Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 14
14 Miövikudagur 19. mai 1982 minning Guðmundur Guðmundsson, ■ Hinn 10. mai s.l. andaöist á Lands pitalanum Guömundur Guðmundsson bóndi á Efri-Bril i Grimsnesi á 84. aldursári, en hann var fæddur 3. október 1898. Með honum er horfinn bænda- höfðingi og samvinnufrömuður, sem fáum mun gleymast er ein- hver kynni höfðu af honum. Guðmundur átti viö vanheilsu að búa siðasta áratug ævinnar og dvaldi oft á Vifilsstöðum. Guðmundur fæddist og ólst upp áEfri-Brú, en þar bjuggu foreldr- ar hans lengi. Þau voru: Guð- mundur ögmundsson frá Odd- geirshólum i' Flóa, Þorkelssonar bónda að Heiðarbæ i Þingvalla- sveit og siðar á Litlu-Reykjum i Hraungeröishreppi, Loftssonar i Heiðarbæ, Þorvaldssonar i Heiðarbæ, Eirikssonar á Kringlu i Grimsnesi, Loftssonar á Minna- Mosfelli, Eirikssonar og siöari kona Guðmundar* Steinunn Þor- steinsdóttir hreppsstj. á Drumboddsstööum i Biskups- tungum, Tómassonar bónda I Auðsholti, Halldórssonar, en kona Þorsteins var Sigrföur Knútsdótt- ir bónda á Drumboddsstööum, Björnssonar, Högnasonar lög- réttumanns á Laugarvatni, Björnssonar prests á Snæfoks- stööum er fór að leita Þórisdals. Hjá foreldrum Guömundar mun hafa verið mjög traust og þjóðlegt heimili, og fornar dyggðir i heiðri haföar. Faðir hans var tvigiftur og missti fyrri konu sina. Atti hann 4 börn frá þvi hjónabandi en með Steinunni siðari konu sinni átti hann tvo syni og voru það þeir Guðmund- ur, sem hér er minnst og Tómas, hið ástsæla þjóöskáld okkar ts- lendinga. GIRÐINGARHLIÐ Bændur og sumarbústaða- eigendur: Útvegum allar stærðir og gerðir af stöðluðum galvaniseruðu m járnrimla- hliðum frá HERAS i Hol- landi. M.a. fyrir sveitabýli og sumarbiistaði. Fyrsta flokks vara á mjög hagstæðu veröi. Hafiö sam- band og fáiö sendar upplýs- ingar. Umboðsaðilar á íslandi Hagvís Box 85, Garðabæ sími41068. Efri-Brú Guðmundur á Brú eins og hann var nefndur oftast ólst upp við þjóðlega heimilishætti eins og þeir geröust bestir á hans upp- vaxtarárum, meðal annars ljóða og sagna lestur á kvöldvökum og við öll hin’fjölþættu störf og leiki sveitadrengsins, þar sem starfið er leikur og leikurinn starf, svo samofið er þetta i sambúöinni við dýrin, landið og lifið i hinni frjálsu náttúru. Hann varð snemma læs og skrifandi og gekk vel nám sitt i barnaskólanum á Borg. Heimanám og hollur barnaskóli varð að duga Guð- mundi og það gat enginn annaö merkt af máli og almennri þekk- ingu hans, en þar færi vel menntaður maður. Og þegar á hann hlóöust mörg og vandasöm trúnaðarstörf þá leysti hann þau af hendi meö öryggi og lipurð og menn fundu, aö hverju máli var vel borgiö í hans höndum. Frá unga aldri haföi Guð- mundur starfað i ungmennafélagi sveitar sinnar og hlotið þar félagslegan þroska og þjálfun. Fékk hann snemma mikinn áhuga fyrir almennum umbótum og að efla hagsæld fólksins i land- inu. Honum var ekki nóg að búa sjálfur við allgóö lifskjör, hann vildi,að allir aðrir fengju að njóta sem bestra ávaxta af lifsstarfi sinu. Til þess að ná þvi marki taldi hann samvinnustefnuna visa bestveginn og þeirri stefnu og öll- um samvinnusamtökum var hann jafnan reiðubúinn að leggja lið. Honum voru lika falin mikil trúnaðarstörf á þeim vettvangi. Hann var fast að hálfri öld deildarstjóri fyrir sina stóru sveit i Sláturfélagi Suðurlands. Frá 1938 og til 1969 átti hann sæti i stjórn Kaupfélags Arnesinga og árið 1961 var hann kosinn i stjórn Samb. isl. samvinnufélaga, en baðst þar undan endurkjöri 1968. Hann var lengi endurskoöandi ræktunarsambandsins Ketilbjörn og þar á eftir formaöur þess I 15 ár. 1 stjórn Búnaðarfélags Grims- neshrepps i 20 ár og 24 ár óslitið i hreppsnefnd. 