Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. mai 1982 7 erlent yfirlit ■ Keppendurnir i Beaconsfield: Blair, Smith og Tyler Hart er barizt í Beaconsf ield Stöðvazt sigurganga bandalagsins? ■ í BREZKUM f jölmiðlum er nú af miklum áhuga fylgzt með aukakosningu, sem senn fer fram i hinu forna kjördæmi Disraelis, Beaconsfield, en ihaldsflokkurinn hefur haldið óslitið velli þar siðan Disraeli var kjörinn þar á þing 1847. Þetta verður fyrsta aukakosn- ing til þingsins siðan Falklands- eyjadeilan kom til sögu og úrslitin þar geta orðið mikil visbending um, hvort Thatcher hefur aukiö fylgi sitt eins mikiö og skoðana- kannanir benda til. Undir venjulegum kringum- stæðum ætti ihaldsflokkurinn ekki að þurfa neitt að óttast i Beaconsíield. i þingkosningunum 1979 fékk frambjóðandi hans 31.958 atkvæði, frambjóðandi Verkamannaflokksins 10.443 og frambjóöandi Frjálslynda flokks- ins 8.858 atkvæði. Aukakosningar eru hins vegar jafnan andstæðar stjórnarflokkn- um og hafa alveg sérstaklega verið andstæðar Margaret That- cher, þar sem bandalag sósial- demokrata og Frjálslynda flokks- ins hefur unnið hvern stórsigur- inn á fætur öðrum i aukakosning- um að undanförnu. Haldist sú þróun áfram, er Ihaldsílokkurinn engan veginn sigurviss i Beaconsfield. Nú er hins vegar talið, að Falk- landseyjadeilan muni snúa þessu við. íhaldsflokkurinn sé liklegur til að vinna mikinn sigur og sigur- ganga bandalagsins stöðvist. Það hefur lallið i hlut Frjáls- lynda flokksins að velja úr sinum hópi frambjóðanda bandalagsins i Beaconsfield. Hann teflir fram fyrrverandi þingmanni, Paul Tyler. Ihaldsflokkurinn teflir einnig fram fyrrverandi þing- manni, Time Smith, en hann vann óvæntan sigur i aukakosningum 1977, en l'éll svo i kosningunum 1977. Verkamannaflokkurinn teflir fram 29 ára gömlum lögfræðingi, Anthony Blair. Hann tilheyrir hægri armi flokksins. Kosningabaráttan i Beacons- field er þegar orðin mjög hörð. Helzt u leiðtogar flokkanna hafa lagt leiö sina þangaö. Vafalitið á hún þó enn eftir aö harðna,þar sem gizkað er á, aö um 30% kjós- enda séu enn óráönir og um þá verður barizt til lokadags. Eins og er, þykir vist að thalds- flokkurinn muni hagnast á stefnu Thatchers i Falklandseyjadeil- unni. En staðan getur breyzt á timabilinu til 27. mai, en þá verður kosið i Beaconsfield. Hafi innrás verið gerð á þeim tima og heppnazt, verður það vafalitið vatn á myllu Ihalds- flokksins. Þetta gæti hins vegar snúizt við, ef innrásin heföi mis- heppnazt eða mikið mannfall hlotizt af henni. Þá er erfitt að dæma um, hvaða áhrif það gæti haft, ef samkomu- lag næðist á þessum tima. Það ræðst sennilega af þvi, hvort þaö verður talið samrýmast þjóöar- stolti Breta eða ekki. SPÁDÖMAH um mikinn sigur Ihaldsflokksins i Beaconsfieid byggjast m.a. á þvi, að ílokkurinn hlautmjöggóöa útkomu i sveitar- og bæjarstjórnarkosningum, sem fóru fram viða i Bretlandi i byrj- un þessa mánaðar. Venjan er sú, að stjórnar- flokkurinn tapi verulega i slikum kosningum og hafði verið spáð. fylgishruni hjá Ihaldsflokknum. Úrslitin urðu hins vegar þau, að hann ekki aðeins hélt velli, heldur bætti við sig íulltrúum. Alls vann hann 227 sæti en tapaði 202. Hreinn vinningur hans varð þvi 25 sæti. Stjórnarflokkur hefur aldrei fengið eins hagstæö úrslit i hlið- stæðum kosningum. ■ Margaret Thatcher Verkamannaflokkurinn beið verulegan ósigur. Hann vann 183 sæti, en tapaði 232. Raunverulegt tap hans varð þvi 49 sæti. Tiltölulega meiri varö þó ósigur sósialdemókrata, en þeir og Frjálslyndi flokkurinn buðu fram livor i siriu lagi. Margir sveitar- stjórnarlulltrúar, sem höföu verið i Verkamannaflokknum, höfðu snúizt til liðs við sósialdem- ókrata. Þeir töpuöu 88 sætum, en unnu 50. Það bætti þetta nokkuö upp, að Frjálslyndi flokkurinn varð sigurvegari kosninganna, ásamt Ihaldsflokknum. Hann bætti við sig 193 sætum, en tapaöi aðeins 38. Frjálslyndi flokkurinn hefur á undanförnum árum unniö kapp- samlega að þvi að bæta stöðu sina i sveitarstjórnum og náð tals- verðu íylgi á þann hátt. Öháðum fulltrúum fækkaði verulega. Nú, eins og venjulegá i sveitarstjórnarkosningum, var þátttaka mun minni en i þing- kosningum. RÉTTRI viku eftirkosninguna i Beaconsíield eöa 3. júni fer l'ram önnur aukakosning, sem ekki dregur að sér minni athygli. Hún fer fram i Mitcham-Morden. Þar