shooting Star (Stjömuhrap) veröi gefið út á 12 tommu plötu. Af erlendum innfluttum verða margar góöar á næstunni. Þar er fyrst aö nefna nýju plötu Clash Combat Rockers. Einnig eru væntanlegar nýjar plötur með Ninu Hagen, Frank Zappa og Shakin’ Stevens. Hljómleikaplata með Taiking Heads og nýjar með t.d. Ry Cooder, Blue öyster Cult, Van Halen og Steve Forbert. vika ■ Baraflokkurinn. Plötur.....plötur......plötur .... plötur .... plötur.....plötur .... plötur .... plötur .... plötur ---------------------------------------------------- i Thompson Twins: Set. Ilansa/Fáikinn. ■ Thompson Twins er ein af þeim hljómsveitum sem kennd hefur veriö við Tribal rockásamt með t.d. Adam and the Ants og Bow Wow Wow svo einhverjar séu nefndar. Hljómsveitin er stofnuð i Chesterfield af Tom Bailey söngvara og hljómborðs- leikara. Peter Dodd gitar- og hljómborðsleikara og John Roog gitarleikara. Þeir fengu Chris Bell á trommur og þegar Tom hætti að leika á bassa bættu þeir bassaleikaranum Matthew Selig- mann við. Einnig eru i hljómsveitinni þau Joe Leeway sem spilar á ásláttarhljóðfæri og saxafónleikarinn Aiannah Currie. Seter önnur plata hljómsveitar- innar en sú fyrri A Product Of... kom út á siðasta ári og hlaut góöar viðtökur. Þvi miður hef ég aldrei heyrt þá plötu svo ég verð að dæma þessa algjörlega án til- lits til hennar. Set er góð dans- plata með léttri diskóreggaerokk- funk-tónlist hvað sem það nú er. Allavega góð plata til að hrista sig með. Bestu lög: In the Name of Love, Bouncing og Good Gosh. The Fun Boy Three: FB3 Chrysalis/Steinar h.f. ■ The Fun Boy Three eru þeir Terry Hall, Neville Staples og Lynval Golding.Þeir voru áður i hljómsveitinni The Specials en hún hætti siðasta sumar. Siðasta haust kom fyrsta smáskifa félag- anna The Lunatics (...) út. Hún fjallar um brjálæðingana Maggie Thatcher og Ronnie Cow- boy Reagan. Platan fékk strax góðar viðtökur og komstá top 20 á enska vinsældarlistanum. Nú i febrúar kom siðan önnur smá- skifa T’ain’t What You Do (It’s the Way That You Do It),en þar nutu þeir aðstoðar kvenna söng- triósins Bananarama en þær að- stoða þá einnig á þessari breið- skifu. Tónlist FB3 er erfitt að lýsa. Hún byggir mikið á trommuleik og ásláttahljóðfær- um en hefur þó þennan Muzak blæ sem svo vel einkenndi The Specials. Ég verð að viðurkenna það að platan kom mér dálitið á Tamningastöð verður starfrækt i sumar að Staðarhúsum. Ath. pantið timanlega gegnum Borgarnes. Tamningamaður Benedikt Þorbjörnsson óvart og olli mér svolitlum von- brigðum. Bestu lög: The Lunatics... Faith, Hope And Charity og T’ain’t What You Do (It’s The Way That You Do It). vika Huey Lewis and the News: Picture This. Chrysalis/Steinar hf. ■ Huey Lewis var áður munn- hörpuleikari bandarisku hljóm- sveitarinnar Clover sem meðal annars lék undir hjá Elvis Costello á fyrstu plötu hans My Aim Is True.Þessi plata er önnur platan sem Huey Lewisgerir með The News. Sú fyrri hét einfald- lega Huey Lewis and the Newsog kom út árið 1980. Tónlist Huey Lewiser amriskt iðnaðarrokk en þvi miður er platan hundleiðin- leg, lögin „korny” og Huey leiðin- legur söngvari. Skásta lagiö er Do You Believe In Love en það lag hefur einmitt náö miklum vinsældum vestan- hafs og þá að sjálfsögðu einnig hérna. vika Áhöfnin á Halastjörn- unni: (Jr kuldanum Geimsteinn ■ Þetta er þriðja platan sem Gylfi Ægisson gerir undir sam- heiti flytjanda Ahöfnin á Hala- stjörnunnien sú fyrsta,Meira salt náði ótrúlegum vinsældum. Þessi plata er ekki eins góð og sú plata var og er það að nokkru að kenna hversu róleg hún er. Ég er heldur ekki sáttur við þá stefnu Gylfa að reyna að semja tónlist fyrir unglinga. Lagið A Halló er ekki eins og ég vil hafa Gylfa Ægisson Annars er tónlist plötunnar tónlist eins og Gylfi einn getur samið og i guðanna bænum ekki taka þetta sem eitthvað niðrandi þvi að minu áliti er Gylfi alveg sérstak- ur lagasmiður. Bestu lög: A frivaktinni og Vertu sæll herra Bakkus. vika ,Verðum á þunga- rokksbylgjunni’ — segir Jóhann Ríkharðs (Jói Motorhead) um nýstofnaða hljómsveit sína ■ Jóhann Rikharðs, betur þekkt- ur sem Jói Motorhead,fyrrum trymbill i hljómsveitinni Egó hef- ur nú stofnað hljómsveit með- þeim Nicholai-bræðrum Steinþóri og Sigurði. „Ég veit ekki hvernig ætti að flokka tónlistina sem við spilum, hún er að sjálfsögðu á þunga- rokksbylgjunni en meira geð- veik”, sagði Jóhann i samtali við Nútimann. „Viðhöfum verið að æfa saman að undanförnu en spilum senni- lega ekki opinberlega fyrr en i sumar i fyrsta lagi.” Það var mikill sjónarsviptir að Jóa er hann hvarf úr Egó enda maðurinn með hressustu trymbl- um i rokkinu hér,en nú fá aðdá- endur hans vænt'anlega að berja hann augum á ný einhverntímann i sumar. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.