Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 12
Framfarir í at- vinnu- og félags- Miövikudagur 19. mai 1982 Miðvikudagur 19. mai 1982 bæjarmál T Kópavogi framboð á Eyrarbakka borgarmál Hvert skal steffna í skipulagningu mynddreifikerfa? ■ t þeim umræðum sem nú fara fram um bæjarmál i Kópavogi hefur mér þótt ó- þarflega litiö fara fyrir um- ræöu um þær stórfelldu tækni- framfarir sem nú eru aö verða i dreifingu hvers ky ns fræöslu- og skemmtiefnis eftir lokuð- um myndkerfum. Þótt enn sé hvergi séö fyrir endann á þessari tækni þá er ljóst að hún mun hafa mikil áhrif á fjölskyldu- og menningarlif okkar i náinni framtiö. Viö lesum þaö i blöðum og heyrum i' útvarpi aö einka- fyrirtæki séu aö koma sér upp lokuöum sjónvarpskerfum I heilu borgarhverfunum i Reykjavik og jafnvel einnig i öörum kaupstööum. Þetta viröist einfaldlega gerast á þann hátt, aö framtakssamir aöflar hef jast handa og leggja eigin kapla oft án þess aö spyrja kóng eða prest. Og þótt flest bendi til að hér sé um lög- brot aö ræða, þá viröist þaö ekki hafa minnstu áhrif i þá átt aö stööva þessar stjórn- lausu framkvæmdir. Barátta gegn tækninýjung- um er liklegasta vonlausasta barátta sem lagt er út i' og get- ur sennilega aldrei orðiö nema til ills. Velferö okkar nú eins og alltaf áöur er þvi áreiöan- lega ekki undir þvi komin aö stööva lagningu lokaöra mynddreifikerfa heldur aösjá til aö hún fari fram á sem skynsamlegasta hátt. Og ef augljósar þjóðfélagsframfarir samrýmast ekki núverandi lögum, þá hljótum viö aö at- huga gaumgæfilega hvort ekki sé rétt aö breyta lögunum. Eins og nú horfir bendir allt til þess, hvaö sem lögin segja að haldiö verði áfram aö leggja lokuö sjónvarpskerfi og þau muni sifellt ná til fleiri heimila. Ég hefi engar á- hyggjur af þvi, siöur en svo, það sem ég óttast er einungis þaö ef fer sem nú horfir, aö þá veröa þessi kerfi alfariö i' eigu einkaaðila sem þá hafa jafn- framteinokuná þvihvaöa efni er dreift og þá veröur áreiðan- lega hagnaöurinn látinn sitja i fyrirrúmi. Kópavogsbúar eru svo lán- samir aö enn sem komiö er hefur sjónvarpsköplum ekki veriö dreift i jörö i kaupstaön- um. Hér gefst þvi enn tækifæri tfl aö ákveöa frá byrjun, hvernig viö viljum aö skipu- lagi lokaöra mynddreifikerfa veröi háttaö í framtiöinni. Viö framsóknármenn I Kópavogi teljum þetta mál svo þýöingarmikiö að viö höf- um tekið þaö inn i stefnuskrá flokksins. Ég skal gera ör- stutta grein fyrir hvernig við teljum að þessum málum verði best skipaö. Viö viljum aö bæjarfélagiö láti leggja i jöröu alla kapla sem lagöir veröa til aö dreifa myndefni i kaupstaönum. Slfkt veröi aö sjálfsögöu gert i samráöi viö rétta aöila og að öllu leyti fariö aö lögum. Þessi dreifikerfi veröi siöan leigö út til aöila sem vilja veita þjón- ustu á þessu sviöi. Meö þessu fyrirkomulagi teljum viö aö margt vinnist. Þaö þýöingarmesta er liklega þaö, aö þar meö yröi öll einok- unaraöstaöa á þessum þýöing- armikla fjölmiöli úr sögunni. Þá væri unnt aö haga