Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. mai 1982 3 fréttir Ólga meðal sunnlenskra hrossaræktenda: SAKA RÁÐUNAUT UM RANGA DÖMA ■ „Ég fullyrði hreinlega aö önn- ur hryssan min, sem var haínað, hafi verið ranglega dæmd,” sagði Sigurður Haraldsson hrossa- ræktarbóndi i Kirkjubæ þegar Timinn leitaði álits hans á hve Sunnlendingar fá láar kynbóta- hryssur dæmdar hæfar til að koma fram á landsmóti hesta- manna i sumar. Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur ferðast um þessar mundir um landið með að- stoðarmönnum sinum og velur kynbótahross til þátttöku i lands- mótinu. Þegar hann hafði farið um allt svæðið frá Höfn i Horna- firði að Hellisheiöi haföi hann að- eins fundið fjórar hryssur, sem Konu bjargaö úr reykkófi . ■ Lögreglan i Heykjavik bjargaði konu með snert af reyk- eitrun út úr brennandi húsi viö Stóragerði 22 i fyrrinótt. Það var um klukkan 03.30 að tilkynnt var um eldinn og þegar lögreglan kom á vettvang lagöi mikinn reyk úr einni ibúð hússins. Lögreglu- menn fóru inn og fundu konuna. Örstuttu siðar kom slökkviliðið á vettvang og sendi reykkafara inn i fbúðina og réöu þeir niöurlögum eldsins á skömmum tima. Skemmdir á ibúðinni uröu tals- verðar þá aðallega af sóti og reyk. Sjó uppfylltu kröfur hans. Sunn- lendingum þykir það súrt i broti, einkum þegar tekiö er tillit til þess að venjulega hafa 60-70 hryssur komið fram á landsmót- um og á Suðurlandi eru langflest hross allra landshluta og þar er umtalsverð hrossarækt rekin. Sigurður i Kirkjubæ sýndi fjór- ar hryssur, en aðeins tvær þeirra fengu náð fyrir augum dómar- anna. Um þetta sagöi Sigurður: „Þessar tvær, sem ekki komust áfram, hef ég kostað uppá i tvö ár að þjálfa þær og halda þeim l'rá hestum. Á fjórðungsmótinu i fyrra vantaði þær aðeins örfá stig til aðfá fyrstu verðlaun. Siðan hef ég lagt mikla vinnu i þær, en þær ná samt ekki að komast yfir mörkin og verða tækar á lands- mót. Ég fullyrði að önnur þeirra hafi hreinlega verið ranglega dæmd. Mér finnst tortryggilegt að einn maður i dómnefnd á Suðurlandi er sérstakur umboösmaður eins kynbótahests, sem mun keppa um heiðursverðlaun. Auðvitaö er honum ekki akkur i að fjölgað sé gripum i 1. verðlaun undan öðrum hestum sem eru i keppni við þann hest. Mér finnst lika tortryggilegt að ein þessara fjögurra hryssa, sem var tekin á mótið er irá öðrum manni, sem er i dómnefndinni.” „Það er miklu daufara yfir hrossaræktendum á Suðurlandi i ár, en var i fyrra, þaö er eins og svart og hvitt," sagöi Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur þegar viö spuröum hann um máliö. Hann bætti þvi viö að það væri alltaí meira ljör i þeim landshluta sem mótiö væri haldið i hverju sinni. „Kröfurnar sem ég geri nú eru ekki út i hött, ég er frekar mildur heldur en hitt,” sagði Þorkell. Honum var þá sagt frá óánægju Sunnlendinga með árangurinn. Viö þvi sagöi Þor- kell: „Dettur þeim i hug að ég ætli að fara að setja bletl á Sunn- lendinga meö þvi aö senda þetta dót, sem þeir hafa verið aö syna mér, á landsmót, ég geri það ekki.” SV Ilin nýja liokkunar- og sainvalsvog frá Kramleiðni s.f. Ný vél fyrir frystihúsin ■ Ny liokkunar- og samvalsvél fyrir frystihús er komin i reynslu á vegum Framleiöni sf. Vélin var kynnt i siðustu viku i tengslum við aðalfund Félags Sambandsfisk- framleiðenda. Arni Benediktsson fram- kvæmdastjóri gaf eftiríarandi upplýsingar um vélina: „Eftirspurn eftir stærðar- flokkuðum fiskafurðum hei'ur farið vaxandien islensk frystihús hafa átt mjög erfitt með aö sinna beiðnum um flokkun, þar sem vantað hefur hentugar flokkunar- vél, bæði hvað snertir stærð og verð. Þar að auki eru margar gerðir flokkunarvéla þannig að ómjúklega er lariö meö fiskinn og hann skemmist meira og minna við flokkunina. Þessi nyja flokkunar- og sam- valsvél á að vera laus viö þessa galla. Hún veröur tiltölulega fyrirl'erðarlitil og veröiö verður miklu lægraená þeim flokkunar- vélum sem nú f'ást. Þar aö auki veröur meðhöndlun á fiskinum i algjöru lágmarki." Sala á vélinni mun tæpast hefj- ast fyrr en með haustinu, en hún er núna i reynslu hjá einu lrysti- húsi, þar sem hún verður l'ull- reynd og endurbætl ef þurfa þyk- ir, áður en smiöi hennar hel'st íyrir almennan markaö. Vélin er tölvustýrö og getur staðið sjálfstæö og gefiö allar upplýsingar sjáll, sé þess óskað en einnig er hægt aö tengja hana tölvukerfi sem lyrir kann aö vera ihúsinu. Áællað er að verð vélar- innar verði um 100 þúsund krón- ur. Vél þessi er að öllu unnin á veg- um Framleiðni s.f„ en Raunvis- indastofnun Háskólans annaðist hönnun en Vinnustoía Oryrkja- bandalagsins framleiddi tölvuna. SV BETRI BORG! 1.400, oo kr. Veistu að hver reykvísk fjölskylda greiðir 1.400,- kr. í ár til að standa undir hallarekstri Borgarspítalans? Borgarspítalinn er í reynd landsspítali. Á honum liggja jafnt Reykvíkingar sem landsbyggðarmenn. En Reykvíkingar borga brúsann. Viðviljum að ríkið reki Borgarspítalann. það finnst okkur jafnréttismál. Eigum við ekki samleið? listinn Reykjavík 22. maí 1982. Kristján Gerdur Sigrun ÉLwfe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.