Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. mai 1982. 7 erlent yfirlit ■ MIKILL uggur hefur gripið um sig i Arabarikjunum við Persa- flóa siðan striðsgæfan snerist Irönum i vil i styrjöldinni við Iraka. Einkum gætir þess meðal valdamanna þessara rikja. Þeir óttast, að Khomeini muni ekki láta numið staðar við landamær- in, ef honum heppnast að reka her Iraka úr landi. Það dregur ekki úr þessum ótta, þótt Khomeini hafi lýst yfir þvi, að hann muni ekki láta her Irans sækja inn i trak og leiðtogar annarra Arabarikja þurfi ekki neitt að óttast, ef þeir veita ekki Hussein forseta lraks stuðning. Þessar yfirlýsingar Khomeinis eru ekki taldar mikils virði eftir aðMusavi forsætisráðherra Irans lýsti yfir þvi síðastliðinn mánu- dag, að það yrði eitt aðalskilyrði trana fyrir friðarsamningum milli Irans og traks, að stjórn Husseins léti af völdum. Iranir myndu ekki semja við stjórn hans. Valdamenn Persaflóarikjanna óttast, að verði þessu skilyrði ekki fullnægt, kunni Khomeini að fylgja þvi eftir og ráðast með her sinn inn i Irak. Hann muni m.a. treysta á, að mikill meirihluti landsmanna fylgir sama trúar- flokki múhameðstrúarmanna og Iranir, en Hussein og fylgismenn hans tilheyra öðrum trúarflokki múhameðstrúarmanna. Leiðtogum Arabarikjanna við Persaflóa stóð áður svipaður stuggur af Hussein og þeim stendur af Khomeini nú. Þeir töldu hann stefna að þvi að verða leiðtogi Arabarikjanna á þessum slóðum. Þótt þeir lýstu strax viss- ■ AIi Kahmei forseti trans Otti Araba við Khomeini eykst Einnig uggur í Washington og Moskvu um stuðningi við hann i styrjöld- inni, mun ósk þeirra helzt hafa verið sú, að hún endaði með sam- eiginlegum ósigri Husseins og Khomeinis. Þetta hefur breytzt eftir að Iransher tók að veita betur. Nú óttast umræddir Arabaleiðtogar Khomeini enn meira. Þeir hafa aukið fjárhagslegan stuðning við Irak og ræða nú um að veita Irak hernaðarlega aðstoð, enda þótt þeir séu getulitlir á þvi sviði. Sá Arabaleiðtoginn sem fyrstur sáþessaþróun fyrir, var Hussein Jórdaniukonungur. Hann hefur þegar veitt nafna sinum hernaðarlega aðstoð. Hussein konungur óttast mjög sigur Khomeinis vegna vinfengis hans og Assads forseta Sýrlands. Assad er eini Arabaleiðtoginn, sem hefur stutt Irani. Hann virð- ist hugsa gott til glóðarinnar, ef Irakar tapa. Hann geti þá hlotið einhvern hluta af herfanginu. STYRJOLD Iraka og írana hófsti september 1980 með innrás traka. Þeim veitti i fyrstu miklu betur og hernámu allstórt land- svæði innan landamæra Iraks, á- samt mikilvægum borgum. Styr- jöldin virtist i fyrstu ætla að verða sigurganga þeirra. En bráðlega tókst Irönum að stöðva sókn þeirra og styrjöldin lá að miklu leyti niðri um skeið. A siðari hluta ársins 1981 breyttist þetta. tranir komust i sókn. Meginsókn þeirra hófst svo i marzmánuði siðastliðnum. Þeim hefur siðan orðið mikið á- gengt og Irakar stöðugt verið að hörfa undan. Raunar halda Irakar ekki lengur nema einni mikilvægri borg innan landa- mæra Irans, Khorramshahr. Nokkurt hlé virðist á bardögum nú, en búizt við nýrri sóknarlotu Irana þá og þegar. Irakar láta nú á sér skilja, að þeir séu fúsir til samninga. Þeir hafa fallið frá öllum kröfum, nema þeirri að fá full yfirráð yfir siglingaleiðinni um Shatt-al- Arab. Þeir höfðu þessi yfirráð fram á siðasta áratug, en þá neyddi Iranskeisari Hussein til að semja um, að rikin hefðu jöfn yfirráð. Gegn þvi hét hann að hætta að styðja Kúrda, sem