leigu þannig, aö fyrir útsendingar á efni, sem heföi mikiö menn- ingargildi en litil von væri um hagnaö, væri greitt minna en fyrir efni, sem beinlinis væri sent út i hagnaöarskyni. Þá má benda á þann mögu- leika aönota lokaö sjónvarps- kerfi til kennslu og heima- náms og fyrir hvers kyns upp- lýsingamiölun. Þaö er ekki ýkja langt siöan rafmagnsveitur uröu til og enn styttra si'öan hitaveitur komu til sögunnar. Hvort tveggja eru þetta almenningsveitur, fyrst og firemst byggðar og reknar meö hag almennings fyrir augum. Þetta fyrir- komulag hefur reynst okkur vel og vö skulum aö minnsta kosti Ihuga vandlega, hvort ekki sé rétt aö nýta þá reynslu nú, þegar viö að öllum likind- um stöndum frammi fyrir þvi aö skipuleggja og byggja upp nýja almenningsveitu til aö veita fróöleik og skemmtiefni um bæinn. Og þegar slik menningarveita hefur einu sinni veriö lögö er alltaf fyrir hendi sá möguleiki aö tengja hana viö hvers kyns fræöslu- og upplýsingabanka framtiö- arinnar. Þaö mikilvægasta er þóef til vill þaö, aö ef viö hugsum fyrir þvi i tlma aö leggja mynd- dreifikerfi i nýjum bæjar- hverfum jafnhliöa öörum lögnum þá komumst viö aö öllum likindum hjá þvi aö róta aftur upp götum eftir aö þær eru fullfrágengnar. Jafnvel er hugsanlegt aö fyrst i staö sé einungis komiö fyrir lögnum sem unnt er aö draga I leiöslur siöar. Þess eru dæmi aö slikt hafi veriö gert. Bragi Árnason skrifar ■ A kortinu sést m.a. Rauöavatnssvæöiö en i meöfylgjandi grein svarar Gylfi Guöjónsson, arkitekt, röngum fullyröingum um þaö svæöi og skipulag þess. En hið rétta er... ■ í tilefni umfjöllunar fram- bjóöenda Sjálfstæöisflokksins um skipulag Reykjavikur I út- varps- og sjónvarpsþáttum i slöustu viku, tel ég nauösyn- legt aö eftirfarandi komi fram. Þaö er rangt, aö sjálfstæöis- menn i borgarstjórn hafi ætiö hafnaö byggö á svonefndu Rauöavatnssvæöi. Hiö rétta er, aö i ársbyrjun 1981 stóöu fulltrúar sjálf- stæöismanna I skipulagsnefnd Reykjavikur, þar á meöal Birgir tsleifur Gunnarsson aö samþykkt heildarskipulagstil- lögu, þar sem gert var ráö fyrir ibúöarbyggö viö Rauöa- vatn. Þar var aöeins ágreiningur um framkvæmdaröö, þ.e. á hvoru svæöinu skyldi byggt fyrr, I landi Keldna eöa viö Rauöavatn. Þaö er rangt, aö svæöin viö Rauöavatn hafi i valdatiö sjálfstæöismanna aldrei kom- iö til greina sem byggingar- svæöi vegna jarösprungna á svæöinu. Hið rétta er, aö þetta álit- lega byggingarland opnaöist ekki fyrr en áriö 1981, sem raunhæfur kostur, þegar óhætt var taliö, aö mati sérfræöinga, aö fella niöur vatnsvernd á svæöinu. Þaö er rangt, aö Rauöa- vatnssvæði henti illa til byggöar. Hiö rétta er, aö mikilvæg skipulagsleg rök mæla meö byggö á svæöinu og enn hefur ekkert þaö komiö i ljós, sem útilokar þar byggö. Náttúru- fegurö er þar mjög mikil, út- sýni hrifandi, landi hallar til suðurs og suövesturs og skýlt er fyrir norölægum vindum. Byggö á Rauðavatnssvæöi mun þróast i beinu framhaldi af núverandi byggð i Árbæjar- og Seláshverfum. Væntanleg