Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 9
I Miðvikudagur 19. mai 1982 ■ Kristján bauð gesti velkomna. Fólk hafðilika ýmislegt skemmtilegt að spjalla yfir kaffibollunum. Tfmamyndir Ella. ■ Kristján Benediktsson spurningunni til min. Við frekari athugun rifjaðist lika upp fyrir mér að Reykjavíkurborg hafði á árinu 1981 greitt kr. 330þiisund til þess aö framkvæmdir við þetta iþróttahúsnæði gæti hafist. Ég vona að þú hafir hér með fengið fullnægjandi svar við þeirri spurningu sem þú varst svo áfjáður i að fá svar mitt við. En fyrst ég er farinn að skrifa þér má ég til með að bæta dálitlu við. Hvert ætli hafi verið tilefni þessfundar sem vitnaö er ihér aö framan? Mér þykir rétt að vikja örlitiö að þvi i leiðinni. A árinu 1981sóttu fjögur Iþróttafélög, þ.e. Valur, Fram, Vikingur og Fylkir um það til íþróttasjóðs borgar- innar að fá að hefja byggingu iþróttahúsa. Iþróttaráð sam- þykkti að mæla með þvi viö borgarráö að framkvæmdir viö umrædd Iþróttahús yrðu styrktar úr borgarsjóði með40% framlagi sem greitt yröi eftir á gegnum IBR eins og venja hefur veriö um slikar framkvæmdir. Þegar mál þetta kom til kasta borgarráös heldég að óhætt sé að segja að borgarráðsmönnum hafi ekki sýnst ráðlegt að mörg fjár- vana iþróttafélög hæfu byggingu samtimis á dýrum iþróttahúsum. Svofelld tillaga var þvi samþykkt i borgarráði 7. júli 19881: „Borgarráö felur borgarstjóra eöa staðgengli hans aö ræöa nii þegar viö forystumenn þeirra iþróttafélaga i borginni og tBR um forgangsröö framkvæmda þannig aö óskir um fjárveitingar til framkvæmdanna berist fjár- veitinganefnd Aiþingis timanlega fyrir gerð næstu fjárhags- áætlunar.” 1 niðurlagi þeirrar fundargerðar sem greinir frá fundi borgarritara og fjármála- stjóra borgarinnar með forystu- mönnum fr am angreind ra fjögurra iþróttafélags segir þegar búið er að greina frá þvi sem fram kom i umræðum: „1 samræmi viö niðurstööu framangreindra viöræöna er lagt til aö borgarráö fallist fyrir sitt leyti á tillögur iþróttaráös meö þeim fyrirvara aö greiöslur á 40% kostnaöarhluta borgarsjóös fari eftir fjárveitingum á fjárhags- áætlun hverju sinni.” Þessi tillaga var siðan sam- þykkt bæði i borgarráöi og borgarstjórn. Borgin hefur þann- ig ekki sett neinar hömlur á iþróttafélögin um að hefjast handa með byggingar sinar, að- eins sett þann varnagla varðandi 40% styrkgreiðsluna að hraði þeirrar greiðslu yrði að miöast við fjárhagsáætlun borgarinnar hverju sinni. En þar sem þú viröisthafa sérstakan áhuga fyrir framkvæmdum á sviði iþrótta- mála á þessu kjörtimabili ætla ég i leiöinni að fræða þig dálitiö um þá hhiti: 1. A kjörtimabilinu var tekinn I notkun stórglæsilegur knatt- spyrnuvöllur á Valssvæðinu. Borgin lagði fram 80% kostnaðar viö þann völl. Við vigsluna varst þú samt i ræðu þinni með skitkast i borgaryfirvöld almennt og for- ystu IBR. Mér þótti ræða þin bera vott um mikinn hroka. 2.1 september 1978 var ákveðið aö hækka greiöslur til iþrótta- félaganna vegna iþróttahúsnæöis úr 50% i 60% kostnaðar. 3. A kjörtímabilinu var veitt nýju lifi i framkvæmdir við iþróttahús Armanns við Sigtún, sem verið hafði áratugi I bygg- ingu. Þetta myndarlega hús var vigt á árinu 1980. Þú sagðir reyndar iútvarpinu um daginn að 7 ár væru frá þvi framkvæmdir við þetta hús hófust. Sú fullyrðing var röng. 4. Ekki færri en sex skiöalyftur iþróttafélaga hafa verið reistar á kjörtimabilinu. Borgin styrkir slik mannvirki með greiðslu 40% kostnaöar. 