Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 1
Kosningahátíð Framsóknarmanna - bls. 10-11 > Blað 1 ¦^**»—J-—* iiii n^w Tvö blöd f Helgin 22.-23. mai 1982 114. tbl.—66.árg. Síðumúla 15— Pósthólf370 Reykjavík— Ritstjórn86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiðslaogáskrift86300— Kvöldsímar86387og«6392 FRAM TIL SIGURS FYRIR B-USTANN 1. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi 2. Geröur Steinþórsdóttir, kennari 3. Sigrún Magnúsddttir, kaupmaöur. 4. Jósteinn Kristjánsson, framkvæmdastióri. 5. Sveinn G. Jónsson, verslunarmaöur 6. Auöui Þórhallsdóttir, nenii. Framsóknarmenn! HEITUM HVER A ANNAN, HER0- UM SÓKNINA OG SÖFNUM LIÐI! — Ávarp til Reykvíkinga, eftir Guðmund G- Þórarinsson, alþingismann ¦ Síðustu dagana hefur staða okkarfarið batnandi i kosningabaráttunni. Viðtökur þœr, sem fram- bjóðendur okkar hafa fengið á vinnustöðum og öðrum vettvangi borgarlifsins benda ótvirætt til að fleiri og fleiri eru að snúast á sveif með okkur. Frambjóðendur okkar hafa markað skýra stefnu, sem fólkið skilur. í dag ríður á að framsóknar- menn vinni vel, stilli saman hönd og hönd og berjist ötulir fyrir auknum áhrifum flokksins á stjórn borgarinnar. Gifturík störf flokksins i þágu lands og þjóðar í nœrfellt 70 ár varða veginn. Enn harðari framsókn til bœttra lifskjara, þróttmikillar upp- byggingar ogfagurs mannlífs í borginni, er okkur nauðsyn. í dag fer lokabarátta þessara kosninga fram. Framsóknarmenn, hvetjum hver annan, styðjum hver annan, eflum hver annan í lokasókninni. Við þekkjum öll mátt samtakanna. Samtaka nú. Hafið samband við kosningaskrifstofurnar og starfslið flokksins. Það munar um hverja starfsfúsa hönd. I þessum kostdngum virðast óvenjumargir óráðnir í hvað kjósa skuli. Við þurfum að ná til þessa fólks og skýra fyrir þvi stefnu okkar. Heitum hvert á annað að herða sóknina og safna liði og berjast í dagfyrir góðum kosningaúrslitum. 1 dag vinnum við öll saman. Nú munar um hvern og einn. Það var ánægjulegt að vera á kosningahátíð B-listans á Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið var. í troðfullum Súlnasalnum og hliðarsölum rikti baráttuandi. Það var létt y/ir fólkinu og allir voru ákveðnir í að leggja sitt af mörkum. Það verður að tryggja áhrif framsóknarmanna i borgarstjórn Reykjavíkur. Það er Reykjavik og Reykvíkingum nauðsyn. Ég segiþetta ekki bara vegna þess að ég erfram- sóknarmaður, heldurfyrst ogfremst vegnaþess að ég er Reykvikingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.