Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. mai 1982 19 . m & ! Jgsáá* ■ ■ gf.-i Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri á vinnustaö sinum. Timamynd Ella. skipti af eru málefni fatlaðra. Það byrjaði með þeim merka fundi sem fatlaðir efndu til og haldinn var á Kjarvalsstöðum haustið 1978. En það var aðeins upphaf að mikilli vinnu, sem siðan hefur verið starfað að bæði gagnvart þvi að leysa þeirra sér- stæðu vandamál, t.d. er varðar flutninga, aðkomast um bæinn og ýmislegt þess háttar, sem eru kannski minni háttar mál, en þó þurft að leysa og i samvinnu við hina fötluðu. Svo er ef til vill stærsta málið, sem er þeirra atvinnuspursmál. En mér virðist að allvel hafi verið á þeim tekið. Þaö er búið að mynda ákveöinn hóp um þeirra atvinnu- mál. Þessi hópur vinnur þann ig, að frá borgarstjóraembættinu fer bréf til fyrirtækja i bænum. Þessum bréfum er fylgt eftir með viðtölum frá nokkrum úr þessum hópi og skoðað hverjir eru mögu- leikarnir. Mál einstaklinganna eru kynntfyrir atvinnurekendum og hefur þetta gefið góða raun. Þetta er ekki mál sem er af- greitt i eitt skipti fyrir öll og verður aldrei að fullu afgreitt. Ég vona að það sem við höfum gert hafi orðið til þess, að þetta sé orð- inn fastur liður i þvi starfi sem rekið er hjá borginni. Persónulega er ég m jög ánægð- ur með þá samvinnu semþarna er upp tekin og ég held að þarna höf- um við komist inn á rétta braut. ekki ráðist fram með offorsi á nokkurn hátt heldur fyrst og fremst reynt að leysa málin i samvinnu við alla aðila. Mál sem siður hafa gengið. Eitt þeirra mála sem upp hafa komið erusamningarnir við Landsvirkj- un og þá breytingu sem þar var gerð. Ég vann mikið i þvi máli, af þvi að ég taldi, að ég væri þar nokkuð kunnugur málum miðað við fyrri störf og lagði þar fram mjög ákveðnar tillögur, sem ekki hlutu samþykki. Ég hafði reiknað með annarri niðurstöðu, satt að segja, miðað við þá vinnu og þau rök sem lögð voru fram með málinu. Þetta urðu mér von- brigði. Ég reiknaði með öðru. Lærdómsrík samvirma Er ekki stundum erfitt fyrir mann sem býryfir tækniþekkingu að þurfa aö framkvæma áætlanir sem gerðar eru af stjórnmála- mönnum, sem oft hafa önnur sjónarmið og hafa jafnvel fyrst og fremst áróðursgildi fremur en raunhæfa þýðingu? Vilja sjónar- miðin ekki rekast á? — Jú, auðvitað verður þaö svo, en ég endurtek að samvinnan við stjórnmálamennina hefur verið að mörgu leyti lærdómsrik. Ég hef sem verkfræðingur stundum haldiö aömaður gæti fundiö lausn á vandamáli með talnalegum skýringum eingöngu. Ég er búinn aðlæra meira og veit aö það eru mun fleiri atriöi sem horft er til, sem stundum fá að minu mati of þungt vægi í endanlegri á- kvörðun, en verð að viöurkenna það, að þar hlýt ég að sjálfsögöu að fara eftir þeirri niðurstöðu sem ákveðnar eru af þeim sem til þess eru valdir. Ég hef fengið tækifæri til þess að setja minn málstað fram eftir mlnum rökum. Þegar þaö ekki dugir hlýtur ástæðan að vera sú, að það eru önnur rök sem vega ekki minna heldur en minn mál- staður, eða sú hlið málsins sem ég þekki best. Reynir þú aö hafa áhrif á á- kvaröanir bæjarfulltrúanna áður en þær eru teknar? — Það hefur verið okkar sam- vinnumáti, aö viö höfum rætt málin á svokölluðum meirihluta- fundum