5. Iþróttahús var fullgert og tekið f notkun við Hliðaskólann á s.l. ári. 6. tþróttasalur ásamt tilheyr- andi húsnæöi var tekinn i notkun við Hvassaleitisskdla um siöustu áramót. 7. Lokiö var við sundlaugar- mannvirki i Breiðholti III og þau tekin í notkun á s.l. ári. 8. Gagngerðar endurbætur hafa verið gerðar á Sundhöllinni viö Barónsstfg og komið þar fyrir heitum pottum. Aðsókn að Sund- höllinni stórjókst viö endur- bæturnar. 9. Bláfjallaskáli var tekinn I notkun fyrir rúmum mánuöi, en hann hefur verið byggður á þessu kjörtimabili. Kostnaður við hann er 12.9millj.kr. Af þeirri upphæö koma i hlut Reykjavikur um 2/3. 10. 1 byggingu eru bað- og bún- ingsklefar við Sundlaugarnar i Laugardal. Þetta er mikil og dýr framkvæmd en aðstaöa til baða og fataskipta við sundlaugarnar er bágborin. Þangað koma nú ár- lega um 600 þús. gestir. Sú tala mun vafalaust aukast verulega þegar aðstaða batnar. 11. Aölokum skal þess svo getið að i Seljahverfinu er i byggingu eitt stærsta iþróttahús sem reist hefur verið hérlendis. Gólfflötur salar er 45x27 metrar og áhorf- enda pláss fyrir 1000 manns. Þetta hús á að taka i notkun i janúarmánuði n.k. Þetta er oröinn langur listi. En vonandi veröur þú þeim mun glaðari þeim mun lengri sem hann er. Ég vona það a.m.k. Þá finnst mér rétt og skylt að upplýsa þig um hvert framlag til iþróttamannavirkja hefur verið á eignabreytingareikningi borgar- innar undanfarin ár miðað við heildarniðurstöðu á þeim reikn- ingi. Þær tölur sýna að iþróttirnar hafa stóraukiö hlutfall sitt miðaö viö aðrar framkvæmdir hjá borg- inni. 1975 = 2.13% 1976 = 2.34% 1977 = 2.82% 1978 = 1.86% 1979 = 2.18% 1980 = 3.48% 1981 = 5.34% 1982 = 5.70% (skv. áætlun). Byggingarstyrkir, sem IBR út- hlutar, eru ekki á eigna- breytingareikningi og þvi ekki með i framangreindum tölum. Meö kærrikveðju Kristján Benediktsson 9 landfari 11 Óvtdkomamii barmaftuf Afstaða til fanga Herra ritstjóri. ■ Éger einn af þeim mönnum sem reyni að lá botn i hvers vegna hlutirnir gerast eins og þeir gerast, en ekki á einhvern annan veg. Stundum lekst þetta vel. Þá er lika hægt að spá I málin út frá þeim skiln- ingi, mynda sér skoðun, draga ályktun eða jainvel koma með tillögur um það hvað betur mætti fara. En stundum er af- skaplega erfittað hafa sett sér slika reglu. Miðvikudaginn 28. april bar að lita á forsiðu i blaði yðar feitletraða fyrirsögn „FANG- AR AF HRAUNINU 1 SKÓLA ÁSELFOSSI”. Skyldi nú ekki mörgum iiaia létt, svona við fyrstu sýn? Loksins, ioksins er eitthvað að gerasl af viti i fangelsismálum þjóðarinnar. Þar kom að þvi að dæmdum mönnum væri gefinn kostur á þvi að læra eitthvað annaö en þann móral sem fangelsiö hef- ur upp á að bjóða. Þökk sé guði og góðum mönnum. En máliö var ekki svona eini'alt ogauðskiljanlegt. Þeim sem ekki lála sér þaö nægja að lesa fyrirsagnirnar hefur væntanlega brugðið i brún við áíramhaldandi lest- ur. Hér var ekki verið að hakka lofsvert íramtak. Hér var ekki lilgangurinn sá að tala um endurhæfingu. Ekki að geta þess að markmið refsivistar er ekki einungis það að loka menn inni, heldur lika það að gera þá aö hæfi- leikameiri einstaklingum. Aðalefni fréttarinnar eru áhyggjur konu á Selfossi sem óttast það að 2—3 íangar, sem keyrðir eru til skóla á Selfossi frá Litla Hrauni, hafi slæm áhrif á unglingana i þeim samaskóla. Nú er það ágætt að fólk skuli hafa velferð barna sinna i huga og að það leitist við að vernda þau gegn hættum og spillingu. Það er hins vegar full langt gengið að minu mati að bera það á borð fyrir alþjóö i