Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 26
Sunnudagur 16. mai 1982 ■ „Sterkari en þú!?” hrópuðu þeir einum rómi Arfur Kelti, Aldinblók, Húnbogi og foringi þeirra Alfreð Alfreösson. „Jipps, miklu sterkari,” svar- aði Uxaskalli viss i sinni sök, en umræðuefið var Rammislagur, bróðir Uxaskalla, sem enginn félaganna hafði áður heyrt getið um. „Hvernig má það vera?” spurði Alfreö Alfreðsson skrækur. „Þú sem ert meira aö segja sterkari en Jón Páll...” „Iss, Jón Páll, þaö er nú mest i kjaftinum á honum. En sko, hmm, ég meina sko, þú veist, hann er miklu sterkari en ég, svona andlega á ég við,” ansaði Uxaskalli og horfði beint i augun á Alfreö. Það hefði mátt heyra saumnál detta á moldargólfið i laufskálan- um. Svo gaf Alfreð sig á vald hlátrinum og hinir samtaka á eft- ir og fjórradda hlátrasköll þeirra buldu á veggjum skálans: „Nei,... ho, ho, ho,... ha, ha, ha,... nei, pældlði... geggjaðar græjur... nei, ég meika þetta ekki...” Laufskálinn riöaði til falls. Skass Holeman mætir á svæðið — þáttur af Alfreð Alfreðssyni og köppum hans „Nei, strákar, ég hef nú aldrei heyrt það betra! Sterkari en þú andlega! Er það hægt, Uxi? Segðufleiri! PHs! ” stundi Alfreð Alfreðsson milli hlátursfloga. Það komst ekki ró á selskapinn fyrr en Uxaskalli var tryggilega sestur oná Arf Kelta og Aldinblók og hélt Húnboga læstum i tassan- taki. Alfreð lá enn út I horni og tók andköf af hlátri. Loks stóð hann upp, studdi sig viö boröið, og ruddi út úr sér áöur en hláturinn næöi yfirhöndinni aftur: „Hvað meinaru eiginlega, Uxaskalli, hvernig er gæinn svona sterkur andlega?” En Uxaskalli var fornem og horföi þvermóðskufullur út i loft- iö. En ekkert er fjær honum en að vera heiftrækinn og eftir stutta stund var hann farinn að segja frá eldri bróöur sinum fullur lotning- ar: „Já, hann Rammi sko, það er nú alveg útpældur gæi. Hann var sko alveg obboslega lengi á Ind- landi hjá einhverjum gúrú og þar læröi hann að stjórna öllum þess- um kosmó-biólógisku straumum sem hann segir að séu allsstaöar i kringum okkur. Hann mundi sko ekki vera sammála þér Alfreð þegar þú ert alltaf að segja að við séum bara búnir til úr einhverj- um sýrum. Hann er sko i beinu sambandi við Guð. Og nú er hann bara á Súðavik og gerir ekki neitt, pælir bara i hlutunum. Hann segir að það sé obboslega góður kraftur og filing þama fyrir vestan, obboslega gott samband viö pól- inn og sjóinn og allt, og hann læt- ur sko ekki reka litla bróður sinn úr neinni skitahljómsveit...” En nú komst Uxaskalli ekki lengra. Hláturinn var allsráð- andi. Ætli það sé ekki rétt að upplýsa góöfúsa lesendur um tildrög þess aö Uxaskalli var kominn i hljóm- sveit. Eitt kvöldið sem oftar haíöi hann fariö ásamt heitkonu sinni Almannagjá aö sjá klámmynd á ellefu sýningu i Stjörnubiói. Fyrir utan bióið rakst hann utan I út- lending sem spurði Uxaskalla i hvaöa stjörnumerki hann væri. Þegar kom upp úr dúrnum að Uxaskalli væri I krabbamerkinu, hafði útlendingurinn engar vöflur á og bauð Uxaskalla i hljómsveit. Hann kynnti sig og kvaöst heita Cash Holeman og vera frægur poppari frá Englandi. Hljóm- sveitin átti aö heita Silly Joke og Uxaskalli átti að spila á bessa. En gæfan reyndist Uxaskalla heldur hverful i þetta sinn. Almannagjá var ekki alltof sterk á svellinu i stjörnuspekinni og þegar kom á daginn að Uxaskalli var ekki krabbi heldur naut varð hann að yfirgefa hljómsveitina. Og til að kóróna allt sat Almannagjá eftir i klóm Cash