fyrir borgarráðsfundi. Þar er farið yfir þau mál sem af- greiöa þarf og þar hef ég tækifæri til þess að láta i ljós þær skoðan- ir, sem ég hef á málinu og vegna hvers, og geriþað fyrst og fremst á þeim vettvangi. Við erum fyrst og fremstað vinna saman,ogþað hefur enga þýðingu að á- greiningsefni okkar á milli séu rædd á opinberum vettvangi.svo sem i borgarráði. Þegar viö höfum rætt málin á þennan hátt.sættiég mig aö sjálf- sögðu við þær niðurstööur, sem út úr fundunum koma. En þaö er á þessum meirihlutafundum, sem ég beiti mér fyrst og fremst til að koma aö þeirri hlið málanna, sem ég þykist þekkja. Verkaskiptin út á við Oft er haft á oröi, aö þú komir ekki eins oft fram opinberlega fyrir hönd borgarinnar og þeir stjórnmálamenn, sem áður gegndu embættinu, og aðborgar- fulltrúar taki af þér ómakið og komi fram sem fulltrúar borgar- innar. Finnst þér þetta miöur eöa vildir þú Iáta bera meira á þér i embætti? — Þaö aö koma fram fyrir Reykjavikurborg er býsna mikið starf. Það er ekki sjaldnar en fimm-sex sinnum iviku sem eitt- hvað slikt fer fram. Ég var að telja saman kortin, sem mér hafa boristnúna, og þaö eru ekki færri en sex staðdr, sem ég þyrfti að mæta á um helgina. Til þess að sinna þessum málum þannig að borginni sé fullur sómi sýndur veröur að gera þetta með verka- skiptingu. Þessi verkaskipting var að mestu leyti ákveöin, þegar ég var ráöinn og hefur veriö við það staðið. Viö leitumst við að tryggja, að þaö skorti aldrei að þar sé til staðar borgarfulltrúi, þ.e.a.s. maður, sem kemur fram fyrir hönd borgar- innar.Þetta ersá háttur, sem við höfum valiö. Hvort ætti að haga þessu einhvern veginn ööru visi, er álitamál. En ég hef fyllilega sættmig við þessa meðferðmála. Opinn sími alla daga Hefur afstaða manna til þin breyst viö, aö þú varst borgar- stjóri og hefur afstaða þin til borgarmála almennt breyst á þeim árum, sem þú hefur gegnt þessu starfi? — Ég neita því ekki, aö þaöhef ég orðið var við. Alls ekki óþægi- lega. Það er náttúrlega þannig, þar sem maður er á manna- mótum, að fólk vill ná af manni talium þau mál, sem ofarlega eru i huga þess. Það er ekki nema eðlilegt. Stundum getur það þó oröið fullmikið af þvi góöa, en skiljanlegt, þvi fólk áttar sig kannski ekki á þvi, að i flesta okkar er nú hægt aö ná ákaflega oft, ekki aðeins, þegar við erum úti á meöal fólks á samkomum og ööru slíku. Ég sit hér og er meö opinn sima alla daga þann tima sem fundir standa yfir, og auk þess með viö- talstima og sinni slikum málum þá. Mér finnst fólki vera vel ljóst að þar sem ég kem á mannamót er ég fulltrúi v. Reykjavikurborgar og þeirrar borgarstjórnar, sem hér situr og þaö tel ég vera eins og þaö á að vera. Ég hef kynnst fjölbreytilegum vandamálum borgarbúa sem úr- lausnar þurfa og reynt aö leysa þau eftir bestu getu. Mundi þakka traustid Nú hefur þú kynnst starfinu sem borgarstjóri Reykjavikur þarf að sinna. Hvernig mundir þú taka þvi að halda því áfram ef þess veröur farið á leit við þig að kosningum loknum? — Fyrstu viðbrögö min hlytu að verða þakklæti. Ég mundi þakka traustiö, sem mér væri sýnt með þvi. Ég mundi lika skilja það á - þann hátt, aö sá timi sem ég hef gegnt þessu embætti hefur ekki veriö alveg tilgangslaus og það er auðvitaö ánægjulegt fyrir