Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 19. mai 1982 fþróttir „Ég er mjög ánægður með samninginn” — segir Sævar Jónsson sem skrifar undir tveggja ára samning vid CS Brugge í dag ■ Sævar landsliðsmaður i knattspyrnu sem undan- farið hefur leikið með belgiska félaginu CS Brugge mun í dag skrifa undir tveggja ára samning við félagið. //Ég er mjög ánægður með þennan samning og áður að þetta skuli vera í höfn. Það er alltaf erfitt að standa í svona samninga- viðræðum." Sævar sagði að búið væri að ráða nýjan þjálfara til félagsins. Það er Hollend- ingur, Crijzenhout að nafni, sem um tíma var aðstoðarþjálfari hjá Ajax í Hollandi og þá þjáifaði hann einnig hjá Lokeren í Belgíu. Sævar sagði að þarna væri um mjög hæfan þjálfara að ræða og vonuð- ust menn eftir að liðíð myndi ná góðum árangri undir hans stjórn. Sævar er væntanlegur til landsins eftir viku og mun hann vera tilbúinn i slaginn gegn Englendingum og Möltu, ef landsliðsnefnd leitar til hans. Sævar á að vera mættur aftur til Brugge í byrjun júlí. röp—. Ragnar Margeirsson kominn heim: Ekkert vard af samningi vid AA Gent — „öll félög koma til greina” segir Ragnar sem hyggst leika knattspyrnu hér á landi í sumar ■ Ragnar Margeirsson knattspy rnukappi úr Keflavík sem undanfarið hefur dvalið hjá belgiska félaginu AA-Gent kom til landsins í gær og mun ekk- ert verða af samningum á milli hans og félagsins. „Mér gekk mjög vel hjá félaginu og á tima var það orðið fastákveðið að ég myndi gera samning við félagið. Þjálfari Gent og forseti félagsins voru báð- ir búnir að láta mig vita af þvi að þeir hefðu mikinn á- huga á því að gera við mig samning. Þetta skeði i síð- asta mánuði og sögðu þeir mér að gengið yrði frá samningi á næstunni. Síöan hefur forseta félagsins eitthvaö snúist hugur þvi fyrir nokkrum sögum sagöi hann mér aö ekkert yrði úr samningum og þá var ekki annaö aö gera fyrir mig en aö fara heim. Forseti fé- lagsins er mjög haröur, talinn vea sá haröasti i Belgiu og þó aö þjálf- arinn vilji fá hina og þessa leik- menn þá er þaö forsetinn sem ræöur öllu. Ég lék á laugardaginn með Gent og mér fannst ég eiga ágæt- an leik, fiskaði meðal annars vitaspyrnu. Forsetinn horði á þennan leik, en yfirleitt sést hann nú ekki mikið á leikjum og það virðist sem svo aö eftir þennan leik hafi hann tekiö þá ákvöröun að gera ekki viö mig samning.” Viö spurðum Ragnar hvort hann myndi fara að leika meö Keflvikingum I 1. deildinni. „Þaö er alveg öruggt aö ég ætla mér að leika knattspyrnu hér i ég á eftir að athuga meö vinnu. sumar. En hvort þaö veröur meö Ég verð að sjá hvernig vinnu ég Keflvikingum eða einhverju öðru fæ áöur en ég ákveö meö hvaöa félagi veit ég ekki ennþa: Ég var félagi ég ætla aö leika.” nú aö koma til landsins i dag, og röp—. ■ Ragnar Margeirsson sem undanfarið hefur dvaliö hjá AA Gent I Belgiu kom til landsins i gær. Ekkert varö af samningum á milli hans og félagsins. I ■ Sævar Jónsson skrifar I dag undir tveggja ára samning viö CS Brugge. Með Sævari á myndinni er Leo Canjels, þjálfari Brugge I vctur en liann er nú hættur. Dökkt útlit hjá Leeds — eftir tapið gegn W.B.A. — Middlesboro og Liverpool gerðu jafntefli ■ Ctlitið dökknaöi heldur betur hjá Leeds i gærkvöldi á að halda sæti sinu I 1. deild er þeir töpuðu 2:0 fyrir West Bromwich Albion. Leeds á nú lif sitt undir Albi- on að setja þar sem þeir geta bjargaö þessu fyrrum stórliöi frá falli. Albion á eftir aö leika gegn Stoke og vinni þeir leik- inn heldur Leeds sæti sinu og Stoke fellur. Takist hinsvegar Stokeaösigra.erLeedsfalliö i 2. deild ásamt Wolves og Middlesboro. Middlesboro kvaddi 1. deild- ina i gærkvöldi meö pomp og prakt er þeir geröu marka- laust jafntefli viö Englands- meistara Liverpool. röp—. Bændur 14 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili i sumar. Helst á Suðurlandi. Upplýsingar i sima 42960. Veiði í Veiðivötnum á Landmannaafrétti hefst 15. júni n.k. Veiðileyfin eru seld i Skarði, Landmanna- hreppi. Pantanir i sima 99-5580 kl. 15-19. Stjórnin. J Frá Ilx Tónlistarskóla TÓNUSMRSKÓU „ , KóPkNOGs Kopavogs Skólaslit verða i Kópavogskirkju fimmtu- daginn 20. mai kl.14. Skólastjóri Kælitækjaþjónustan Reykjavikurvcgi 62, Hafnarfirði, simi 54860. Önnumst ails konar nýsmiði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Scndum I póstkröfu um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.