byggingarsvæði munu þvi til aö byrja meö geta stuöst við þá þjónustu sem fyrir er i aö- liggjandi hverfum, en slikt er geysilegt hagkvæmnis- og hagsmunamál fyrir borgar- samfélagiö. Þaö er rangt aö viö undir- búning skipulags Breiöholts- hverfa hafi veriö gerö ná- kvæm sprunguathugun. Hiö rétta er, að engu sliku var til aö dreifa. Einmitt þess vegna hefur nú upplýstst, aö meiriháttar sambýlishús i sunnanveröu efra Breiöholti hafa beinli'nis verið byggö á sprungum. Núverandi borgar- yfirvöld hafa hins vegar haft þann háttinn á, aö láta kanna itarlega legu sprungna á austursvæðum til þess aö þar veröi ekki byggt á sprungum eins og gert var i Breiðholtinu og reyndar einnig I Selási þeg- ar sjálfstæöismenn réöu ferö- inni i skipulagsmálum. Þaö er rangt, aö svæöin noröan og austan Rauöavatns séu i eigu 120-150 einstaklinga eins og itrekað var haldiö fram i umræddum þáttum. Hiö rétt er, aö svæðið er allt i eigu Reykjavikurborgar og engin eignaraöildarvandamál á þeim svæöum, sem skipulag gerir ráö fyrir til uppbygging- ar fram til ársins 1993. Hins vegar var fyrsti áfangi strandskipulags sjálfstæðis- manna frá 1977 aö veruleeu leyti á landi Tilrauna- stöövarinnar á Keldum. Þaö er rangt, aö aðgengilegt hafi veriö fyrir Reykjavikur- borg, aö eignast Keldnaland. Hiö rétta er, aö þaö hefur reynst afskapiega torsótt. Samningaumleitanir borgar- innar viö rikisvaldiö um kaup eöa makaskipti á Keldnalandi hafa staöið yfir allt frá árinu 1970. Litiö sem ekkert hefur gengiö þennan rúmlega ára- tug og sannast sagna var mál- iö I algjörum hnút, þegar nýr meirihluti tók viö i Reykjavik voriö 1978. Þaö var þeim mun alvarlegra, þar sem um var aö ræöa fyrsta áfanga framtiöar- byggöar bæði til ibúöar- og at- vinnustarfsemi og átti aö nægja Reykvikingum næstu 5- 10 árin. Meöal annars þess vegna uröu núverandi borgar- yfirvöld aö hverfa frá áætlun- um sjálfstæöismanna frá 1977. Forsendur kostnaöartalna, sem frambjóöendur Sjálf- stæöisflokksins hafa haldiö á lofti vegna uppbyggingar á Rauðavatnssvæöi eru sér- hannaöar forsendur Sjálf- stæöisflokksins og þvi er þaö i meira lagi hæpiö óábyrgt og ónákvæmt að nota tölurnar eins og gert hefur veriö. For- sendurnar gera til aö mynda ráö fyrir, fleiri i'búum á svæöinu en skipulagiö gerir. Auk þess getur þaö varla talist trúveröugt, aö frá hverjum ibúa á Rauöavatnssvæði komi rúmlega helmingi meira frá- rennslismagn en frá íbúum- annarra hverfa borgarinnar eins og forsendur Sjálfstæðis- flokksins gera ráö fyrir. Þaö hefur ættö veriö svo aö i kosningabaráttu er ýmislegt sett fram, sem orkaö getur tvimælis. Þó veröur þaö aö teljast bæöi sérstætt og furðu- legt, þegar stærsti stjórn- málaflokkur landsins gerir ósannindi og rangtúlkanir aö meginatriöi kosningabaráttu sinnar i höfuöborginni. Þær rangfærslur og blekk- ingar.sem vikiöhefur veriö aö hér á undan bera vitni um óvandaöan málflutning fram- bjóöenda Sjálfstæöisflokksins. Þar fer borgarstjóraefni Morgunblaösins i fararbroddi en