sigraði lrambjóðandi Verka- mannaflokksins, Bruce Douglas- Mann, i þingkosningunum 1979. llann gekk fyrir nokkru úr Verka- mannaflokknum og i flokk sósial- demókrata. Douglas-Mann taldi ekki rétt að hann héldi álram sæti á þingi, nema hann fengi umboð sitt endurnýjað. Hann sagöi þvi af sér þingmennsku, en bauö sig fram að nýju. Þetta þótti heldur djarflega teflt, þvi að hann sigraði með mjög naumum meirihluta 1979. Hann l'ékk þá sem írambjóðandi Verkamannaflokksins 21.668 at- kvæði, en lrambjóðandi Ihalds- flokksins 21.050. Frambjóðandi Frjálslynda flokksins fékk 4.258 atkvæði. Douglas-Mann þurfti þannig að vinna mikið fylgi frá stóru flokk- unum,ef hann átti að halda velii. Þetta þótti nokkuö liklegt þá, en Falklandseyjadeilan helur breytt þessu. Nú þykja úrslitin tvisýn. lhaldsflokkurinn hefur gripið til þessráðs að teíla fram konu, An- gela Rumbold, gegn honum. Nái hún kosningu, veröur hún niunda konan i brezka þinginu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar eftir helgina Samningana fgildi? ■ Helgarregnið lét sig ekki vantaá höfuðborgarsvæðinu á laugardag og á aðra staði sunnanlands og jörðin svolgraði i sig vatnið eins og eyðimörk. Veðurfræðingurinn isjónvarpinu sagði að nú væri loksins komið sumar, þannig að öllu má nú nafn gefa. Trén i Vesturbænum eru byrjuð að laufgast og þá sér i lagi i kirkjugarðinum, sem er eiginlega eini skógurinn i Reykjavik. Hekkið sem ég setti niður i fyrra meðfram gangstettinni, hefur þo ekki tekið við sér enn og líklega eru allar plönturnar dánar og þær minna meira á ryðgaðan gaddavir núna en plöntur. Ég horfi sorgmæddur á alla þessa óhamingju. Ef til vill hafa þær drukknað i ein- hverju vatnsveðrinu. En alla vega eru þær ekki sólarmegin i li'finu: standa fyrir norðan dapurlegt húsið i' Slippkulda og regni. Á sunnudag sá veðurguðinn þó að sér og veikt sólskin lék um vot strætin á messutiman- um og það glampaði i nýja koparturninn á gamla Iðn- skólanum, sem er eitt fegursta húsið i borginni, en var farið að láta á sjá, eins og upp- mælingaaðallinn, eftir að samningarnir tóku gildi. Núna eru nefnilega fjögur ár síðan Alþýðubandalagið gekk til kosninga með það baráttumál eitt: Samningana i gildi. Hvorki meira, né minna. Við gengum um vot strætin, sem voru auð, þvi' þeir sem ekki standa upp i hálsi i fiski, sofa á sunnudögum. Aðrir reka nú sjúkrahús heima hjá ser.og komast þvi ekki útfyrir dyr. Hjúkrunarfræðingar hafa sagtuppstörfum, vilja nú ekki samningana i gildi lengur. Fárveikt fólk er þvi flutt unnvörpum af sjúkrahúsum borgarinnar i stað þess sem áður var, að það var undir sömu kringumstæðum áður, flutt beint á spitala. Og á- stæðan er sú, að hún Florence Nightingale er ekki lengur i réttum launaflokki á Islandi. Maðurinn héma úti á horni var til dæmis fluttur heim með fjörutiu stiga hita og lungna- bólgu, en hann sagði mér að hann hefði nú bara verið feg- inn að fá að fara heim af spitalanum , þvi nú þurfti hann ekki lengur að hlusta á mann- inn i næsta rúmi gráta. Þeir höfðu tekið af honum fótinn, og nú átti að henda honum út af spitalanum af mönnum sem vilja hafa rétta samninga i gildi. Það er ekki minnsti vafi á þvi, að engar stettir eiga eins örðugt með að fara i verkföll og læknar og hjúkrunarkonur. Menn geta gengið upp úr tog- urum og bátum og labbað sig útúr fiski i kös. Lika gengið út úr stjórnarklaustrum og hætt að selja bensin . En það er örð- ugra að ganga út frá grátandi manni, eftir aö vera búinn að saga af honum annan fótinn. örðugra að láta fólk með fjörutiu stiga hita fara heim með lungun full af hroða en að ganga af skipi. Það jaðrar við að fólk sé sent i opinn dauð- ann. Að visu munu sjúkrahús- in sinna neyðarþjónustu, og það ber að meta. Og ef til vill ættu fleiri að fá sina neyðar- þjónustu um næstu helgi, sum- sé þeir sem vildu fyrir f jórum árum hafa samningana i gildi. Og létu kjósa sig i bæjar- stjórnir og þingið upp á þá samninga og þau kjör, sem i gildi eru i landinu núna. Alþýðubandalagið hefur heilbrigðisráðherrastól i rikis- stjórninni og stýrir fjármála- ráðuneytinu. Ber flokkurinn þvi alla ábyrgð á kaupi og kjörum, sem gilda á sjúkra- húsum landsins. Vonandi fær það áhrifameiri neyðar- þjónustu um næstu helgi, en maðurinn sem þeir söguðu af fótinn. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.