hvern og einn aö fá viöurkenningu fyrir störf sin. Ég mundi lita á slika ósk, ef fram kæmi, þeim augum, og svara henni með tilliti til þess. Heldur þúeftir þá reynslu, sem þú hefur aflaö þér, að þú værir færari aö sinna starfinu, og myndir þú vilja breyta starfstil- högun á einhvern hátt? — Ég tel, miðað við þá reynslu, sem ég hef núna, aö ég vildi taka á ýmsum málum á annan hátt heldur en ég hef gert, og aö sjálf- sögðu eru vissar breytingar, sem ég mundihugsatil ef þannig færi. Það er augljóst. Fróðleg reynsla Hvað finnst þér sem ópóli- tiskum embættismanni um starfsaðferðir stjórnmálamanna, sem þú þarft að eiga náið sam- starf viö? — Það var viss lifsreynsla fyrir mig að kynnast starfsháttum og vinnubrögðum stjórnmála- manna. Ég eins og fleiri haföi litil önnur kynni af þeim haft, heldur en þeirri hliö sem upp snýr, þegar nálgast kosningar, og var ekki alltaf hrifinn af þvi, sem þá snýr upp. Fannst það svolltið yfir- boröskennt og laust viö alvöru, og fleira sem ég raunar heföi viljaö gera kröfu til. Ég hef nú kynnst þvi, sem á bak viö liggur. Og hefur þaö veriö mér mjög fróöleg reynsla. Ég held þvi hik laust fram i minum hópi, ég hef t.d. rætt þetta samstarf við verk- fræðinga, aö við mættum margt af stjórnmálamönnunum læra um vinnubrögð og hvernig að málum er staöið, þegar verið er að taka> ákvarðanir . Báöir hóparnir hafa það sam- eiginlegt, aö vinnan krefst þess, að ákvarðanir séu teknar. Bæði verkfræöistörf og stjórnmál eru þess eðlis. Þaö-hefur verið mjög fróölegt fyrir mig áð kynnast þvi, hvernig stjórnmálamenn undir- byggja sinar ákvaröanir. Og það er alls ekki sá háttur hafður á, sem mannisýnist stundum, þegar maður hlustar á þá fyrir kosningar. Ekki af áhugaleysi að ég er hlutlaus Menn hafa stundum verið að gera þvi skóna, að þú fylgdir ein- um stjórnmálaflokki fremur en öðrum og nú I hita kosningabar- áttunnar hefur borið meira á þessum orðrómi en endranær. Hvað er liæft i þessu? — Hvað pólitfsku flokkana á- hrærir, hef ég sagt og mun standa við, að ég er ekki skráöur I flokk og hef ekki látiö opinberlega koma fram, aö ég fylgdi einum flokki fremur en öörum. Þaö er ekki af áhugaleysi um stjórnmál og þeim mönnum sem þeim ráöa, heldur hreinlega vegna þess, að ég hef haft nóg annað á minni könnu. Algjört hlutleysi mitt i þessu éfni er forsenda þess, aö ég hafi traust allra þeirra flokka, sem borginni ráöa. Ef úr þvi dregurheld ég aö samvinnan yröi þeim mun erfiöari. Þetta er af- staöa min til þessara mála.og ég vildi ekki, aö þaö yröi til aö rýra þann samkomulagsgrunn, sem meirihlutaflokkarnir hafa, aö ég væri einumþeirra háðari en öör- um. Nú er þess skemmst að minnast, að þú talaðir á fundi hjá Framsóknarfélögunum f Reykja- vfk. Er þetta brot á þlnu hlut- leysi? — Alls konar félagasamtök hafa beðiö mig aö mæta á fundum og ræöa um borgarmálefni. Ég hef alla tið oröið viö slikri mála- leitan hver sem i hlut hefur átt. Hvaöa mál hafa verið rædd, er undir ýmsu komið, eftir þvi um hvaöa félagasamtök hefur veriö aöræöa, enég hef þá alltaf komið fram sem fulltrúi borgarinnar varöandi þann málaflokk, sem fyrir vali hefur orðiö. Ferðu að kjósa á laugardaginn? — Já, já. Þaö geri ég aö sjálf- sögöu. Oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.