Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 19. mai 1982 llfrtiíwí Utqetandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skritstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Rftstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. xLjósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Óháðir kjósendur ráða úrslitum ■ Þótt flokkana, sem standa að framboðum i Reykjavik, greini á um flest, eru þeir sammála um eitt. Fjöldi óháðra kjósenda, sem ekki vill bindast flokksböndum, fer vaxandi. Ótvirætt er, að þessi hópur er orðinn svo stór, að hann mun ráða úrslitum i borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn. Ástæðan til þess, að óháðum kjósendum fjölg- ar, er margþætt. Sá þátturinn er ekki minnstur, að þeim finnst erfitt að greina milli loforða flokk- anna, ekki þó sizt i borgarstjórnarkosningum. Allir lofa þeir gulli og grænum skógum. Af loforð- um þeirra mætti oft draga þá ályktun, að þeir telji sig geta leyst öll vandamál á fjórum árum. Óháðir kjósendur telja sig þvi i nokkrum vanda, þegar þeir eiga að velja á milli þeirra. Við þessum loforðaflaumi eiga þeir þó eitt ráð. Það er að leggja loforðin að talsverðu leyti til hliðar, en leitast við að dæma flokkana af verkum þeirra. Þetta er tiltölulega auðvelt i sambandi við borgarstjórnarkosningarnar nú. Eftir fjögurra ára stjórn ihaldsandstæðinga er hægt að bera saman stjórn þeirra og ihaldsins, sem áður fór með völd. Væri þaö til bóta að taka aftur upp stjórnarhætti Sjálfstæðisflokksins frá 1978? Verð- skuldar Sjálfstæðisflokkurinn að fá einn alræðis- vald á ný? Hvernig var t.d. ástatt i atvinnumálum borgar- innar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn lét af völdum 1978? Muna menn ekki eftir, að þá fór ibúum borgarinnar fækkandi og fleiri og fleiri atvinnu- fyrirtæki fluttu sig út fyrir borgarmörkin? Muna menn ekki að þá var stærsta atvinnufyrirtæki borgarinnar, bæjarútgerðin, i fyllstu niður- niðslu? Þessu hefur verið snúið við. íbúum hefur fjölgað aftur, atvinnufyrirtækjum hefur fjölgað á ný, bæjarútgerðin hefur verið reist úr rústum. Muna menn ekki eftir að vorið 1978 var borgin i miklum greiðsluvandræðum og skuldir fóru stór- vaxandi? Einnig þessu hefur verið snúið við. Greiðslustaðan er orðin miklu betri, skuldirnar hafa minnkað og geta borgarinnar þvi meiri til nýrra athafna.Þettahefur kostað nokkra hækkun skatta, en um annað var ekki að ræða, ef borgin átti ekki að komast i greiðsluþrot og fram- kvæmdirnar að stórminnka. Og muna menn ekki eftir, að á kjörtimabilinu 1974-1978 var miklu minna gert til að bæta að- stöðu aldraðra og barna (dagvistarheimili) en á þvi kjörtimabili, sem nú er að ljúka? Þannig mætti lengi telja. Það hefur vissulega orðið veruleg breyting til bóta. Jafnframt hefur ofurvaldi eins flokks i borginni lokið. Engin fá- menn flokkseigendaklika hefur getað stjórnað eins og henni sýndist. Óháðir kjósendur, sem enn hafa ekki mótað endanlega afstöðu sina, ættu að rifja þetta upp. Það myndi auðvelda þeim valið. Þ.Þ. GLATT Á HJALLA í ■ Eystcinn Jónsson rabbaöi viö fólkiö, hefur sennilega lumaö á skemmtilegum sögum ef við þekkjum hann rétt. ■ Margir aldraðir Reykvikingar .áttu góða stund i Glæsibæ á laug- ardaginn var. Hátt á annað hundrað manns þáðu þar boð þeirra Ólafs Jóhannessonar og Kristjáns Benediktssonar um að koma til þeirra i siðdegiskaffi. Kristján setti þessa samkomu með nokkrum orðum og stjórnaði henni. Ólafur Jóhannesson hélt stutt ávarp og sömuleiðis okkar gamla, en þó siunga, stjórnmála- kempa Eysteinn Jónsson. Einnig var gestum gefið orðið og tóku nokkrir þeirra til máls. Menn voru þó ekkert að eyða timanum til langra ræðuhalda, enda ekki tilgangurinn. Hinsveg- ar tók fólk lagið, söng þarna okk- ar góðu gömlu söngva sem allir kunna ,,Ó fögur er vor fóstur- jörð”, „Hvað er svo glatt...” og fleiri, undir liflegri stjórn Þráins Valdimarssonar. Einnig notuðu menn þarna tækifæriö til að spjalla saman yfir kaffisopanum og heilsa upp á gamla kunningja sem þeir rákust á. Það var þvi glatt á hjalla i Glæsibæ. Bréf til Péturs eftir Kristján Benediktsson, ■ 1 lok þáttar i Utvarpinu s.l. fimmtudagskvöld þar sem undir- ritaöur sat fyrir svörum, beindir þú til min þeirri spurningu á hve mörgum iþróttahúsum i eigu iþróttafélaga hefði verið byrjað á yfirstandandi kjörtimabili. ÞU þrástagaðist nokkrum sinnum á spurningunni af þinni alkunnu hógværð. Ég þóttistað visu muna svariö en var þó i augnablikinu ekki alveg viss og hliöraði mér þvi hjá að svara, þar sem ég vildi ekki enda annars ágætan þátt með þvi að skýra ekki rétt og satt frá staðreyndum. NU hef ég sann- reynt að það sem ég þóttist muna um þetta mál var rétt. Svarinu vilégþvi'koma á fram- færi við þig bréflega og bið þig að láta það berast til vina og kunn- ingja og þá einkum til þeirra i Valhöll. Svarið er aö á þessu kjör- timabili hefur veriö hafin bygging á einu iþróttahúsi á vegum Iþrótta félagsins Vals og lokiö viö byggingu iþróttahúss hjá glimu- félaginu Armanni. Á nærfellt þrjátiu ára ihaldstimabili frá 1950-1978 voru reist fjögur Iþröttahús á vegum félaganna i Reykjavik. Éger reyndar alveg steinhissa á þvi aö þú skyldir ekki muna þetta þarna um kvöldið. Þannig er nefnilega mál með vexti aö á fundi sem borgarritari og fjár- málastjóri Reykjavikur áttu hinn borgarfulltrúa 15. júli I fyrra með forystumönn- um iþróttafélaganna Vals, Fram, Vikings og Fylkis, þar sem til umfjöllunar var bygging iþrótta- húsa má lesa svofellda klausu úr fundargerð, sem* borgarritari Gunnlaugur Pétursson tók saman: „Rætt var um áform félaganna og kom fram aö Valur hefur þeg- ar hafið framkvæmdir við bygg- ingu síns húss, en félagið er nokk- uð sér á báti um gerð iþröttahúss- ins. Taldi Pétur Sveinbjarnarson aö Valur gæti hugsanlega lokiö smiöi hússins á næsta ári.” Ég stend i þeirri meiningu að um sama Pétur Sveinbjarnarson sé að ræða og þann sem beindi ■ tþróttavöllur og bygging Vals

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.