börð- urst þá með góðum árangri gegn Iraksstjórn. Hussein hefur jafnan talið þetta nauðungarsamning og viljað fá honum breytt. Khomeini hefur verið meira en ■ Þrátt fyrir elli og veikindi, er Khomeini enn hinn sterki maður trans. ófús til að sleppa þessum yfir- ráðum og reynast þannig minni karl en keisarinn. Hins vegar hefur hann látið i það skina, að hann væri til viðtals um að samkomulag Husseins og keisarans héldist óbreytt. Nú hefur hann svo bætt við þvi skil- yrði, að Hussein verði að láta af völdum. ÞAÐ er ekki aðeins, að sigrar Irana að undanförnu veki ótta hjá Arabafurstunum við Persaflóa. Leiðtogarnir I Washington og Moskvu lita þennan gang mála alvarlegum augum. Þeir telja, að fullur sigur Irans muni mjög styrkja áróðursstöðu Khomeinis við Persaflóa. Hann muni herða undirróður gegn stjórnendum þaj og kunni að geta komið þeim fra völdum á þann hátt. Framvindan geti orðið sú, að undir forustu trúarleiðtoganna i Iran myndist nýtt viðlent riki eða rikjabandalag á þessum slóðum. Forustumenn þess verði liklegir til að reynast herskáir, ekki sizt af trúarástæðum. Hvorki Bandarikjamenn eða Rússar munu telja slika fram- vindu hagstæða sér. Staða Rússa i Afganistan myndi versna og áhrif frá hinu nýja stórveldi múhameðstrúar- manna gæti borizt til sovézku lýð- veldanna i Mið-Asiu. Bandarikjamenn óttast einnig, að slikt stórveldi gæti orðið hags- munum þeirra hættulegt og erfitt yrði að verjá Israel, ef það risi á legg. Þórarinn Þórarinsson, o ritstjóri, skrifar flokksstarf Kosningaskrífstofa B-listans í Reykjavík Lindargötu 9A (Gamla Edduhúsinu), Simar: 26924 — 25936 — 27068 — 24330 —17599. Hverfaskrifstofur Austurbæjarskólinn simi 17599 Breiðagerðisskóli simi 25152 Melaskóli simi 25152 Árbæjarskóli simi 24331 Miðbæjarskóli simi 24502 Álftamýrarskóli simi 17726 Laugarnesskóli simi 24594 Langholtsskóli simi 24854 Hverfaskrifstofur Breiðholts, Fella- og Hólahverfið: Haukshólar 1 simi 72999 Selja- og Skógahverfi: Ystasel 28 simi 72400 Félag framsóknarkvenna gengst fyrir kaffisölu á kjördag á Hótel Heklu. Drekkið kosninga- kaffið á Hótel Heklu. Sjálfboöaliöar Komið til starfa við kosningaundirbúninginn. Hafið samband við kosningaskrifstofuna sem allra fyrst. Bílar á kjördag Þeir, sem vilja lána bila á kjördag eru beðnir um að gefa sig fram við kosningaskrifstofuna. Opið hús á kosningaskrifstofunni allan daginn og langt fram á kvöld. Þar eru fram- bjóðendur B-listans til viðtals, — og þar er alltaf heitt á könnunni. Komið eða hringið og takið þátt i starfinu fyrir kosningarnar og stuðlið með þvi að sigri B-listans. 1X2 1X2 1X2 35. leikvika — leikir 15. mai 1982 Vinningsröð: 122 — 211 — 121 — 211 1. vinningur: 12 réttir — kr. 154.700,- 22914(1/12, 1/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 3.680,00 16975 43166 43580+ 74739 85696 40038 43511+ 65740 76732+ 73660(2/11) 40039 43514 66039 77199 34.v.: 36449(2/11) + Kærufrestur er til 7. júnl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa ■ stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — iþrótta miðstöðinni — REYKJAVIK Bændur 17 ára stúlka óskar eftir vinnu á sveitaheimili Upplýsingar i sima 92-25695 góðu Suðurnes Lóðarskoðun hjá fyrirtækjum á svæðinu er hafin og er þess vænst að eigendur og umsjónarmenn fyrirtækja taki virkan þátt i fegrun byggðarlaganna með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sin. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.