víðlesnu dagblaöi að tveir ólánssamir menn hali mögu- leika eða vilja til þess að spilla heilum fjölbrautaskóla. Menn þessir eru þarna staddir til þess að undirbúa sig fyrir lifið utan múranna (eftir 1—2 ár ef að likum lætur) Þeir eru að afla sér menntunar, rétt eins og börn þessarar konu, til þess að möguleikar þeirra i framtiðinni veröi meiri. Menntunar til þess að standa betur að vigi i sam- keppninni og hringadansinum sem viö tekur seinna. Annar þáttur i þessum und- irbúningi, og ekki siður mikil- vægur, er samskipti við „venjulegt fólk”. Mér finnst það vanmat, ef ekki móðgun við starfsliö skólans og ungt fólk á Selfossi aö þviskuli vera svo vantreyst hvað þetta snertir. Likurnar á þvi að þessir menn komi jákvæðari úr fangelsinu þegar þeir hafa fengið slikt tækifæri hljóta að liggja i augum uppi. Ekki hef ég heldur haft spurnir af öðru en þeir hafi hegðað sér til fyrirmyndar i skólanum. Fangelsisskólinn getur aldrei komið i slaöinn iyrir venjulega skólastoi'nun, þá menntun og uppeldi sem hún getur veitt. Það er lika skoðun min að unglingar, sem og aðr- ir, hai'i sumpart gott al' þvi að kynnast i'ólki sem rataö hel'ur i ógæfu. í i'yrsta lagi má nefna að sú mynd sem i'jölmiðlar draga upp i slikumtill'ellum er yfirleitt i'rekar takmörkuó. i öðru lagi leiða bein samskipti þessara aðila væntanlega til þess að i hugum ungmenn- anna verða þessir menn ekki eingöngu sakamenn heldur lika MENN. Rökrétt al'leiöing ai' þessu ætti svo að veröa auk- inn skilningur á högurn utan- garðsmanna almennt. Skiln- ingur er forsenda iramiara á þessu sviði sem og öðrum. Þessir menn hafa setið i i'angelsi, siðan um tvitugt eða i 6—7 ár. Nú liður vænlanlega að þvi að þeir losni. Ætlar ein- hver að amast við skólagöngu þeirra þá? Verða þeir áfram óæskilegir og útskufaöir? Hlýtur það ekki að leljast skynsamlegt hjá fangelsisyfir- völdum, forstööumanni Lilla Hrauns og skólayi'irvöldum á Selfossi að reyna að gera sitt til þess að sem best megi til takast? Er það ekki til bóta fyrir þjóðfélagiö i heild? Ég er ekki að gera litið úr umhyggju foreldra l'yrir börn- um sinum. Vil þó benda á að ofbeldi og annar skepnuskap- ur er daglega t'yrir þeim haít i sjónvarpi, kvikmyndum, sorpritum, myndböndum og dagblöðum. Hygg ég að nær væri að snúa sér meir gegn þvi. En það virðist sem sagt einfaldara að finna syndasel- inn á annan hátt og rota hann á staðnum. Verst finnsl mér þó að dagblaðið Timinn skuli vera notað sem barei'li. Ég fæ ekki með góðu móti skilið til- ganginnmeð þvi. Það er i sjálfu sér ekkert nýtt eöa undarlegt aö viðhorf fólks til fanga og fangelsa byggist meir á íordómum heldur en raunsæu mati. En einhver ástæða er l'yrir þvi lika. Þaðer vitaðaö í'jölmiölar hafa stóruhlutverki að gegna i þvi ferli sem stundum er nefnt félagsmótun. Það er að segja miðlun á skoðunum og menn- ingu frá einum aðila til ann- ars. Sem bein afleiðing af þvi hafa þessir miðlar áhrif á það hvað fólk hugsar og aðhefst frá degi til dags, frá einni kyn- slóð til annarrar. Mér finnst þess vegna fylgja þvi nokkur ábyrgð að feitletra það i huga fólks að skólaganga fanga ut- an fangelsis sé forkastanlegur hlutur. Að lokum vona ég og veit að unglingar á Selfossi sem á stundum hafa sýnt að þeir hafa bein i nefinu, skilji þýð- ingu skólagöngu þessara ein- staklinga. Umgangist þá hér eftir sem hingað til sem manneskjur. Það mun farsæl- ast fyriralla aðila. Reykjavik 30.4.82. ErlendurS. Baldursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.