1 skólanefnd barna- skólans á Ljósafossi frá stofnun hans til 1971. A bak við þessa upp- talningu sem þó er ekki tæmandi liggur mikil starfssaga og marg- ar munu þær stundir, sem teknar voru af hvildar- og svefntima til þessara verka. Sveitungar Guömundar sýndu honum þann sóma i þakklætis- skyni fyrir hin miklu og óeigin- gjörnu störf hans að hann var kjörinn heiöursborgari Grims- neshrepps þegar hann varð átt- ræður 3. október 1978. Haföi að- eins einn maður þar i sveit hlotið slikan sóma á undan honum. Haustið 1952 þegar fluttur var nýr fjárstofn norðan úr Suður- Þingeyjarsýslu á fjárskipta- svæöið hér sunnan lands var Guö- mundur i fjárskiptanefndinni og af henni faliö það vandasama verk, að hafa meö höndum stjórn fjárflutninganna. Dvaldi hann þá á Akureyri og stýröi verkinu þaðan með mjög góðum árangri. Reyndi þá bæði á lipurð hans og festu, sem hann hafði til aö bera i rikum mæli og beitti jafnan öllum til heilla. Guðmundur var alla tið ein- dreginn stuöningsmaöur Fram- sóknarflokksins og langa tiö einn af helstu forystumönnum flokks- ins hér i Arnessýslu.Tók hann jafnan mikinn þátt i starfi Fram- sóknarfélags Arnesinga og var lengi i stjórn þess, oftast ritari. Bera fundargeröabækur félagsins vitni um hina fögru rithönd, glögga eftirtekt og góðan stil, enda var hann talinn framúrskar- andi snjall fundarritari. Guö- mundur tók oft til máls og lét skoöanir si'nar i ljósi á fundum. Var hann mjög vel talandi, málið hreint ogfagurt. Hann áttimanna best með að rekja i sundur flókin mál gera þau einföld og skiljan- leg. Ræöur hans voru jafnan áreitnislausar i garö annarra manna, en fast hélt hann á skoðunum slnum og lét diki hrekjast frá þvi', sem hann taldi satt og rétt. Hann var i eðli sinu hlédrægur maður, en vegna áhuga og þegnskapar lét hann ekki standa á sér til átaka þegar eftir þátttöku hans var leitaö. Vorið 1959 skipaði Guðmundur annað sætið á framboðslista Framsóknarmanna í Arnessýslu við Alþingiskosningarnar sem þá fóru fram. Kosningar þessar snerust að mestu um nýja og mjög róttæka kjördæmaskipan i landinu. Var þetta mjög hörð kosningabarátta. Fór Guðmund- ur þá með þeim er þetta ritar á flesta framboðsfundi hér i sýsl- unni. Tók hann þátt i ræðuhöldum og deilum þeim er frambjóðendur háðu og var að venju traustur fulltrúi síns flokks, enda hafði hann alltaf mjög góða yfirsýn um landsmálin. En hvernig bóndi var þá þessi félagshyggjumaður sem svo miklu fórnaöi af tima sfnum fyrir samfélagið? Þaö mun allra manna mál sem til þekktu, að hann hafi veriö einn hinn besti bóndi hér í sýslu alla sina bú- skapartfð, sem stóö fast að hálfri öld. Hann hóf búskapinn 1924. Var hann þá 25 ára gamall og hafði veriö vinnumaður föður sins. Hann átti þá ekki aðrar eignir en 18 ær og 1 hest. Hann keypti af föður sinum 6 kýr og 120 ær og svo þau áhöld sem þá þurfti til bú- skapar en vélar voru þá ekki komnar til sögu I landbúnaði. Fyrir þetta þurfti hann að borga 3000 krónur og þær fékk hann að láni. Var þetta allmikið fé þá að flestra dómi. Fyrstu 6 búskaparárin bjó Guð- mundur ókvæntur, en 21. júni 1930 giftist hann Arnheiði Böðvars- dóttur hreppsstjóra á Laugar- vatni og Ingunnar Eyjólfsdóttur konu hans. Arnheiður ólst upp i stórum systkinahópi á hinu þjóð- kunna Laugarvatnsheimili og naut venjulegrarkennslu i barna- skóla þar I sveit, seinna dvaldi hún einn vetur i Reykjavlk og sótti námskeið i hannyröum og handavinnu. Þetta nám, þó ekki væri lengra,leiddi til þess að Arn- heiður varð fyrsti handavinnu- kennari stúlkna á Laugarvatns- skólanum fyrsta vetur hans. Nokkru siðar sigldi Arnheiður til Þýskalands og dvaldi þar i 9 mánuði við nám og störf á skóla fyrir stúlkur. Þessi