Reykvikingar kjósa sann- gjamar og háttvisan borgar- stjóra. Gylfi Guðjónsson, arkitekt, fulltrui í skipulagsnefnd Reykjavíkur — Vonandi þurfum við ekki Suðurlandsjarðskjálfta til að réttlæta byggingu hennar, segir Tómas Rasmus ■ ,,Með þessu framboði viljum við Framsóknarmenn á Eyrar- bakka reyna að koma nýju blóði inn i stjórn hreppsmálanna. Okk- ur finnst það skritið að hér skuli aðeins hafa tiökast stjórnmála- viðhorf tveggja flokka i meira en aldarfjórðung, sem liðinn er siðan Framsóknarmenn hafa staðið einir að framboði til sveitar- stjórnarkosninga á Eyrarbakka. Þetta er þvi nokkuö sögulegt til- efni”, sagði Tómas Rasmus, kennari á Eyrarbakka i samtali viö Timann. En hann er nú efsti maður á framboðslista Fram- sóknarmanna á Eyrarbakka. En hver eru þá helstu fram- faramálin? „Stærsta máliö og það lang brýnasta er að sjálfsögðu brúin yfir Ölfusárósa. Þar þurfa ibúar hins svokallaða Árborgarsvæðis að standa einhuga saman i bar- áttunni. Við veröum að lita á okk- ur sem hluta af stærri heild, sem með tilkomu brúarinnar yrði þriðja stærsta atvinnusvæðið á landinu. Með tilliti til þess verð- um við að fjölga atvinnutækifær- um og stuðla að þvi, að þeir sem hug hafa á nýjungum i atvinnu- lifi, fái til þess tækifæri og sem mestan stuðning. Almenningur á Islandi og fjöl- miðlar vilja oft setja samasem- merki á milli hugtakanna Suöur- land og Reykjavik. Vonandi er þetta ekki vegna lélegrar barna- skólafræðslu, enda liklegra aö um sé aö ræöa pólitiska rangtúlkun. Þegar Landshöfnin i Þorlákshöfn var byggð, og hún skilgreind sem þjónustuhöfn fyrir fjórðunginn, heyrðust neikvæðar raddir i fjöl- miðlum sem höfnuðu þeirri fram- kvæmd. Sunnlendingar voru þá svo óheppnir, eða „heppnir”, að fá yfir sig tröllslegar náttúru- hamfarir — Vestmannaeyjagos- ið. Vonandi þurfum við þó ekki að lifa náttúruhamfarir á borð við Suðurlandsskjálfta til réttlæting- ar á brúnni við ölfusárósa”, sagði Tómas. Tómas Rasmus. — Þú telur þá að brúin kæmi til með að breyta miklu? „öll byggðaþróun er háð sam- göngum og þvi eðlilegt að barist sé um hvern vegarspotta. Sam- göngukerfið er lifæð landsins. Ég spyr t.d., hvar væru Egilsstaðir ef brúin við Lagarfljót væri ekki til? Hvar væri Selfossbær ef gamla Ölfusárbrúin væri ekki á sinum stað? Og hvar væri Reykjavik ef ekki hefði byggst þar upp góð höfn? Brúin yfir ölfurósa er ekki bara réttlætismál heldur og ör- yggismál. Ef fólk vill, getur það kynnt sér þá áhættu sem Sunn- lendingar búa við hvað snertir jarðskjálfta. Suðurlandsskjálfti hefur komið á hverri öld frá þvi sagnaritun hófst á tslandi. Að sjálfsögðu eru það mörg önnur mál sem skipta Eyrbekk- inga miklu máli, svo sem skóla- mál, iþrótta- og félagsmál og menningarmál. Við stefnum m.a. að þvi að hér verði stofnaður vinnuskóli fyrir unglinga. Hér er hvorki aðstaða til sund- eða leik- fimiiðkunar og þvi brýn þörf á úr- bótum i iþróttamálum. Hér er byggðasafn i mótun og mörg byggðasöguleg verðmæti sem ber að varðveita, og svo mætti lengi