Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 10
10 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir april- mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, tal- ið frá og með 16. júni. lí). mai 1982 Fjármálaráðuneytið Kjörfundur í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninganna laugardaginn 22. maí 1982 hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 23.00 Kjörstaðir verða tveir: í Kársnesskóla fyrir kjósendur sem sam- kvæmt kjörskrá eru búsettir vestan Hafnarfjarðarvegar og i Vighólaskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir austan Hafnarfjarðarvegar. Aðsetur yfirkjörstjórnar verður i Vighóla- skóla. Talning fer fram i Vighólaskóla og hefst strax að lokinni kosningu. Yfirkjörstjórn Kópavogs Bjarni P, Jónasson tngólfur Hjartarson Snorri Karlsson Fimmtudagur 20. mai 1982. Akranes ■ Frambjóöendur Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi saman komnir einn góöviðrisdag vorsins. Tímamynd Róbert. „Viljum betra skipulag á fjármál bæjarins” — segir Jón Sveinsson, efsti maður á lista framsóknarmanna á Akranesi ■ „Þessi fundur okkar var mjög vel hcppnaður. Hann sóttu á ann- að hundrað manns, sem þykir mjög góð fundarsókn á þann mælikvarða sem iagðurer á fundi hér á Akranesi", sagði Jón Sveinsson, efsti maður á lista framsóknarmanna á Akranesi, spurður um almennan fund þcirra framsóknarmanna á Skaga s.l. sunnudagskvöld. Hressilegur lúörasveitaleikur tók á móti mönnum i upphafi fundar. Þá fluttu átta frambjóö- endur framsöguræður og skýrðu stefnuskrá flokksins, sem unnin hefur verið vel og itarlega. Siðan vorualmennar umræður og fyrir- spurnir. — En hver eru svo helstu kosn- ingamálin Jón? — Fyrir þessar kosningar höf- um við framsóknarmenn lagt lang mesta áherslu á breytta starfshætti bæjarstjórnar. Bæði viljum viðkoma betra skipulagi á fjármálbæjarins sem verið hafa i allt of miklum ólestri og einnig hefur okkur þótt bera hér allt of mikið á hreinræktaðri flokkapóli- tik, miðað við svo litið bæjarfélag sem Akranes er. Hvað fram- kvæmdir varðar, þarf t.d. að gera hér verulegt átak i gatna og gang- stéttagerð, eftir að búið er að grafa upp nánast allan bæinn i sambandi við hitaveituna. Hér hafa t.d. engar gangstéttir verið lagðarsiðustu 3-4 árin, svo úrbæt- ur eru brýnar. 1.400/oo kr. BETRI BORG! n Kr/SÍ/a/i erdur Sigrun Veistu að hver reykvísk fjölskylda greiðir 1.400,- kr. í ár til að standa undir hallarekstri Borgarspítalans? Borgarspítalinn er í reynd landsspítali. Á honum liggja jafnt Reykvíkingar sem landsbyggðarmenn. En Reykvíkingar borga brúsann. Viðviljum að ríkið reki Borgarspítalann. það finnst okkur jafnréttismál. Eigum við ekki samleið? listinn Reykjavík 22. maí 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.