námsferð Arnheiðar varö hin mesta heilla- ferð, vikkaði sjóndeildarhring hennar og veitti henni þekkingu, sem slðar kom að góðu gagni i húsmóðurstarfi hennar á stóru og gestkvæmu heimili eins ogjafnan hefúr verið hjá þeim hjónum á Efri-Brú þar sem fólk af öllum stéttum bæði innlent og erlent hefur oft aö garöi boriö. Eins og alltaf verður þegar góð kona kemur á heimili þá efldist Efri-Brúar heimiliö við þaö, að GuömundurkvæntistDg honum óx ásmegin til átaka. Þau hjón voru samtaka og höfðu með sér það lán.að vera hjúasæl þvl vinnufólk þeirra tolldi vel i vistinni og var húsbóndahollt vegna góös viöur- gernings og viömóts. Þau hjón eignuðust fjögur börn og eru þau þessi: Steinunn Anna, gift Guölaugi Torfasyni, bónda Hvammi I Hvltársíðu. Ingunn, gift Bergi Jónssyni, rafmagns- verkfræðingi i Reykjavlk. Böðvar Magnús, var kvæntur Steinunni Ingvarsdóttur frá Þrándarholti. Þau reistu býlið Brúarholt I landi Efri-Brúar ogbjuggu þar en hafa nú slitið samvistir. Böðvar býr áfram á Brúarholti og nýtir jafn- framt alla jöröina Efri-Brú. Guð- mundur, kennari I Reykjavik kvæntur Svölu Arnadóttur. öll hafa þau Efri-Brúarsystkin eign- ast börn og munu þau nú flest uppkomið fólk. A Efri-Brú er fagurt um að lit- ast. Bærinn stendur hátt og staðarlegt heim að llta. Þaöan er viðsýni mikið. I suðvestri getur að lita Ingólfsfjall og til vesturs Grafningsfjöllin, þar gnæfir hæst Hengillinn oft baöaður i hvera- gufum sem stíga til himins. Sogið, hið silfurtæra fljót liöast eftir byggðinni og breiðir annað slagið úr sér þar sem það rennur i' gegn- um spegilslétt vötn eins og Úlf- ljótsvatn og Alftavatn. Til suðurs erendalausa viöáttuna að sjá út á Atlantshafið. I suðaustri er Búr- fell og norðaustur af þvi Lyng- dalsheiöin en yfir hana sér I Kálfstinda og i norðri gnæfa Botnsúlur i „svifhæð björgum yfir”eins og skáldiö sagði. Hér er þvi mikilfenglegt umhverfi og fjölbreytt náttúrufegurð. Efri- Brú er landstór jörð. Þar eru víð- áttumikil heiðalönd og geysistór tún. Guðmundur bóndihaföi mik- ið yndi af sauðfé og átti margar ánægjustundir við smalaferðir á traustum og fjörugum fákum, en hann átti jafnan trausta fjörhesta og fór hratt um heiðar og fjöll i fjárleitum. Fé var jafnan margt á Efri-Brú og hjörðin falleg þvi Guðmundur var góöur fjár- ræktarmaður. Hann var fjár- glöggur og markglöggur og fá störf mun honum hafa þótt betri fram eftir ævinni en fjallferðir, réttaferðir og fjárrekstrar. Guðmundur elskaöi mjög hina fögru jörö si'na og hugurinn stefndi jafnan heim sem fyrst þegar hann var i' ferðalögum, heim i faðm fjölskyldu og höfuð- bóls. Hann lagði sig mjög fram um jarðabætur, ræktun og bygg- ingar. Ibúðarhús reisti hann áriö 1947 eitt hið stærsta i sveit á þeim tima og síðan endurbyggði hann öll hús á jörðinni með nútima sniði. Fjárhús 1952, fjós og hlöðu 1958. Búið á Efri-Brú var I flokki hinna stærstu i Arnessýslu oftast 12-15 kýr og 300-400 fjár. Þau Efri-Brúar hjón hættu bú- rekstri árið 1972 enda var þá heilsu Guðmundar tekiö að hnigna, en þau hafa haft heimili sitt i ibúðarhúsi sinu og haldið uppi hinni sömu gestrisni og áður. Mér hefur alltaf verið það fast i minni þegar ég sá Guðmund á Efri-Brúlfyrsta sinn, en þaö mun hafa verið á aöalfundi Kaupfél. Arn. rétt uppúr 1930. Ég varð þá fyrir sterkum áhrifum frá þess- um unga og gæfulega manni og man ég vel, að mér varð þá hugs- aö til orða Guðmundar ríka á Mööruvöllum um Skarphéðinn Njálsson þegar hann mælti að heldur vildi hann fylgd hans en 10 annarra. Mér brást ekki þessi til- finning minþegar ég varö þeirrar heppni aðnjótandi að kynnast Guömundi, eignast vináttu hans og vera samherji hans i lifs- skoöunum. Ég kom alloft að