Holemans. Og þvi var Uxaskalli eðlilega reiður. „Flug 232 frá London og Glasgó”, tilkynnti hol kven- mannsrödd i hátalara. Meinlaus tilkynning og hvers- dagsleg, en varð þess þó valdandi að litill maður sem sat i kaffistof- unni i leðurjakka með móhikana- klippingu hrökk i kút og hellti úr fullum kaffibolla yfir náunga sem sat við hliðina á honum i hvitum kufli og með appelsinugulan vefjahött. Sá var greinilega i annarlegu ástandi og ekki á þeim buxunum að láta trufla sig, þvi hann tók ekki eftir neinu og hélt áfram aö góna út i loftiö með sælusvip. Cash Holeman, þvi þetta var hann, þreif harkalega i öxl hans og öskraði á útlensku upp i eyrað á honum: „Hey, wake up man, the bitch is here!” Kuflmaðurinn vaknaði með andfælum upp af leiðslunni með orðið „fuck” á tungubroddinum, en sá undireins að sér og sagði: „There is som verri bedd strims in ðö loftið.” „Bedd strims!” hrópaði Cash Holeman i örvæntingu. „Hérna situr þú og talar um bedd strims! Ég mundi nú frekar segja að þetta væri fucking helviti! Mann reynir að stinga af og hafa þaö næs og það næsta sem maöur veit er að öll fucking músikpressan er komin á fucking hælana á manni og allt kemst upp og fucking kerlingin mætt með næsta fuck- ing flugi. Kallaru það bedd strims!” Cash Holeman mátti ekki annað mæla en „fuck”. Stundarkorni siöar komu tveir felmtri slegnir menn inn I kaffi- stofu flugvallarins. Annar var i jólasveinabúningi og hinn I al- klæðnaði nasista. Flóttann rak tröllvaxin kona, bosmamikil, til- eygð, með óeölilega ljóst hár og I ljósgrænum nælonkjól. „Jæja, hér er hún komin,” til- kynnti jólasveinninn með sem- ingi. „Skass Holeman!” Kuflmaðurinn var farinn inn á klósett til að hugleiöa i friði og Cash Holeman var hálfur undir borðinu. „Sæl, elskan,” sagði hann og brosti flóttalega. En konan var ekki á neinu „sæl elskan”, hún byrsti sig og tók svo til máls með röddu sem hljómaði eins og ryðgaður gaddavir. 011 kaffistofan fylgdist agndofa með niðurlægingu Cash Holemans: „Neisöri, Cash minn Hólman, þú sleppur nú ekki svona billega frá mér og krökkunum! Og ég sem var nýbúin að kaupa nýtt lit- sjónvarpstæki. Neisöri, þú slepp- ur ekki svona billega frá af- borgununum. Og veistu hvað hún mamma þin sagði við mig áður en ég fór: Hvenær ætlar hann að verða að manni, þessi drengur? Hann er búinn aö gera mig grá- hærða, og hann gerir þig grá- hærða lika áður en þú veist af. Sjáðu bara til! Og ekkert til aö éta á heimilinu nema kornfleiks og krakkarnir hættir að mæta I skól- ann og... Nú kemur þú beint heim og ferð aftur að vinna á verkstæð- inu... Jessöri...” Þeir blússuðu i gegnum hliðið og keyrðu Keflavikurveginn eins og fjandinn væri á hælunum á þeim. Gestapómaðurinn sat við stýri, jólasveinninn við hliðina á honum, en aftur i sátu Cash, Skass og á milli þeirra kufl- maðurinn sem kvartaði sifellt yf- ir bedd strims. Þeir fengu allir sina sneiöina hvor, en Cash þó áberandi stærsta — það var ekki fyrr en komið var undir Alver að lát varð á fúkyrðaflaumnum úr munni konunnar. Framhald. Borgarspítalinn til eins árs við slysa- og sjúkravakt/slysa- deild Borgarspitalans er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. júli 1982. Umsóknarfrestur er til 1. júni Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i sima 81200. Reykjavík, 14. mai 1982. Borgarspitalinn PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða TÆKNITEIKNARA sem fyrst. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.