telja”, sagöi Tómas. En viö verð- um þó að láta staðar numið. „Jafnframt viljum við Fram- sóknarmenn stuðla að framgangi Samvinnustefnunnar á öllum sviðum og teljum það rétta leið til framfara.” —HEI ■ Eyrarbakki. Elín Sigurjónsdóttir: Pálmar Guðmundsson: „TIMI TIL KOMINN AÐ FRAMSÓKNARMENN LÁTI í SÉR HEYRA lífi fylgist að ■ Framsóknarmenn hafa ekki staðið einir að framboði á Eyrar- bakka fyrr en nú og er þvi timi til kominn að þeir láti i sér heyra, sagði Pálmar Guðmundsson, sem skipar annað sæti á lista Fram- sóknarmanna. Eyrarbakki var i eina tið stór- veldi i islensku atvinnu- og menn- ingarlifi. Hér er t.d. elsti starf- andi barnaskóli á tslandi. En i dag eru hér fá atvinnufyrirtæki og fiskvinnslan er undirstaða at- vinnulifsins. Það sem helst haml- ar fiskvinnslunni er slæm hafnar- aðstaða og þarf að keyra fiskinn langan veg hingað. Eybekkingar og Stokkseyringar veröa að keyra minnst 46 km leiö til að ná i fisk- inn i höfninni i Þorlákshöfn, en með tilkomu brúar yfir ölfusá niðri við ósa veröur sú leið aðeins 17 km , sem út af fyrir sig réttlæt- ir byggingu brúarinnar. Hér hefur i áratugi verið ó- breytt ástand i atvinnulifinu og fólksfjölgun þvl sem næst engin og hefur þvi fábreytt atvinnulif settsinsporá þessa þróun. Iðnað- ur, annar en fiskvinnsla þekkist varla. Hér er þó vélaverkstæði og Plastiðjan h.f. Við Framsóknar- menn munum gera allt sem i okk- ar valdi stendur til þess að hlúa að nýjum atvinnutækifærum, til dæmis að efla hér aðstöðu fyrir ferðamenn. Hér er margt að skoða. Móttaka feröamanna og ■ Pálmar Guömundsson. þjónusta við þá. Ferðamannaiðn- aður er vaxandi þáttur i atvinnu- lifi tslendinga. A þessu sviði þurf- um viö lika að vera veitendur, en ekki einvörðungu þiggjendur, en þegar rætt er um ferðamál meg- um við aldrei gleyma umhverfis- málum og náttúruruvernd. tsland hefur sin sérkenni og þau þarf að sýna og jafnframt varðveita. Við munum beita okkur fyrir þvi að betri nýting fáist á úrgang sjávarfala. Mætti nýta fiskúr- gang betur, t.d. með þvi að koma á fót loðdýrarækt og nýta úrgang- inn til fóðurs. t nýútkominni skýrslu búnaðar- málastjóra bendir hann á aö loð- dýraræktsé hagstæðust nýrra bú- greina I dag. Þvi mætti athuga með rekstur refabús og nýta þann fiskúrgang sem til fellur til þess. Hérereinnig mikið af sjávarfóðri sem vel mætti nýta ef grannt væri skoðað. Listi fram- sóknar- manna á Eyrarbakka 1. Tómas Rasmus/ kennari. 2. Pálmar Guðmunds- son, vélvirki 3. Elin Sigurjónsdóttir, húsmóðir. 4. Guðlaugur Þórarins- son, bifreiðastjóri. 5. Erlingur Bjarnason, línumaður. 6. Erlingur Guðjónsson, vélvirki. 