Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (91) 7- 75-51, (91) 7-80-30. Skem muvegi 20 Kopavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 9 19 • Laugar- daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ^^HI^IHBHHHHHIÍ^IIIH^^^II FULLKOMNASTA SKIP FLOTANS í REYKJAVÍK Rætt við Guðjón Sigtryggsson, skipstjóra á Örvari HU ■ Hinn nýi skuttogari Skag- strendinga, örvar HU-21, kom úr fyrstu veiðiferð sinni til Reykja- vikur i fyrri viku og við gripum tækifærið og hittum skipstjórann, Guðjón Sigtryggsson, að máli. Guðjón er tsfirðingur, en hefur búið á Skagaströnd i ellefu ár og má þvi segjast orðinn góður og gegn Skagstrendingur. Hann var áður með togarann Arnar og við spyrjum hann hvernig honum liki við hið nýja skip. ,,Það má segja að skipin séu mjög lik um margt, en Arnar var prýðilegt skip og aflasælt, þvi i fyrra vorum við þriðja eða fjórða aflahæsta skip á landinu. Þetta skip er hins vegar búið öllum nýj- ustu og fullkomnustu tækjum sem fáanleg eru, eins og sagt er, og sem kunnugt er hið eina hérlendis sem fullunnið getur aflann um borð. Við erum hér með fimm frystivélar og það kom i ljós i þessari fyrstu ferð hvert gildi slikur útbúnaður hefur.” örvar var afhentur Skag- strendingum miðvikudaginn fyrir páska og fór nokkru siðar i sina fyrstu ferð og nú spyrjum við Guðjón hvernig hún hafi gengið. ..Við vorum úti yfir páskana, en það var aðeins reynslutúr með hluta af mannskap og tæknimenn um borð... Eftir það var skipið i hálfan mánuð á Akureyri vegna breytinga og til veiða var svo haldið þann 25. april. Við reynd- um fyrstfyrir okkur út af Norður- landi, en þar var engan þorsk að finna svo við fórum á grálúðuna djúpt út al' Vikurál. Það gekk all vel. Við hausuðum lúðuna og heil- frystum um borð og höfum verið að landa hér i Reykjavik. Nú klukkan 18 (föstudag) ætlum við svo að halda á veiðar aö nýju. Nei, ég veit ekki enn hvert farið verður. Ætli við reynum ekki að hafa uppi á þorsknum, hvar svo sem hann er. Annars hefur verið treg veiöi hjá togurum að undan- förnu i kring um allt land.” Nú eru tveir togarar komnir á Skagaströnd og við spyrjum hvernig aðstaða sé þar nyrðra til þess að vinna afla þeirra. „Hugmyndin var sú að komið yrði upp nýtt frystihús á Skaga- strönd þegar þetta skip væri full- búið, en þvi miður heíur það ekki gengið eftir og við verðum enn að | notast við gamla húsið. Hins veg- dropar ar er byrjað á byggingu nýja hússins og við vonum að það taki ekki of langan tima að fullgera það. Við höfum þó þegar fengið talsvert frystirými.” örvar HU-21 er sem áður segir eitt allra fullkomnasta fiskiskip flotans. Hann er smiðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri og er 51 metri að lengd og 498 tonn. I skip- inu er 2400 ha. Wickman vél og hönnun skipsins hefur öll verið unnin af islenskum aðilum, tækniliði Slippstöðvarinnar. Um borð eru 24 menn, þar sem aflinn er fullunninn um borð, en ella væri áhöfnin 16 menn á skipi af stærð örvars. — AM ■ Guðjón Sigtryggsson, skipstjóriá örvari er isfirðingur að ætt, en hcfur nú búið i 11 ár á Skagaströnd. Ilann var áður með togarann Arnar, sem verið hefur eitt aflasælustu skipa flotans. (Timamynd Róbert) Fimmtudagur 20. mai 1982. Hjartad slær „réttu” megin ■ Liklega hefur. enginn flokkanna tekið úrslitum skoðanakönnunar DV með miklum fögnuði. Þeir sem standa að meirihlutanum eru að vonum uggandi yfir þvi hversu lítið fylgi þeir virðast hafa, og sjálf- siæðismenn 1 afa vægast sagt hörulega riyiiili af þvi að láta spá sér miklum sigrum rétt fyrir kosningar. Það er þvi augljóslega af mikilli umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum sem DV kynnti niðurstöður könnunarinnar með þeim hætti sem gert var i gær. Eða finnst mönnum engin mótsögn falin i þvi að byrja á þvi að spá Sjálf- stæðisflokknum 14 mönn- um af 21 i borgarstjórn og kvnna slðan þer.sa niður- s'öðu undír fyrirs'ig-iinni: „Íríiiiii. ;et., sýn”???!! Sæmundur kvedur DV ■ DV er um það bil að missa einn vænsta spón- inn úr aski sinum þar sem Sæmundur Guðvinsson fréttastjóri blaðsins, hef- ur sagt upp störfum. Sæmundur hefur ráðið sig til kynningarstarfa á auglýsingastofu ólafs Stephensens en sc slofa h..-fur . ieð höndum s! ka starfsemi iyrn ýmis stór- fyritæki. Einkum mun þó Sæmundi ætlað að stýra kynningarstarfi Flug- leiða en miklar breyting- ar eru í deiglunni á fyrir- komulagi þess. Meðal annars mun ætlunin að færa kynningarstarfsem- ina að verulegu leyti út úr sjálfu fyrirtækinu. Sæmundur mun vænt- anlega láta af störfum hjá DV um mitt sumar en hver eftirinaöur hans verður er enn okki vitað. fréttir Engar ákvarðan- ir um útsendingar í júir ■ „Það er ekkert bú- ið að ákveöa varðandi útsendingar frá Heimsmeistara- keppninni á Spáni meðan sjónvarps- starfsmenn verða i sumarfrii i júli- mánuði,” sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjón- varpsins i samtali við Timann i gær. „Ég hef áður ti- undað það að að mfnu mati eru útsendingar i júllmánuði ýmsum annmörkum háðar. Það hljóta alltaf að gerast atburðir, bæði innanlands og utan sem eru i sjálfu sér jafnmerkilegir eins og þessir knattspyrnu- leikir, og þá erum við komnir að spurning- unni um það hvort júlílokunin yfirleitt á rétt á sér,” sagði Pét- ur. Auk þess sagði hann, að þeir leikir sem mest hefði veriö talað um aö sýndir yrðu væru sumir á af- ar óheppilegum tima. Nefndi Pétur i þvi sambandi að undanúr- slitaleikurinn verður klukkan 3 siðdegis á fimmtudegi. „Heimsmeistara- keppnin verður meira eða minna á dagskrá daglega frá 14. júni til mánaðamóta,” sagði Bjarni Felixson, iþróttafréttamaður i samtali við Timann. „Um beinar út- sendingar hefur ekki verið tekin ákvörðun,” sagði Bjarni. „Enda afar fáir leikir falir um okkar kerfi. Það er I raun aðeins einn leik- ur sem ég veit um að við getum tekið á móti og þaö er fyrsti leikur- inn. Stafar þetta af þvi að talkerfið sem við notum, fer allt um Evrópunetið, sem er jarðnet. Það sem fer vestur um haf er yfir- leitt á bandarísku kerfi sem við getum ekki notað,” sagði Bjarni. —Sjó Krummi ... sá spurt með örvæntingu I Þjóðviljanum I gær: „Eru nokkrir islendingar i Brasiliu?” Er það nú orðin siðasta von Alþýðu- handalagsins um e;tt- hvert fyigi i kosningun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.