Efri- Brú og fór jafnan glaðari og rik- ari þaöan aftur eftir viðræður við þau hjónin bæði. Nú þegar leiðir skiljast um stund er skylt að þakka alla samfundi og samstarf við Guðmund og þess vildi ég óska aðíslenska þjóðin ætti alltaf sem flesta menn honum h'ka. Ég sendi hér með konu Guð- mundar og ástvinum öllum samúðarkveðju. Agúst Þorvaldsson t Kveðja frá Ljósafoss- skóla Þegar ákveðiö var fyrir nærri fjörutiu árum að reisa sameigin- legan heimavistarskóla fyrir Grimsnes, Grafning og Þing- vallasveit þótti sjálfsagt að hann yrði reistur i nánd við þéttbýlið við Ljósafoss. Hjónin á Efri-Brú, Guðmundur Guðmundsson og Arnheiöur Böðvarsdóttir, buðu þá fram að gjöf land undir væntan- legan skóla. Var þetta á besta stað i landi Efri-Brúar, skammt ofan Ljósafoss með útsýn yfir „Fljótið helga” til Úlfljótsvatas. Undirrituöum, sem átt hefur heimili sittinnan skólalóðar siðan 1949, finnst með hverju ári meira til um þessa höfðinglegu gjöf. Samskipti Guðmundar og skól- ans, sem hófust sem hér hefur verið greint, uröu siðan mikil og góð. Hann var um árabil for- maður skólanefndar og reikningshaldari skólans um langahrlð. Það varlærdómsriktað sjá hve failega Guömundur gekk frá öllu rituðu máli, h'vort sem það voru reikningar eða annað efni. Frábær rithönd og feguröar- smekkur gerði öll slik plögg að listaverki, en við bættist svo af- burða ritsnilld þegar um frum- samiðefni var að ræöa. 1 störfum sinum fyrir sveit og samfélag kom vel fram hversu Guðmundur gerðimiklarkröfurtilsjálfs sín I hverju þvi, er hann tókst á hendur. Við Svava þökkum vini og ná- granna löng og góö kynni. Arn- heiði og fjölskyldunni flytjum við hjartanlegar kveðjur. Böðvar Stefánsson + A kveðjustund er gjarnan stað- næmst og hvarflar hugurinn þá til liöinna stunda. Þegar ég minnist afa, kemur fyrst upp sú mynd sem ég á af honum sem barn. Myndin stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum minum og er mér jafnframt afar kær. Ég minnist þeirrar til- hlökkunar sem ávallt greip mig þegar ég átti að fá aö heimsækja afa og ömmu að Efri-Brú. Ekki mun það hafa verið fyrir það hversu mikil sveitakona ég var heldur öllu fremur, að ég hlakkaði mikið til að hitta þau. Ég held mér hafi fundist afi vera flestum stundum i fjárhús- inu, því oftast kom hann þaðan er okkur bar aö garði. Alltaf urðu miklir fagnaðarfundir og fann ég þá hvað hann átti mikla hlýju sem ég ætiö siðan varð aönjótandi. Hann lifði mikla umbrotatima i islensku þjóðlifi og bar hag byggðarlagsins svo og bænda- stéttarinnar i heild mjög fyrir brjósti. Einbeitni og áræðni einkenndu orð hans og athafnir. Hann plægði akur sinn, sáöi og uppskar sam- kvæmt þvi. Hugur hans hélst svo til óbreyttur þó lffsstarfinu væri lokið þar sem hann dvaldi nú um árabil á sjúkrahúsi. Aldrei fjöl- yrti hann um veikindi sin né æðraðist. Hann hefur nú lokiö löngu og farsælu lífsstarfi og hélt sinni andlegu hreysti til hinsta dags. Þá ósk á ég okkur afkomendum hans til handa að viö megum erfa einhverjar þær dyggðir sem hann var gæddur I svo rikum mæli. Finnst mér vel við eiga að láta hérfylgja sálm eftirbróður hans, þar sem ég tel hann einnig lýs- andi fyrir lifeviðhorf afa. Vér treystum þvi, sem hönd Guðs hefur skráð: 1 hverju fræi, er var i kærleik sáð, býr fyrirheit um himnariki á jörðu. Hver heilög bæn á vlsa Drottinsnáð. Og hvi skal þó ei ógn og hatrihafna, ef hjálp og miskunn blasir öllum við i trú, sem ein má þúsund þjóöum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? T.G. Elsku amma. Megi guð gefa þér styrk til að njóta ævikvöldsins. Minningin um afa geymisti hugum okkar allra. Arnheiður Guðlaugsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.