7. Helgi Ingvarsson, skipstjóri. ■ Elin Sigurjónsdóttir skipar þriðja sætið á lista Fram- sóknarmanna á Eyrarbakka. Er hún var spurð hvers vegna sex barna móðir tæki sig til og færi í framboð í sveitar- stjórnarkosningum, svaraði hún, að sér þætti tími tilkom- inn að Framsóknarmenn byðu fram á Eyrarbakka. Og að húsmóðir með barnahóp vissi áreiðanlega ekki síður en aðrir hvar skórinn kreppir og hvað til framfara horfir i stjórn sveitarfélagsins. Það hefur verið sagt um stefnu okkar Framsóknarmanna aö hún væri bæöi já, já og nei, nei og aö minu viti er þaö allt i lagi. Viö segjum já, já i þeim málum sem vit er i og horfa til heilla i þorpinu en erum neikvæö ga^nvart þvi aö taka þátt i alls kyns vitleysu og valdagræðgi. — Fyrsta máliö á stefnuskrá fram- sóknarmanna er aö byggö veröi brú yfir ölfusárósa. Þetta er eitt brýnast hagsmunamál okkar og brúin mun breyta mjög allri atvinnuuppbyggingu til bóta þegar hún kemur og munum við beita okkur fyrir aö þaö verði sem fyrst. — Margt má gera til aö gera okkar góöa þorp enn betra. Mér dettur i hug aö koma á fót vinnuskóla fyrir unglingana og leyfa þeim aö taka þátt i daglegum störfum og leggja hönd aö verki iuppbyggingu bæjarins, svo sem að vinna viö gangstéttagerö og fleira þvi um likt. Að hreinsa bæínn og ■ Elin Sigurjónsdóttir. halda honum þrifalegum ætti að vera hollur starfi og heppilegur fyrir unglinga og aðstoö viö barnagæslu væri tilvaliö aö tengja vinnuskóla ef til kæmi. Sumir halda þvi fram að unglingarnir séu ódælir og láti illa að stjórn. Þetta er ekki rétt. Viö eigum að skapa táningunum tækifæri til að byggja upp bæinn okkar og þeir munu ekki rifa niður aö kvöldi þaö sem þeir starfa að á daginn. —Aö gamla fólkinu hérna verðum viö aö hlúa. Það er leitt til þess að vita aö þegar það getur ekki veriö lengur heima hjá sér vegna hrörleika veröur þaö aö flytjast i annaö sveitarfélag. Þessu þarf aö breyta. t tiö Vigfúsar Jónssonar var byggt hér hús sem átti að vera fyrir gamla fólkiö, en þvi var breytt i mötuneyti og siðar félags- heimili og gamla félagsheimiliö rifiö svo aö okkur vantar tilfinnanlega samastaö fyrir þá öldruöu. — En þess ber að geta sem vel er gert. Hér er allgóö heimilishjálp fyrir aldraöa, sem kemur sér mjög vel fyrir þá sem á henni þurfa aö halda. t nokkur ár hefur einnig veriö haldið svokallaö opiö hús fyrir aldraöa, sem er vel sótt, og nýlega er flutt hingaö hjúkrunarkona sem sjá mun um heilsugæslu aldraöra og er full þörf á þvi. En þetta breytir þvi ekki aö vinna þarf að þvi að gamla fólkið sem alið hefur aldur sinn hér þurfi ekki að flytja á brott þegar heilsa og kraftar þverra. Aö þvi þarf aö vinna. Mörgum öörum málum þarf að sinna. Hér vantar sundlaug og aðra iþróttaaöstöðu og unglingarnir þurfa aö sækja skóla á Selfoss eftir 13 ára aldur. A þessum sviðum er verk aö vinna, eins og svo mörgum öörum, en félagslif og atvinnumöguleikar þurfa aö fylgjast aö. — Hreppsreikningar hafa ekki verið birtir siðan 1980. Þetta er óþolandi skussaháttur, sem hefur áhrif á allar framkvæmdir, eða framkvæmdaleysi. — Eyrarbakki er góöur staöur og hér býr gott fólk og mikill framfarahugur rikir almennt og veröur aö veröa breyting á stjórnun bæjarins svo að það megi verða.Við Framsóknarmenn höfum fullan hug á aö svo veröi. „Brúin yffir Ölfusárósa brýnasta málið”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.